Morgunblaðið - 27.11.1988, Page 38
38 C
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27. NÓVEMBER 1988
QLÆSIBÆ
ÁLFHEOMJU74. SÍMI686220. \
I' KVÖLD:
Gömlu dansarnir
með hljómsveit JÓNS SIGURÐS-
SONAR ásamt söngkonunni
HJÖRDÍSIGEIRS.
Opiö frá kl. 21-01.
Snyrtilegur klæðnaður
- Rúllugjald kr. 600,-
- Staður hlnna dansglððu -
Að bregða lit á grámann
Jóhann Hjálmarsson
Sigrún Ragnarsdóttir: 90°
MYKT. Myndir: Sigurður Þórir,
Ingiberg Magnússon. Blekbytt-
an 1988.
Ljóð Sigrúnar Ragnarsdóttur
eru kvenleg og mjúk, einlæg
og búin ríkum tilfinningum. I
Hvunndagsflótta er ort um að
„bregða lit á grámann" eftir að
hafa laumast í höll „skreytta
orðum/ óljósrar merkingar".
Morgunsár leiðir aftur í ljós að
veruleiki dagsins er samur við
sig:
Dimmblá gluggatjöld
næturinnar
frádregin
gulum örmum
morgunsins
vorhlátrar bamanna
hljóma
hiýðum
vopngráum
drápsrauðum
morgunfregnum.
Sum ljóðanna flaila á nokkuð
óvæginn hátt um sambúð karls og
konu og einnig er ort napurlega um
vináttu. Dauðinn er gestur, fetar
skínandi hvítur í frostkaldan garð,
„hljóðlaust ■ nemur/ son minn á
brott“. Lesandinn finnur að sárs-
auki ljóðanna er engin uppgerð.
Þetta eru lifuð ljóð.
Farið er sparlega með orð, setn-
ingar hnitmiðaðar. Engu að síður
er stundum djarfmannlega talað
eins og ljóðin Lífshlaup og ...í hnot-
skum eru til vitnis um.
Ljóð Sigrúnar Ragnarsdóttur eru
að mestu laus við ýmis byijendaein-
kenni, en þau eru mistjöfn eins og
gengur. Myndir og líkingar eru
stundum gamalkunnar, samanber
bls. 50 þar sem vetur réttir hendur
mót vori og einnig er gripið til sands
og stundaglass. Náttúrulýsingar
eru stöku sinnum of venjulegar,
eitthvað vantar í þær eins og til
að mynda á bls. 53. Þannig mætti
halda áfram að fínna að ljóðunum,
en fleira er í þeim lofsvert en ámæl-
isvert.
Tveir myndlistarmenn, Sigurður
Þórir og Ingiberg Magnússon, hafa
skreytt bókina. Þeir eiga sinn þátt
í að þetta er einkar geðfelld bók
og vönduð að frágangi.
G E G N
BUBBI - HORÐUR - MEGAS
essemm/siA 23.04
TONLEIKAR
í HÁSKÓLABÍÓI MIÐVIKUDAGINN
30. NÓVEMBER KL. 22.00
Tónlistarmennirnir koma fram endurgjaldslaust
Allur ágóði af tónleikunum rennur til
Samtaka áhugafólks um alnæmi sem stofnuö
veröa mánudagskvöldið 5. desember og
nýttur til styrktar þeim Æá
sem hafa smitast eöa
sýkst af alnæmi.
Miðaverð: 1000 kr
Landsnefnd um alnæmisvarnir
List orðs o g mynda
Ólafur Skúlason
Vart munu margar þjóðir boða
nærveru jólanna með jafnmik-
illi bókaútgáfu eins og sú íslenzka.
Hafði útlendingur orð á því við mig
fyrir skömmu, að sér þætti þetta
bera vott um elsku Islendinga á
bókum og virðingu fyrir sögulegri
hefð. Kann svo vel að vera, enda
þótt líka spili inn í, að lengi hefur
það þótt vel við hæfi að setja bók í
jólapakkann. Var það oft af nauðsyn
á árum áður, þegar fátt fékkst til
gjafa, en hefur haldizt áfram, þótt
fullar verzlanir bjóði margvíslegan
vaming.
Ein er sú bók, sem mig langar til
þess að benda á og nú er nýkomin
út. Tel ég hana ekki aðeins vel fallna
til gjafa á jólum, og þá frekar held-
ur en margar aðrar, sem eiga að
nýtast til slíks, heldur er hún einnig
frábær heimild um kirkjur, bygging-
ar þeirra og muni. Bókin heitir
„Gengið í Guðshús" og er útgefin
af Almenna bókafélaginu, en undir-
búin af Iceland Review. Höfundur
er dr. Gunnar Kristjánsson á Reyni-
völlum og hefur hann unnið frábært
starf. Sést kirkjulist gömul og ný í
þeim kirkjum, sem hann hefur valið
til kynningar og lýsingar, og texti
hans er bæði fróðlegur, svo að stað-
reyndir komast vel til skila, og einn-
ig settur fram á listilegan hátt, svo
að unun er að lesa. Er því hið bezta
samræmi í milli texta og mynda, sem
Páll Stefánsson hefur tekið, og eru
frábær listaverk auk þess að vera
hinar beztu heimildir.
Veit ég, að þeir sem unna kirkjum
og byggirigarsögu þeirra, munu
finna í þessari bók margt það, sem
ekki aðeins gleður við lestur, heldur
verður stöðugt íhugunarefni og oft
tekið fram til að glöggva sig betur
á kirkjulist og sögu á Islandi og er
því um að ræða dýrmæta heimild.
Gunnar Kristjánsson
En samhliða íslenzku útgáfunni,
er komin sama bók á ensku og ber
heitið Churches in Iceland. Er
ástæða þessara orða minna ekki sízt
sú, að mig langar til að benda þeim,
sem senda gjafir til vina erlendis á
það, að hér er bók, sem hæfir þeim
tilgangi einstaklega vel. Bækur
koma út í mörgum löndum um kirkju
og kirkjulist, en hefur skort hér hjá
okkur. Mun mörgum útlendingi
þykja fengur að því að -geta látið
bók frá íslandi koma upp að hlið
þeirra bóka, sem prýða marga bóka-
skápa og eru handhægar til upplýs-
inga og fróðleiks. Enda þykir það
eðlilegt, þegar fjallað er um sögu
þjóðar, að kirkjunnar sé vel getið
og þeirra húsa, sem reist hafa verið
vegna tilbeiðslu og þjónustu.
Eg vil þakka aðstandendum þess-
arar bókar um íslenzkar kirkjur fyr-
ir áhuga þeirra og skilning á merk-
um þætti í sögu þjóðarinnar og óska
höfundum til hamingju með sérstak-
iega vel unnið verk.
Höfundur er dómprófastur.
Heiti potturinn
Jazztónleikar
Hvert sunnudagskvöld kl. 22.00.
Aögangseyrir kr. 500.
Sunnudagur27.nóv.
Hljómsveit
Vilhjálms Guðjónssonar