Morgunblaðið - 27.11.1988, Qupperneq 43

Morgunblaðið - 27.11.1988, Qupperneq 43
L MORGUNBLAÐIÐ VELVAKANDI SUNNUDAGUR 27. NÓVEMBER 1988 C 43 Irene Hansen og Helga Eggertsdóttir ásamt Gissuri litla: „Liggur ódrukkið heima hjá manninum.“ Morgunbiaðið/Svemr Morgunblaðið/Sverrir Gísli Guðmundsson: „Torkastan- legt.“ Morgunblaðið/Sverrir Stefán Oddsson ásamt Ómari Rafhi: „Of mikið magn.“ sagði Anna. „Ætli við yrðum ekki rekin úr vinnu ef við misnotuðum aðstöðu okkar á jafn grófan hátt? Almennt starfsfólk fengi kannski hálftíma til að taka saman pjönkur sínar á vinnustað áður en það hypj- aði sig á brott. Það er eðlilegt að handhafar forsetavaldsins njóti réttinda til að kaupa áfengi á kostn- aðarverði í tengslum við opinberar móttökur, en ekki að æðsti starfs- maður íslensks réttarfars skuli leyfa sér þvílíka misnotkun," sögðu þau og hristu höfuðið. Allt of mikið magn „í því tilfelli sem nú kom upp, er um að ræða gífurlega mikið magn. Allt of mikið magn til að hægt sé að réttlæta kaupin," sagði Stefán Oddsson.sem var á ferðinni í gamla miðbænum ásamt þriggja ára syni sínum.Ómari Rafni. „Maður veit frekar lítið hvemig málið er í raun og veru, en þegar menn sinna opinberum störfum er eðlilegt að þeir njóti ákveðinna hlunninda. Mér virðist þetta nú samt vera of mikið magn.“ Góður brandari „Þetta er góður brandari,“ sagði Helga Eggertsdóttir, sem var á göngu í Austurstræti ásamt Giss- uri litla og Irene sem er frá Nor- egi. Irene sagði: „Það verður gaman að segjá frá þessu máli þegar ég fer aftur til Noregs. Það getur ver- ið gott að hreinsa ýmislegt með alkóhóli, kannski hefur maðurinn þurft að hreinsa svona mikið . . .“ Og svo var hlegið. „Það er allt í lagi með hlunnindin sem slík, en auðvitað eiga menn að láta heil- brigða skynsemi ráða,“ sagði Helga og hélt áfram: „Það er fáránlegast að áfengið skuli liggja ódrukkið heima hjá manninum, en það fyrsta sem ég gerði þegar ég heyrði um þetta mál var að hlæja, mér finnst þetta svo fyndið.“ Þess má geta að svör vegfarenda miðuðu öll í sömu átt, þótt spurt væri af handahófi. |_ "Wi MIWR ER EKK| NÖ& W SKÖRR i HÆSTRRÉTTI" SPURT OG SVARAÐ H.P., REYKJAVÍK nT l.Hve mörg böm eru í I gruimskólum á Reylgavík- ursvæðinu. 2. Hversu mörgu böm voru rekin eða vísað úr skóla veturinn ’87-’88 og hvemig skiptist það niður á einstaka skóla? SVAR 14.221. Áslaug Brynjóifsdóttir fræðslustjóri. l.Nemendur í gmnnskólum Reykjavíkur þetta skólaár em 2. Samkvæmt gmnnskólalögum má ekki reka nemendur alfarið úr skóla. I erindisbréfí fyrir skólastjóra gmnnskóla segir í 26. grein: „Hafí nemandi valdið tmflun og ekki látið skipast við áminningar kenn- ara svo að hann hefur orðið að víkja nemanda úr kennslustund skal skóla- stjóri ræða málið við kennarann ef ástæða þykir til og leitast við að sætta aðila og ljúka málinu. Takist það ekki má vísa málinu til fræðslustjóra. Valdi nemandi hins vegar vandræðum í skóla með hegðun sinni og viðleitni umsjón- arkennara (bekkjarkennara) til að ráða bót á ber ekki ámagur tekur skóla- stjóri málið í sínar hendur og kannar það frá öllum hliðum. Geti skóli og heimili í sameiningu ekki leyst vand- ann vísar skólastjóri málinu til sér- fræðilegrar meðferðar fræðsluskrif- stofu. Hann skal tilkynna forráða- mönnum þá ákvörðun án tafar hafi hún ekki verið tekin í samráði við þá. Meðan málið er óútkljáð getur skólastjóri vísað nemanda úr skóla um stundarsakir enda hafí hann til- kynnt forráðamönnum og fræðslu- stjóra þá ákvörðun sína.“ Þessi grein byggist á 54. gr. grunnskólalaga. Fræðslustjóri i samvinnu við sína starfsmenn reynir að fínna lausn á málinu m.a. með einhverskonar sérúr- ræðum, sem reyndar er mikill skortur á. I sumum tilfellum er reynt að leysa málið með því að láta nemandann skipta um skóla og fá þá sérkennsluað- stoð- í 49. gr. grunnskólalaga segin „Fræðslustjóri getur að höfðu sam- ráði við foreldra eða forráðamenn auk skólastjóra, heimilað nemanda að hverfa frá grunnskólanámi að loknum 8. bekk í allt að eitt ár vegna þátttöku í atvinnulífi, og lýkur nemandi þá grunnskólanámi þeim mun síðar. Heimilt skal að meta þessa þátttöku nemandans í atvinnulífi til jafns við nám í tilteknum valgreinum 9. bekkj- ar.“ Slíkar undanþágur hafa verið veitt- ar í vissum tilfellum. Þá kemur fyrir að mjög erfítt reynist að fá einstaka nemendur til að sækja skóla, þrátt fyrir viðtöl og ráðgjöf og þótt foreldr- ar æski þess. Það verður að segjast að sérstak- lega á efri stigum grunnskólans er skólinn ekki í stakk búinn til að mæta kennsluþörfum hinna ólíku nemenda og miðast of mikið við bóknám fyrir alla með sama hraða. í 42. gr. grunnskólalaga segir: „í samræmi við markmið grunn- skóla skal að því stefnt, að nám í öll- um bekkjum skólans tengist sem best raunhæfum athugunum og þroskandi störfum utan skólaveggjanna. í 7.-9. bekk verði val námsgreina fíjálst að hluta, og skal þar við það miðað, að verklegt skyldu- og valnám geti sam- anlagt numið helmingi námstímans að hámarki, en fímmtungi hans að lágmarki." Þessi grein grunnskólalaga hefur ekki verið framkvæmd varðandi verk- legt skyldu- og valnám. Hins vegar höfum við verið að leitast við hér í Reykjavík að koma á nokkrum „starfedeildum" á efra stigi, þar sem meiri áhersla er lögð á slíka þætti. En það hefur reynst þungt undir fæti og verður að takast af sérkennslu- magni, sem er af skomum skammti. 3. Samkvæmt ofanrituðu, verður þriðja lið ekki svarað, því að ekki er hægt að tala um fjölda þeirra nem- enda, sem reknir eru úr skóla, heldur nemendur sem fást ekki til að sækja skóla eða óskað er eftir undanþágu frá námi. Það skal einnig tekið fram að skól- ar eru mjög misstórir og félagslegt umhverfi skóla, misjafnt.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.