Morgunblaðið - 18.12.1988, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 18.12.1988, Qupperneq 2
2 FRETTIR/INIMLENT MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18. DESEMBER 1988 Skarti stolið úr glugga SKARTGRIPUM var stolið úr brotnum sýningarglugga úra- og skartgripaverslunar að Skóla- vörðustíg 5 aðfaranótt iaugar- dagsins. Lögreglu var tilkynnt um brotna rúðu þar laust fyrir klukkan hálf- Qögur um morguninn. í ljós kom að greipar höfðu verið látnar sópa um sýningargluggann en ekki var talið að farið hefði verið inn í versl- unina. Óvíst er hver þarna var að verki en RLR vinnur að málinu. Ekki var fullljóst hvað vantaði. íslenskt óperu- myndband STYRKTAR- FÉLAGÍs- lensku ópe- runnar hefúr gefið út mynd- band með sýn- ingu óperunnar á Don Giovanni í vor þar sem Kristinn Sig- mundsson söng titilhlutverkið. Þetta er fyrsta íslenska óperu- myndbandið, að sögn Þorsteins Blöndals læknis og stjómar- manns í styrktarfélaginu. Styrktarfélagið kostaði sjálft upptökuna sem kvikmyndagerðar- félagið Sýn hf. annaðist ásamt úr- vinnslu. Myndbandið er með íslenskum skjátexta og verður til sölu í Islensku óperunni og nokkr- um hljómplötu- og bókaverslunum. Það kostar 3.000 krónur fyrir styrktarfélaga íslensku óperunnar en 3.500 krónur fyrir aðra. Þrír Frakkar gjaldþrota HLUTAFÉLAG um rekstur veit- ingahússins Þriggja Frakka, Baldursgötu 14, var úrskurðað gjaldþrota í fyrradag. Rekstur fyrirtækisins hafði nokkru áður verið stöðvaður af toll- stjóra vegna vangoldinna gjalda. Ekki náðist í forsvarsmenn veit- ingahússins til að fá upplýsingar um fjárhagsstöðu félagsins. Harður árekstur ábrú Harður árekstur varð á Skeiðar- árbrú síðdegis á föstudag. Tveir fólksbílar á Ieið úr gagnstæðum áttum rákust saman. Enginn slas- aðist. Báðir bílamir skemmdust nokkuð og var annar óökufær eftir. Að sögn lögreglu á Höfn er talið að annar ökumannanna hafi misst vald á bíl sínum á hálu trégólfí brúarinn- ar með fyrrgreindum afleiðingum. Kössum með ICY-vodka staflað. Unnið við átöppim „borgfirsku blöndunnar" í mjólkursamlaginu i Borgarnesi. Morgunblaðið/Theodór Þrettán þúsund flöskur tilbúnar til útflutnings Rnrtnampfli Borgarnesi. BLÖNDUN á ICY-vodka er komin vel í gang i Mjólkursam- laginu í Borgamesi. Búið er að tappa á rúmlega 13 þúsund flöskur, samtals um 12 þúsund lítra, og er fyrsti gámurinn til- búinn til útflutnings til Banda- ríkjanna. Vodkinn fer til bandaríska fyr- irtækisins Brown Forman Corp. sem sér um söluna í Bandaríkjun- um fyrir framleiðanda Icy, Sprota hf. Indriði Albertsson mjólkur- samlagsstjóri segir að blöndunin og átöppunin hafi gengið vonum framar. Litið væri á fyrstu send- inguna sem tilraunaframleiðslu og siðan væri áætlað að senda að meðaitali tvo gáma mánaðar- lega. Aðallega er tappað á 750 millilítra og eins lítra glerflöskur en þessa dagana er verið að tappa á 50 millilftra plastflöskur sem ætlaðar eru til auglýsinga í versl- unum erlendis. TKÞ. Landsvirkjun: Rekstrara%angur heftir snúist í rekstrarhalla Forsætisráð- herra fitndar með BSRB STEINGRÍMUR Hermannsson forsætisráðherra hefúr átt nokkra fúndi með forystu Bandalags starfsmanna ríkis og bæja á síðustu dögum. Að sögn forsætisráðherra og Ögmundar Jónassonar, formanns BSRB, hafa fúndirnir snúist um breyt- ingar á bráðabirgðalögum ríkis- stjórnarinnar. „Við höfum verið að reyna að ýta á eftir þeirri kröfu okkar að samn- ingsréttur verði að fullu virtur,“ sagði Ögmundur Jónasson. „Við teljum að það hafi ekki verið geng- ið nógu langt í að fullnægja okkar kröfum. Við viljum fá samningsrétt- inn viðurkenndan að fullu í sam- ræmi við þær yfirlýsingar sem hafa verið gefnar." Ögmundur sagðist telja að afnám banns við verkföllum væri í rétta átt, en fleiri skref þyrfti til að samn- ingsrétturinn yrði viðurkenndur að fullu. „Það eru ekki fleiri fundir fyrirhugaðir, en við væntum þess að það verði gengið að kröfum okk- ar,“ sagði Ógmundur. „Það er greinileg viðhorfsbreyting hjá þing- mönnum almennt; þeir virðast vera að gera sér ljóst að landinu verður ekki stjómað með því að afnema mannréttindi. Þetta þökkum við kraftmiklum mótmælum samtaka launamanna." „Við áttum almennar umræður um stöðu þessara samningamála eins og bráðabirgðalögin standa,“ sagði Steingrímur Hermannsson. „Ég lofaði að taka það til með- ferðar, sem þeir höfðu fram að færa, og það mun ég gera. UNDANFARIN flögur ár hefúr verið rekstrarafgangur ár hvert af starfsemi Landsvirkjunar. A fyrstu níu mánuðum þessa árs hefúr þessi hagstæða þróun snú- ist í rekstrarhalla sem nemur 157 milljónum króna. Halldór Jónatansson forstjóri Landsvirkjunar segir að ástæðan fyrir þessari óhagstæðu þróun sé einkum sú að gengi krónunnar hef- ur verið fellt um 20% á árinu. Auk þess stefni verðbólgan í að verða um 20% frá upphafi til ársloka án þess að gjaldskrá Landsvirkjunar hafí hækkað um meir en 12% á sama tíma. „Meðalverð Landsvirkjunar á rafmagni til almenningsrafveitna hefur lækkað að raungildi miðað við byggingavísitölu um tæp 34% á árunum 1984 til 1988. Er hér um tæplega 8,5% lækkun að meðaltali á ári að ræða í stað um 3% sem áætlanir hafa sýnt að raunhæft væri að gera ráð fyrir án þess að veikja um of íjárhagsstöðu fyrir- tækisins," segir Halldór í frétta- bréfi fyrirtækisins. Landsvirkjun hefur haft þá stefnu að endurgreiða árlega sem næst V20 af heildarskuld fyrirtækis- ins í lok undanfarandi árs. Þetta þýðir að núverandi skuldir þess greiðast upp á um 40 árum. Felur þessi stefna í sér lækkandi fjár- magnskostnað frá ári til árs sem skapar grundvöll fyrir lækkandi raunverði rafmagns. Halldór segir að þannig hafi skuldir Landsvirkj- unar lækkað um 1800 milljónir króna á árunum 1986 til 1988. Ráðstafanir til aðhalds í rekstri á undanfömum árum hafa skilað sér vel hjá Landsvirkjun. Nefnir Halldór sem dæmi starfsmanna- hald. Þannig er fy’öldi ársverka í ár hjá Landsvirkjun áætlaður 249 árs- verk samanborið við 288 ársverk að meðaltali síðustu tíu árin á und- an. Daninn úr hættu DANINN, sem þyrla frá danska varðskipinu Beskytteren kom með frá grænlenskum rækjutog- ara á Borgarspítalann á föstu- dag, er ekki talinn í lífshættu. Maðurinn, sem er frá Borgundar- hólmi, hafði hlotið talsverða höfuð- áverka en var talinn á batavegi í gærmorgun. Fjórðungs samdráttur í sölu kindakjöts á innanlandsmarkaði Innanlandssala á kindakjöti minnkaði um tæp 25%, eða nálega Qórðung, á þremur mánuðum í haust. í ágúst, september og október seldist 2.071 tonn, 678 tonnum minna en sömu mánuði í fyrra. Samdrátturinn var minni mánuðina á undan og þegar litið er á söluna fyrstu tíu mánuði ársins nemur samdrátturinn 805 tonnum eða rúmum 10%. í haust þegar menn urðu fyrst varir við þennan samdrátt var fúllyrt að heimaslátrunin hlyti að vera svona mikil en þegar salan var áfram léleg var litið til annarra þátta, og söluskatturinn einkum nefiidur. D PO/ söluskattur var að fullu « O /Olagður á búvörur í upp- hafi ársins. Jafnhliða var hluti teknanna notaður til að auka nið- urgreiðslur á helstu búvörum, svo sem kindalqöti, nautakjöti og mjólk. Einnig voru teknar upp niðurgreiðslur á alifuglalq'öti, svínakjöti og eggjum í fbrmi end- urgreidds kjamfóðurgjalds. Við hækkun á niðurgreiðslum var við það miðað að hámarkssmásölu- verðið sem fimmmannanefnd ákveður hækkaði að hámarki um 10—12% þrátt fyrir 25% sölu- skattinn. Þannig hækkaði til dæmis há- markssmásöluverð á fyrsta flokks dilkakjöti í heilum og hálfum skrokkum ekki en aðrir flokkar allt að 12%. Aftur á móti fer lítill hluti sölunnar fram í heilum skrokkum og almennt verð á kindakjöti út úr búð hækkaði mun meira. Ástæðan er sú að sölu- skatturinn leggst af fullum þunga á virðis- aukann í kjöt- vinnslunni og BAKSVID fæstar kjötvinnslur geri meira en að halda sömu sölu í krónutölu og í fyrra. Einna mesti sölusamdrátt- urinn hefur orðið í áleggi, þar sem Iqötvörumar hafa farið halloka gagnvart osti til dæmis. Margar kjötvinnslur standa nú illa og ekki ólíklegt að þeim fækki á næst- unni. Ekki hefur orðið aukning í sölu annarra lqöttegunda, svo sem fúgla- og svína- kjöts, samhliða minnkun í kinda- . kjötinu. Skýring- anna er því ekki að leita í færslu ejtir Helga Bjamason versluninni og áhrifín eru þeim á milli kjöttegunda. mun meiri eftir því sem hlutfall niðurgreidda kjötsins í endanlegri vöru er minna. Kjötvinnsluvörur hækkuðu því um allt að 22% þeg- ar söluskatturinn var lagður á. Kjötfars hækkaði um 10%, pylsur um 20%, hangiálegg um 8% og malakoff um 22%, svo dæmi séu tekin. Vegna þessa hefur samkeppn- isaðstaða kjötvinnslunnar versnað og verulegur samdráttur orðið í kjötvinnslunni. Forstöðumaður stórs kjötvinnslufyrirtækis áætlar að markaðurðinn hafí dregist saman um 10—15% og telur að Miklir erfiðleikar eru hjá fram- leiðendum þeirra búvara sem fengu söluskattinn með fullum þunga á sig, eins og til dæmis garðyrkjubændum, kartöflu- bændum og hrossabændum. Hrossalq'ötssalan hefur dregist saman. Markaðurinn tók ekki við 25% hækkun grænmetis og þurfa garðyrkjubændur því að greiða söluskattinn sjálfir. Til dæmis var meðalverð á tómötum í ár svipað og í fyrra þrátt fyrir söluskattinn sem þýðir í raun 20% lækkun á afurðaverðinu til bænda. Áður en söluskatturinn kom til lega lítill hluti af búvöruverðinu til neytenda, um 10% af verði mjólkurlítrans og um 15% af kindakjötskílóinu um mitt síðasta ár. Til samanburðar má geta þess að árið 1982 voru niðurgreiðslur 37% af mjólkurlítranum og 30% af dilkakjötinu. Núna kostar mjólkurlítrinn 55,40 kr. út úr búð, þar af er söluskattur rúmar 11 krónur. Niðurgreiðslumar em 21,87 kr. á lítra, eða tæp 40%, þannig að lítrinn kostar í raun 77,27 krónur. Mestu niðurgreiðsl- umar em á smjörinu, 488,50 kr. á kíló og era þar meðtaldar tíma- bundnar niðurgreiðslur nú fyrir jólin. Þó neytandinn þurfi ekki að greiða nema 378 krónur yfir búð- arborðið kostar smjörkílóið í raun 866,50 krónur. Smásöluverð á 1. flokks dilkalqöti í heilum skrokki er nú 369,80 (þar af er söluskatt- ur 74 krónur). Hvert kíló er niður- greitt um 172,50 kr. og raun- veralegur kostnaður við hvert kíló er því 542,30 kr. Eins og sést á þessu eru fluttir miklir peningar á milli vasa í stjómarráðinu. Væri ekki einfald- ara að lækka söluskattsprósent- una og hætta þessum millifærsl- um?

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.