Morgunblaðið - 18.12.1988, Page 7
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18. DESEMBER 1988
7
Breiðholtsútibú
Félags-
málastofiiunar:
Stefnir í að
þjónustan
lamist upp úr
áramótum
- segiryfirfé-
lagsráðgjafí
útibúsins
„ÞAÐ STEFNIR í að þjónusta
Breiðholtsútibús Félagsmála-
sto&iunar Reykjavíkurborgar
lamist upp úr áramótum. Starfs-
fólkið hefúr fengið sig fullsatt
af lágum launum og miklu álagi
og sumir hafa sagt upp störfúm
sinum,“ sagði Gunnar Klængur
Gunnarsson, yfirfélagsráðgjafi
útibúsins, í samtali við Morgun-
blaðið. „Tveir félagsráðgjafar
sem starfa í meðferðarhópi úti-
búsins sögðu til dæmis upp störf-
um um síðustu mánaðamót en
þeir hafa þriggja mánaða upp-
sagnarfrest. I þessum hópi eru
3,5 stöðugildi félagsráðgjafa. Þá
hef ég fengið sjálfan mig fluttan
í ellimáladeild Félagsmálastofn-
unar,“ sagði Gunnar Klængur.
„Við höfum reynt að fá leiðrétt-
ingu á launum okkar síðan í vor.
Mánaðarlaun félagsráðgjafanna
eru um 45 þúsund krónur og þeir
eru með tveggja til fjögurra launa-
flokka lægri laun en félagsráðgjafar
á Borgarspítalanum. Sjálfur er ég
með 78 þúsund króna mánaðar-
laun,“ sagði Gunnar Klængur.
í ályktun, sem félagsráðgjafar
Félagsmálastofnunar Reykjavíkur-
borgar samþykktu á fundi sínum á
föstudaginn, segir meðal annars að
þeir sinni erfiðustu bamaverndar-
málum og málefnum þeirra fjöl-
skyldna og einstaklinga sem við
verst kjör búi í samfélaginu. Stofn-
unin sé alvarlega undirmönnuð og
vinnuálag því allt of mikið á ein-
stökum starfsmönnum.
Ástandið versni stöðugt með vax-
andi atvinnuleysi og æ erfíðara
reynist að manna lausar stöður fé-
lagsráðgjafa við stofnunina. Fé-
lagsráðgjafamir lýsa fullri ábyrgð
á hendur borgaryfirvöldum á þessu
ástandi þar sem þau hafí ekki horfst
í augu við þennan vanda og engin
breyting virðist ætla að verða á því.
V^terkurog
k-/ hagkvæmur
auglýsingamiðill!
SCAMDÍimm VATNSRÚM
MÁL: 1 83x 213 cm.
MEÐ hitara og öryggisdúk.
65% öldubrjótur.
5ÁRA ábyrgð á dýnu.
Exellence KRÓMRÚM
i MÁL:160x200og180x200cm.
VERÐ:52.100,-st.gr.
53.600,- st.gr.
Vatn
Toppyfirbreiðs la meórennitás
Hitarí
Klætt meó stungnum bómullardúk
K E F L A V I K
TJARNARGATA 2 S: 92- 1 3377
SENDUM AÐ KOSTNAÐARLAUSU Á REYKJAVÍKURSVÆÐIÐ
OGÁ VÖRUAFGREIÐSLUR.