Morgunblaðið - 18.12.1988, Blaðsíða 8
8
MORGUNBLAÐIÐ DAGBOK SUNNUDAGUR 18. DESEMBER 1988
T A er sunnudagur 18. desember, 4. sd. í jólaföstu.
1 UA.V3T 353. dagur ársins 1988. Árdegisflóð í Reylqavík
kl. 1.41 og síðdegisflóð kl. 14.08. Sólarupprás í Rvík kl.
11.20 ogsólarlagkl. 15.29. Myrkurkl. 16.48. Sólin erí
hádegisstað í Rvík kl. 13.25 og tunglið er í suðri kl. 21.30.
(Almanak Háskóla íslands.)
En þér eruð ekki holdsins menn heldur andans menn
þar sem andi Guðs býr í yður. En hafi einhver ekki
anda Krists, þá er sá ekki hans. (Róm. 8,9-10.)
ÁRNAÐ HEILLA
rj ára afinæli. Á morg-
I ÍJ un, mánudaginn 19.
desember, er 75 ára Svan-
borg Sæmundsdóttir, vefii-
aðarkennari, Furugrund
34, Kópavogi. Hún ætlar að
taka á móti gestum á heimili
sínu á afmælisdaginn milli kl.
16 og 19.
A A ára afinæli. Á morg-
0\/ un, mánudaginn 19.
þ.m., er sextug Kristín Björg
Jóhannesdóttir í Hraunbæ
í Hveragerði. Hún ætlar að
taka á móti gestum í dag,
sunnudag, á Hótel Örk þar í
bænum eftir kl. 15.
MANNAMÓT
SAMVERKAMENN
Móður Teresu halda mánað-
arlegan fund sinn annað
kvöld, mánudag 19. þ.m., í
safnaðarheimilinu Hávalla-
götu 16 kl. 20.30.
FÉL. eldri borgara. í
dag, sunnudag, er opið hús í
Goðheimum, Sigtúni 3, kl. 14
og verður þá frjálst spil og
tafl. Þá myndasýning á fyni
hluta myndarinnar sem tekin
var í Færeyjaferð. Dansað
verður kl. 20. Lokað verður í
Goðheimum fram til 8. janúar
og í Tónabæ til 7. janúar en
þá hefst þar danskennsla.
Nánari uppl. í skrifstofusíma
félagsins 28812.
MORGUNBLAÐIÐ FYR-
1R 50 ÁRUM___________
Hvernig er það, spurði
Morgunblaðið, einn af mat-
vörukaupmönnum bæjarins
í gær: Koma ekki neinir
jólaávextir að þessu sinni?
Það verður lítið sem hver
fær ef skipta á jafht á milli
bæjarbúa, svaraði kaup-
maðurinn að bragði. Leyfi
var veitt fyrir innflutningi
á jólaávöxtum, alls kr.
12.500 kr. Mestmegnis
munu það verða epli. Eitt-
hvað verður keypt af rúsín-
um og sveskjum sem verið
hafa ófáanlegar lengi. Epl-
in koma með Gullfossi
kringum 20. desember. Mér
virðist, sagði matvörukaup-
maðurinn, að kaupmenn
verði að fela ávextina til
að geta miðlað einhveiju til
sinna föstu viðskiptavina.
En þurrkaðir ávextir,
fást þeir? Nei, var svarið.
SKIPIN_____________
REYKJAVÍKURHÖFN:
í gær lagði Árfell af stað til
útlanda og í dag, sunnudag,
er Fjallfoss væntanlegur frá
útlöndum. Tvö olíuskip eru
væntanleg í dag.
LÁRÉTT: — 1 svala, 5 LÓÐRÉTT: — 2 sár, 3
skinnið, 8 til baka, 9 baldinn, dæld, 4 fiskaði, 5 leikföngin,
11 hangir, 14 kraftur, 15 6 heiður, 7 fæði, 9 óhæfa,
barlómurinn, 16 reiðan, 17 10 taldir, 12 baðst um, 13
greinir, 19 ró, 21 einkenni, reikar, 18 þrenging, 20 grein-
22 starfinu, 25 leðja, 26 ir, 21 flan, 23 samþykki, 24
hvíldi, 27 magur. frumefni.
LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU:
LÁRÉTT: — 1 fregn, 5 rosti, 8 eirir, 9 hatts, 11 smala,
14 Týs, 15 nomi, 16 aflar, 17 sár, 19 uxar, 21 ótíð, 22
nefnist, 25 tía, 26 ein, 27 aur.
LÓÐRÉTT: -1 róa, 2 get, 4 nistis, 5 rissar, 6 orm, 7 tól,
9 hentugt, 10 tarfana, 12 aflétta, 13 afræður, 18 ánni, 20
RE, 21 ós, 23 Fe, 24 in.
Ekki er nú alveg víst að nýja virkjunin verði eins þjóðhagslega hagkvæm og bjórunnendur vilja
vera láta...
ÞETTA GERÐIST
ERLENDIS gerðist þetta
á þessum degi, 18. desember:
1644: Stjómarár Kristínar
drottningar í Svíþjóð hefjast.
1745: Orrustan við Clifton
Morr.
1777: Veturseta byltingar-
hers George Washingtons
hefst í Valley Forge.
1792: Réttarhöld í Bretlandi
yfir Thomas Paine vegna út-
gáfu „The Richts of Man“.
1799: Útför George Was-
hington fór fram í Mount
Vemon.
1865: Þrælahald endanleg
afnumið í Bandaríkjunum.
1890: Frederick Luggard
leggur Uganda undir breska
Austur-Aftíku-félagið.
1903: Bandaríkin fá Panama
til eilífðar gegn árlegu leigu-
gjaldi samkvæmt Panama-
sáttmálanum.
1912: Fundur Piltdown-
mannsins kunngerður.
1927: Austur í Kína steypti
Chiang Kai-shek Kankow-
stjóminni af stóli.
1944: Her Japana hrakinn
frá Burma.
1961: Innrás Indveija í
Portúgals-nýlenduna Góa og
vopnahlé SÞ hófst í Katanga
í Áfríku.
1962: Kennedy forseti og
breski forsætisráðherrann
Maxmillan halda fund í Nass-
au.
1963: Stúdentar frá Afríku
efna til óeirða S Moskvu eftir
dauða Ghanamanns sem mót-
mælt hafði kynþáttamisrétti.
1965: Níu Afríkuríki slíta
stjómmálasambandi við
Breta vegna Rhódesíumáls-
ins.
1975: Fulltrúar ísraels og
12 annarra ríkja ganga af
fundi í UNESCO vegna deilu
um síonisma.
AFMÆLI erlendis: Carl
Maria von Weber, þýskt tón-
skáld 1786—1826. Leikrita-
höf. Christopher Fry f. 1908.
V-þýski stjórnmálamaðurinn
Willi Brandt 1913, banda-
ríska leikkonan Betty Grable
1916-1973.
HÉRLENDIS gerðist
þetta m.a. þennan sama
dag, 18. desember:
1728: Eldgos við Leirhnjúk.
1871: Leyfi til sölu á sætum
í Dómkirkjunni afturkallað.
1893: Landsyfírréttur mildar
dóminn yfir Skúla Thorodds-
en.
1939: Tónverkið „Sköpun“
eftir Haydn flutt í Reykjavik.
1951: Alþjóðadómstóllinn
dæmir Norðmönnum rétt til
að ákveða 4ra mílna land-
helgi.
1958: Emil Jónssyni Al-
þýðuflokksformanni falin
stjórnarmyndun.
1979: Tvö flugslys á Mos-
fellsheiði. Þennan dag árið
1682 lést Guðrún Símonar-
dóttir.
MQLAR_________________
• Það voru gyðingar á
Langbarðalandi sem settu
á stofti fyrsta bankann. Um
árið 800 var það. Seinna
komu þeir upp bönkum í
öðrum löndum. í London
er elsta bankastræti stór-
borgarinnar Lombard
Street.
• Dagblaðaútgáfa hófst í
Kína árið 912. Það hét
Tsching Pao.
• Árið 1010 fann Bene-
diktsmunkurinn Guido frá
Arezzo upp slaghörpuna.
Árið 1711 endurbætir
Christofori frá Florens
hamratæknina.
• Stækkunarglerið var
fúndið upp árið 1050. Það
var arabi, Ahazen að nafiii,
en hann hafði þá unnið að
ljósfræðilegum rannsókn-
um.
Þær heita Valgerður Einarsdóttir, Jódís Káradóttir og
Halla Björk Einarsdóttir. Þær færðu Eþíópíusöfiiun
Rauða kross íslands rúmlega 4.000 krónur en þeir pen-
ingar voru ágóði af hlutaveltu sem þær héldu til stuðn-
ings þessari fjársöfnun.
FRÉTTIR
VINNUVIKAN sem nú
hefst er hin 51. á þessu ári.
LÆKNAR: í tilk. frá heil-
brigðis- og tryggingamála-
ráðuneytinu segir að þessir
læknar hafi hlotið starfsleyfi
hérlendis til að stunda al-
mennar lækningar: Cand.
med. et chir. Sigurður Ás-
geir Kristinsson, cand. med.
et chir Steingerður Sigur-
björnsdóttir, cand. met. et
chir Sigurður Ó. Blöndal.
Ennfremur cand. odont.
María Elíasdóttir leyfi til að
stunda hér tannlækningar.
ORÐABÓKIN
Að taka þátt
Ekki er ég viss um, að
menn átti sig almennt á því
við hvað er átt með því orða-
lagi, sem stendur hér að
ofan. Þó hafa menn oftar
en einu sinni tekið svo til
orða í útvarpi og sjónvarpi
nú á þessu hausti, þegar
þeir vilja segja að menn
hafi tekið þátt í einhveiju.
Ekki skal ég segja hversu
gamalt þetta er í málinu,
en sjálfur hef ég ekki veitt
þessu athygli fyrr en nú á
síðustu mánuðum. Engin
dæmi þessa hef ég heldur
getað fundið í prentuðum
sem óprentuðum orðabók-
um. í DV 9. nóv. 1988, 18,
stendur þetta þar sem verið
er að segja frá frægasta
bekk landsins, en það eru
nemendur Hannesar Hólm-
steins Gissurarsonar við
Háskóla íslands: „En eftir
nokkurt þóf varð úr að nám-
skeiðið „Frelsi, lýðræði og
ríkisvald" fékkst samþykkt
til kennslu og hópur áhuga-
samra nemenda tekur þar
þátt.“ Ég býst við að mörg-
um þyki þetta andkannalegt
orðalag, enda brýtur það í
bága við hið almenna
tungutak. Auðvitað hefði í
frásögn DV átt að standa:
og hópur áhugasamra nem-
enda tekur þátt í því. Ég
vænti þess að flestir geti
verið sammála mér um
þetta. — JAJ.