Morgunblaðið - 18.12.1988, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18. DESEMBER 1988
----------i-1-------------------------—---
>1*7
VERKAMANNABÚSTAÐIR í REYKJAVÍK
SUÐURLANDSBRAUT 30,108 REYKJAVÍK
Stjóm verkamannabústaða í Reykjavík óskar eftir umsóknum um kaup á íbúð-
um sem áætlað er að komi til afhendingar frá miðju ári 1989 til jafnlengdar 1990.
Um er að ræða bæði nýjar og notaðar íbúðir.
Um ráðstöfun, verð og greiðsluskilmála þessara íbúða gilda lög númer 60/1984.
Umsóknareyðublöð verða afhent á skrifstofu VB Suðurlandsbraut 30 og verða
þar einnig veittar allar almennar upplýsingar.
Skrifstofan er opin mánudaga til föstudaga kl. 9.00-12.00 og 13.00-16.00.
Umsóknum skal skilað eigi síðar en 10. febrúar 1989.
Stjórn Verkamannabústaða í Reykjavík.
og segir í Nonnabókinni, til náms
hefur samt ugglaust verið sá að ala
þá upp og laða þá til að stunda
prestsnám. Þótt augljóst væri að
ekki þýddi að þvinga unga menn
til þess og haldið væri áfram að
styrkja þá sem ekki féll sú leið, þá
hefur sjálfsagt búið að baki vonin
um að fá' unga gáfaða pilta til trú-
boðs fyrir kaþólsku kirkjuna og jes-
úitaregluna. Og Nonni hefur alla
tíð verið opinn fyrir því og valdi
þá leið skref fyrir skref. Og Manni
bróðir hans líka, eftir að hann kom
til Amiens, sendur með Fyllu til
Englands og síðan gegn um Dun-
kerque með ensku skipi og í fylgd
nunnu með lest til Amiens. í grein
sinni aftan við Nonnabókina skrifar
Haraldur: „Þeim bræðrum vegnaði
vel í menntaskólanum í Amiens,
enda voru þeir báðir vel gefnir og
góðir námsmenn. Manni var mjög
gefinn fyrir náttúrufræðileg efni,
en var jafnframt óvenju listhneigð-
ur. Hann var drátthagur og skreytti
bréf til móður sinnar með fallegum
myndum sem nokkrar hafa varð-
veist. Þegar nemendur skólans
efndu til leiksýninga þótti hann
sjálfsagður í aðalhlutverk. Má af
því ráða hversu góðum tökum hann
hefur náð á franskri tungu þá þeg-
ar. Orð var gert á tónlistarhæfileik-
um hans og fagurri söngrödd. Var
hann oft fenginn til að syngja hjá
hefðarfólki."
Menntaskólinn í Amiens var með-
al stærstu slíkra skóla í Frakk-
landi. Þar stunduðu nám synir tig-
inna manna og aðalsmanna. Og við
það var allt miðað. Þar var ekkert
til sparáð, allt ríkulegt og stór-
mannlegt og fínt, skrifaði séra Jón
Sveinsson um komuna til Frakk-
lands. Þarna voru mörg hús og og
fagrar byggingar, sem garðar
fylgdu, en auk þess margir nem-
endabústaðir. Af skólaskýrslunum
má sjá að þarna hefur verið strang-
ur agi. Og getur maður ímyndað
sér viðbrigðin fyrir drenginn sem
kom úr frelsinu í íslenskri sveit,
eins og hann lýsir því í Nonnabók-
unum, að koma í svo stranga
lífshætti. Farið eldsnemma á fætur
á morgnana og reglusemi og nám
allan daginn. Ekki var þó þarna
harðræði, eins og var í mörgum
ensku heimavistarskólunum. Og
mjög góð menntun. Nonni undraðist
í fyrstu að hann var ekki sendur
áfram til Avignon, en að ráðum
skólastjórans féllst hann á að vera
þarna kyrr. Hann varð stúdent
1878. En brátt fluttist hann yfir í
skólann sem nefndur var École
Apostolique í Acheul þama rétt hjá
og var fyrir duglegustu nemend-
urna sem höfðu tekið ákvörðun um
að verða prestar. Og þar vistaðist
Manni líka. Gamla skólahúsið frá
tímum Nonna og Manna brann, en
skólinn er þar enn. Nú er í Amiens
400 nemenda skóli og allur skólinn
tekur um 2000 nemendur. Eftir
stúdentpróf gekk Jón Sveinsson í
jesúítaregluna og hélt síðan til
Loewen í Belgiu og tók þaðan heim-
spekipróf 1883, en prestsvíslu í jes-
úítaregluna tók. hann 1890 eftir
framhaldsnám í Bretlandi. „Árið
1894 var séra Jón sendur til íslands
að líkindum til að kanna möguleika
á endurreisn kaþólska trúboðsins,
sem legið hafði niðri síðan Boudou-
in, franski presturinn, hvarf úr landi
árið 1876,“ skrifar Haraldur Hann-
esson í greininni um hann í nýju
Nonnabókinni.
Þessi ferð varð undanfari þess
að hann tók að skrifa endurminn-
ingar sínar frá bernskuárunum á
íslandi, fyrst skemmtilega ferða-
sögu sem vakti mikla athygli. Einn-
ig fór hann að festa á blað endur-
minningar sínar frá Möðruvöllum
og Akureyri og úr varð Nonni og
Manni. Skrif hans vöktu nokkra
athygli meðal danskra og þýskra
lesenda. „Eftir að hafa dvalist í
Aachen um hríð, settist séra Jón að
í Exaten í Hollandi og gat nú helg-
að sig ritstörfum af fullum krafti,
enda höfðu yfirboðarar hans nú
gert sér grein fyrir hvað í honum
bjó. En það sem mestu máli skipti
var að þeir gerðu sér jafnframt ljóst
að til þess að frásagnargáfa hans
fengi notið sín, yrði hann að njóta
fullkomins frelsis innan þess ramma
sem regla hans frekast leyfði,“
skrifar Haraldur í grein sinni í
Nonnabókinni. „í Exaten hóf séra
Jón að skrifa Nonna, sem út kom
hjá Herder-forlaginu árið 1913, sem
var upphafið að frægðarför hans
víðsvegar um heim. Raunar var hér
um að ræða eins konar þýðingu,
þvi að hann hafði áður skrifað bók-
ina á dönsku. Nonni fékk mjög
góða dóma og frábærar móttökur,
jafnt hjá ungum sem gömlum, þrátt
fyrir allar þær hörmungar sem
gengu yfír Evrópu í heimsstyijöld-
inni fyrri.“ Og 75 árum síðar er
Nonni enn að koma út í Þýska-
landi, Sviss, Austurríki og víðar.
Og nú gefst íslendingum líka kost-
ur á að fá hana í nýrri útgáfu eftir
áratuga hlé. Og mun frásögn séra
Jóns eflaust enn eiga eftir að heilla
lesendur sem fyrr.
Sjá næstu síðu
Manni var sérlega laghentur og
hafði listahæfileika, sem kom
fram um leið og hann var kominn
í skólann í Frakklandi. Þá teikn-
aði hann þessa mynd af kennara
sínum á þerripappír í skólanum.
Kaþólskt trúboð í
bakgrunni
í Nonnabókinni kemur fram að
aðalsmaðurinn sem bauðst til að
ala önn fyrir, setja til náms og veita
hið besta uppeldi, bjó í borginni
Avignon suður við Miðjarðarhaf.
Góður guðhræddur maður og mikils
metinn. En þegar Nonni kom frá
Kaupmannahöfn til Frakklands var
hann settur í góðan heimavistar-
skóla jesúíta í Amiens í Norður-
Frakklandi, École libre de la Provid-
ence, fyrst til bráðabirgða að sagt
var vegna þess hve heitt væri fyrir
íslenskan dreng í Suður-Frakk-
landi, og fór aldrei suður eftir. Svo
sem fram kemur í ævisögunni sem
Haraldur skoðaði, var de Foresta
greifi af ítölskum ættum og var
einn af aðalmönnunum í jesúítaregl-
unni. Um þetta leyti var uppi átak
til að stofna til öflugs kaþólsks trú-
boðs á Norðurlöndum og voru fímm
Norðurlandapiltar í skólanum þegar
Nonni var þar. Var hann mikið með
Norðurlandadrengjunum. Þarna
var, auk menntaskólans, skóli fyrir
þá duglegustu, sem ætluðu að ger-
ast trúboðar. Hefur eflaust legið
að baki áformum um að bjóða
drengjunum tækifæri til náms von-
in um að þeir gerðust jesúítar og
trúboðar, þótt þeir væru alveg
frjálsir ferða sinna. Enda sneri hinn
íslenski drengurinn, Gunnar Einars-
son, við heim eftir Danmerkurdvöl-
ina. En Nonni kaus þegar þar að
taka kaþólska trú, hafði raunar
meðferðis bréflegt leyfí móður
sinnar sem hefur séð fyrir að svo
kynni að fara. Það var hann þvi
áður en hann kom í skóla jesúíta í
Frakklandi. Danski drengurinn
Ríkhard, sem var mikill vinur
Nonna, hætti prestsnámi í Frakk-
landi og fór heim á vegum velgerð-
armanna sinna, sem héldu áfram
að hlynna að þeim sem ekki fundu
köllun til að fara í prestskap og
trúboð. Forstöðumaður skólans var
séra Barblin, sem Nonni nefnir í
einni bóka sinna. Hafði hann mikil
áhrif á síðari þroskaferil hans.
Bakgrunnurinn að því að setja
unga menn,- „heilsugóða, hlýðna og
óspillta og af góðum ættum“, eins
Manni (fimmti frá hægri í þriðju
röð)með félögum sínum í
menntaskólanum i Amiens í
Frakklandi, þar sem Nonni var
líka þegar hann kom út. Myndina
fann Haraldur Hannesson ásamt
fleiri myndum í Frakklandi í
sumar og hefur hún ekki birst
áður.