Morgunblaðið - 18.12.1988, Page 19
aaor írPfWW-íM i’ V'í~'l <T' -V\M. "í f71H C ■] f •
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18. DESEMBER 1988
ir, sem var að ljúka sl. sunnudag í
íslenska sjónvarpinu og sem Taurus
Film framleiddi einnig. Af sömu
ástæðu voru í þeim þáttum Burt
Lancaster, Julie Christie, Bruno
Ganz og fleiri, allt þekkt nöfn hvert
í sínu landi. Hugmyndin er að gera
myndaflokkinn Nonna og Manna
aðgengilegan fyrir alþjóðamarkað.
„Að mörgu leyti er erfitt að vera
með fólk frá svo mörgum þjóðlönd-
um, því það hefur svo ólíkar vinnu-
aðferðir,“ segir Ágúst. „Auðveldust
reyndist mér þó vinnan með leikur-
unum. Þetta var þvílíkur skóli að
ganga í gegn um að mér finnst ég
fullfær í hvað sem er eftir það. Það
var mér mjög lærdómsrík reynsla.“
Eftir þessa kynningu kynni ein-
hver að undrast að íslenskir dreng-
ir skuli vera í aðalhlutverkunum.
En Ágúst segir að heppilegast hafi
þótt að drengirnir væru íslenskir.
Bardaginn við ísbjörninn.
Þegar hann fór að leita að drengjum
í hlutverkin og auglýsti talaði hann
við á annað hundrað drengi og fann
í þeim hópi Manna, Einar Örn Ein-
arsson. En enginn þeirra féll alveg
að hlutverki Nonna, að honum
fannst. í samtali við föður hans,
Garðar Cortes, kom Ágúst svo auga
á Garðar Þór Cortes sem reyndist
falla frábærlega að hlutverkinu.
Báðir drengirnir tala ensku, Garðar
á enska móður og Einar Örn var
nýkominn frá Tanzaníu, þar sem
faðir hans hafði verið að störfum
og hann gengið í enskan skóla.
Talar meira að segja líka svahili-
mál. Ekki höfðu þeir alveg sama
framburð, en Ágúst hafði fengið
sérhæfða manneskju til að tryggja
að leikarar hefðu allir sama hreim
á enskunni. Urðu drengimir miklir
mátar og segir Ágúst að hann hafi
haft sérstaka ánægju af samstarf-
inu við þá: „Strákarnir falla mjög
vel að hlutverkunum. Manni var
grallari og kímni hans skín út úr
bókum séra Jóns. Nonni var greini-
lega alvarlegar þenkjandi. Aldurs-
munurinn er líka hæfilegur, Manni
var fjórum árum yngri en Nonni,“
segir Ágúst. Og ekki þarf að taka
fram að bræðumir tala sjálfir
íslensku í útgáfunni' sem hér verður
sýnd.
Að verða þekktar
bamastjörnur
í Þýskalandi em íslensku dreng-
irnir að verða að þekktum barna-
stjörnum, enda búið að leggja mik-
ið í kynningu á myndinni. Þeir vora
kallaðir til Múnchen til að vera á
stóram blaðamannafundi. „Þeir
stóðu sig mjög vel. Era ekki sérlega
ræðnir á blaðamannafundum, en í
einkasamtölum við blaðamenn era
þeir mjög góðir. Þeir era nú að fara
í vikunni til Berlínar í viðtal í sjón-
varpsútsendingu. Verða þar bara í
einn dag,“ segir Ágúst. Mynda-
flokkurinn hefur verið vel kynntur.
Komin út bók með söguþræði
myndarinnar og skreytt fallegum
litmyndum úr kvikmyndinni. Einnig
er fyrir nokkra búið að gefa út
hljómplötu, sem nefnist Nonni og
Manni og er tónlistin úr myndinni.
Fyrir kemur eitt sungið lag, en
annað er instramental tónlist. En
skýringin á plötunni er sú að höf-
undur tónlistarinnar, Klaus Dold-
inger, er vinsælt og þekkt tónskáld.
Byrjaði sem jazzleikari en er nú
orðinn frægur fyrir tónlist í kvik-
myndum og hans víðfrægasta verk
er úr Das Boot. Einnig gerði hann
tónlistina við Never Ending Story.
Meðan myndin var í klippingu
samdi hann tónlistina við hana, eins
og venja er.
Allar útisenur í Nonna og Manna
vora sem kunnugt er teknar á ís-
landi sl. sumar. Var leigt skip frá
Noregi sem notað var sem hótel
fyrir kvikmyndaliðið. Þess vegna
var hægt að sigla frá einum töku-
stað á annan. Þeir voru ekki valdir
af lakara taginu. Heimili drengj-
anna var gert í Hraunfirði á Snæ-
fellsnesi þar sem reist var hús, og
bærinn Ákureyri var í Flatey, þar
sem er mikið af gömlum húsum.
Sviðsmyndir dreifast svo um Ber-
serkjahraun, Álftafjörð, og Vatns-
fjörð. Þannig var auðvelt að sigla
með allt hafurtaskið þvert yfir
Breiðafjörð áð Bijánslæk. Þá var
kvikmyndað við Búðir, m.a. notuð
kirkjan þar. Helmingur myndarinn-
ar var því tekinn á íslandi, en innis-
enur og nokkrar vetrarmyndir vora
svo teknar í Noregi. íslenskt lands-
lag setur því mikinn svip á myndina
um drengina Nonna og Manna.
Að lokum spyijum við Ágúst
Guðmundsson hvað hann ætli næst
að taka fyrir. Hann hafði í fyrra
fengið 10 millj. kr. úr Kvikmynda-
sjóði til að gera víkingakvikmynd-
ina Hamarinn og krossinn, sem átti
að vera norskt-íslenskt verkefni.
En þar sem Norðmönnunum tókst
ekki að útvega fé í sinn hlut, skil-
aði Ágúst fénu aftur til Kvikmynda-
sjóðs. En hefur nú sótt um þangað
aftur og nú fyrir alíslenska kvik-
mynd, sem hann mundi þá byija
að taka í vor.
um þar sem Nonni var, töluðu þar
við jesúíta og fengu ljósmyndir og
alla aðstoð. I Louvin í Belgíu skoð-
uðu þeir skólann sem Nonni og
Manni vora í og töluðu við fólk sem
mundi eftir Jóni. í Þýskalandi fóra
þeir m.a. í Herder-útgáfuna í Frei-
burg, sem hefur alla tíð gefið út
Nonnabækurnar, og er Georg Tele-
mann hjá Herder sem stendur að
nýjustu útgáfunni að skrifa texta
fyrir þá. Þá var haldið til Kölnar
og Austur-Þýskalands, en þeir voru
jafnframt að elta uppi gamalt efni
í kvikmyndasöfnum til að skjóta inn
í á viðeigandi stöðum. Og nú eru
þeir á leið til Akureyrar til heimilda-
söfnunar í Nonnasafni og á Möðra-
völlum.
„Við höfðum alls staðar mjög
gott samband við kaþólsku kirkjuna
og jesúítaregluna, sem tók okkur
mjög vel,“ segir Helgi. „Kaþólska
kvikmyndastofnunin OCIC í Belgíu
hjálpaði okkur mikið. Þetta er mik-
ið fýrirtæki kaþólskra, sem aðstoð-
ar við kvikmyndun, dreifir kvik-
myndum og verðlaunar kvikmyndir
og mat þeirra miðað við það sem
þeir nefna uppbyggjandi hugarfar.
Hafa þeir aðstoðað og verðlaunað
kvikmyndagerðarmenn eins og
Wim Wenders, Tarkofskíj, Herzog
o.fl. Þeir aðstoðuðu okkur með upp-
lýsingum, við skipulagningu á ferð
okkar um Evrópu og að ná sam-
böndum, þar á meðal við Vatíkanið.
Auk þess vora íslenskir námsmenn
hvarvetna boðnir og búnir til að
hjálpa okkur.“
Helgi Sverrisson kvaðst hafa
þekkt bækur Nonna frá því hann
var strákur og það hefði verið ákaf-
lega gaman að kynnast nú mannin-
um séra Jóni Sveinssyni. „Hann
hefur haft stórkostlega frásagnar-
hæfileika. Maður heyrði að séra Jón
hefði verið mjög skemmtilegur, átt
það til að leika töfrabrögð og spila
á harmóníku. Dönum og Þjóðveij-
um fannst skrýtið með tilliti til þess
að hann hafði fengið fálkaorðuna,
að hann skyldi segja að harmóníkan
væri sinn mesti dýrgripur. Hvernig
Jón Sveinsson svo kemur út hjá
okkur verður myndin að svara."
Hálskragar Varmavettlingar
Varmanærfatnaður fyrir konur, karla,
unglinga og börn
VARMAHLIFAR
Medima varmahlífarnar eru áhrífarík hjálp til aö viðhalda nauðsynleg-
um hita á veikum líkamshlutum eins og hálsi, öxlum, olnbogum, hnjám,
hrygg, fótum, úlnliðum, vöðvum, nýrum, blöðruhálskirtli og blöðru.
a
Til notkunar í kulda höfum við einnig Medima naerfatnað á böm og
fulloröna. Stuttar og síðar buxur. Stutterma og langerma boli.
Medima vörurnar eru framleiddar úr blöndu af kaninuull (angóraull)
og jambsull. Til að auka á styrk og endingu er Polamyd styrktarþráður.
Medima vörurnar eru vestur-þýsk hágæðavara flutt inn af Náttúrulækn-
ingabúðinni beint frá verksmiðju og er veröið sambærilegt við verðið
út úr búö í Vestur-Þýskalandi.
Ná ttúrulækningabúöin, Laugavegi 25, sími 10263.
Varmasokkar
Varmasokkar
Varmasokkar
IÐUNNARBÓK E R GÓÐ BÓK
BÝR ÍSLENIIIMillR HÉR?
Sagan af kaupinaiinssyninum úr Reykjavík seni fullur
bjartsýni helilur út í lieiin til að afla sér menntunar en
er svikinn í liendur Gestapo og sendur í útrýmingar-
búðir nasista í Þýskalandi. Býr fslendingur hér? er
óvenju áhrifamikil frásögn af þeim umskiptum sein
verða í lífl ungs Reykvíkiiigs, Leifs Muller, sein elst
upp í vernduðu umhverfi heima á Stýrimannastíg 15
en lendir síðan í einhverri mestu þolruun sem íslend-
ingur hefur lifað. Eftir fjörutíu ára þögn segir liann
áhrifamikla siigu síua af hreinskilui og einlægni, sátt-
ur við sjálfan sig og án þess að draga nokkuð undan.
Brugðið er upp ógleyinnnlegum niyndum af Englend-
ingunum í liegningardeildinni, ívani litiu og Óskari
Vilhjáhnssyni, gamla munninuin sem gat ekki geugið
í takt og ungu drengjununi sem féllu í valinn, einir og
yfirgefnir — sviptir trú á miskumi Guðs og nianna.
Garðar Sverrisson hefur ritað þessa áhrifamiklu ör-
lagasögu og skapað eftirininnilcga og magnaða frá-
siign sem á engun sinn líka ineðal íslenskra ævisagiia
og snertir djúpt alla sem haua lesa — snertir þá og
miniiir á áhyrgðinu sem fyigir því að vera iiiaður.
IÐUNN
Hru’ílrtibimjnrslíi/ 16 ■ sími 28555