Morgunblaðið - 18.12.1988, Page 27
MORGUNBIÍAÐIÐ SUNNUDAGUR 18,'DESEMBÉR Í988
'27
„Whisky, palisander
og BMW til javnaðin"
Saga úr færeyskri kosningabaráttu
OFT þykir íslenzkum Iesendum
fjölmiðlar hundleiðinlegir fyrir
kosningar, þegar blöðin eru full
af lofgreinum um þá frambjóð-
endur, sem þeim eru þóknanleg-
ir og löngum loforðarullum
flokkanna. Færi allt eftir sem
þar stendur, myndi Paradís
sennilega blikna miðað við hag-
sældina, sem oss skal falla í
skaut. Það gerist reyndar ekki
og kemur víst engum á óvart
Iengur. Áður var baráttan
óvægnari og vógu menn þá and-
stæðinga sína á báða bóga á
síðum fjölmiðla og opnum fund-
um. Sá siður ríkir enn hjá frænd-
um vorum Færeyingum, þar sem
fáu virðist eirt.
Fólkaflokkurinn færeyski, sem
er hægri flokkur, er ótvíræður
sigurvegari nýafstaðinna sveitar-
stjórnarkosninga svo og kosninga
til Lögþingsins fyrir skömmu. Einn
umdeildastí stjómmálamaður Fær-
eyinga er Óli Breckmann, ritstjóri
Dagblaðsins í Færeyjum. Hann
þykir mjög hægri sinnaður og er
meðal annars þekktur fyrir heim-
sóknir til ísraels og Suður-Afríku
og fyrir að stuðla að fiskveiðisam-
vinnu Færeyinga og Namibíu, þrátt
fyrir alþjóðlegt viðskiptabann.
Meðal annars vegna þess, ákvað
grænlenzka landsstjómin að veita
Færeyingum ekki fiskveiðiheimildir
í grænlenzkri lögsögu. Þetta mál
olli miklum deilum í Lögþingskosn-
ingunum og birti Dagblaðið meðal
annars skopmyndir af Atla Dam,
fráfarandi lögmanni, þar sem sam-
steypustjóm hans var líkt við þann
fræga bófaflokk „Bjöme-banden“,
sem reynir án afláts að ræna
auðæfum Jóakims frænda. Jónatan
Moztsfelt, formaður grænlenzku
landstjórnarinnar, verður einnig
fyrir barðinu á blaðinu með þessum
hætti.
„Bitte machen Sie
mir diese Dienst“
Daginn fyrir sveitarstjómar-
kosningarnar birti Dagblaðið
telexskeyti frá framámönnum
jafnaðarmanna á Tvöroyri til skip-
stjórans á Suðringi, sem var að
selja físk í Þýzkalandi. Skeytið
hefst á orðunum „Bitte machen
Sie mir diese Dienst." Þar panta
þeir sér ýmsan varning, áfengi,
segulband og vökvastýringu í
BMW. Dagblaðið leggur sérstaka
áherzlu á að pantað hafi verið
rautt vodka og Whisky (Red La-
bel) og þykir það við hæfi. Sér-
staklega er bent á fyrir Atla Dam,
lögmann, hafi verið pantaðir tveir
kassar af Johnny Walker Red
Label. í nákvæmri frásögn blaðs-
ins af þessu skeyti kemur reymdar
fram örlítið misræmi við fyrir-
sögn, þar sem talað er um Whi-
sky, palisander og BMW. Pali-
sanderinn átti aðeins að vera á
framhlið segulbandsins og ekki
átti að kaupa bíl, heldur vökva-
stýringu. Kjósendur eru varaðir
við þessum mönnum og ekki virð-
ist laust við, að blaðið hlakki yfír
því, hvemig viðskiptum þessum
Iauk. Þeir vom nefnilega teknir
fyrir smygl og sökinni skellt á
einhvem, sem hlaut fyrir vikið
verulega sekt:
„í morgin skulu tvörafólk so
velja nýtt býráð. Tey kunnu um-
hugsa, hvussu stuttligt tað var,
tá Atli, Signar og Heri ráddu öllu
í býnum, meðan Mortan sigldi inn
og út av fjörðinum (tá hann ikki
fór uttanlands at landa).
Hvort þessi saga hefur haft
einhver áhrif á úrslit kosninganna
skal ósagt látið, en kaup á áfengi
koma víðar við sögu en hér.
Líklega hefði frásögn sem þessi
dregið einhvem dilk á eftir sér
hér á landi.
Morgunblaðið/Jón Sigurðsson
Kveikt var á jólatré á Blönduósi
á sunnudaginn.
Blönduós:
Ljósin
tendruð
ájóla-
trénu
Biönduósi.
KVEIKT VAR á jólatré Blöndu-
ósinga á kirkjuhólnum sl. sunnu-
dag að viðstöddu Qölmenni. Jóla-
tréð er gjöf frá vinabæ Blöndu-
óss, Moss í Noregi. Kirkjukórinn
söng jólasálma og jólasveinar
komu í heimsókn.
Það var fulltrúi norræna félags-
ins á Biönduósi, Aðalbjörg Ingvars-
dóttir, sem afhenti tréð fyrir hönd
íbúa Moss, en Ófeigur Gestsson
bæjarstjóri veitti trénu viðtöku.
Kirkjukórinn söng jólasálma undir
stjóm Sigurðar Daníelssonar. Böm-
in urðu ekki fyrir vonbrigðum með
jólasveinana því sjaldan hafa jóla-
sveinamir í Langadalsfjalli verið
lífsglaðari en einmitt fyrir þessi jól.
Fóm jólasveinamir í marga hringi
í kringum jólatréð og leiddu sér við
hlið unga sem aldna en aldrei töp-
uðu þeir áttum.
Jón Sig.
V^terkurog
k-/ hagkvæmur
auglýsingamiðill!
GARÐALUNDI,
Garðabæ, sunnudaginn
18. desember kl. 17.00- 19.30
Á fjórða sunnudegi aðventu, þegar jólahátíð er að ganga í garð, bjóðum
við upp á stórkostlega fjölskylduhátíð.
Á Stjörnujólum verður glæsileg dagskrá, meðal annars
K jBfjB * Hljómsveit Magnúsar Kjartanssonar
★ Halli og Laddi
★ Eiríkur Fjalar, Skúli rafvirki og fl.
★ Kynnir: Hermann Gunnarsson og hver veit nema
Eisa Lund verði á svæðinu. v-M
★ Jólasveinar. ■«.' Æ
★ Helga Möller syngur jólalög. Jm
★ Dansað í kringum jólatréð meðjólasveinum. , .«)
★ Jólasveinar aíhendajólasælgætispoka. ÍR
Hljómsveit
Magnúsar Kjartanssonar.
Helga Möller. Skúli rafvirki
Hemmi og Eisa
Verð aðgöngumiða kr. 400.
Sama verð og í fyrra.
Miðinn gildir sem happdrættismiði
hljómtækja - og plötuvinningar.
Fríir miðar fyrir 2ja ára og yngri. .
ÞESSI FYRIRTÆKI STYRKJA STJÖRNUNA:
SJÓVfl
SUÐURlANDSBRAUT 4 SIMI 82500
BiB
GÍSLI J. JOHNSEN /ÁjiijNAöMiiLtNkl
Nybylavegi 16. Simi 641222. \[\j ÍSI ANI)S
íþrótta- og tómstundaráð Garðabæjar
U.M.F. Stjarnan