Morgunblaðið - 18.12.1988, Side 37

Morgunblaðið - 18.12.1988, Side 37
T M'qQ'PfT MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18. DESEMBER 1988 \Q Idhúshornið Lundía Jólagjöfin! Kr. 6.950,- Lundia járnhillur í bílskúrinn, geymsluna og á lagerinn. Samsetningarmöguleikar - Lundia hillna eru óendanlegir. Fáið senda mynda- og verðlista, Lundiá Sundaborg 7 - Sími 680922 Skattafrádráttur - við kaup á hlutabréfum Iðnaðarbankans Kvöldlokka á jólaföstu Þegar þú kaupir hlutabréf í Iðnaðarbankanuin mátt þú draga kaupverð þeirra frá skattskyldum tekjum þínum upp að ákveðnu marki. Ef keypt eru hlutabréf fyrir kr. 70.000,- má draga sömu upphæð frá tekjum 1988. Því skiptir máli að fjárfesta í hlutabréfum Iðnaðarbankans fyrir áramót til að geta nýtt sér þessi skattfríð- indi. Dæmi: Ef keypt eru hlutabréf að nafnvirði kr. 70.000,- lækkar tekjuskattur þirm um 28% af þeirri upphæð eða um 19.600,- fyrir árið 1988. Arður Iðnaðarbankinn hefur alla tíð hugsað vel um hluthafa sína og starfsfólk bankans er meðvitað um hagsmuni þeirra. Fyrir árið 1987 greiddi Iðnaðarbankinn 9,5% arð til hluthafa. Þannig fékk einstaklingur sem átti hlutabréf að nafnvirði 100.000,- kr. í Iðnaðarbankanum í lok árs 1987 sendan tékka að upphæð kr. 9.500,- í apríl 1988, sem arð fyrir árið 1987. Auk þess fékk hann hlutabréf í Iðnað- arbankanum vegna verðlagshækkana á árinu 1987 að nafnvirði kr. 24.500,- en það er 24,5% hækkun, sem er sama og á vísitölu jöfnunarhlutabréfa. Fríðmdi Ýmis fríðindi fylgja því að vera hluthafi í Iðnaðarbankanum. Auk þess að vera þátttakandi í uppbyggingu nútíma banka fá hluthafar hærri vexti á Alreikningi. Á Bónusreikningi fá hluthafar strax vexti annars vaxtaþreps án tillits til inn- stæðu en það innlánsform ber stighækkandi vexti með auknum spamaði. Hlutabréfin eru seld í Verðbréfamarkaði Iðnaðarbankans, Ármúla 7 og úti- búum bankans. ©lönaðarbankinn -mtim twnki Tónlist Jón Ásgeirsson Blásarakvintett Reykjavíkur og félagar þeirra, flestir úr Sin- fóníuhljómsveit íslands, alls tólf blásarar, stóðu fyrir tónleikum í Kristskirkju sl. þriðjudag og léku verk eftir Fiala, Mozart og Beetho- ven. Það þarf ekki að tíunda neitt um það, að hér voru að verki ágætir hljóðfæraleikarar. Fyrsta verk tón- leikanna, Divertimento í Es-dúr, fyrir tvö ensk hom, þrjú hom og tvö fagott, er eftir Joseph Fiala, sem var einn af þeim afburða hljóð- færaleikurum er léku í ýmsum hljómsveitum Evrópu á tímum, Mozarts og sömdu einnig alls konar tónverk. Megnið af tónverkunum eftir þessa menn hefur legið ónotað lengi en nú er tekið að grafa upp úr kistu gleymskunnar eitt og ann- að eftir þá. Divertimentóið eftir Fiala er fallegt og einfalt í gerð en ekki merkilegt og raunar skiljanlegt að lítið hafí -farið fyrir því hingað til og raunar aðeins eyrnayndi að það sé vel leikið, eins og vissulega var gert að þessu sinni. Þéir sem léku verkið vom Daði Kolbeinsson, Peter Tompkins, er léku á enskt hom (englahom sem þýðing á cor anglais, eins og ritað er í efnisskrá, gæti valdið misskilningi), Joseph- Ognibene, Þorkell Jóelsson og Svanhvít Friðriksdóttir á hom og Hafsteinn Guðmundsson og Rúnar Vilbergsson á fagott. Tvö Adagio fyrir tvær klarinettur og þijú bassethom eftir meistara Mozart vom næst á efnisskránni. Þar áttu hlut að fimm bestu klari- nettuleikarar okkar undir leiðsögn Einars Jóhannessonar en með hon- um lék Sigurður I. Snorrason á klarinettu. Á bassetthomin þijú léku þeir Óskar Ingólfsson, Jón Aðalsteinn Þorgeirsson og Kjartan Óskarsson. „Adagíóin" em feikna falleg og vom í heild ágætlega leik- in. Það má vera nokkuð erfítt fyrir hjóðfæraleikara að gera sér vel grein fyrir styrkleikahlutföllum í mikilli óman Kristskirkju en það vantaði á, að nóg væri gert úr styrk- mun í þessari annars vel fluttu tón- list. Sextett í Es-dúr fyrir tvær klarin- ettur, tvö hom og tvö fagott, eftir Beethoven er talinn saminn 1796 og fyrsti og annar þáttur jafnvel fyrr en verkið var fyrst gefíð út í Leipzig árið 1810. Þrátt fyrir að fyrri hluti verksins sé hugsanlega æskuverk er það ótrúlega heilsteypt og var í heild vel leikið, þó nokkuð truflaði mikil óman kirkjunnar. Þdssu var öðravísi varið með Seren- öðuna nr. 2 í Es-dúr eftir Mozart, þar vann kirkjan með verkinu enda er ritháttur Mozarts mun léttari, án þess þó að vera ofinn af minna listfengi en sextett Beethovens. Seranaðan er samin fyrir tvö óbó, tvær klarinettur, tvö horn og tvö fagott og var feiknalega fallega flutt. Nokkuð er langt síðan undir- ritaður hefur hlýtt á Blásarakvint- sé einfaldlega til komin af því, að ett Reykjavíkur, nema sú tilfínning góð vísa verði aldrei of oft kveðin.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.