Morgunblaðið - 13.01.1989, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 13.01.1989, Qupperneq 11
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. JANÚAR 1989 11 Nýju skattar flármálaráðherr- ans eru almenningsskattar eftír Birgi ísleif Gunnarsson Hið mikla skattaæði þessarar ríkisstjómar hefur mjög verið til umræðu í ijölmiðlum og manna á meðal að undanfömu. Nú þegar Alþingi hefur afgreitt öll þessi mál ríkisstjómarinnar tel ég rétt að birta hér á einum stað yfirlit yfir þær skattabreytingar sem sam- þykktar vom á Alþingi rétt fyrir jólin. Tekjuskattur einstaklinga Hin nýju skattalög gera ráð fyrir verulegri hækkun á skattbyrði allra hópa gjaldenda frá því sem verið hefur. Helstu breytingamar em þessar. í eldri lögum em ákvæði þess efnis að persónuafsláttur og bama- bætur skyldu breytast í samræmi við lánskjaravísitölu. Talið er sann- gjamt að tengja skattbyrði einstakl- inga við verðlagsþróun. Þessu var breytt núna, þannig að miða á við sérstaka skattvísitölu, sem verður þó geðþóttaákvörðun ríkisstjómar, en mælir ekki verðlagsþróun. Almenna skattahlutfallið hækkar úr 28,5% í 30,5%. Skattfrelsismörk einstaklinga lækka samkvæmt nýju lögunum frá því sem orðið hefði skv. eldri lögum úr 50.681 kr. í 47.513 kr. Skatt- þynging annarra hópa en einstakl- inga er síst mmni. Sendu hagfræð- ingar ASÍ, VSÍ og BSRB sameigin- lega til Alþingis álit og útreikninga sem staðfestu þetta. Eignarskattur einstaklinga Hin nýju lög Ólafs Ragnars og ríkisstjómarinnar fela í sér mikla hækkun á eignarsköttum einstakl- inga. Nú er gert ráð fyrir, að af eignarskattsstofni yfír 2,5 millj. króna greiðist 1,2% í skatt og af eignarskattsstofni yfír 7,0 millj. kr. greiðist 2,7%. Ljóst er að margt eldra fólk, sem greitt hefur niður skuldir sínar, lendir í þessu nýja háa skattþrepi. Tekjuskattur fyrirtækja Ýmsar breytingar voru gerðar til að þyngja skattbyrði fyrirtækja. Þessar em helstar: Alagningarhlutfall hækkar úr 48% í 50%. Takmörkuð er heimild til að leggja hluta af skattskyldum tekj- um í fjárfestingasjóð. Þetta hlutfall er nú lækkað úr 30% í 15%. Þannig er með þessu ákvæði hækkað skatt- hlutfall fyrirtækja sem leggja í slíka sjóði úr 33,6% í 42,5%. Þrengdir em möguleikar til fym- inga í atvinnurekstri. I fmmvarpi Ólafs Ragnars var áformað að afnema heimild til að draga frá tekjum í atvinnurekstri gjafír til menningarmála, vísinda- legrar starfsemi og líknarstarfsemi. Alþingi gat komið vitinu fyrir ríkis- stjómina í þessu máli og við þetta áform var hætt. Virðisaukaskattur Samkvæmt lögum sem samþykkt vom á Alþingi á sl. vetri var ráð- gert að taka upp virðisaukaskatt í stað söluskatts þ. 1. júlí 1989. Jafn- framt átti skatthlutfallið að lækka úr 25% í 23%. Ríkisstjómin fékk þessum lögum breytt á Alþingi nú, þannig að gildistöku er frestað til 1. janúar 1990. Almenningur fær því ekki að njóta þeirrar skatta- lækkunar sem fyrirhuguð var á miðju þessu ári. Skattur á verslunar- og skrifstofuhúsnæði Um alllangt skeið hefur verið lagður sérstakur skattur á verslun- ar- og skrifstofuhúsnæði og hefur hann verið 1,1% af fasteignamati. Nú lét ríkisstjómin samþykkja á Alþingi að tvöfalda þennan skatt, þ.e. hækka hann í 2,2%. Þessi skatt- ur leggst ekki aðeins á verslunar- rekstur í dreifbýli og þéttbýli, held- ur á allt skrifstofuhúsnæði sem annan atvinnurekstur, t.d. iðnaður og fískvinnsla, notar. Jafnframt er rétt að hafa í huga að eignarskatt- ur á fyrirtæki er nú hækkaður úr 0,95% í 1,2% af nettóeign. Eignar- skattur af húsnæði fyrirtækja getur því farið upp í 6,4% á þessu ári. Þar af renna 5,15% til ríkisins í stað 2,3% í ár og 1,25% í fasteigna- gjöld til borgarinnar og verður það hlutfall óbreytt. Vörugjald Síðasta ríkisstjóm gerði miklar breytingar á álagningu vömgjalds. Þær breytingar vom liður í því að einfalda aðflutningsgjöld og lækka þau, jafnframt því sem söluskattur var lagður á matvæli. Tekið var upp eitt almennt 14% vömgjald, en jafri- framt var gjaldið fellt niður af stór- um vömflokkum. Nú fékk ríkis- stjómin samþykkta á Alþingi stór- hækkun á vömgjaldinu. Nýir vöm- flokkar verða gjaldskyldir og gjald- flokkunum fjölgað í þijá. Eftir þessa breytingu leggst t.d. vömgjald á ýmiss konar byggingarvömr, sem verður til að hækka byggingar- kostnað í landinu og íþyngja þeim sem em að reyna að koma yfír sig húsnæði. Þá gerir þessi breyting samkeppnisstöðu innlends iðnaðar lakari en áður. Skattur á sjóði Ein af hinum villtu skattahug- myndum sem fjármálaráðherra fékk var að leggja tekjuskatt á nánast alla sjóði í landinu. Þannig áttu t.d. Ferðamálasjóður, Orku- sjóður, Hafnabótasjóður, Lánasjóð- ur fslenskra sveitarfélaga og Iðn- lánasjóður að verða skattskyldir. Stjómarandstaðan snerist harðlega gegn þessu og ríkisstjómin lét af þessum fyrirætlunum sínum og frumvarpinu var breytt á þann hátt að skattskyldan nær til viðskipta- banka, sparisjóða og veðdeilda við innlánsstofnanir. Hvar eru breiðu bökin? Auk þess sem hér hefur verið talið upp hefur ríkisstjómin fengið lagaheimild til að hækka áfengi og tóbak og er rætt um 18% hækkun í því sambandi. Þá hefur bensínverð hækkað fyrir tilstilli ríkisstjómar- innar og þjónustugjöld ríkisstofn- ana eins og RÚV hækkuð. Ríkis- stjómin sjálf er eini aðilinn sem ekki virðir verðstöðvun. Áður en þessi skattabylgja reið yfír talaði fjármálaráðherrann fjálglega um það að nú ættu breiðu bökin að bera skattana. Stóreigna- mönnum og fjármagnseigendum skyldi fá að blæða. Þegar upp er staðið og öll skattafrumvörpin eru skoðuð sést að þetta var blekking ein. Það er allur almenningur sem þarf að bera hina nýju skatta og Birgir ísleifur Gunnarsson „Áður en þessi skatta- bylgja reið yfir talaði Qármálaráðherrann Qáiglega um það að nú ættu breiðu bökin að bera skattana. Stór- eignamönnum og fjár- magnseigendum skyldi fá að blæða. Þegar upp er staðið og öll skatta- frumvörpin eru skoðuð sést að þetta var blekk- ing ein. Það er allur abnenningur sem þarf að bera hina nýju skatta og almennt launafólk fer verst út úr þessu dæmi.“ almennt launafólk fer verst út úr þessu dæmi. Höfundur er einn afalþingia- mönnum SjálfstæðisBokks fyrir Reykjn víkurkjördæmi. Björn Teitsson, fulltrúi Sögufélags, afhenti Magnúsi Má Lárus- syni fyrsta eintakið af afrnælisritinu Sögu og kirkju. Afhending- in fór fram i Bolungarvik 21. desember sl. Afinælisrit Magnús- ar Más Lárussonar KOMIN er út þjá Sögufélagi bókin Saga og kirkja, sem var tek- in saman i tilefni af sjötugsafmæU Magnúsar Más Lárussonar, fyrrverandi háskólarektors, 2. september 1987. í bókina skrifa 18 fræðimenn til heiðurs Magnúsi og er henni skipt i Qóra þætti eftir fræðisviðum og viðfangsefmim. í fyrsta þáttinn, Ur þjóðveldi, skrífa Gunnar Karlsson um upp- haf þjóðar á íslandi, Bjöm Sigftis- son um löggjafarstarf Alþingis að fomu, Helgi Skúli Kjartansson um serkneska silfurmynt á íslandi, Jón Hnefíll Aðalsteinsson um hof- gyðju á Fljótsdalshéraði, Jónas Krisfjánsson um Þorgeirsþætti í Flateyjarbók, Bo Almqvist um þjóðsagnaminni í Færeyinga sögu, séra Guðmundur Þorsteins- son um sögu Þingeyraklausturs. Annar þátturinn kallast Frá sið- breytingu. Þar skrifar séra Heim- ir Steinsson um samfélagsáhrif siðbótarinnar, Jónas Gíslason um Odd Gottskálksson, séra Ágúst Sigurðsson um fyrstu prentarana á Fslandi, séra Siguijón Einarsson um líkpredikanir frá siðaskiptat- fmanum, Allan Karker um biblíu- þýðingar. í þriðja þættinum, Af brautryðjendum, er fjallað um fjóra forystumenn á vettvangi sögu og menningarsögu. Haraldur Ólafsson skrifar um Benedikt Gröndal og mannfræðina, Helgi Þorláksson um söguskoðun Bjöms Þorsteinssonar, Jakob Benediktsson um bókagerð Þor- láks biskups Skúlasonar og Finn Hödnebö um Noregsferð Árna Magnússonar 1712—13. Loks kallast sfðasti þátturinn Um kenningar, þar fylgir séra Jakob Jónsson eftir kenningum sínum um kímni í Nýja testament- inu og Sigurður Lfndal skrifar um sögustefnu f lögspeki. Bændaskólarnir halda 30 námskeið fyrir bændur Á bændaskólunuin verða í vet- ur haldin tæplega 30 námskeið fyrir bændur. Stéttarsamband bænda hefur undirbúið þessi námskeið í samvinnu við bænda- skólana og búfræðslunefnd og Framleiðnisjóður landbúnaðar- ins tekur þátt í kostnaði þátttak- enda. Flest standa námskeiðin yfír í 2 til 3 daga, en sum eru þó lengri. Áður hafa verið haldin einstaka námskeið fyrir bændur, til dæmis í loðdýrarækt, en þetta er fyrsta skipulega endurmennt- unarstarfið sem hafið er á vegum bændasamtakanna. Jón Bjamason skólastjóri Bændaskólans á Hólum segir að mikill áhugi sé fyrir bændanám- skeiðunum. Nefndi hann sem dæmi að á námskeið um kynbótagildi og þjálfun hrossa sem hófst í vikunni hafí skráð sig 40 þátttakendur, tvöfalt fleiri en hægt var að taka á móti í einu og verður því annað slíkt námskeið síðar í vetur. Hann sagði að mesti áhuginn væri fyrir hrossanámskeiðunum. En einnig væri töluverður áhugi fyrir bænda- bókhaldi og tölvunotkun. Þá væri áhugi fyrir fískeldi, einkum bleikju- eldi. Fyrsta fískeldisnámskeiðið hófst í þessari viku. í þessum mánuði verða einnig á Hólum námskeið um jámingar og físksjúkdóma. í febrúar verða þar námskeið um bændabókhald, mark- aðssetningu laxfiska, nýtingu físk- stoftia, bleikjueldi og tölvunotkun f landbúnaði og á Hvanneyri verða námskeið í málmsuðu, sem einnig verður í mars, og kanínurækt. I mars verður námskeið um loðdýra- rækt á Hvanneyri svo og grunnnám f búfræði og á Hólum verða nám- skeið um byggingardóma hrossa, heyverkun og skattskil. Annað skattskilanámskeið verður á Hólum í apríl og þá verða einnig haldin þar námskeið um fóðurfræði físka, nýgreinar, rekstur fiskeldisstöðva, í ályktuninni segir ennfremur: „Með þessum hugmyndum er verið að stíga fyrsta skrefíð í átt til auð- lindaskatts sem stjóm sambandsins er alfarið á móti. Auk þess leiða hugmyndimar til þess að sjóðakerfi sjávarútvegsins yrði endurvakið, rúmum tveimur árum eftir afnám þess. Sjómenn munu ekki láta slíkt yfír sig ganga, minnugir langrar baráttu gegn sjóðamyndunum í sjávarútvegi. Allir geta verið því sammála að fískiskipaflotinn sé of stór. Lausnin á þvi vandamáli felst ekki í enn einum sjóði til að auka við sjóða- báknið. Fiskveiðasjóður sér um lán- veitingar varðandi nýsmíði og end- umýjun á fiskiskipum. Nærtækara er að nota þann sjóð meira til að koma í veg fyrir enn frekari stækk- un flotans en orðið er með auknu skógrækt og hæfíleika hrossa og í maí verður námskeið á Hólum um laxarækt og hafbeit. aðhaldi í lánveitingum. Skal í því sambandi bent á að fiskiskipaflotinn stækkaði um 5.000 tonn á sfðasta ári. Á árinu 1988 vom 11 bátar úrelt- ir og veiðiheimildir þeirra sameinað- ar öðmm skipum. Sambandsstjóm Sjómannasambands íslands telur að fækkun fískiskipa muni eiga sér stað án íhlutunar stjómvalda og bendir í því sambandi á aldurssam- setningu fískiskipaflotans. Varðandi hugmjmdir um þróun- arsjóð sjávarútvegsins er rétt' að benda á að fískvinnslustöðvarnar greiða sérstakt gjald til sölusam- taka sinna. Það er því nú þegar í höndum sölusamtakanna að vinna að markaðsathugunum og vömþró- un. Óþarft er að búa til enn einn sjóð til að sinna þessu hlutverki." Sambandsstjóm Sjómannasambands íslands: Hugmyndum um úreldingarsjóð fiskiskipa hafiiað „Sambandsstjórn Sjómannasambands íslands hafriar hugmyndum sjávarútvegsráðherra um sérstakan úreldingarsjóð fiskiskipa og þróunarsjóð í sjávarútvegi vegna rekstrarvanda sjúvarútvegsfyrir- tækja." Þetta kemur meðal annars fram í ályktun sambandsssíjórnar- innar, sem Morgunblaðinu hefur borizt.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.