Morgunblaðið - 13.01.1989, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 13.01.1989, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLABIÐ FÖSTUDAGÚR 13. JANÚAR 1989 Viðar Halldórsson, framkvæmdasljóri Gúmmívinnustofunnar: Fékk afhent hús - byggt og hannað af kunnáttumönnum Rafsuða tilheyrir dekkjaverkstæðum VIÐAR Halldórsson framkvæmdastjóri Gúmmívinnustofunnar h/f er þessa dagana að setja upp skrifstofur fyrirtækisins í bráðabirgða- húsnæði að Skipholti 35. 36-40 starfemenn unnu hjá fyrirtækinu áður en hús þess að Réttarhálsi 2 brann til kaldra kola í síðustu viku. Engiun hefur enn verið sagt upp; átta vinna á þjónustuverk- stæði f Skipholti, skrifetofufólk er að koma sér fyrir á nýjum stað og star&menn að Réttarhálsi vinna nú við að hreinsa brunarústim- ar. „Nú hugsar maður um að byggja þetta upp aftur,“ sagði Viðar. í fyrra voru 70 þúsund hjólbarðar framleiddir í sólningu fyrirtækis- ins, sem að auki hefur rekið heildverslun og vörudreifingu, vöru- og fólksbflaverkstæði. Bruninn að Réttarhálsi hefur vakið upp mikl- ar umræður um fyrirkomulagi brunavama hérlendis og sýnist sitt hveijum um ábyrgð opinberra eftirlitsaðila annars vegar og eig- enda húsnæðis og fyrirtækja hins vegar. í framhaldi af umræðunum féllst Viðar Halldórsson á að ræða þessi mál við Morgunblaðið. Morgunblaðið/Sverrir Viðar Halldórsson á verkstæði Gúmmívinnustofunnar í Skipholti. Yfirvöld gerðu aldrei athugasemdir -Nú hefur komið fram að breyt- ingar hafi verið gerðar frá upphaf- legum teikningum hússins og að slökkviliðið hafi ekki haft réttar upplýsingar um húsakynni. Leituð- uð þið samþykkis yfírvalda fyrir breytingum á húsinu? „Við keyptum þessa lóð með samþykktri teikningu fyrir alhliða bílaþjónustu og sóttum um og feng- um leyfi til að breyta þeim í sam- ræmi við okkar þarfir, sem voru þær að reka þama sólningu, hjól- barðaverkstæði fyrir fólks- og vörubíla, heildsölu og dreifíngu. Arkitekt og verkfræðingar sáu um hönnunarvinnu, löggiltir bygginga- meistarar sáu um að byggja húsið. Á öllum byggingarstigum var leitað eftir samþykki byggingaiyfirvalda, þar á meðal fyrir öllum breytingum. Óll leyfí, sem sótt var um, voru veitt og húsið laut eftirliti í sam- ræmi við lög og reglur en það voru aldrei gerðar athugasemdir af hálfu byggingaryfírvalda í Reykjavík. Allar teikningar voru samþykktar af bygginganefnd. Þar situr meðal annarra slökkviliðs- stjóri og hefur það hlutverk að fylgjast með eldvömum í nýjum húsum." Orðið við öllum beiðnum nema... -Það var gat á eldvamarvegg, sem skipti húsinu í tvennt. Þar vantaði eldvamarhurð. Sá veggur náði að auki ekki upp fyrir loft- plötu og hefði því, að sögn slökkvi- liðs, reynst gagnslaus hvort sem er. Það hefur komið fram að eld- vamareftirlitið hafði gert athuga- semdir um eldvamarhurðina. Af hveiju hafði hún ekki verið sett upp? Sagt er að af frágangi veggj- arins hafi ekki annað sést en að hann væri eins og til var ætlast. Hveiju svarar þú því? Jdjörtur Egilsson, verkstjóri Gummívinnustofunnar á Réttar- hálsi, hefur fengið sér sæti inni á skrifstofu Viðars og skýtur því hér inn að allar beiðnir eftirlitsmanna - um bættar eldvamir, kaup á slökkvitækjum og slöngum - hafi verið uppfylltar tafarlaust, að und- anskilinni eldvamahurðinni. „Við höfðum gefið Eldvamareftirlits- manni munnlegt loforð um að setja upp hurðina í byrjun nýárs, eftir að tömin hjá okkur væri búin," segir hann. „Það var búið að kaupa efni og við ætluðum að ganga í þetta á næstunni. Þeir virtust sætta sig við það.“ Viðar dregur fram upphaflegar teikningar hússins og bendir á að samkvæmt þversniðs- teikningu nái brandveggurinn ekki upp fyrir loft. „Ég hef fært þetta í tal við verkfræðing okkar og hann sagði að þegar hús væm byggð saman þannig að vatn lynni niður af báðum þökum væri ekki hægt að vera með brandvegg uppfyrir þak,“ segir Viðar. „Rennan yrði að vera efsti partur af veggnum." Hefði vatnsúðunarkerfi fengisttengt -Það hefur komið fram eftir brunann, að miðað við þær breyt- ingar sem hafa verið gerðar frá upphaflegum teikningum hefði átt að vera sjálfvirkt vatnsúðunar- kerfí, í húsinu. Hvers vegna var það ekki sett upp? „Það má vera að við hefðum átt að vera með slíkt kerfi en það hef- ur aldrei verið rætt við okkur," segir Viðar. -Þegar eldurinn kom upp var einn starfsmannanna að rafsjóða beisli á hestakerm. Þetta hefur verið nefnt sem líkleg skýring á eldsupptökum. Var það hluti af starfi mannsins? Eiga rafsuðutæki heima innan um jafneldfím efni og þama vom? Rafsuða tilheyrir dekkjaverkstæðum „Starfsmenn okkar hafa rétt til að sinna smá einkamálum þegar lítið er um að vera en það var al- gjör tilviljun að verið var að vinna við hestakerm," segir Viðar Hall- dórsson. „Hálftíma eða klukkutíma áður höfðu þeir verið að sjóða í púströr á bíl fyrirtækisins. Raf- suðutæki hafa alltaf verið á okkar verkstæði og hafa verið notuð á þessu svæði þar sem eldurinn kom upp. Það er afþiljað á þijá vegu en opið á einn veg. Suðutækið hef- ur verið notað til að smíða rekka undir dekk og vélarhluti alla tíð. Þetta em nauðsynleg verkfæri í svona fyrirtæki og ég vil minna á að það er ekki sannað að þetta hafi valdið bmnanum." -Höfðu eldvamareftirlitsmenn séð þessi rafsuðutæki þegar þeir skoðuðu fyrirtækið? „Þetta hefur verið til í húsinu síðan það var byggt. Það væri ekki óeðlilegt að þeir hefðu séð þetta, án þess að ég vilji fullyrða um það.“ -Höfðu fulltrúar Bmnabótafé- lagsins, sem tryggði lager og inn- bú, skoðað eða gert athugasemdir við húsakynni, innréttingar eða lager? „Tryggingafélagið hafði aldrei tekið húsið út sérstaklega, svo ég viti, en fulltrúar þess höfðu komið í húsið." Fékk eitt stykki hús í hendurnar -Bmnamálstjóri hefur sagt að það hefði átt að hanna húsið sér- staklega með tilliti til bmnavama. Hver ber ábyrgð á að það var ekki gert? „Mér sýnist greinilegt af ýmsum ummælum eftir bmnann að það sé einhver ágreiningur milli bmna- málastjóra og eldvamareftirlits eða borgarinnar um hvemig eigi að haga þessum hlutum," segir Viðar. „Ég veit ekki hvað er á verksviði hvers. Ég rek þetta fyrirtæki, Gúmmívinnustofuna. Okkur vant- aði hús undir okkar starfsemi. Ég fékk afhent eitt stykki hús — byggt og hannað af kunnáttumönnum. Ég er ekki byggingameistari, verk- fræðingur, bmnamálastjóri eða neitt svoleiðis. Ég treysti því að þeir sjái um sitt og við höfum gert allt sem þessir sérfróðu aðilar hafa farið fram á við okkur, nema þetta með hurðina, sem hefði hvort sem er engu breytt í þessum bmna.“ -Nú var sett fram gagnrýni á starf slökkvisliðsins en á móti hefur verið sagt að eins og hönnun og aðstæður hafi verið I húsinu hafí bardaginn verið tapaður frá upp- hafi. Hvað finnst þér um þetta at- riði? „Ég ætla út af fyrir sig ekki að fara að gagniýna störf slökkviliðs- ins en mér finnst að ef læra eigi af þessum bmna verði að viður- kenna staðreyndir. Það er stað- reynd að við leituðum til þeirra og buðum fram upplýsingar um stað- hætti í húsinu og hvar eldfimu efn- in væm staðsett. Það var ekkert hlustað á okkur. Ef þeir hefðu hlustað á okkur hefðu þeir strax fengið rétta mynd af því við hvað var verið að beijast," segir Viðar Halldórsson. PG Unnið að hreinsun brunarústanna á Réttarhálsi. Mismunur á afkomu firystihúsa SH og SIS Athugasemd frá Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna ,Svo hátt hlutfall heil< Framkvæmdastjóri Sjávarafurðar- deildar Sambandsins, fann sig knúinn til að gera skriflega athugasemd, sem birtist í Morgunblaðinu 7. janúar sl., undir yfirskriftinni „í tileftii sjón- varpsfréttar", vegna ummæla Steingríms Hermannssonar, forsæt- isráðherra, er hann viðhafði á blaða- mannafundi. Fram kom hjá ráðherra, að umtalsverður munur væri á af- komu frystihúsa innan SH og SÍS, SH í hag. Forsætisráðherra vísaði til úttektar löggiltra endurskoðenda á afkomu frystihúsa innan Sölumið- stöðvar hraðfrystihúsanna og frysti- húsa innan Sjávarafurðardeildar Sambandsins. Fyrrnefnd úttekt umræddra endur- skoðenda var framkvæd samkvæmt sérstakri beiöni sjávarútvegsráðherra og þvf með öllu ástæðulaust að draga niðurstöður hennar í efa. Aftur á móti ber að harma að trúnaðarupplýs- ingar, sem þar um ræðir, skuli ber- ast fiölmiðlum og án þess að eðlileg- ar faglegar skýringar fylgi með. Þegar framkvæmdastjóri sjávaraf- urðadeildar SÍS reynir að kasta rýrð á niðurstöður úttektarinnar, með því að telja lesendum blaðsins trú um, að söluverð sjávarafurðardeildar SÍS hafi um margra ára skeið verið hærra en verð allra annarra og sé það enn, er óhjákvæmilegt að gerð sé athuga- semd við slíkan málflutning. Síst skal væna framkvæmdastjór- ann um, að hann sé vfsvitandi að gera hlut Sambandsins meiri en efni standa til, en samanburði á söluverði má haga með ýmsum hætti, allt eftir því hvaða niðurstöðu menn sækjast eftir. Það má t.d. bera saman kílóverð fisks frá tveimur eða fleiri aðilum, án tillits til fisktegunda eða_ fyrir hvaða markaði varan er ætluð. Ágætt dæmi um slík vinnmubrögð er að bera saman söluverð frystihúss, sem einvörðungu framleiðir dýrustu ýsu- og þorskflakapakkningar, við sölu- verð þess, sm aðeina framleiðir ufsa- og karfaflök. Hver maður sér að slíkur samanburður er með öllu mark- laus. Ljóst er að samsetning fram- leiðslu SH og SÍS er með ólfkum hætti, sem í raun á ekkert skylt við umrætt mál. Samanburður á söluverði gefur aðeins marktækar vfsbendingar ef borið er saman söluverð á unnu kílói sömu fisktegunda. Þessi samanburð- ur er þó ekki ætíð alveg réttur þar sem ódýrari pakkning getur oft skilað betri framlegð (afkomu) heldur en dýrari, vegna mismunar á fram- leiðslukostnaði. Réttastur er saman- burðurinn á kílóverði ákveðinnar fisk- tegundar, sem unnin er fyrir sama markað í nákvæmlega sams konar pakkningar. Svo hátt hlutfall heildarframleiðslu frystihúsa innan SH og SÍS, sem úttekt endurskoðendanna náði til, hlýtur að gefa marktæka niðurstöðu. í stærstum dráttum er niðurstaðan sú, að hagnaður SfS-húsanna fyrr afskriftir og fjármagnskostnaði nam 1,3% af veltu, en eftir afskriftir og og fjármagnskostnað reyndist tap þeirra 14,5%. Niðurstöður SH- húsanna voru þær, að fyrir afskriftir og fjármagnskostnað nam hagnaður 6,8% af veltu, en eftir afskriftir og arframleiðslu frysti- húsa innan SH og SÍS, sem úttekt endurskoð- endanna náði til, hlýtur að gefa marktæka nið- urstöðu.“ fjármagnskostnað reyndist tap þeirra 8,9%. Út af fyrir sig er ekkert óeðlilegt við það að nokkur afkomumunur sé milli sjávarútvegsfyrirtækja frá ein- um tíma til annars. Slíkt á sínar eðli- legu skýringar. Þegar mismunurinn er orðinn eins mikill og raun ber vitni, hljóta menn að leita skýringar á því hvað valdi honum. Munurinn sem hér um ræðir kemur fyrst og fremst fram í rekstraraf- komu húsanna fyrir afskriftir og vexti, en þar munar 5,5% af veltu, SH-húsunum í hag. Það kallar á þá spumingu hvort SH hafi á umræddu tímabili selt afurðir sínar á hærra verði en Sjávarafurðardeildin. Þrátt fyrir fullyrðingu framkvæmdastjór- ans um hið gagnstæða, kemur glöggt í ljós, að söluverð á öllum botnfiskteg- undum sem máli skipta, öðrum en grálúðu, er töluvert hærra hjá SH en SÍS. Á árinu 1988 lagði SH og framleiðendur innan vébanda hennar megin áherslu á mikinn sveigjanleika í ffamleiðslu, þannig að framleiðsl- unni væri hagað í samræmi við mark- aðsaðstæður hveiju sinni um leið og langtíma hagsmuna var gætt eftir föngum. I samræmi vi það lögðu frystihús innan SH meiri áherslu á framleiðslu fyrir Bandaríkjamarkað í þorski og ýsu, enda skilar sú framleiðsla mest- um verðmætum. Þá hefur Sölumiðstöðin aukið hlut- deild sína í sölu botnfiskafurða til Japans verulega. Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna hefur ávallt lagt megin áherslu á að ná sem bestum árangri i sölu þeirra afurða, sem hún fær til sölumeð- ferðar. Hins vegar er best að verkin tali og SH telur það ekki þjóna hags- munum félagsmanna sinna að metast um söluverð á opinberum vettvangi nema að gefnu tilefni og mun fylgja þeirri stefnu hér eftir sem hingað til. (Frá SH)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.