Morgunblaðið - 13.01.1989, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 13.01.1989, Blaðsíða 19
19 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. JANÚAR 1989 Verkfallsmenn, sem starfa hjá Hyundai-fyrirtækinu í Ulsan í suðausturhluta Suður-Kóreu, höfðu uppi mótmæli fyrir framan lögreglustöð í borginni og kröfðust þess að félagar þeirra, sem hand- teknir voru í sfðustu viku, yrðu látnir lausir. Talsmenn Hyundai sögðu að skipasmíðastöð fyrirtæk- isins yrði lokað um óákveðinn tíma vegna stöðugra verkfa.Ua. Verkfall í Suður-Kóreu Júgóslavía: Sex menn tilneftidir í emb- ætti forsætisráðherra Slóvenskir menntamenn stoftia stjórnmálaflokk Belgrað. Reuter. FORSÆTISRÁÐ Júgóslavíu -til- nefndi i gær sex menn til að taka við forsætisráðherraembættinu sem Branko Mikulic sagði lausu rétt fyrir áramót. Tiikynnt var um tilnefiiinguna aðeins degi eftir að leiðtogar stjómarinnar í SvartQallalandi sögðu af sér í kjölfar mótmæla 120.000 manna, sem sökuðu ráðamenn um van- stjóra á efiiahagsmálum lýðveld- isins. í Slóveníu stofiiuðu menntamenn stjórnarandstöðu- flokkinn Slóvensku lýðræðis- fylkinguna á miðvikudag. Raif Dizdarevic, formaður For- sætisráðsins, tilkynnti um tilnefn- ingamar í gær. Að sögn Tanjug- fréttastofunnar eru leiðtogar kommúnistaflokka Slóveníu og Serbíu, þeir Milan Kucan og Slobod- an Milosevic, meðal þeirra sem nefndir hafa verið til embættisins. Aðrir sem forsætisráðið tilnefndi eru forseti serbneska þingsins, Bo- risav Jovic, Ante Markovic, sem á sæti í forsætisráði Króatíu, Dusan Sinigoj, forsætisráðherra Slóveníu og Ante Milovic, forsætisráðherra Króatíu. Samkvæmt fréttum júgóslavn- eskra dagblaða er líklegast talið að Boris Jovic eða Ante Markovic hreppi það sem dagblöðin hafa nefnt „óvinsælasta starfið í landinu". Eftirmaður Brankos Mik- ulics verður níundi forsætisráðherra landsins frá lokum síðari heims- styijaldar. Að sögn Tanjug verða hin átta lýðveldi Júgóslavíu að samþykkja tilnefningamar. Forsætisráðið, sem er æðsta valdastofnun landsins, mun síðan leggja fram tillögu fyrir þingið um næsta forsætisráðherra Júgóslavíu. Gert er ráð fyrir að hinn útvaldi taki við embætti í marsmán- uði. Á miðvikudagskvöld stofnuðu nokkrir menntamenn í Slóveníu stjómarandstöðuflokkinn Sló- vensku lýðræðisfylkinguna. Sam- tökin hafa það á stefnuskrá að koma á fjölflokkakerfi í landinu. Stofnun samtakanna ber vott um vaxandi efnahagslegar og stjóm- málalegar þrengingar í landinu og þann álitshnekki sem Kommúnista- flokkurinn hefur beðið í kjölfar hneykslismála og innanflokks- deilna. Mengunarvarnir: A-Evrópu þjóðir fái norrænt fé HeUinld. Frá Tom Kankonen, fréttaritara Morgunblaðsins. Reuter. NORRÆNI fjárfestingarbankinn getur lánað til umhverfisverndar- mála annars staðar en innan sjálfra Norðurlandanna. Kom þetta fram á þriðjudag á fundi umhverfismálaráðherra ríkjanna í Hel- sinki. Margir hafa áhyggjur af mikilli mengun frá Póllandi, Austur- Þýskalandi og Kolaskaga. Mengunin í Austur-Evrópu er geigvænleg og þaðan kemur mikill hluti efnamengunarinnar, sem nú ógnar Eystrasalti. Af þessum sök- um er það ekki síður í þágu Norður- landa, að Austur-Evrópuríkin spymi við fótum. Þau em hins veg- ar fjárvana og munu því líklega fá lán frá Norræna fjárfestingarbank- anum með niðurgreiddum vöxtum. Ekki er samt búist við, að frá þess- um málum verði endanlega gengið fyrr en á fundi Norðurlandaráðs í Reykjavík á næsta ári. Finnska utanríkisráðuneytið skýrði frá því á þriðjudag að Finnar hygðust fljótlega bjóða öllum Norð- uriandaríkjum, Sovétríkjunum, Kanada og Bandaríkjunum til ráð- stefnu þar sem ræða skuli til hvaða aðgerða beri þegar í stað að grípa gegn loft- og sjávarmengun á Norð- urheimsskautssvæðinu. NOTAÐAR VÉLAR Á SÖLUSKRÁ: TRAKTORSGRÖFUR: JCB ’81 JCB '82 MF 50 HX ’85 Cat 428 '87 Case 680 ’79 Case 580 F ’82 Case 580 F ’81 Case 580 G ’86 Case 580 G ’87 JARÐÝTA D.4.D '81 ALLAR UPPLÝSINGAR HJÁ SÖLUMANNI H HEKLAHF Laugavegi 170-172 Simi 695500 JÓLANNA VEGNA! TVÆR TÖFLUR FYRIR HVERT MÁL FLÝTIR BRENNSLU MATARKÚR FYLGIR TRAUSTOG GÓÐ MEGRUNARAÐFERÐ KRISTÍN SÍMI61-16-59

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.