Morgunblaðið - 13.01.1989, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. JANÚAR 1989
29
HANDAVINNUPOKINN
Lítill bótasaumaður
(,,applíkeraður“) bangsi
Hér kemur fyrsti handavinnupoki ársins, og hann i léttara lagi.
Þetta er lítiU „applíkeraður" bangsi, en það heitir vist bótasaum-
aður bangsi á réttu máli. Þar sem ekki er vist að allar saumakon-
ur skilji islenzka orðið, hef ég dönskuslettuna með.
Bangsann er upplagt að nota
í vasa eða sauma hann á blússur
og aðrar flíkur, og einnig má
gjaman nota hann á smekki fyr-
ir yngstu kynslóðina.
Þið ykkar sem saumið eigið
áreiðanlega einhverja afganga
sem þið getið notað í bangsann,
en ef ekki þá eru það engin stór-
útlát að kaupa efnið í hann. Bezt
fannst mér að nota fíltefni og
þunnt plötuvatt, fékk það síðast
í Virku við Hverfísgötu. Og svo
þarf bút af strauflíselíni.
(mynd nr. 2)
Klippið sniðið út. Fram og
bakstykki eins. Strauið flíselín
aftan á efnið. Klippið „nefið" úr
svörtu efni, eða dekkra efni en
er í búknum.
Trýnið er úr aðeins ljósara efni
en nefið, og augun eru höfð dökk.
Einnig má nota hnappa í augun.
Saumið önnur saumför með þéttu
sig-sag spori, en munn og augna-
umgerðir í höndum með kontór-
sting.
Klippið vattið eftir sniðinu.
Leggið fram og aftur stykkin
saman með vattinu á milli og
sig-sag saumið meðfram kantin-
um ailt í kring.
Þið ykkar sem nennið ættuð
bara að prófa bangsann, það er
svo gaman að dunda við hann.
Svo er hann tilvalinn til að gleðja
einhvern af ungu kynslóðinni.
(mynd nr. 3)
Góða skemmtun,
Jórunn.
Atriði úr myndinni ”GáskafúIlir grallarar" sem Stjömubíó sýnir um
þessar mundir.
Stjörnubíó sýnir
„Gáskafulla grallara“
STJÖRNUBÍÓ hefúr tekið sýn-
ingar myndina „Gáskafúlla grall-
ara“.
í aðalhlutverkum eru þau Bruce
Willis og Mariel Hamingway, en
leikstjóri er Blake Edwards. Myndin
Á FUNDI sínum nýlega sam-
þykkti Samband ungra jafnaðar-
manna eftirfarandi ályktun:
Stjóm Sambands ungra jafnað-
armanna lýsir eindregnum stuðn-
ingi við fýrirhugaða fundaherferð
formanna Alþýðuflokks og Alþýðu-
bandalags um landið í lok þessa
mánaðar.
Hugsjónir jafnaðarstefnunnar
um frelsi, jafnrétti og bræðralag
höfða til þorra íslendinga. Jafnað-
arstefnan á íslandi hefur hins vegar
mátt gjalda fyrir pólitíska sundr-
ungu íslenskra jafnaðarmanna und-
anfarin ár og áratugi. Forræði
borgaralegrar hugmyndafræði og
borgaralegra afla í íslenskum
stjómmálum hefur varað nógu
lengi.
Fyrir löngu er orðið tímabært að
ræða opinskátt um að sameina
íslenska jafnaðarmenn í einum
stjómmálaflokki sem gæti orðið
leiðandi afl í íslenskum stjómmálum
í framtíðinni. Það er vel við hæfi
að á tveggja alda afmæli frönsku
Lögfræðiað-
stoð Orators
Lögfræðiaðstoð Orators, fé-
lags laganema, hóf störf á nýju
ári, í gær, fímmtudaginn 12. jan-
úar.
Einungis er um aðstoð í formi
símaráðgjafar að ræða þar sem
laganemar hafa ekki málflutnings-
réttindi. Lögfræðiaðstoðin verður
opin öll fímmtudagskvöld fram eftir
vetri milli kl. 19.30.—22.00.
(Fréttatílkynnmgf)
Sýnir vaxtar-
ræktarmyndir
JÓHANN A. Kristjánsson opnar
ljósmyndasýningu í tækjasal
World Class heilsustúdíósins í
Skeifúnni 19, sunnudaginn 15.
janúar.
Á sýningunni verða 34
svart/hvítar ljósmyndir sem teknar
eru af keppendum í vaxtarræktar-
keppni á Islandi. Elstu myndimar
em frá árinu 1983, en þær nýjustu
vom teknar á Norðurlandameist-
aramótinu, sem haldið var á Hótel
íslandi 17. apríl sl. vor.
Sýningin verður opin á sama tíma
og World Class heilustúdíó þ.e. frá
kl. 8.00 til 22.00, alla virka daga,
laugardaga frá kl. 12.00 til 16.00,
og frá kl. 14.00 til 17.00 á sunnu-
dögum.
Sýningunni lýkur sunnudaginn
29. janúar.
segir frá stórleikaranum Tom Mix
og stórskyttunni Wyatt Earp sem
ákveða að upplýsa eitt frægasta
morð sögunnar í Hollywood.
Þeir bijóta flestar reglur og troða
mörgum, frægum mönnum um tær
og því er líf þeirra í stöðugri hættu.
byltingarinnar sameini íslenskir
jafíiaðarmenn krafta sína til að
koma hér á réttlátu lýðræðisþjóð-
félagi.
FIB
Bensínverð
orðið allt
ofhátt
FÉLAG íslenskra bifreiðaeigenda
segir að bensínverð, miðað við
ástand vega hér á landi, sé orðið
allt of hátt, ekki vegna bensín-
gjalds, heldur annarra skatta. Þá
sé þungaskattur á minni díselbif-
reiðum óeðlilega hár ef miðað sé
við þungaskatt stærri díselbif-
reiða, þegar tillit sé tekið til þess
slits sem þær valdi á vegum.
FÍB segir að bensíngjald hafí hækk-
að um 32% 1. janúar síðastliðinn
og það hafí haft í för með sér um
12% hækkun á bensínverði. Miðað
við venjulega bifreiðaeign lands-
manna nemi útgjöld af þessum sök-
um 10-12 þús. kr. á ári fyrir meðal
ijölskyldu, en skattahækkunin öll
500- 700 milljónum króna á ári.
Félagið segir að bensíngjald og
þungaskattur eigi lögum sam-
kvæmt að renna óskipt til vega-
mála. Varanleg vegagerð á fjölföm-
um leiðum sé arðbærasta fram-
kvæmd sem ríkið hafí með höndum •
og jafnframt ein hin nauðsynleg-
asta. Standist forsendur um notkun
bensíngjalds og þungaskatts, og
vegafé verði ekki skert á nokkum
hátt, sé ekki efni til mótmæla gegn
umræddum hækkunum.
Móðir okkar, tengdamóðir og amma,
PÁLÍNA STEFÁNSDÓTTIR,
Strandarhöffii,
Vestur-Landeyjum,
lést í sjúkrahúsi Suðurlands 10. janúar.
Börn, tengdabörn og barnabörn.
Útför eiginmanns míns, sonar, föður, tengdaföður og afa,
JÓNS ÁRN ASONAR,
Sunnubraut 3,
Grindavík,
fer fram frá Grindavíkurkirkju laugardaginn 14. janúar kl. 14.00.
Jóna Gunnarsdóttir,
Árni Guðmundsson,
Margeir Á. Jónsson, Guðlaug R. Jónsdóttir,
Ólafur Jónsson, Guðný Elíasdóttir
og barnabörn.
Útför + RAGNHEIÐAR MAGNÚSDÓTTUR
frá Söndum, Akranesi,
Laugavegi 98,
Reykjavík,
fer fram frá Hallgrímskirkju mánudaginn 16. janúar kl. 15.00.
Systkini hinnar látnu.
t
Móðir okkar, tengdamóðir og amma,
ELÍSABET GÍSLADÓTTIR
frá Hvarfi, Vfðidal,
verður jarðsungin frá Laugarneskirkju mánudaginn 16. janúar
kl. 13.30.
Unnsteinn Pálsson, Guðriður Haraldsdóttir,
Þórdfs Pálsdóttir, Jón Bergsson
og barnabörn.
+
Útför
STEINÞÓRU CHRISTENSEN,
Gnoðarvogi 70,
Reykjavik,
verður gerð frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 17. janúar kl. 13.30.
Fyrir hönd aðstandenda,
Hallfriður Böðvarsdóttir,
Sigurlaug Kristjánsdóttir.
SUJ styður funda-
herferð formanna