Morgunblaðið - 13.01.1989, Síða 32

Morgunblaðið - 13.01.1989, Síða 32
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. JANÚAR 1989 Þorgeir Jónsson bóndi Gufunesi dagsferð. Þá eru mér minnistæðar kappreiðar þær sem Geiri hélt í Gufunesi, þá var gott að vera frændi hans og fá að standa með honum í dómpallinum, sjá vel hvaða hestar urðu fyrstir og líka að sjá þulinn tala í hátalarann, seinna fékk ég svo að sitja Gnýfara tvær Hvíta- sunnukappreiðar Fáks og tók hann fyrstu verðlaun í bæði skiptin. Seinna er ég eignaðist mína fyrstu hesta voru þeir frá Gufunesi. Þessi fáu minningabrot koma í hugann við fráfall Geira. Honum þótti vænt um Varmadal og heimili foreldra minna sýndi hann ávallt mikla ræktarsemi og tryggð. Það var því eðlilegt að þegar Geiri missti konu sína Guðnýju Guðlaugs- dóttur fyrirvaralaust langt um aldur fram frá mörgum bömum og ný- fæddri dóttur, tækju foreldrar mínir Guðnýju litlu að sér, og ólst hún upp hér í Varmadal. Alltaf fannst okkur systkinunum i Varmadal gaman þegar Geiri kom í heimsókn ríðandi á sumrin með íjölskyldu sinni og vinum, en það var oft stór hópur manna og hesta og fengum við þá að vaka lengi. Þá minnist ég þess að bóndinn í Gufunesi hélt oft töðugjöld að lokn- um slætti, þá og bauð hann til sín fjölda fólks í tilefni merkisafmæla sinna og var þá oft glatt á hjalla. En einn eftirtektarverðan sið hafði hann í veislum sínum það gat enginn vitað fyrirfram hvort vín yrði borið fram eða ekki, og til þess þarf kjark, en eitt gátu veislu- gestir verið vissir um að það yrði gaman, það voru haldnar ræður, sagðar sögur, sungið, og stundum fengið til þess landsþekkt listafólk. Sem íþróttamaður og hestamað- ur allt sitt líf lét hann sér annt um heilsu annarra og var þar sjálfur góð fyrirmynd, þá fylgdist hann vel með afrekum íslensks íþróttafólks og var þar vel heima. Mér til mikillar gleði áttum við þess kost að vera nokkuð saman síðustu ár og nú gat ég sagt við hann „komdu nú upp í Varmadal og vertu hjá mér nótt". Vegna atvinnu minnar sem vöru- bflstjóri átti ég líka oft leið um hlað- ið í Gufunesi og gat þá komið við hjá honum og eftir kaffisopa tekið hann með upp í Kjós og til Þing- valla í áburðarflutninga, þar þekkti hann marga og var gaman að hafa hann með. Því miður get ég ekki efnt loforð mitt við Jóhannes á Heiðarbæ að „taka hann með næst", en hann var alls staðar au- fúsugestur. Geiri hafði mjög gaman af að ferðast, sjá sig um, hitta fólk og fræðast. Það var því gaman að vita til þess að um haustið 1987 átti hann þess kost að fara erlendis í fylgd sonarsonar síns, Þorgeirs Guðlaugssonar og unnustu hans Els, en hún er hollensk. Á heimili hennar eru m.a. íslenskir hestar. Þama leið honum vel og allt fyr- ir hann gert og gerð sú aðstaða sem best verður á kosið. Geiri sýndi mér margar myndir frá þessu ferðalagi og sagði frá því eftirminnilegasta. „Nú er ég búinn að læra mikið", sagði hann. Hápunktur ferðarinnar var svo þegar hann var gerður að heiðursfélaga í alþjóðlegum skeið- samtökum á skeiðmeistaramóti í Þýskalandi, og íslensku knapamir fengu honum verðlaunaskeiðhest og Geiri tók hann til kostanna í stórkostlegum sýningarspretti öll- um mótsgestum til mikillar ánægju. Hygg ég að þetta hafi verið hans síðasti skeiðsprettur. Fram til þess síðasta var Geiri til eftirbreytni, jákvæður og ekki á því að staðna. Sönnun þess er ógleymanleg mér, þá er ég bauð honum 82 ára gömlum í einnar klst. flugtúr héðan frá Leirvogstungu- bökkum austur að Þingvöllum, um Kjósina, yfir Esjuna endilanga, nið- ur Blikdal, út yfir Brautarholt, Sundin, Þemey, Lundey, Viðey, Engey, Reykjavík, Gufunes, Korp- úlfsstaði, Blikastaði og til lendingar aftur. Öll þessi leið var honum hug- stæð, á þessum slóðum hafði hann alið sinn aldur. Hafí frændi minn þökk fyrir allt. Sverrir Þá er hann farinn, blessaður afi minn og vinur. Þó allt hafi stefnt á einn veg síðustu misserin og veru- lega hafi verið af honum dregið er fráfall hans mér og öðmm ákaflega sárt. Ég átti því láni að fagna að eiga með honum ómældar stundir bæði í leik og starfi. Það vom for- réttindi að umgangast hann með þeim hætti sem ég gerði og eiga afa að þeim vini sem hann var mér alla tíð. Við reyndum margt saman og þær em margar minningamar sem við eigum, sumar hveijar verða ætíð einungis okkar í milli enda samofnar eigin þroskasögu. Þegar ég var kominn til vits og ára var afi gamall maður í ámm talið, kominn fast að sjötugu. Þá hafði hann að baki viðburðaríkt lífshlaup þar sem skiptust á skin og skúrir eins og vænta má. Það var samt ekkert lát á honum, kraft- urinn virtist ótæmandi og í öllu atgervi sló hann sér yngri mönnum við. Hann hafði sérstaklega létt skap, hafði gaman af að gantast og sprella. Oftar en ekki var gaman- semin á hans eigin kostnað og til þess fallin að létta samferðamönn- um Iundina, koma mönnum til að hlæja og þá hmtu mörg gullkomin af vömm hans sem lengi munu lifa meðal manna. Tilsvör hans vom mörg óborganleg, kjamyrt, frumleg og hittu beint í mark. Þar var sam- ankomin meðfædd kímni, fijó hugs- un og tilfinning fyrir stemmningu augnabliksins. Hann hafði líka gaman af að ferðast, naut sín einna best I hópi góðra vina á ferðalögum vítt og breytt um landið og utan þess. Ifyrstu ským minningamar um afa em líklega þær þegar við frænd- systkinin hópuðumst afturí gamla jeppann þegar hann átti erindi í bæinn, því alltaf vildi haim hafa okkur með. Þessar ferðir vom mikl- ar ævintýrareisur enda var afí ekki alltaf að púkka upp á smásmugu- legar umferðarreglur ef honum hentaði annað. Þá var oft keypt brotakex og piparkökur á heimleið- inni en sá fengur átti til að endast skemur en ætlað var, mest vegna ásælni okkar krakkanna f pokana sem innihéldu góðgætið. Það var með eindæmum hve böm hændust að afa, aðdráttarafl hans var mikið enda víst að alltaf var eitthvað að gerast þar sem hann fór. Þegar við fengum ekki að koma með varð oft dauft yfir hópnum og víst hafa fall- ið einhver tár vegna heimsins órétt- lætis. Einhveiju sinni átti ég bágt með að una þeim málalokum að fá ekki að sitja með honum í jeppanum og eíti hann upp að Korpúlfsstöðum þar sem hann átti erindi. Sú leið var löng fyrir fímm ára fætur og tók ferðin lungann úr deginum enda greip ég í tómt þegar þangað var komið. En svona var aðdráttaraflið sterkt. Fljótlega fór afi að taka okkur með á hestbak. Ósjaldan lét hann okkur sitja tamningatrippi inni í hesthúsi og talaði þá gjaman til gæðingsefnanna á dönsku. Þar sló hann tvær flugur í einu höggi, gerði trippið vant manninum og losaði okkur við allan beyg. Til þess að hvetja okkur til frekari dáða hét hann okkur því að við fengjum að ríða með honum yfir Svínaskarð. Þurfti þá sjaldan meira til, kjarkur- inn óx og við fómm á bak hvaða hrossi sem hann bað okkur um, nú eða leistum af hendi önnur viðvik sem hann lagði fyrir. Það vildi eng- inn missa af útreiðartúr, sér í lagi ef ríða átti yfír Svínaskarð. Það var hápunktur tilvemnnar og einskonar innvígsla í raðir þeirra sem gátu setið hest. Oft var lagt í’ann með stuttum fyrirvara, einhveiju sinni tók afi þá ákvörðun að ríða upp í Borgaríjörð snemma morguns og um hádegi var hópurinn lagður af stað áleiðis. í þá tíð var alltaf mik- ið af lausum hrossum með í för og veitti þá ekki af fólkinu til þess að halda hópnum saman og stýra hon- um á réttar götur. í svona ferðum öðluðumst við krakkamir mikla reynslu þótt í aðra röndina hafi þetta verið hinar mestu skemmti- ferðir. Afí hafði skemmtilegan sið á ferðalögum, eða ætti maður frek- ar að segja stríðni, en hann var sá að ríða fremur geyst þegar hann var í hvarfi en hægja svo ferðina þegar til hans sást. Þá botnuðu samferðamennimir ekkert í því hvers vegna hann var alltaf svona langt á undan en virtist aldrei fara nema fetið. Árum saman höfum við yljað okkur við minningamar úr einhverri hestaferðinni, þær hafa orðið okkur óþijótandi sagnasjóður, kætt og lífgað þá sem reyndu. Það var ekki einasta að maður kynntist afa eins og hann best lét eða lærði að skoða landið frá nýjum sjónar- hóli, heldur hafði hann lag á að hafa yfirleitt með sér gott fólk sem fengur var að kynnast og þroskandi að eiga samskipti við. Á meðan afi keyrði enn, naut ég þess í ríkum mæli að bera nafnið. hans og vera mikill afastrákur. Þá lögðum við oft land undir fót á Gufunesjeppanum og er mér ákaf- lega minnisstætt ferðalag okkar norður í Eyjafjörð fyrir rúmum 12 árum. Þar ókum við um heiðar og blómlega dali, afi sönglaði við stýr- ið á milli þess að hann sagði mér eitt og annað af því sem fyrir augu bar. Eg man hve þetta var mikið ævintýr, landið fallegt, veðrið gott og hve notaleg mér þótti lyktin af hestabrauðinu í jeppanum. Ekki varð ævintýrabragurinn minni við það að í Skagafírðinum hittist svo á að heimilisfólkið, þar sem við hugðumst gista, var af bæ og urð- um við að búa um okkur í hlöð- unni. Það var einstök tilfinning að leggjast þreyttur til svefns í heyinu og vakna í bítið morguninn eftir og líta yfir þessa fallegu sveit, sem baðaði sig í sólinni. Við vorum á leiðinni norður til þess að sjá Óðin keppa á kappreiðum en ekki grun- aði okkur að þessi keppni yrði sú seinasta sem þessi mesti skeið- hestur hans tók þátt í, heill heilsu. Á þessu móti tók afi eftir efnileg- um, litlum brúnum fola sem hann eignaðist síðan. Það var Þór, uppá- haldsgripur hans nú seinustu árin, sem veitti honum mikla gleði og hann hafði til að hygla sérstaklega umfram önnur hross. Það var ekki háttur afa að segja til, hjá honum ríkti algert frelsi, allt var mögulegt og reglur voru fáar. Þetta fijálsræði átti vel við okkur krakkana, við fengum að þreifa okkur áfram og lærðum af rejmshmni. Með lagni kom hann því að hjá okkur, sem hann vildi og annað síaðist inn með tímanum. Hann hafði gott lag á fólki, gat í raun vafið hveijum sem er um fing- ur sér og þar sat prúðmennskan í fyrirrúmi. Því er hins vegar ekki að leyna að stundum gat hann blás- ið hvasst þegar honum fannst við eiga, skakkaði leiki sem komnir voru úr böndunum og Iét hlýða sér. Ég held að hann hafi umgengist menn og allar skepnur af einstakri virðingu, aldrei sá hann neitt ljótara en þegar menn fóru ógætilega og hranalega að hestum. Þá menn mat hann lítils og fann léttvæga þrátt fyrir ýmis afrek sem þeir höfðu unnið. Skeiðið var í sérstöku uppá- haldi hjá afa. Hann hafði það að markmiði sínu að rækta skeiðhross og takmarkið var að eiga mesta vekringinn á landinu. Því marki náði hann oft og væri vel ef marg- ir aðrir gætu verið svo sáttir við lífsstarf sitt sem hann var. Þegar árin færðust yfir fékk ég tækifæri til þess að launa afa mínum eitthvað af því sem hann hafði gert fyrir mig. Við héldum áfram að sýsla við hrossin þó um- fangið væri ekki hið sama og fyrr. Og ekkert sló á ferðaþrána. Það var fyrir rúmu ári að við fórum saman í okkar síðustu ferð, þ.e.a.s. í hinum veraldlega heimi og að þessu sinni var ferðinni heitið út fyrir landsteinana. Þar sem við sát- um í nýju flugstöðinni og biðum eftir brottfarartilkynningunni, ræddum við vítt og breytt um hross- in, hvað við ættum að taka fyrst inn, hvað þyrfti að temja og hvað við stefndum með á „Hvítasunn- una“. Þá komu hinar og þessar hryssur til tals og þeirra á meðal ein sem var í minni eigu. Við körp- uðum svolítið um það hvort hún væri fylfull eða ekki, ég hafði upp á vasann úrskurð frá dýralækni að þessi hryssa væri ónýt og gæti ekki átt folöld, en afí var sannfærður um að hún kæmi með lítinn vekring að vori. Svo viss var hann í sinni sök að hann tók upp veskið, sagðist ætla að kaupa folaldið og spurði hversu mikið ég vildi fá fyrir það! Auðvitað hafði hann svo rétt fyrir sér, það leiddi tíminn í ljós. Þetta ferðalag okkar um Þýskaland og Niðurlönd haustið 1987 var í alla staði ógleymanlegt. Hápunkturinn var þegar hann var sérstaklega heiðraður á alþjóðlegu móti skeið- manna, þar sem hann gerði sér lítið fyrir, kom ríðandi til leiks og lagði á skeið. Útlendingamir ætluðu ekki að trúa sínum eigin augum þegar þessi hæruskotni öldungur norður af íslandi tók reiðskjóta sinn til kostanna. Þá óskaði Geiri í Gufu- nesi þess að hann væri bara tíu árum yngri. Það dreif margt á daga okkar þremenninganna í þessari ferð en með okkur nöfnunum var Els vinkona mín frá Hollandi. Afi var áhugasamur um allt það sem fyrir augu bar og gaman var að sjá hve fróðleiksfús hann var. Þegar við gengum um gólf hinnar miklu dómkirkju í Köln fylltist hann lotn- ingu yfír mikilfengleik þessa fagra guðshúss, í hollenskum dýragarði reitti hann gras og lét fíla, gíraffa og aðrar framandlegar skepnur éta úr lófa sér, en sú mynd sem er hvað skýrast í huga okkar er þegar afi fékk okkur til að syngja með sér íslenskar dægurvísur þar sem við branuðum eftir þjóðvegunum útlendu. Þá ræskti hann sig ofurlít- ið til að byrja með, svo gaf hann tóninn og á endanum voram við öll farin að syngja hástöfum. Afí stýrði söngnum, virtist kunna öll lög og texta, já, ég held að þá hafi honum líkað lífíð. Það er með sárum trega sem ég kveð afa minn, en er jafnframt þakklátur fyrir allar þær góðu minningar, sem hann hefur gefið mér. Það var dýrmætt að kynnast honum og víst hefur hann auðgað líf margra í gegfnum tíðina. Hann var þess ætíð fullviss að tilveranni væri ekki lokið þó jarðvistin væri á enda rannin. Hinumegin biðu þeir, sem á undan væra gengnir, bæði menn og skepnur. Og víst reisa þeir makkann og sperra eyran, gæðingarnir gömlu sem nú heyra kallið hans á ný eftir svo langa bið. Með kærri þökk kveð ég afa minn í hinsta sinn. Upp skaltu á kjöl klífa, köld er sjávar drífa, kostaðu huginn að herða, hér skaltu lífið verða; skafl beygjattu, skalli! þótt skúr á þig falli; ást hafðir þú meyja, eitt sinn skal hver deyja. (Þórir jökull) Þorgeir Guðlaugsson Í dag verður lagður til hinstu hvflu í Lágafellskirkjugarði í Mos- fellssveit móðurafi minn, Þorgeir Jónsson bóndi í Gufunesi við Reykjavík. Hann fæddist þann 7. desember 1903 í Varmadal á Kjal- amesi, sonur hjónanna Jóns Þor- lákssonar sem þar bjó og konu hans, Salvarar Þorkelsdóttur frá Álfs- nesi. Þorgeir var því 85 ára að aldri, er hann lést að morgni hins 5. janúar sl. að Sólvangi í Hafnar- firði. Föður sinn missti Þorgeir er hann var á þrettánda ári, en eftir það stóð Salvör móðir hans fyrir bú- rekstri í Varmdal ásamt bömum sínum, sem auk Þorgeirs vora Björgvin, Ágúst, Jón, Sigríður, Ásta og Lára. Þorgeir sagði síðar svo frá, að skýrasta en jafnframt sár- asta minning bemskuáranna væri tengd föðurmissinum. Má það heita undarleg tilviljun, að sú minning skuli tengjast þeim stað sem honum varð síðar hjartfólgnastur allra staða og þar sem hann ól lengstan sinn aldur. Þannig hagaði til, að nokkrir Kjalnesingar keyptu í sam- einingu skútu til niðurrifs, og er verið var að rífa hana í sundur í Ijorunni við Eiðið í Gufunesi fékk Jón faðir Þorgeirs lungnabólgu, er dró hann til dauða. Lá hann bana- leguna í Knútskoti við Gufunes og var Þorgeir látinn fylgja Salvöra móður sinni úr Varmadal niður í Gufunes að dánarbeði Jóns. Þorgeir snéri síðan einn heim í Varmadal og þótti honum Gufunesmelamir erfiðir yfirferðar í það sinn. Hann minntist lengi þeirrar stundar, er hann og Jón bróðir hans sáu móður þeirra koma heim aftur. Fannst t Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför systur okkar, JÓNÍNU ÞORLEIFSDÓTTUR frá Ólafsfirði. Fyrir hönd aðstandenda, Unnur Þorleifsdóttir, Sigvaldi Þorleifsson. t Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður, tengdaföður, afa og langafa, GUÐMUNDAR HALLDÓRSSONAR, Hólavegi 10, Sauðárkróki. Klara Lárusdóttir, Jóhann Guðmundsson, Anna Pálsdóttir, Guömundur Sigurður Jóhannsson, Gróa Jóhannsdóttir, Arnaldur Sigurðsson, Guðný Jóhannsdóttir, Einar Aðalsteinsson, Frfða Jóhannsdóttir og langafabörn. t Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför, móður okkar, tengdamóður og ömmu, PÁLÍNU ÁGÚSTU ARINBJARNARDÓTTUR, Baldursgötu 29. Ágústa Friðriksdóttir, Arinbjörn Friðriksson, Þórunn Friðriksdóttir, Friðrik Þorsteinsson, fris Björk Hafsteinsdóttir, Vilhjálmur Þór Arnarsson, Guðrún Jóna Arinbjarnardóttir, Hallgrfmur Jónasson, Margrét G. Andrésdóttir, Ólafur B. Blöndal, Pála Hallgrimsdóttir, Þorstejnn Már Arinbjarnarson, Björn Örvar Blöndal.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.