Morgunblaðið - 13.01.1989, Qupperneq 33

Morgunblaðið - 13.01.1989, Qupperneq 33
''M'.'ÍO MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. JANÚAR 1989 þeim tilsýndar sem þeir sæju það í svip hennar, að hún flytti þeim andlátsfregn. Þeir Varmadalsbræður fóru ung- ir að stunda íþróttir og tóku þátt í kappleikjum, fyrst á Kollafjarðar- eyrum hjá Ungmennafélaginu Aft- ureldingu og síðar í Reykjavík. Var þá mikið á sig lagt til þess að stunda æfingar og keppni og iðulega farið fótgangandi til Reykjavíkur í því skyni. Var Þorgeir frækinn íþrótta- maður og vann til verðlauna í ýms- um greinum íþrótta. Hann var al- hliða íþróttamaður, en þó sérstak- lega leikinn í kringlukasti og glímu og tvívegis, þ.e. árin 1927 og 1928, varð hann glímukóngur Islands. Hann fór árið 1925 í sýningarferð um Noreg og Danmörku í glímu- flokki undir stjóm Jóns Þorsteins- sonar íþróttakennara og glímdu þeir þá einatt saman Þorgeir og Sigurður Greipsson í Haukadal. I framhaldi af þessari sýningarferð var Þorgeiri boðin námsdvöl vjð lýðskólann í Ollerup í Danmörku og þar dvaldi hann við íþrótta- og fimleikanám vetrarlangt. Eftir það lá leiðin heim til íslands og um skeið stundaði hann íþróttakennslu á vegum ÍSÍ og ferðaðist þá víða um land. Þorgeir stundaði fyrst búskap í Varmadal ásamt braéðrum sínum, en þann 5. janúar árið 1929 kvænt- ist hann Guðnýju Guðlaugsdóttur úr Reykjavík og hófu þau fljótlega eftir það búskap að Sunnuhvoli í Reykjavík. Þar bjuggu þau til ársins 1937, en eftir það gerðist Þorgeir ábúandi í Viðey og bjó þar til ársins 1938, er hann tók Guftines á leigu og bjó þar allt til dánardags. Konu sína missti Þorgeir árið 1952, en þau eignuðust sjö böm, sex dætur og einn son. Böm þeirra em Jón, Salvör, Margrét, Þóra, Guðný, Guð- laugur, Ragnheiður, og Guðný Björg. Þá eignaðist Þorgeir síðar eða árið 1963 soninn Jóhannes, en móðir hans er Málfríður Ólafsdótt- ir. Eftir andlát Guðnýjar bjó Þor- geir með bömum sínum í Gufu- nesi, þeim sem enn vom í föður- garði, en eftir það einn. Þorgeir og Guðný bjuggu rausn- arbúi í Gufunesi og höfðu þegar mest var umleikis um 60 mjólkandi nautgripi, 500 fjár og um 50 til 70 hross í stóði. Þegar ákveðið var að reisa Áburðarverksmiðjuna í Gufu- nesi á þeim stað, er um aldir hafði verið bæjarstæði í Gufunesi, flutti Þorgeir bæinn suður á melana und- ir Gufunesholtinu. Þar réðst hann í umfangsmiklar jarðabætur og breytti mýmm og melum í falleg tún. Sárast þótti honum á efri ámm að sjá ræktunarframkvæmdir sínar hverfa undir þarfir nútímaborgar- skipulags og hafði oft á orði, að nær hefði sér verið á ámm áður að stunda útreiðar og hesta- mennsku af enn meira kappi en hann gerði í stað þess að eija grýtta jörðina undir öskuhaugastæði og íbúðabyggð. Hestamennsku tók Þorgeir að stunda snemma á búskaparárum sínum. Náði hann miklum árangri bæði í keppnisíþróttum og góð- hestarækt og varð landskunnur fyr- ir hestamennsku sína. Honum þóttu keppnisíþróttir hestamanna á flórða áratugnum staðnaðar, vegalengd- imar sem hestamir vora látnir hlaupa allt of stuttar og of lítil verð- laun í boði, sem enga hvatningu veittu til frekari dáða. Og þegar honum þótti forsvarsmenn hesta- mannafélagsins Fáks í Reykjavík daufheyrast við 'tillögum sínum til úrbóta, greip hann til þess ráðs árið 1947 að efna í eigin nafni og fyrir eigin reikning til kappreiða á Gufunestanganum. Hafði hann á þeim kappreiðum lengri vegalengd- ir en áður höfðu tíðkast, þ.e. 400 og 800 metra hlaup, og tífaldaði þau verðlaun sem í boði höfðu ver- ið hjá Fáki. Stóð hann fyrir slíkum kappreiðum í fimm ár eða þar til hann eftirlét hestamannafélaginu Herði á Kjalamesi völlinn, en það félag var nefnt eftir einum mesta hlaupahesti, sem Þorgeir átti, hlaupagarpinum Herði úr Dala- sýsju. Ymsum þótti í upphafi óhæfa aið leggjA svo löng hlaup á hross á kappreiðum og töldu þetta jaðra við illa meðferð á dýmm. Þá villukenn- ingu afsannaði Þorgeir rækilega og óhætt er að segja, að með framtaki sínu hafi hann haft meiri áhrif á framvindu hestaíþrótta á íslandi en margur annar. En þótt hann væri framkvöðull þess að innleiða hér á landi nýjar hestaíþróttir, héldu hann og Jón bróðir hans í Varmadal eigi að síður tryggð við þá fomu íþrótt íslenskra hestamanna að ríða til skeiðs. Er mér til efs að sú íþrótt skipaði þann sess í hugum hesta- manna sem hún gerir í dag, ef þeir bræður ásamt fleiri góðum mönnum hefðu ekki haldið í henni lífinu. Eins og fyrr sagði missti Þorgeir konu sína árið 1952 eða sama árið og ég og Guðný Björg móðursystir mín fæddumst. Ömmu minni, Guðnýju, kynntist ég því aldrei af eigin raun. Þó hygg ég af frásögn- um annarra að dæma, að þau hjón hafi um margt verið ákaflega ólík. Hann var opinskár og oft fyrirferð- armikill í allri framgöngu en hún dul kona og hæglát, sem gekk hljóð- lega til allra sinna verka. Hjóna- band þeirra var eigi að síður ham- ingjuríkt og farsælt og milli þeirra ríkti gagnkvæm virðing og traust, og aldrei minnist ég þess að hafa heyrt afa minn nefna nafn Gauju sinnar, en svo var amma mín nefnd í daglegu tali, án þess að komast eilítið við. Þykir mér það táknrænt fyrir hjónaband þeirra, að hann skyldi kveðja þennan heim þann dag, er liðin vom 60 ár frá brúð- kaupi þeirra. Þorgeir afi minn var liðlega fimmtugur þegar ég fæddist og því kominn vel á sextugsaldur, er ég fyrst man eftir honum. Fyrsta minning mín, sem honum er tengd, er frá því ég var fímm ára gamall og þá staddur með honum í gamla fjósinu í Gufunesi, sem var gríðar- lega mikil bygging. Án þess að hafa um það nokkur orð greip hann skyndilega um mig miðjan og skellti mér á bak böldnum og lítt tömdum fola, sem þar stóð á bás. Ekki leist mér alls kostar á blikuna og hafði uppi nokkur andmæli, en þau dugðu lítt. Þá tók ég til þess bragðs að reyna að skæla svolítið, en það dugði engu betur og var því lýst yfir skýrt og skorinort af Gufunes- bóndanum, að það væri alveg bann- að að gráta í Gufunesi. Síðan sleppti hann folanum lausum út á fjós- gólfið, danglaði lítið eitt í hann og gekk svo á eftir okkur með heykvísl í hendi nokkrar hringferðir um ijós- ið og hafði á orði, að hross sýndu aldrei hrekki á hálum fjósgólfum og allra síst krökkum. Sagði svo kampakátur í lokin, að nú væri hann sko taminn þessi. Það em án efa fleiri en ég í frændliðinu, sem minnast atviks sem þessa. Þorgeir afi minn var eins og ég áður sagði opinskár og á stundum fyrirferðarmikill og snöggur til. Allir hlutir urðu að gerast undir eins, fátt þoldi bið og andmæli vom lítt tekin til greina. Fannst mér þá oft skorta eilítið á nærgætnina, enda lá hann ekki á meiningunni, þegar honum þótti ekki réttilega að hlutunum staðið. Það að standa skakkt fyrir hrossa- og kindahóp, sem reka átti á hús, ríða hrossunum of hratt, keyra dráttarvélina of geyst og svo ekki sé nú minnst á þá stóm synd að slæða heyi um fóðurgangana við hirðingu, vom stórar syndir, og þurfti hinn seki þá mikillar um- vöndunar við. Varð hann þá oft snöggreiður en jafn fljótur að fyrir- gefa, aldrei þó í orðum en þeim mun ríkulegar í athöfnum sínum og með hlýju viðmóti. Það er erfitt að minnast Þorgeirs afa míns án þess að upp í hugann komi þau sérkenni, sem helst ein- kenndu hann og gerðu hann svo ólíkan og frábmgðinn samferða- mönnum hans. í persónuleika hans bjuggu miklar andstæður. Annars vegar var asinn, atorkan, kjarkur- inn, keppnisskapið, glettnin og stríðnin og svo hins vegar mikil viðkvæmni, umburðarlyndi, hlýja, einlægni, en þó ekki síst drengskap- ur. Allt sameinaðist þetta þó ótrú- Iega vel í skapgerð hans, og fáum mönnum hefi ég kynnst sem hafa haft eins mikið aðdráttarafl á annað fólk og hann. Það vom ef til vill ekki síst andstæðumar í persónu- leikanum, sem gerðu hann svo skemmtilegan. Það var heillandi að fylgjast með þeim ótrúlega kjarki og þeirri miklu hreysti, sem Þorgeir bjó yfír, og einhvem veginn hafði ég það á til- finningunni í bemsku minni, að ekkert væri það afl til í veröldinni, sem afi minn óttaðist. Ef kihdumar flæddi í Fjósaklettunum synti hann eftir þeim og feijaði þær í land eina og eina í senn, og eitt sinn, þegar hrossin, sem hann var vanur að baða á vorin í Gufunesvoginum, syntu á haf út í stað þess að synda að bakkanum hinum megin, fór hann létt með að synda fyrir þau og reka að landi, þótt hálfnuð væm þau á leiðinni út til Viðeyjar. Kom- inn um miðjan aldur mátti hann til með að ganga úr skugga um það, hvort hann gæti lyft hesti eins og hann hafði heyrt að Jóhannes á Borg hefði gert. Því var það frammi fyrir stjóm Búnaðarfélagsins, sem komin var í Gufunes til þess að skoða stóðhestinn Nökkva, að hann smeygði sér undir kviðinn á hestin- um í þann mund, sem Gunnar Bjamason hrossaræktarráðunautur hugðist stíga á bak, og lyfti hestin- um frá jörðu. Eitt sinn á ferðalagi um Suðurlandsundirlendi, þá ný- kominn á áttræðisaldurinn, var það honum meira að skapi að fá sér sundsprett í Rangá í stað þess að synda í sundlauginni á Hellu eins og samferðamennimir gerðu. Og lítið virtist kjarkurinn vera farinn að bila, þótt hann væri kominn á níræðisaldurinn, því liðlega áttræð- ur stökk hann í veg fyrir og stöðv- aði mannlausa dráttarvél, sem stað- ið hafði í brekkunni ofan við hlöð- una í Gufunesi en hrokkið úr bremsu og stefndi á hlöðuna. Við þau átök missi hann um hríð afl í annarri hendinni, en þótti það skárra en láta vélina og hlöðuna verða fyrir skemmdum. Þorgeir var alltaf léttur í skapi og í kringum hann ríkti mikil gleði og kátína. Hann gat verið fom í framgöngu og hugsunarhætti og hafði um margt sérstæðan frásagn- armáta, og því urðu tilsvör hans og uppátæki fleyg víða um land. Varð hann því þegar í lifandi lífí þjóðsagnapersóna. Hann var yfir- leitt með spaugsyrði á vör og hafði gaman af allri glettni og saklausri smástríðni, einkum þeirri, sem var á hans eigin kostnað. Hann hafði gaman af því að ýta svolítið undir goðsögnina og gerði því stundum í því með framkomu sinni að láta menn halda, að hann væri annar en sá, sem hann raunvemlega var. Þessari áráttu hans lýsir ef til vill best sag*n af því, þegar hann hugð- ist leiða nautið til slátmnar frá Sunnuhvoli við Háteigsveg niður að húsakynnum Sláturfélagsins við Skúlagötu. Beinast hefði legið við að fara niður Rauðarárstíginn og þaðan eftir Skúlagötunni meðfram sjónum. En kominn niður að Hlemmi gat hann ekki stilit sig um að leiða nautið eftir Laugaveginum og kominn niður á miðjan Laugaveg sjáandi allan þann mannfjölda, sem þar var, gat hann ekki stillt sig um að hoppa á bak nautinu og koma ríðandi í hlað hjá Sláturfélaginu. Þótt Þorgeir afi minn væri mik- ill keppnismaður, var hann eigi að síður drengskaparmaður bæði í leik og starfi. Hann var viðkvæmur og mátti ekkert aumt sjá svo hann væri þar ekki kominn til hjálpar. Hann hafði nautn af því að um- gangast skepnumar sínar og lifði eftir þeim einkunnarorðum í hesta- mennskunni, að sýndi hann hestun- um gott viðmót, gerðu þeir allt fyr- ir hann í staðinn. Svo náið samband var með honum og hestunum, að hann gat kallað þá til sín hvar og hvenær sem var, jafnvel úr margra kílómetra fjarlægð. Nútímaþægindi vom honum lítt að skapi og þeim sið sínum að ríða jafnan berbakt hélt hann fram á níræðisaldurinn, hafði í raun hálfgerða skömm á því að ríða í hnakki. Hann var í eðli sínu sveitamaður og náttúmbam, sem borgarsamfélagi nútímans tókst ekki að breyta, þótt lengst af sinnar ævi byggi hann við borg- arhliðin. Þegar ég lít yfir liðna tíð og minnist þeirra stunda, sem ég átti með Þorgeiri afa mínum í Gufu- nesi, er mér efst í huga hlýja og þakklæti. Ég er honum þakklátur fyrir allar þær ógleymanlegu sam- vemstundir, sem mér auðnaðist að eiga með honum, þakklátur honum fyrir að hafa kennt mér að umgang- ast, bera virðingu fyrir og meta skepnumar ekki minna en mann- fólkið. En fyrst og fremst er ég forsjóninni þakklátur fyrir að hafa átt slíkan afa sem hann var. Því mun minning hans lengi lifa með mér og mínum. Þorgeir Örlygsson Hann afi okkar er dáinn. Það er erfitt að setjast niður til þess að skrifa minningargrein um mann, sem var okkur eins náinn og hann, þó á mismunandi vegu væri fyrir hvert okkar. í æsku var ætlunin að verða stór og sterk eins og afí. í huganum var útilokað að nokkur breyting yrði þar á. Afi yrði alltaf stór og sterk- ur og Gufunesið ekkert án hans. Á meðan við bjuggum f Gufunesi vom það ófáar gegningamar sem við sinntum með honum og ófá skiptin sem við vomm sett á bak ótömdum trippum til að venja þau við mann- inn. í huga okkar var hann alltaf eins að sjá, yfirleitt glaðlegur en átti til að hvessa sig ef honum fannst hlutimir ekki ganga rétt fyrir sig. Þetta átti sérstaklega við þegar við frændsystkinin gerðumst full galsafengin. Þá greip hann oft í taumana og sýndi okkur fram á að lffið er ekki bara leikur og glens. Kannski kom hann því að hjá okkur að fyrir ekkert færðu ekkert. Þrátt fyrir þetta var afí alls ekki strang- ur, þess þurfti hann ekki með, því hann hafði ótrúlega gott lag á fólki. Meira að segja þegar við uxum úr grasi og þóttumst vita lengra en nef okkar náði, fómm jafnvel að segja honum til í búverkunum, þá leyfði hann okkur að leika lausum hala og við fengum að spreyta okk- ur. Oftar en ekki var það hann sem hafði rétt fyrir sér, en með þessum hætti kenndi hann okkur mikið. Já, mikla gæsku hefur hann haft til að bera og langlundargeð töluvert. Auðvitað vomm við ekki enda- laust böm, við eltumst sjálf eins og hann. Við breyttumst en hann ekki, eða svo fannst okkur að minnsta kosti. Hann var alitaf hann afi í Gufunesi. Eiginlega var hann í huga okkar eins og Esjan, þama vai- hann og þama yrði hann alltaf. Auðvitað var það bamið í okkur sem sagði að hann yrði alltaf hjá okkur. Þrátt fyrir að við höfðum séð kraft- inn dvína og heilsuna hraka, höfð- um við ætíð þessa ofurtrú á honum afa. Mikið óskaplega hefur það gefið okkur að hafa þessa trú. Þegar hann afí lagðist inn á spítala í apríl sl. sagði skynsemin okkur að veikindi hans væm alvar- leg. Samt var eins og einhver rödd innra með okkur segði að hann myndi hafa þetta af, hrista þetta af sér, hann hefði nú gert annað eins. Svo fór þó ekki. Þegar við systkinin sitjum hér eftir og hugs- um hvort dauðinn sé upphafið eða endirinn á langri ferð, er víst að hann verður alltaf í hugum okkar afi í Gufunesi og þegar við drögum upp þá mynd er ekki laust við að við fyllumst stolti. Við kveðjum með söknuði en er- um jafnframt þakklát fyrir allt sem hann hefur gefið okkur og að hafa fengið að vera svo lengi í samfloti með honum í lífinu. x f.h. systkinanna, Þórhallur Guðlaugsson. 9P 33 Þann 5. janúar sl. lést á Sólvangi í Hafnarfirði tengdafaðir minn, Þorgeir Jónsson í Gufunesi. Þorgeir fæddist 7. desember 1903 og var því nýlega orðinn 85 ára. Þar sem ég tel fullvíst að æviferill Þorgeirs verði rakinn í öðmm minningar- greinum hér í blaðinu í dag tel ég ekki ástæðu til að endurtaka hann. Eg kynntist Þorgeiri þegar ég kom fyrst í Gufunes í' byijun árs 1963 og hófust þá góð kynni og vinátta sem aldrei dró skugga fyr- ir. Þorgeir var mér góður tengda- faðir og mótuðust samskiptin ekki síst af ljúfmennsku hans í minn garð og fjölskyldu minnar. Fram- koma Þorgeirs einkenndist af mik- illi prúðmennsku og umtalsbetri manni hefi ég vart kynnst. Ekki minnist ég þess að hafa heyrt frá honum hnjóðsyrði í garð annarra nema ef honum þótti illa að verki staðið þá gat hann sent viðkomandi tóninn en aldrei risti það djúpt. Þorgeir lagði alla tíð áherslu á að vera sjálfstæður og ekki upp á aðra kominn. Hann var forsjáll í sínum búskap eins og fymingar í Gufu- nesi bera enn merki. Greiðasemi hans við vini og nágranna var við bmgðið enda var hann aufúsugest- ur hvar sem hann kom. Eins og kunnugt er var Þorgeir bóndi mest alla sina lífstíð og er ljóst að annað ævistarf átti ekki betur við hann. Við einhver önnur störf vann hann þó á sínum yngri áram og minnist ég þess að í hvert sinn sem við keyrðum saman eftir Tryggvagötu þá benti hann mér á tiltekið hús við götuna og sagði að mikið hefði sér leiðst þama. Þor- geir hafði starfað á þessum stað sem bifreiðastjóri og sýnir þetta að rætur hans vom ekki á mölinni. Þá var Þorgeir þjóðkunnur íþróttamaður, keppti í frjálsum íþróttum en þó aðallega í glímu. Vann hann til ijölmargra verðlauna' sem of langt mál væri að telja upp. Það var honum mikil ánægja þegar boð barst fyrir nokkmm ámm frá Glímudeild KR um að mæta til sér- stakrar afhafnar þar sem gamlir glímumenn vom heiðraðir. Þegar við vomm saman á ferð um Hring- braut og komum að Melavellinum þá sagði Þorgeir alltaf að þama væri blessaður völlurinn sinn og átti hann augljóslega ljúfar minn- ingar þaðan. Um hestamennsku Þorgeirs ætla ég ekki að fjölyrða enda ekki mað- ur til. Þó fór maður með honum á allmörg hestamannamót og er mér minnisstæð sú virðing sem honum var ávallt sýnd. Það fór ekki á milli mála að þama fór yfirburðamaður á þessu sviði og ékki skemmdi fyr- ir hið virðulega fas Þorgeirs. Þá er eftirtektarvert það framtak Þor- geirs að halda sjálfur í Gufunesi bæði hestamanna- og íþróttamót sem vom víðfræg. Með þessum fáu og fátæklegu orðum vil ég kveðja minn ágæta tengdaföður og vin. Minning hans mun lifa hjá ættingjum og vinum og reyndar þjóðinni allri vegna af- reka hans á sviði hestamennsku og íþrótta. Ég sendi öllum aðstandend- um innilegar samúðarkveðjur. Guð blessi minningu hans. Örn Marinósson t Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, MATTHÍASAR STEFÁNSSONAR, Bólstaðarhlíð 50. Sérstakar þakkir færum við stjórn, lækni og hjúkrunarfólki ó umönnunar- og hjúkrunarheimilinu Skjóli hf. Guðrún Kortsdóttir, Guðrún Matthiasdóttir, Matthías Matthfasson, Líney Sigurjónsdóttir, Margrét S. Matthíasdóttir, Ásbjörn Magnússon, Hulda P. Matthíasdóttir, Jón Pétursson, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.