Morgunblaðið - 13.01.1989, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 13.01.1989, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. JANÚAR 1989 fclk í fréttum í * i í Sveinbjörg Ásgeirsdóttir á vélaverkstæðinu. STÚLKUR HJÁ ÍSAL „Ekkert karlmannlegt við að bora í vegg“ eim fjölgfar stúlkunum sem fara inn á hefðbundin starfs- svið karla. í haust auglýsti íslenska álfélagið (ísal) eftir nemum og var tekið fram að ekki væri síður óskað eftir stúlkum en piltum á náms- samning í hinum ýmsu fögum. Tvær stúlkur voru meðal umsækj- enda sem komust að. Önnur þeirra, Sveinbjörg Ásgeirsdóttir, er í vél- virkjanámi en hin, Erla Rúna Guð- mundsdóttir, hóf nám í rafvirkjun. Á báðum þessum sviðum hafa örfá- ar konur þegar haslað sér völl. „Ég byijaði í menntaskóla en leist ekkert á námið þar,“ segir Sveinbjörg sem er tvítug að aldri. „Þá ákvað ég að fara í Iðnskólann og sá svo auglýsinguna frá Álfélag- inu. Mér fannst það vera eitthvað fýrir mig. Nú er ég að klára reynslutímann sem eru þrír mánuð- ir og þá fer ég á samning. Það tek- ur flögur ár að læra vélvirkjun, tvö ár í skóla og tvö ár í því verklega. Maður er lengi að komast inn í þetta og ennþá hef ég lítið vit á þessu. Jú það er auðvitað öðruvísi að vinna innan um alla þessa karl- menn. En ég var hissa á því hvað allir eru almennilegir. Ég bjóst al- veg eins við einhvetjum karlremb- um en þeir vilja allt fyrir mann gera. Auðvitað gætir aflsmunar en þegar þarf að nota kraftana leið- beina þeir mér og benda á hentugar leiðir. Ég vil ekki að mér sé hlíft við neinu þó að ég sé kvenmaður en ég er heldur ekkert að reyna að vera eins og karlmaður. Ef mann langar að læra eitthvað sérstakt þá á það ekki að hindra mann þótt það heiti hefðbundin karla- eða kvennastörf." Erla Rúna er nítján ára gömui. Hún segir það hafa verið tilviljun að hún fór í þetta nám. Hún var að skipta um starf þegar hún rak augun í auglýsinguna. „Ég hefði aldrei sótt um nema bara af því að það var auglýst og tekið sérstaklega fram að óskað væri eftir stúlkum. Fyrir mig var það mikil hvatning. Ég er ekki farin að fikta svo mikið við rafmagnið enn. Það er best að fara í skólann sem fyrst svo maður átti sig á rafmagni og hvemig það virkar. Rafmagnsfræði er heill heimur út af fyrir sig. Strákamir hjá ísal em góðir og yndislegir og passa mann vel. Ég var nú ekkert skrafhreifín fyrst innan um alla Morgunblaðið/Bjami Erla Rúna Guðmundsdóttir, rafvirkjanemi. þessa karlmenn en feimnin fer af manni. Ég er á því að karlar og konur geti unnið sömu störf, hvað sem þau em kölluð. Það er svosem ekkert karlmannlegt við það að bora í vegg,“ segir Erla að lokum. Hún tók það sérstaklega fram að allur aðbúnaður hjá ísal væri til fyrirmyndar. SYNGJANDI BOND Roger Moore hefur upp raust sína Breski leikarinn Roger Moore, sem leikið hefur Ieyniþjónustu- manninn James Bond í ótal kvik- myndum, mun syngja eitt af aðal- hlutverkunum í söngleik eftir Andrew Lloyd Webber, sem færður verður upp 1 Lundúnum i aprílmán- uði. Roger Moore hefur aldrei áður sungið opinberlega svo vitað sé en fréttir herma að Webber hafi grátið af hrifningu og gleði er hann heyrði ljúfa baritón-rödd leikarans og ráð- ið hann á staðnum. Söngleikurinn nefnist á enskri tungu „Aspects of love“ (Kraft- birtingarform kærleikans) og fjallar um ástir ungs Englendings og blás- nauðrar franskrar leikkonu. Moore, sem er 61 árs að aldri, mun hafa hlutverk Sir George Dillinghams með höndum en hann er sagður minna á James Bond um margt og mun þannig þeytast á milli ást- kvenna sinna í París og Róm. Fyrsta sýningin verður 10. apríl og mun allur ágóði af henni renna til Iíknar- mála. Elísabet Bretadrottning verð- ur viðstödd ásamt öðru stórmenni og skal áhugasömum bent á að aðgöngumiðum fer ört fækkandi. Með forsöngvurum á bamaballinu. Ljósmynd/Silli BARNABALLIÐ Linda Pétursdóttir sækir Húsvíkinga heim Húsavik. Frá fréttaritara Morgunblaðsins. Heiðursgestur á bamaballi Kvenfélags Húsavíkur var ungfrú alheimur, Linda Pétursdótt- ir. Hún man sitt fyrsta bamaball sem var á Húsavík og segist eiga margar ljúfar minningar frá þeim tíma sem hún var bam á Húsavík. Kvenfélagið hefur gengist fyrir bamaböllum síðan um aldamót. Margir eiga góðar minningar frá þeim, ekki síst þeir sem famir eru að eldast, því í bamæsku þeirra var lítið sem ekkert um bamaskemmt- anir svo bamaballið var einstæður atburður hvers árs. Nú mun bama- ballsins á Húsavík verða minnst sérstaklega vegna nærveru Lindu, sem gaf sér góðan tíma til að ræða við bömin, gefa eiginhandaráritanir og láta mynda sig með þeim. Eftir að bamaballinu lauk sátu ættingjar fegurðardrottningarinnar með henni kvöldverð, en hún á marga að hér á Húsavík. PÓLLAND Walesa til Noregs Frá því hefur verið skýrt að Lech Walesa, leiðtogi Samstöðu í Pól- landi, hafí þegið boð um að koma til Noregs núna í vor. Gera Norðmenn sér vonir um að Walesa fái fararleyfi hjá pólskum yfirvöld- um. Það er Kjell Magne Bondevik, formaður Kristilega þjóðarflokksins í Noregi, sem fór til Gdansk nú í byijun janúar, ræddi við Walesa og bauð honum til Noregs. Hér sjást þeir á gangi í Gdansk, Walesa og Bondevik. COSPER Konan mín krafðist þess að fá að r&ða skrifstofustúlkumar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.