Morgunblaðið - 13.01.1989, Blaðsíða 40
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. JANÚAR 1989
f
40
rir-
©1988 Uni»ersal Press SyndicalP
/t þcx& erorár6rYiuró-kreil<.i,aá ncLungi
kulLtxéur Honmbal, sé oá Leitot cxb heiLum
heLLingi ctf ■PiUxÞjtÁlfurum-,;
í eina tíð _var ég mjög
óákveðinn. Ég held ég sé
það ennþá ...
HÖGNI HREKKVlSI
„ þETTA EF? Fy|?STI VIE>SKlPTA\/IWUf2INM SE4/|
HEFUR VEf?SETT SILP'"
Eitthvað hefur farið úrskeiðis
Til Velvakanda.
Nu árið er liðið í aldanna skaut,
og aldrei það kemur til baka,
nú gengin er sérhver þess gleði og þraut,
það gjðrvallt er runnið á eilífðar braut.
en minning þess víst skal þó vaka.
En hvers er að minnast og hvað er það þá,
sem helst skal í minningu geyma?
Nú allt er á fljúgandi ferð liðið hjá,
það flest allt er horfið í gleymskunnar sjá.
En miskunnsemd Guðs má ei gleyma.
el4 Öll þekkjum við þennan sálm
sr. Valdimars Briem, og ætti hann
að geta verið hugleiðingarefni vort
um eða eftir áramót. „En hvers er
að minnast, og hvað er það þá, sem
helst skal í minningu geyma"? Marg-
ir stjómmálamenn og forstjórar alls-
konar fyrirtækja og félagasamtaka
hafa látið í ljós álit sitt á því minnis-
stæðasta á sl. ári og útlitinu fram-
undan. Engan þeirra hefí ég þó heyrt
tala um miskunnsemd Guðs, sém
síst má þó gleyma.
Sannarlega megum við þó þakka
Drottni því að hann er góður. Sálm.
107:1 Aldrei hefn hagsæld verið
meiri til lands og sjávar, Guð hefir
gefíð þjóð vorri gnægð auðæfa. Þó
er svo 'komið vegna óstjómar um
áratugi, að skera verður niður stór-
kostlega alla matvælaframleiðslu á
sama tíma sem hundmð milljóna
manna svelta eða deyja úr hungri
víðsvegar í heiminum.
Allir atvinnuvegir þjóðarinnar
virðast vera komnir á heljarþröm,
þrátt fyrir allt góðæri liðinna ára.
Hvemig stendur á þessu? Eitthvað
hefír farið úrskeiðis. Það skyldi þó
ekki vera að menn hafí gleymt hin-
um eina og sanna Guði og gefíð sig
því meir að Mammons dýrkun, og
margra annarra falsguða, en slíkar
kenningar flæða yfír þjóð vora meira
nú en nokkm sinni fyrr. Biblfan,
Guðs heilaga orð, varar við slíku
og afleiðingum þess. „Þér getið ekki
þjónað Guði og Mammon." Matt.
6:25. „Því að hvað mun það stoða
manninn þótt hann eignist allan
heiminn, en fyrirgjöri sálu sinni,"
sagði Kristur. Mark 8:36.
Velgengni margra ára hefur verið
hörmulega misnotuð af stjómvöldum
og „hvað höfðingjamir hafast að,
Hinir meina sér leyfíst það“. 22.
Passíusálmur 10. vers. Það er auð-
vitað engin afsökun. Hver og einn
á að bera ábyrgð á sínum gjörðum.
Þó því miður að hún reynist oft lítil
eða engin t.d. hjá ríkisstjómum og
alþingismönnum í áfengismálum um
áratugaskeið. Þar sem á allan hátt
hefír verið stuðlað að aukinni áfengi-
snotkun, fyrst með allskonar undan-
þágum og á síðari ámm útsölustaðir
og vínveitingaleyfi út um allt, og
ekki nóg með það. Svo kemur bjór-
inn til viðbótar öllu hinu. Hver hefír
verið ábyrgðin hjá þeim mönnum
sem staðið hafa að slíku? Hver hefír
bætt öll þau mannslíf sem týnst
hafa vegna þess, og margvíslegt böl
og tjón sem af því hefír hlotist?
Enginn, enda er það ekki hægt. Það
eina sem hægt er að gera er að
byrgja bmnninn svo enginn detti
ofan í hann.
Mér fannst það ömurlegt þegar
ég átti margar ferðir framhjá áfeng-
isbúðinni hér í bæ (ísafírði) á Þor-
láksmessu og ávallt var þar örtröð
áf fólki, ungir og aldnir af báðum
kynjum, sem biðu eftir afgreiðslu.
Þama var fólk bersýnilega að leita
éftir meðulum til að gleðja hjartað
og friðvana sál, sem þó var í beinni
andstöðu við heilaga jólahátíð, sem
boðar „mikinn fognuð". Jesús sagði
líka: „Minn frið gef ég yður, ekki
gef ég yður eins og heimurinn gef-
ur.“ Jóh. 14:27.
Hér þarf að verða hugarfars-
breyting. Það gerist þegar fólk frels-
ast og eignast lifandi samfélag við
Frelsara sinn. „Ef þannig einhver er
í samfélagi við Krist er hann ný
sköpun, hið gamla varð að engu,
sjá, það er orðið nýtt.“ 2. Kor. 5:17.
Þetta verður ávallt stærsti viðburð-
urinn í lífi hvers einstaklings, sem
reynir það. Mér kemur í hug aldur-
hniginn kaupmaður, sem lengi hafði
m.a. selt tóbaksvömr í verslun sinni.
Þegar hann frelsaðist þá hætti hann
að- selja þessar vömr. Þegar einn
afgreiðslumaðurinn í einni áfengis-
búðinni frelsaðist þá sagði hann upp
því starfí. Þannig er viðhorf kristins
manns til þessara og annarra eitur-
efna.
„Vakna þú, sem sefur, og rís upp
frá dauðum, og þá mun Kristur lýsa
þér.“ Efes. 5:14. Þannig skrifar
Páll postuli til safnaðarins í Efesus.
Er ekki full þörf á slíkri hvatningu
einnig til okkar. Spámaðurinn Jer-
emía hrópar líka: „0 land, land, land,
heyr orð Drottins." 22:29. „Nemið
staðar við veginn og litist um og
spyijið um gömlu götumar, hver sé
hamingjuleiðin, og farið hana, svo
að þér finnið sálum yðar hvíld." Jer:
6:16. Og Jesús segir: „Komið til
mín, allir þér, sem erfíðið og þunga
em hlaðnir, og ég mun veita yður
hvfld.“ Matt. 11:28.
Góðir íslendingar. „Komið, föllum
fram og kijúpum niður, beygjum kné
vor fyrir Drottni skapara vomm.“
Sálm. 95:6. Biðjum til hans í Jesú
nafni og hann mun minnast sinna
fyrirheita. „Blessaður er sá maður,
sem reiðir sig á Drottin og lætur
Drottin vera athvarf sitt. Hann er
sem tré, sem gróðursett er við vatn
og teygir rætur sínar út að læknum,
sem hræðist ekki, þótt hitinn komi,
og er með sígrænu laufí, sem jafn-
vel í þurrkaári er áhyggjulaust og
lætur ekki af að bera ávöxt." Jer.
17:7-8. „Fel Drottni vegu þína og
treyst honum, hann mun vel fyrir
sjá.“ Sálm. 37:5. Lofum hann. Tign-
um hann. Lútum honum. „Jesús
Kristur er í gær og í dag hinn
sami.“ Hebr. 13:8. „Látið orð Krists
búa ríkulega hjá yður með allri
speki, fræðið og áminnið lof í hjört-
um yðar. Og hvað sem þér svo gjö-
rið í orði eða verki, þá gjörið allt í
nafni Drottins Jesú, þakkandi Guði
föður fyrir hann.“ Kól. 3:16-17.
Ó, gef þú oss, Drottinn, enn gleði-
legt ár. Og góðar og blessaðar tíðir.
Gef himneska dögg gegnum harm-
anna tár. Gef himneskan frið fyrir
Lausnarans sár. Og eilífan unað um
síðir.
í Guðs friði,
Sigfús B. Valdimarsson
Víkverji skrifar
Ritstjórar DV hafa tekið upp
•þann sið að senda þeim þjóð-
félagsþegnum sem eiga merkisaf-
mæli bréf, þar sem þeir segjast vilja
kanna, hvort afmælisbamið hafí
nokkuð á móti því, að sagt verði
frá afmælinu í blaðinu. Síðan segir
í bréfí ritstjóranna: „Okkur þætti
vænt um að þeir, sem ekki vilja
láta afmælisins getið, tilkynni það
með minnst þriggja daga fyrirvara
og tilgreini þá hvorutveggja, nafn
sitt og fæðingardag. Ef ekki heyr-
ist frá yður næstu daga, lítur DV
svo á, að þér fallizt á birtinguna."
Fólk getur haft æma ástæðu til
þess að vilja ekki láta geta afmælis
síns opinberlega. Þetta fólk getur
og verið í þeirri aðstöðu, að það
geti ekki afþakkað þetta boð. Þess
vegna er þetta fádæma frekja, að
segja í bréfínu, að „ef ekki heyrist
frá yður næstu daga, lítur DV svo
á, að þér fallizt á birtinguna". í því
dæmi, sem Víkveiji þekkir, er um
sjúkling að ræða, sem er því mjög
fráhverfur, að afmælis hans sé get-
ið í opinberu blaði. Hann dvelst í
sjúkrahúsi og fer ekki reglulega
yfir póstinn sinn. Raunar var tilvilj-
un, að dóttir viðkomandi rakst á
bréfíð og tók það upp. Því var í
þessu tilfelli unnt að koma í veg
fyrir birtingu afmælistilkynningar
í DV. En það var ekki ritstjómm
þess blaðs að þakka.
Til þessa hafa öll dagblöðin birt
afmælistilkynningar, sé sérstaklega
óskað eftir því. Hér er því um algjör-
lega nýja stefnu að ræða, sem í
mörgum tilfellum getur verið brot
á friðhelgi einkalífsins, siður, sem
DV ætti að láta af og leyfa merkis-
afmælisbömum að eiga frumkvæði
að birtingu afmælistilkynninga eins
og verið hefur. Raunar gætu rit-
stjóramir breytt orðalagi bréfsins á
þann hátt, að þeir litu svo á, að
viðkomandi óskaði ekki eftir birt-
ingu tilkynningarinnar, nema hann
tilkynnti að birtingar væri óskað,
eigi síðar en þremur dögum fyrir
afmælið.
XXX
Nýja númerakerfíð á bifreiðum
hefur nú tekið gildi og bflar \
famir að sjást á götunum með nýju
númerunum. Pyrst heldur maður
að um sé að ræða erlend númer,
en eflaust venjast þau eins og ann-
að.
En öllum slíkum breytingum
fylgja einhveijar hliðarverkanir.
Fyrir nokkrum dögum var Ólafur
Tómasson póst- og símamálastjóri
á opinni línu á rás 2 og hringdi þá
í hann maður, sem mikið hefur
notað fjarskiptaþjónustu Gufu-
nesradíósins. Þessi maður kvartaði
undan því að til þessa hefðu menn
í Gufunesradíóinu notað bflnúmer
sín sem kallnúmer, en þegar gömlu
númerin hyrfu myndu menn hætta
að þekkja hver annan í radíóinu.
Hann spurði hvað væri til ráða.
Ólafur kvað þetta mjög athygli-
verða spumingu og sagðist ætla að
kanna þetta vandamál. Það eru
greinilega ýmsar hliðarverkanir,
sem úrelding gamla númerakerfís-
ins hefur í för með sér.
XXX
Umhleypingar hafa verið miklir
undanfama daga. Einn morg-
uninn í vikunni hitti Reykvíkingur
annan á götu. Stormur var og snjó-
koma og samtalið byijaði á umræðu
um veðrið eins og títt er: „Ætli
veturinn sé loks kominn?“ spurði
sá sem fyrr talaði. „Ég veit ekki,“
var svarið, „en ætli hann endist í
allan dag?“
XXX
Einn þessara umhleypingadaga
urðu margir árekstrar samtím-
is í Artúnsbrekkunni. Gífurlegt
eignatjón varð í þeim og tvær kon-
ur vom fluttar á slysavarðstofuna.
Sem betur fer slösuðust þær ekki
alvarlega en verr hefði getað farið.
Víkveija skilst að ætlunin sé að
koma upp girðingu eða umferða-
reyju þama vegna þess að aðeins
hársbreidd skilur að bflana sem
þama mætast á gífurlegum hraða.
En eftir hVeiju bíða menn? Fleiri
slysum eða meira eignatjóni? Sýna
þessir árekstrar okkur ekki einmitt
hve þörfín á þessu er brýn?
4