Morgunblaðið - 13.01.1989, Qupperneq 41

Morgunblaðið - 13.01.1989, Qupperneq 41
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. JANÚAR 1989 41 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 691282 KL. 10—12 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS VES7URG0TU 6 SIMI I77 59 Þessir hringdu . Allir með 9trætó Eldri borgari hringdi: „Oft hugsa ég til þess þegar ég sé alla bílamergðina á götum borgarinnar hvort ekki væri heppilegra fyrir alla aðila að fólk notaði strætisvagnana meira. Al- gengt er að aðeins einn sé í hverj- um bíl, þ.e. ökumaðurinn, og er ekki furða þótt margir bílar séu á ferðinni á annatímum þegar nýtingin er svona lítil. Ég tel að það væri spor í rétta átt að hafa strætisvagnana ókeypis því þá myndi fólk nota þá meira. Þetta myndi líka leysa bílastæðavand- ann í Miðbænum og víðar. Sé lit- ið á dæmið í heild held ég að þetta myndi leiða til spamaðar. Ég tel einnig að fjölga þyrfti ferð- um strætisvagna yfir daginn því margir setja það fyrir sig að þurfa að bíða eftir strætisvögnunum. Forráðamenn borgarinnar taka þessa tillögu vonandi til athugun- ar.“ Laugardalsvöllur ekki boðlegur Anton hringdi: „Ég vil gera athugasemd við það sem formaður KSÍ segir í •fþróttablaði Morgunblaðsins sl. þriðjudag, að fólkið hafi bmgðist KSI með því að mæta ekki á völl- inn. Rót vandans er sú að Laugar- dagsvöllurinn er ekki boðlegur því áhorfendur hafa þar ekkert skýli yfir höfuðið. Ef bætt væri úr þessu myndi aðsóknin áreiðanlega stór- aukast. Laugardalsvöllur er alls ekki boðlegur eins og hann er, þar er ekki hægt að halda Evrópu- keppni og er það okkur íslending- um til skammar að eiga engan knattspymuvöll á alþjóðlegan mælikvarða. Vonandi verður gengið í að bæta úr þessu áður en langt líður." Kettlingur Grár og hvítur kettlingur tap- aðistfrá Austurbergi 10 si. sunnu- dag. Vinsamlegast hringið í síma 670248 ef hann hefur einhvers staðar komið fram. Grábröndóttur högni Grábröndóttur högni með hvíta bringu tapaðist frá Vesturgötu 33 A fyrir nokkm. Hann gegnir nafninu Stubbi og er auðþekktur á því að það vantar á rófuna. Þeir sem hafa orðið varir við hann em vinsamlegast beðnir að hringja í síma 28597. Úr Karlmannsúr fannst fyrir stuttu við Hótel ísland. Upplýs- ingar í sfma 76151 eftir kl. 20. Barnataska Lítið bam týndi töskunni sinni, sem er eins og tandabjöm í útliti, í Frostaskjóli eða þar í grennd fyrir skömmu. Finnandi er vin- samlegast beðinn að hringja í síma 11097. HEIGARMAT5EÐILL Forréttur: Grafmn lax með sinnepssósu Dry marined salmon with mustardsauce Milliréttur: Kirsuberjaískrap Cherry sorbet Aðalréttur: Turnbauti með Bernaisesósu Tornedos with Bernaisesauce Eftirréttur: Sítrónurjómaís með ávaxtasalati Lemonicecream with fruitsalad kr. 2.150,- „Björgum heiminum okkar“ Velvakanda hefur borist bréf frá hópi bandarískra skólabarna sem búsett eru f Virginiu í Bandarikjunum. Samhljóða bréf hafa þau sent stærstu blöðum i 176 löndum og Qölda þjóðarleið- toga viða um heim auk þess sem bréf þeirra hafa verið birt i dag- blöðum í öllum 50 rilgum Banda- ríkjanna. Bréfið fer hér á eftir í íslenskri þýðingu: Kæru Jarðarbúar, Við erum nemendur í sjötta bekk skóla heilags Benedikts. Skóli heil- ags Benedikts er lítill skóli í Rich- mond í Virginíu í Bandaríkjunum. Markmið okkar er það að bjarga heiminum okkar. Á ensku nefnum við baráttu okkar „Save Our World“ vegna þess að heiti þetta er skamm- stafað SOW. Sögnin „sow“ merkir á ensku „að sá“ en bréf okkar eru sem „frækom" sem við vonum að gefi af sér frið. Stórkostlegir atburðir gerast þegar ríki heims vinna saman. Árið 1975 tengdu Sovétmenn og Banda- ríkjamenn saman geimför sín óra- fjarri Jörðu. Þetta var dæmi um samvinnu tveggja ríkja. ímyndið ykkur hvað myndi gerast ef 176 ríki tækju að vinna saman. í huga okkar er þetta grundvöllur ftíðar. Við emm leiðtogar ffamtíðarinnar og við teljum að núverandi leiðtogar eigi að beita sér fyrir aukinni sam- vinnu ríkja heims. Markmið okkar er það bæta framtíðarhorfur Jarðarinnar og íbúa hennar. Við væntum svara og árangurs. Okkur er annt um heim- inn og alla þá sem hann byggja. Með vinsemd og virðingu, Sjötti bekkur, Skóla heil. Benedikts. Pósthólf 6973 Richmond, Virginíu 23230 Bandaríkjunum. Á ensku hljóðar heimilisfangið: The Sixth Grade St. Benedict School, P.O. Box 6793, Richmond, Virginia 23230, United States. JIP barnaskórnir komnir aftur RúmgóAir, vandaðir og falleglr frá JIP. Litir: Svart, naturbrúnt og vínrautt. Stærðir: 22-40 Verð frá kr. Domus Medica. S. 18519. Krínglunni, s. 689212. TOPPi i?- 21212 aWv— SKOKIiíN VELTUSUNDI 1 ;r Skrifið eða hringið til Velvakanda Velvakandi hvetur Iesendur til að skrifa þættinum um hvað- eina, sem hugur þeirra stendur til — eða hringja milli kl. 10 og 12, mánudaga til föstudaga, ef þeir koma því ekki við að skrifa. Meðal efnis, sem vel er þegið, eru ábendingar og orðaskiptingar, fyrirspurnir og frásagnir, auk pistla og stuttra greina. Bréf þurfa ekki að vera vélrituð, en nöfn, nafnnúmer og heimilisföng verða að fylgja öllu efni til þáttarins, þó að höfundur óski nafnleyndar. Sérstaklega þykir ástæða til að beina því til lesenda blaðsins utan höfuðborgarsvæðisins, að þeir láti sinn hlut ekki eftir liggja hér í dálkunum. Höfum flutt starfsemi okkar fyrst um sinn á Lyngháls 3 Erum byrjaðir af fullum krafti aftur. Kappkostum að veita sem besta þjónustu eins og áður. Kæling hf., símar 32150 - 33838

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.