Morgunblaðið - 28.01.1989, Síða 10
10
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. JANÚAR 1989
BIRTA
Myndlist
Bragi Ásgeirsson
Fyrsta verkefni ársins í listasaln-
um Nýhöfn við Hafnarstræti, er
sýning á 33 vatnslitamyndum eftir
Kristínu Þorkelsdóttur. Á fáum
árum hefur þessi framtakssami
auglýsingahönnuður unnið sér nafn
sem sérstæður túlkandi íslenzks
landslags í miðli sínum, sem hingað
til hefur einskorðast við vatnsliti
og óvenjulegar stærðir og þá eink-
um á þverveginn.
Eins og annar auglýsingahönn-
uður og ágætur vatnslitamynda-
málari, Torfi Jónsson, þá hugðist
Kristín upprunalega verða listmál-
ari og stundaði nám í fijálsri mynd-
list, en söðlaði svo yfír í auglýsinga-
hönnun, og í báðum tilvikum var
það með hliðsjón af lifíbrauðinu.
í slíkum blundar löngunin til
ftjálsrar myndlistar alltaf og kemur
enda iðulega fram í athöfnum
þeirra við hönnunina og þá jafnan
til góðs. Hins vegar er það sjaldgæ-
fara og þá einsdæmi, að hreinrækt-
aðir auglýsingateiknarar verði
skapandi myndlistarmenn. Tækn-
ina hafa þeir, en neistann vantar
til fíjálsra skapandi athafna.
Maður sér og næsta lítið af aug-
lýsingateiknaranum Kristínu Þor-
kelsdóttur í þessum nýju athöfnum
hennar nema kannski hvað óað-
fínnanlegan frágang snertir, hins
vegar þykist maður kenna upplag
hennar sem málara í bestu verkum
hennar. Kemur það einkum fram
í hreinum og hispurslausum pensil-
strokum og fáguðum vinnubrögð-
um.
Áður lagði Kristín mikla áherslu
á hreina og klára myndbyggingu,
en núna leysir hún víða formið
meira upp og leggur áherslu á
veðrabrigðin og bein hughrif frá
þeim. Þetta er dálítið í anda kín-
verskrar og japanskrar hefðar, svo
sem listamenn Vesturlanda hafa
Kristín Þorkelsdóttir
tileinkað sér tæknina, en í ýmsum
ólíkum myndum þó.
Á stundum koma fram næsta
milliliðalaus áhrif frá náttúrunni
og viðfangsefninu í sjónmáli, þann-
ig að myndimar virka nær óhlut-
bundnar þrátt fyrir hina sterku
náttúruskírskotun, og tel ég það
hápunkt sýningarinnar svo sem
greinilegast kemur fram I myndun-
um „Öræfajökull" (13) og „Birta"
(33), en hin sfðasttalda valdi lista-
konan á glæsilegt veggspjald (plak-
at) sýningarinnar, sem ber hinum
leikna hönnuði fagurlegt vitni.
Myndir hreinnar og markvissrar
útfærslu eins og t.d. „Úr Borgar-
fírði" (1) svo og veðrabrigða líkt
og „í næturhúmi" (4), „Skúrir" (8)
og „í gulmosanum" (15), eru svo
þær myndir aðrar, er gripu mig
einna sterkustu tökum fyrir
ákveðna hispurlausa og tilfinning-
aríka útfærslu.
Þetta er í heild falleg sýning og
menningarlegt framtak, sem bæði
listasalurinn Nýhöfn og listakonan
Kristín Þorkelsdóttir hafa sóma af.
Biblíudagurinn
Bréf biskups til presta
Biblíudagurinn er sunnudaginn
29. janúar nk. Ég vek athygli á
erindi dagsins, sem er hið sama frá
ári til árs:
Að velq'a og glæða vitund og
gildi Heilagrar ritningar fyrir trú-
ar- og menningarlíf íslensku þjóð-
arinnar.
Að veita leiðsögn og ráðleggingu
um notkun Biblíunnar.
Að vekja athygli á starfi Hins
íslenska biblíufélags, sem hefur
þann tilgang „að vinna að útgáfu,
útbreiðslu og notkun Heilagrar
ritningar meðal landsmanna".
Hið íslenska biblíufélag tekur
þátt í samnorrænum og alkirkju-
legum verkefnum Sameinuðu
biblíufélaganna. Á Biblíudaginn í
fyrra fór hér fram sérstök söftiun
til að kosta hlut fslands í hinni
samnorrænu biblíugjöf til kirkju
Rússlands í tilefni 1000 ára af-
mælis hennar 1988. Eftir þá söfnun
var hægt að senda héðan 1 milljón
króna til þessarar sameiginlegu
gjafar kirknanna á Norðurlöndum.
Þá leggur félagið fram sinn skerf
í hjálparsjóð þann, sem árlega
greiðir fyrir útbreiðslu Ritningar-
innar í þriðja heiminum.
Af þeim verkefnum sem félagið
hefur nú með höndum og hyggst
framkvæma vil ég sérstaklega
nefna:
a) sérstakt átak til þess að auð-
velda íslenskum bömum og ungl-
ingum lestur Ritningarinnar. Al-
heimsþing Sameinuðu biblíufélag-
anna í Búdapest sl. lagði áherslu
á þennan þátt í starfi biblíufélag-
anna á næstu árum.
b) Undirbúning að nýrri útgáfu
Biblíunnar á íslensku í tilefni af
1000 ára afmæli kirlq'u íslands
árið 2000 og nýþýðingu Gamla
testamentisins. Til þess verks hefur
verið ráðinn dr. Sigurður Öm
Steingrímsson og hefur hann þegar
tekið til starfa.
c) Að geta sent myndarlegt
framlag til hjálparsjóðs Sameinuðu
biblíufélaganna til þess að greiða
fyrir útbreiðslu Ritningarinnar í
Eþíópíu og í Kenya á þeim svæð-
um, þar sem íslenskir kristniboðar
em að starfi (í Eþiópíu í 30 ár og
í Kenya í 10 ár).
d) Að íslenska Biblían verði gef-
in út í stærra broti og komi væntan-
lega út á þessu ári.
í Hinu íslenska biblíufélagi eru
nú um 1.500 félagar og er það elsta
starfandi félag á landinu, stofnað
1815. Öflun nýrra félaga er mjög
ákjósanleg. Árgjald er þijú hundr-
uð krónur, ævifélagsgjald þijú þús-
und krónur.
Þegar ég hugsa um tilgang og
verksvið biblíufélagsins minnist ég
orða Jesú, þegar María settist við
fætur hans og hlýddi á orð hans,
að hún hefði valið góða hlutskiptið
(Lúk. 10:42). Þann góða hlut tel
ég í orðsins fyllstu merkingu vera
hlutverk biblíufélagsins.
Biblíufélagið þarf á öflugum
stuðningi safnaðanna að halda til
starfsemi sinnar. Því mælist ég til
þess sem endranær, að við guðs-
þjónustur á biblíudaginn verði tekið
á móti samskotum til félagsins.
Biblíuféiagið hefur aðsetur í Guð-
brandsstofu í Hallgrímskirkju í
Reykjavík, sími 91-17805, pósthólf
1016-121. Gíróreikningur félagsins
er 15000-2.
Aðalfundurinn verður að þessu
sinni í Víðistaðakirkju í Hafnarfírði
og hefst með guðsþjónustu í kirkj-
unni á biblíudaginn kl. 2.00 e.h.
Með bróðurkveðju,
Pétur Sigurgeirsson
ÉöaidMiiiáiD
Umsjónarmaður Gísli Jónsson 472. þáttur
Um áramót óskum við ýms-
um árs og friðar. Þessi ósk er
fögur, og má þó vera að ekki
sé öllum fullljóst hvers þeir eru
að óska. Lítum fyrst á fyrra
orðið. I þessu sambandi merkir
ár heppni eða farsæld. Einnig
er það haft í merkingunni góð-
æri=gott árferði. Arsæll er
veðursæll eða gróðursæll, og
voru konungar fyrrum misjafnir
að þessu leyti, eins og gengur.
Svíar áttu til að drepa konunga
sína, ef þeir reyndust ekki nógu
ársælir. Á 19. öld tóku íslend-
ingar ársæll upp sem skímar-
nafn, og hefur það haldist síðan.
Fyrsti Arsæll, sem ég veit um,
var Jónsson, fæddur 1833, og
átti heima í Fljótsdal í Fljótsdals-
hlíðarhreppi, Rang. í þjóðskrá
1982 eru 89 sem heita Ársæll
að fyrra eða eina nafni.
Sögnin að áma er auðvitað
náskyld nafnorðinu ár. Hun hef-
ur breytilega merkingu, getur
þýtt 1) ferðast, 2) inna af hendi,
3) fá, ávinna sér, 4) óska eða
biðja einhveijum einhvers, oftast
heilla. Það gerum við einmitt,
þegar við óskum=ámum ná-
unganum árs og friðar.
Þegar við gaumgæfum merk-
ingar sagnarinnar að áraa, er
næsta líklegt að mannsnafnið
Arni komi upp í hugann. Ætli
það merki ekki eitthvað af hinu
besta sem fram kemur í sögn-
inni? Líklegt væri það eftir vin-
sældum nafnsins. Arni er trú-
lega sá sem ávinnur sér og öðr-
um mikið og gott, hamingjumað-
ur, maður sem nýtur árs og
friðar. Mér þykir einsýnt að
hafna hinni gömlu skýringu að
Ámi standi fyrir eldra Ami og
sé dregið af öm líkt og Bjarai
af Bjöm. Sjá gagnmerka ritgerð
sr. Jóns á Stafafelli (Safn til
sögu Islands 3,575).
Lýsingarorðið ær(r) kemur
með i-hljóðvarpi af ár. Það er
sjaldhaft nema í hvorugkyni
ært. Ymist er vel eða illa ært,
gott eða vont árferði. í Njálu
segjr í 6. kafla frá heimför Hrúts
Heijólfssonar eftir örlagaríka
dvöl í Noregi: „Þá var ært illa
í landinu, en þó fékk konungur-
inn honum mjöl, sem hann vildi
hafa.“ Ármaður gat verið
verndarvættur, hollvættur. Þær
vættir héldu menn vera í stein-
um og íjöllum. Við eina slíka
vætti er kennt Armannsfell.
Alkunna er að ármaður beygist
eins og maður, en í útlöndum
hafa menn oft nefnifallsmynd,
þar sem ekki hefur orðið ófull-
komin samlögun og innskot eins
og hjá okkur. Þar segja menn
mann í nefnifalli, en stafsetja
misjafnt. Við lærðum af útlend-
ingum mannanöfnin Hermann
og Kristmann. Jóni Guðmunds-
syni lærða þótti við hæfí að
nefna vættina í Ármannsfelli
með slíku lagi. _Hún fékk heitið
Ármann, ekki Armaður. Og nú
tek ég upp úr formála Guðna
Jónssonar að þeim íslendinga-
sögum sem hvað yngstar eru og
ævintýralegastar:
„Ármanns saga ok Þor-
steins gála er sambland af al-
þýðusögnum um kolbítinn Þor-
stein, bóndason frá Skála-
brekku, og Ármann í Ármanns-
felli, sem gerðist vinur hans og
vemdari. Sagan er samin undir
lok 17. aldar af Jóni sýslumanni
í Múlasýslu Þorlákssyni eftir
Armanns rímum Jóns lærða.
Rímur þær orti Jón lærði 1637
að sjálfs hans sögn, eflaust eftir
gömlum munnmælasögum."
í rímunni lætur Jón lærði
vættina kynna sig svo:
„Armann heiti eg, innir hann,
allra landa vísdóm kann
næst sem yst og norður hér,
nú er kominn að birtast þér“
(2,25; stafhenda.)
Síðan ortu menn ósköpin öll
af rímum um þetta efni, svo að
Ármann varð með kunnugustu
rímnapersónum.
Þá nefndu þeir Baldvin Ein-
arsson og sr. Þorgeir Guð-
mundsson tímarit sitt frægt
Armann á Alþingi (svo í nefn-
if.). En áður en svo væri (1829)
var Ármann gert að skímamafni
á íslandi. Fyrstur með því nafni,
svo að ég viti, var Ármann Jóns-
son á Flögu í Áshreppi, A-Hún.
Hann fæddist 1793.
Nú er þess einnig að gæta,
að þýska nafnið Hermann=
hermaður, er fyrr var getið,
barst til Frakklands, sem nærri
má geta. Frakkar hafa, líkt og
Slavar, mikla óbeit á því að bera
fram h í upphafí orða. Hjá þeim
ummyndaðist Hermann í Ar-
mand. Urðu menn þar í landi
frægir með þessu nafni, svo í
skáldsögum sem í veruleikanum.
Nefni ég sem dæmi aðalkarlper-
sónuna í Kamíliufrúnni eftir
Alexandre Dumas. Ekki er fjarri
að ætla að þetta nafn, sem Dan-
ir gleyptu með húð og hári, hafí
eins og ármaðurinn í steininum
ummyndast í Armann, þegar
sveinbömum var gefíð nafn.
Þess er svo enn að geta að
ármaður gat merkt ráðsmaður
á konungsbúi. Slíkir menn voru
löngum ógóðir í sögum, sbr.
Auðunar þátt vestfírska, enda
fékk Áki ármaður makleg mála-
gjöld ágimdar sinnar og
ómennsku. Ekki hafa menn
mannsnafnið Armann þaðan.
Vinsældir nafnsins hafa farið
vaxandi. Heita svo 145 í þjóð-
skrá 1982 einu eða fyrra nafni.
★
Jæja. Ég gleymdi mér, svo
að friðurinn verður að biða um
sinn, en hann er geymdur og
ekki gleymdur að fullu.
★
Salómon sunnan sendir mér
bréf er svo endar:
Hún Stjana var glóandi og goshvellsheit,
svo geislandi fjörug og brosþelsleit,
er hún fól mér sitt ráð
af forsjónar náð
eftir hófið á Hlégarði í Mosfellssveit.
Að hengja fólk í vísitölu
00
eftir Ogmund
Jónasson
í umræðum um nýja lánskjara-
vísitölu hefur Ólafur Ragnar
Grímsson fjármálaráðherra sagt,
að hún sé í anda þess sem hús-
næðishreyfíngin eða Sigtúnshóp-
urinn svokallaði krafðist á sínum
tíma og hljóti því að vera hús-
næðiskaupendum fagnaðarefni.
Sem félagi í húsnæðishreyfíngunni
vil ég minna á þá grundvallar-
hugsun, sem sú hreyfíng byggðist
jafnan á, að almennu launafólki
væm búin viðunandi kjör til að
afla sér húsnæðis. í því sambandi
var ætíð skírskotað til launa, að
fólk væri aflögufært og lána, að
þau væm ekki á okurkjömm. Nú
Leiðar-
þing Kjalar-
nesprófasts-
dæmis
LEIÐARÞING Kjalarnespróf-
astsdæmis fer fram sunnudag-
inn 29. janúar kl 17 í safnaðar-
heimili Lágafellssóknar, Þver-
holti 3, Mosfellsbæ.
Á leiðarþingi flytja fulltrúar á
kirkjuþingi fréttir af þingstörfum
og afgreidd verða mál, sem hér-
aðsnefnd leggur fyrir þingið.
(Fréttatilkynning)
Ögmundur Jónasson
er svo komið, að kaupmáttur launa
er lítill og þverrandi og okurkjör
á lánum. Við þessar aðstæður hef-
ur ríkisstjórnin ákveðið að tengja
lánskjaravísitölu kaupgjaldi. Þetta
er ódulbúin hótun um að hengja
fólk í lánskjaravísitölunni vogi það
sér að krefjast mannsæmandi ,
launa.
Að halda því fram að þetta
hljóti að vera húsnæðiskaupendum
keppikefli er vægast sagt undarleg
hugsun.
I ljósi margumrædds misgengis
launa og lána var iðulega um það
rætt að veija þyrfti fólk áföllum
t.d. með því að keyra lánskjaravísi-
tölu niður með þverrandi kaup-
mætti. Nú hljóta menn hins vegar
að vera sammála um að kaup-
máttur er allt of rýr og hlýtur að
stefna upp á við en ekki lengra
niður. Þess vegna er þessi nýskip-
an í óþökk almennra launamanna
og þá ekki sist húsnæðiskaupenda
í þeirra hópi og til þess eins fallin
að auka misrétti í landinu.
Höfundur er formaður BSRB.
Norðurbær
Enn eru til söfu tvær 3ja herbergja íbúðir í stigahúsi í
byggingu við Suðurvang. íbúðirnar seljast tilbúnar und-
ir tréverk. Til afhendingar í júní.
Byggjandi Kristjánssynir hf.
Upplýsingar gefur:
Hrafnkell Ásgeirsson hrl.,
Strandgötu 28, Hafnarfirði,
símar50318og 54699.
Opið í dag laugardag frá kl. 10-12 og 15.30-18.00.