Morgunblaðið - 28.01.1989, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 28.01.1989, Qupperneq 11
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. JANÚAR 19'89 11 Vissu þeir ekki hvað þeir voru að samþykkja? - Guðmundi G. Þórarinssyni svarað eftir Geir H. Haarde í þremur greinum um skattamál í síðustu viku rakti ég ítarlega hin- ar gríðarlegu skattahækkanir ríkis- stjómarinnar og margháttuð áhrif þeirra. Eitt af því sem ég vakti athygli á er sú ótrúlega háa krafa sem óbeint er gerð til ávöxtunar eigna eftir hinar gríðarlegu hækkanir stjómarliðsins á eignarsköttum. Nú hefur Guðmundur G. Þórar- insson alþm. beint til mín fyrir- spum í Morgunblaðinu og óskað nánari skýringa á „athyglisverðum arðsemisútreikningum" mínum. Hér gætir að vísu ónákvæmni hjá fyrirspyijanda því ég hef ekki gert neina „arðsemisútreikninga" og hvergi minnst á arðsemi í þessu sambandi. Eg hef hins vegar leyft mér að draga fram nokkrar staðreyndir um hve tekjur af eignum þurfa að vera miklar til að eignarskattur verði ekki þyngri en tekjuskattur. Slík viðmiðum er ekki óeðlileg því eign- arskattar greiðast vitanlega af þeim tekjum sem eignir gefa af sér eða öðrum tekjum eiganda. En það er misskilningur að blanda upplýs- ingum af þessu tagi saman við útreikning á arðsemi eins og Guð- mundur G. Þórarinsson gerir. Hvemig er ávöxt- unarkrafan fundin? Ég bendi m.a. á að til að greiða 2,95% eignarskatt þarf eignin að ávaxtast um 7,8% á ári sé miðað við álagningarhlutfall tekjuskatts og útsvars, 37,74%. Það er einfald- lega vegna þess að 2,95 er 37,74% af 7,8. Tökum dæmi af einnar milljón króna eign eða eignarhluta sem lendir í 2,95% eignarskatti og sem því þarf að greiða af 29.500 króna eignarskatt skv. nýju lögunum. (Sú fjárhæð hefði verið 12.000 að óbreyttum lögum). Augljóst er að þessi eign verður að skila eiganda 2,95% raunvöxtum eða 29.500 krónum til þess eins að unnt sé að greiða eignarskatt- inn. Ef tekjumqr eru ekki meiri fara þær allar í að greiða hann og jafngildir hann þá 100% tekju- skatti. Sé aftur á móti miðað við að eignarskattar leggist ekki þyngra á fólk en tekjuskattur og útsvar verður eignin að gefa af sér Geir H. Haarde „Ég bendi m.a. á að til að greiða 2,95% eignar- skatt þarf eignin að ávaxtast um 7,8% á ári sé miðað við álagning- arhlutfall tekjuskatts og útsvars, 37,74%. Það er einfaldlega vegna þess að 2,95 er 37,74% af 7,8.“ 78.166 krónur í tekjur eða rúmlega 7,8% af eigin verðmæti. Af þeirri fjárhæð greiðast þá 29.500 eða 37,74% í eignarskattinn. Ávöxtunarkrafan eða þeir raun- vextir sem eignin verður að gefa af sér í hlutfalli við eigið verðmæti er því rúmlega 7,8%. Með 'þessu móti má einnig komast að því að eign sem á leggjast 6,4% eignar- skattar verður að skila tæplega 17% ávöxtun. Séu eignartekjumar einnig tekjuskattsskyldar verður eignin að gefa enn meira af sér. Fór fleira fram hjá þeim? Guðmundur G. Þórarinsson er ekki sá stjómarþingmanna sem lengst hefur viljað ganga í að hækka skatta á almenningi. E.t.v. réði andstaða hans úrslitum um að fjármálaráðherra og félögum tókst 21150- 21370 LARUS Þ. VALDIMARSSOIM framkvæmd'astjori LÁRUS BJARNASOM HDL. LOGG. FASTEIGNASALI Til sýnis og sölu meöal annarra eigna: Á útsýnisstað í Garðabæ Nýlegt steinhús rúmir 300 fm nettó. Stór hornlóð - skrúðgarður. Neðrí haeð 2 góð forstofuherb. Sérsnyrting. Saunabað og hvfldarherb. Góð geymsla. Tvöf. bílsk. með vinnuplássi. Efrí hæð 5 herb. mjög stór íb. Úrvals frágangur á öllu. Ákv. sala. Glæsileg íbúð í lyftuhúsi Vlð Þangbakka 2ja herb. íb. á 2. hæð 62 fm nettó. Rúmgóöar svalir. Ágæt sameign. Einn af vinsælustu stöðum borgarinnar. Akv. sala. 4ra herb. íbúðir f Heimunum á 4. hæð 107,4 fm. Nokkuð endurn. Herb. í kj. í Laugameshverfi á 3. hæö í fjórbýli um 100 fm. Nýtt gler. Sólsvalir. Geymsluris. Góð lán. 3ja herb. íbúðir við Skeggjagötu efri hæð. Ekki stór. Nýtt eldh. Nýtt gler. Þríb. Barónsstíg góð rishæð. Nýl. gluggar, kvistir og svalir. Gott verð. Traustir kaupendur óska eftir sórbýli í Mosfellsbæ - raöhúsi eða einbýlishúsi. 3ja-4ra herb. rúmgóðri ib. með sérínng. Einbýlishúsi á einni hæð um 200 fm í borginni eða nágrenni. 4ra herb. íb. helst í lyftuhúsi viö Fannborg Kóp. Skipti mögul. á góðu raðh. í Kópavogi með rúmgóðum bílskúr. Margskonar eignaskipti. Margir bjóða útborgun fyrir rótta eign. Opið í dag laugardag kl.10.00tH kl. 16.00. Fjöldi fjársterkra kaupenda. AIMENNA FASTEIGNASAi t N LAUGAVEG118 SÍMAR 21150-21370 ekki að leggja happdrættisskatt á góðgerðarstofnanir, menningar- og íþróttastarfsemi. En sú spuming hlýtur að vakna við lestur greinar- stúfs Guðmundar hvort hann og aðrir stjómarþingmenn hafi ekki vitað hvað þeir vom að samþykkja þegar þeir renndu skattafmmvörp- unum á mettíma í gegnum Alþingi fyrir jólin. Fór það líka framhjá Guðmundi og flokksbræðmm hans að verið væri að hækká eignarskatta á þeim tæplega 50 þúsund gjaldendum sem greiða um 26,3% umfram 28% hækkun fasteignamats á íbúðar- húsnæði? Eða að eftirlifandi maki í óskiptu búi getur þurft að greiða meira en tvöfalt hærri eignarskatt en hjónin til samans áður? Ég vona að Guðmundur hafí les- ið um þessi atriði í grein minni af meiri athygli en það sem varð til- efni fyrirspumar hans. Mig gmnar að hann og aðrir sómakærir stjóm- arþingmenn muni vakna upp við vondan draum næsta sumar þegar fólk fær eignarskattsálagningu sína í hendur. Höfiindur er alþingismaður fyrir Sjálistæðisfiokkinn íReykjavík. Kammersveit Reykjavíkur Tónlist Jón Ásgeirsson Kammersveit Reykjavíkur hefur starfað í fimmtán ár og stóð fyrir tónleikum í íslensku óperunni sl. fimmtudag þar sem eingöngu var flutt frönsk tónlist, svo sem eins og ráðgert er að gera á öllum tón- leikum þessa starfsárs. Að þessu sinni voru flutt verk eftir Saint-Saéns, Faure, Ravel og Franck. Tónleikamir hófust á Sept- ett op. 65 eftir Saint-Saéns, fyrir trompett, píanó og strengjakvart- ett. Trompetleikari var Eiríkur Öm Pálsson, píanóleikari Guðríður S. Sigurðardóttir, en strengjakvart- ettinn, sem einnig lék í síðasta verki tónleikanna, var skipaður Rut Ingólfsdóttur, systrum hennar Evu Mjöll og Ingu Rós en á lágfiðlu lék Sarah Buckley. Septettinn var í heild ágætlega fluttur, þó að trompettleikur Eiríks væri nokkuð langt frá því að vera franskur. Þijú sönglög, eftir Faure, voru mjög vel flutt. Þar unnu vel saman Signý Sæmundsdóttir og Guðríður S. Sigurðardóttir. Signý flutti einn- ig „Söngva frá Madagaskar", eftir Ravel, ásamt Martial Nardeau á flautu, Ingu Rós á selló og Guðríði á píanó. I heild var flutningur söngverkanna vel unninn og söngur Signýar eftirtektarverður, sérstak- lega í „Fleur jetée" eftir Faure og í „Aoua“, sérkennilega mögnuðu lagi eftir Ravel. Hápunktur tónleikanna var flutningur á píanókvinett eftir Cés- ar Franck en með strengjakvartett- inum lék Selma Guðmundsdóttir á píanóið. Kvintett Francks er feikna erfíð tónsmíð í flutningi, er var á köflum glæsilegur og ekki á neinn hallað, þó því sé hér skotið með, að Selma hafi skilað sínu erfíða hlutverki sérlega vel. Eftir um það bil mánuð mun draga til nokkurra tíðinda í far- sælu starfi Kammersveitar Reykjavíkur en þá er ráðgerður flutningur á „Des Canyons aux Étoiles" eftir snillinginn Olivier Messiaen, undir stjóm Paul Zukof- skys, og mun Anna Guðný Guð- mundsdóttir annast píanóeinleikinn í verkinu, ásamt 44 hljóðfæralei- kurum undir forystu Rutar Ingólfs- dóttur. Rut hefur í fimmtán ár stað-. ið fyrir flutningi kammertónlistar og sannarlega ekki grafið sitt pund í jörðu, en auðgað íslenska menn- ingu mörgu því sem munað verður, sem mun þó vera einu þakkimar er henni hefa hlotnast, utan „klapp í lófa", svo sem er vera venja þeg- ar menningin er annars vegar. CH CATERPILLAR LYFTARAR þegar mest á reynir LYFTIGETA 2,5 OG 3 TONN TIL AFGREIDSLU STRAX MIÖG HAGSTÆTT VERB HF , Laugavegi 170-174 Slmi 695500 Q CATERPILLAR YFIR 40 ARA FORVSTA Á ÍSLANDI I

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.