Morgunblaðið - 28.01.1989, Síða 13

Morgunblaðið - 28.01.1989, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. JANUAR 1989 13 Ný íslensk verk á orgeltónleikum í Fríkirkjunni: Hörður Askelsson leik- ur til styrktar orgel- sjóði Hallgrímskirkju HÖRÐUR Áskelsson organisti í Hallgrímskirkju heldur næstkom- andi sunnudag klukkan 17 orgeltónleika í Fríkirkjunni í Reykjavík á vegum Listvinafélags Hallgrímskirkju. Leikur hann verk eftir íslensk og erlend tónskáld: Jón Nordal, Þorkel Sigurbjörnsson, Áskel Másson, César Franck og Léon Boellmann. Tónleikar þessir áttu upphaflega að vera í Kristskirkju en vegna viðgerðar á orgeli kirkjunnar varð að xáði að fera þá i Fríkirkjuna. Aðgangseyrir tónleikanna rennur i orgelsjóð Hallgrímskirkju en vonir standa til að nýtt 70 radda orgel verði tekið í notkun þar innan þriggja ára. — Orgel Fríkirkjunnar ffr stærsta orgel í Reylqavík eftir að það var stækkað og gert upp fyrir nokkrum árum, segir Hörður Áskelsson. Það hefur 38 raddir og er hið næst stærsta á landinu eftir orgeli Akureyrarkirkju. Orgelið hentar mjög vel fyrir þessa efnis- skrá með rómantískri tónlist vegna hinna mjúku litbrigða grunnradd- anna. Þá hentar það einnig vel til flutnings á nútímatónlist vegna hins nýja rafstýrða forvals radda. Merkilegt orgel Hörður segir að orgel Fríkirkj- unnar sé sögulega eitt merkileg- asta orgel landsins, fyrsta stóra orgel landsins af gerðinni Sauer og smíðað fyrir Pál ísólfsson eftir fyrirmynd Reger-orgelsins í Tóm- asarkirkjunni í Leipzig. — Þegar orgel Fríkirkjunnar var smíðað árið 1926 hafði Sauer verið sameinað orgelfyrirtækinu Walcker - en orgelið var samt smíðað algjörlega í stíl Sauers. Upp frá þessum tíma varð hinn rómantíski orgelstíll að víkja, eink- um vegna áhrifa svonefndrar org- elhreyfíngar þar sem Albert Schweitzer var í fararbroddi. Ró- mantíska orgelið var úthrópað og héldu fylgismenn hreyfingarinnar því fram að ekki hefðu verið smíðuð almennileg orgel eftir árið 1750. Þessi skoðun þeirra leiddi til þess að fjöldi orgela á borð við Sauer var í Þýskalandi látinn víkja fyrir nýbarokkhljóðfærum sem oft voru smíðuð af vanefnum. í síðari heimsstyijöldinni var Sauer orgel- unum næstum því útrýmt og fá voru eftir í upprunalegri mynd. Eitt þeirra er einmitt orgel Fríkirkjunnar sem Sigurður Isólfs- son hafði haldið við og umgengist í áratugi af varfærni og hagleik. Viðhorfín í orgelheiminum hafa síðan breyst og nú er rómantíkin aftur á uppleið. Menn hafa aftur komið auga á kosti rómantískra orgela og nauðsyn þess að viðhalda orgelum í sem upprunalegastri mynd. Organistar skipuleggja gjaman tónleikaskrár sínar út frá því hljóðfæri sem þeir leika á þann- ig að barokkverk eru leikin á bar- okkorgel og rómantísk verk á þau rómantísku. Það eru í raun aðeins stærstu orgelin sem smíðuð hafa verið á síðustu áratugum sem búa yfír þeim eiginleikum að á þau sé hægt að leika flestar tegundir org- eltónlistar. Ný íslensk verk Hörður segir vel hafa tekist með breytingu Fríkirkjuorgelsins og telur það fullkomnara hljóðfæri en áður var. Nýjar raddir styrki og auki hljóminn og rafstýringin gefí fljótari svörun og mikla möguleika í forvali radda. En hvað er að segja um efnisskrá tónleikanna á sunnu- dag? — Efnisskráin er svipuð þeirri sem ég flutti á þrennum tónleikum í Þýskalandi á liðnu hausti. Þama er um að ræða ný íslensk verk og frönsk rómantísk verk. í þeim birt- ast nokkur algengustu form orgel- tónlistar, tokkata, sálmforleikur, fantasía, sónata og svíta. Tokkatan eftir Jón Nordal var samin fyrir vígslu nýja orgelsins í Dómkirkjunni árið 1985 og fmm- flutt af Marteini H. Friðrikssyni. Verkið er samið í minningu Páls ísólfssonar. Sálmforleikur Þorkels Sigurbjömssonar er í flokki sálm- forleikja sem samdir vom fyrir Ragnar Björnsson. Sálmalagið sem liggur til gmndvallar er eftir Fjet- Morgunblaoið/Bjami Hörður Áskelsson organisti í Hallgrímkirkju við orgel Fríkirkjunn- ar í Reykjavík. ur Guðjónsson. Hljómar það hend- ingu fyrir hendingu af einni tungu- rödd orgelsins en millispilin em unnin úr þrástefjum. Þrír kóralar eftir César Franck teljast til þekkt- ustu orgelverka en þeir em eins konar fantasíur, tilbrigði um sál- malög sem hann samdi sjálfur. E-dúr kórallinn hefst á prelúdíu sem birtir smám saman stef sál- malagsins áður en það hljómar í heild sinni. Áframhaldið em til- brigði við þetta lag sem enda í hápunkti þegar allar raddir orgels- ins hljóma saman. Þá er komið að verki Áskels Mássonar sem hann samdi árið 1986 með styrk frá Listvinafélagi Hallgrímskirkju og er hér um frumflutning verksins að ræða hérlendis. Þetta er sónata í þremur þáttum sem byggð er á sama tó- nefni og þættimir leiknir hver á fætur öðmm án hlés. Síðasta verk- ið er gotneska svítan eftir Boell- mann sem er dæmigerð fyrir franska orgeltónlist á slðustu öld. Þetta verk er vinsælt og mikið leik- ið af organistum og hentar hljómur Fríkirkjuorgelsins verkinu sérlega vel. Nýtt orgel innan þriggja ára Sem fyrr segir rennur aðgangs- eyrir tónleikanna í Fríkirkjunni í orgelsjóð Hallgrímskirkju. Hörður er spurður hvað líði samningum um smíði þess: — Það má segja að nú eigi að- eins eftir að ganga frá endanlegum samningum við þann orgelsmið sem fyrir valinu varð en við vonum að innan þriggja ára standi 70 radda orgel frá Klais í Bonn full- búið í Hallgrímskirkju. Þegar hafa borist margar veglegar gjafír og hefur safnast upp í um það bil 20% af kaupverði þess sem er kringum ein og hálf milljón þýskra marka. Við eigum þvi mikið átak fyrir höndum að fjármagna það sem á vantar og verður unnið að því næstu misserin, segir Hörður að lokum og vill um leið koma á fram- færi þökkum til allra þeirra er lagt hafa orgelsjóði lið fram til þessa og forráðamönnum Fríkirkjunnar færir hann þakkir frá Listvinafé- lagi Hallgrímskirkju fyrir að hýsa tónleikana nú. Bílvangur og Búnaöardeild Sambandsins fagna snjókomu meö sameiginlegri sýningu í dag aÖ Höfðabakka 9. Viö sýnum nýjan GMC Jimmy með 4,3 I vél, Isuzu Trooper, Yamaha vélsleöa og fjórhjól ásamt margvíslegum búnaöi fýrir vélsleða- og jeppaáhugamenn. Sýningin verður opin f rá kl. 13 till 7 Verið velkomin.___ fANGi 5IMI 687300 aÖ Höfðabalcka 9.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.