Morgunblaðið - 28.01.1989, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. JANÚAR 1989
15
Vörubíll hlaðinn „tolkovaja“ Biblíum frá Finnlandi við Danilov-
klaustur. Þrenningarkirkjan í baksýn.
Piterim metropolitani, sem fer með útgáflimál rússnesku kirkjunn-
ar, í kapellu aðseturs síns.
Dreifíng „tolkovaja“
Biblíunnar
Það líður að athöfninni í dóm-
kirkju heilagrar þrenningar í Dan-
ilov-klaustrinu. Klukkur kalla til
hennar, lærðir og leikir streyma að,
fulltrúar ýmissa kirkjudeilda eru
hingað komnir, sumir langt að úr
hinum víðlendu Sovétríkjum, m.a.
lúterskur prestur frá Eistlandi og
biskupar armensku og georgisku
kirkjunnar og leiðtogar smærri
kirkjudeilda og trúfélaga sem eiga
ásamt rússnesk-orþodoxu-kirkjunni
að njóta góðs af þeirri biblíugjöf,
sem gestgjafar okkar norrænu full-
trúanna ætla að veita viðtöku við
guðsþjónustuna og helga gjöfina’
Guði.
Eftir athöfnina gefst okkur færi
á að ræða við þessa kristnu bræður
um framkvæmd dreifingar
„tolkovaja" Biblíunnar og hvernig
þeim ábata, sem kirkjunni kann að
verða af sölu bókanna, skuli varið.
Er bundið fastmælum, að helming-
ur þess fjár sem inn komi skuli
standa straum af prentun og útgáfu
nýrrar Biblíu og biblíubóka, en af-
ganginum megi veija til annarra
kirkjulegra þarfa og uppbyggingar-
starfs.
Það hafði vafist fyrir sumum
norrænu fulltrúanna að rússneska
kirkjan skuli í sumum tilvikum,
e.t.v. mörgum, fá greiðslu fyrir
þessar Biblíur, sem norrænu biblíu-
félögin gefa. En fyrir því eru ýmsar
ástæður og eðlilegar. Ein er sú að
það kostar sitt að dreifa bókinni,
önnur gróin hefð að kirkjur og trú-
félög þiggi þakkargjafír fyrir Biblí-
ur, sem einstaklingar fá afhentar
og er þiggjendum í sjálfs vald sett
hvað þeir láta af hendi rakna í þakk-
arskyni.
Leiðtogar rússnesku kirkjunnar
kváðu „tolkovaja" Biblíunni dreift
endurgjaldslaust til presta og
prestsnema, í klaustur og til ann-
arra starfsmanna kirkjunnar. Það
sem umfram er er stundum boðið
falt og margir um boðið. Heyrst
hefur að ótrúlegar upphæðir séu
oft greiddar fyrir venjulegar Biblíur
á svörtum markaði, svo mikill er
biblíuskorturinn og biblíuhungrið
átakanlegt. En þó flestir okkar nor-
rænu félaga hefðu vísast kosið að
allt það fé, sem rússnesku kirkjunni
kann að áskotnast fyrir „tolkovaja"
Biblíumar, væri notað til að leitast
við að seðja það hungur með frek-
ari útgáfu Biblíunnar vomm við
flestir ef ekki allir sannfærðir um
að ekki væri óeðlilegt að hluti fjár-
ins rynni til að flýta fyrir opnun
og endurbótum á guðshúsum sem
kirkjan hefur nú fengið til afnota
að nýju og er vart eða ekki fær um
að nýta vegna fjárskorts. Svo ríkja
þær aðstæður í Rússlandi að guðs-
þjónustan og helgidómurinn, guðs-
húsið, er lífæð og ijörcgg trúar og
boðunar jafnvel í enn ríkari mæli
en á Norðurlöndum, þar sem allt
önnur og fleiri tök em á að koma
fagnaðarerindinu á framfæri en í
Sovétríkjunum. Eystra þar er boð-
unin bundin við kirkjuhúsið, guðs-
þjónustuna, prestum óheimilt að
hafa sig í frammi utan kirkjuveggja
og eftir byltingu kommúnista var
kirkjan rúin bamaheimilum, skól-
um, elliheimilum og sjúkrahúsum
sem hún rak. Nú hillir undir breyt-
ingar þar á.
Kartsjov ráðherra skýrði okkur
frá því á umræðufundi, að unnið
væri að fmmvarpi að nýrr löggjöf
um málefni trúar og kirkju. Þær
breytingar, sem það fmmvarp boð-
ar, mæta enn sterkri andstöðu
íhaldssamra harðlínumanna, en
málsvarar fmmvarpsins kveða það
í anda glasnost og perestrojku Gor-
batjovs og verði frumvarpið að lög-
um endurheimtir kirkjan fyrri rétt-
indi í vemlegum mæli. Kankvís tók
ráðherrann okkur vara fyrir því að
ætla að framlagning þessa fmm-
varps benti til trúarlegrar vakning-
ar stjórnvalda. Nei, ástæðan væri
einfaldlega hið nýja raunsæi „per-
estrojka." Það væri í anda þess að
gangast við fyrri yfirsjónum, svo
sem þeim að kreppa að kirkjunni
og reyna að eyða þeim áhrifum.
„Perastrojka" væri að reyna að leið-
rétta slík mistök og eða misrétti
og stuðla að eðlilegum samskiptum
stjórnvalda og kirkju, enda brýn
nauðsyn að virkja alla þegna og
ekki síst kirkjunnar menn til ein-
huga uppbyggingarstarfs og sið-
bótar í Sovétríkjunum. Hið fengna
frelsi kirkjunnar og væntanleg
aukning þess er útrétt sáttahönd.
Afhendingin
I kór Þrenningarkirkjunnar í
Danilov-klaustri hefur verið komið
fyrir þrettán eintökum af
„tolkovaja" Biblíunni, merktum
patriarka og metropolitönum rússn-
esk-orþodoxu- kirkjunnar. Verða
þau afhent þeim eða fulltrúum
þeirra til tákns um dreifingu bókar-
innar um öll biskupsdæmi. Einn
fulltrúi frá hvetju Norðurlanda
gengur síðan með eintak bókarinn-
ar upp í kór kirkjunnar við upphaf
guðsþjónustunnar auk Biblíunnar á
sinni þjóðtungu. Kór munka syngur
lofgjörðarsálm og Helge Bratt-
gaard, sænskur biskup, flytur bæn
á sænsku og er mál hans og ann-
arra jafnharðan túlkað. Þá syngur
kórinn sálm, tignarlegan söng og
ekki í fyrsta eða eina sinn í þessari
för, sem maður verður agndofa yfir
þeirri auðlegð sem rússnesk þjóð
og kirkja á í undursamlegum söng-
röddum.
Filaret metropolitani Moskvu
flytur ræðu og les þakkarávarp
Pimens patriarka, sem heilsuleysi
vamar þátttöku, og færir kveðju
hans og blessunaróskir til kristinna
systkina á Norðurlöndum. Að loknu
máli hans les finnski biskupinn
Nikolainen texta úr Gamla testa-
mentinu og Viberg Hróarskeldu-
biskup einnig og íslenski fulltrúinn
les úr 10. kafla bréfs Páls postula
til Rómveija, 8.—17. versið: „Ná-
lægt þér er orðið í munni þínum og
í hjarta þínu.“ Það er: Orð trúarinn-
ar, sem vér prédikum. Ef þú játar
með munni þínum: Jesús er Drott-
inn — og trúir í hjarta þínu, að Guð
hafí uppvakið hann frá dauðum,
muntu hólpinn verða. Með hjartanu
er trúað til réttlætis, en með munn-
inum játað til hjálpræðis. Ritningin
segir: „Hver, sem trúir á hann mun
ekki til skammar verða.“ Ekki er
munur á gyðingi og grískum manni,
því að hinn sami er Drottinn allra,
fullríkur fyrir alla þá, sem ákalla
hann; því að „hver sem ákallar
nafn Drottins mun hólpinn verða".
En hvernig eiga þeir að ákalla þann,
sem þeir trúa ekki á? Og hvemig
eiga þeir að trúa á þann, sem þeir
hafa ekki heyrt um? Og hvemig
eiga þeir að heyra, án þess að ein-
hver prédiki? Og hver getur prédik-
að nema hann sé sendur? Svo er
og ritað: „Hversu fagurt er fótatak
þeirra, sem færa fagnaðarboðin
góðu.“ En þeir hlýddu ekki allir
fagnaðarerindinu. Jesaja segir:
„Drottinn, hver trúði því, sem vér
boðuðum?" Svo kemur þá trúin af
boðuninni, en boðunin byggist á
orði Krists.
Lislerud, biskup í Borg í Noregi
og forseti norska biblíufélagsins,
sem jafnframt var formaður nor-
rænu sendinefndarinnar, prédikaði.
Rakti hanns tuttlega margháttuð
fom og ný söguleg tengsl rússn-
eskrar og norrænnar menningar og
kristni, tengsl sem færri en skyldi
em ljós. Lýsti hann einnig sögu og
starfi og markmiðum biblíufélag-
anna á Norðurlöndum og sagði frá
því hve undirtektir almennings í
löndum okkar hefðu verið rausnar-
legar og góðar við tilmælum um
að láta fé af hendi til að efna til
þessarar gjafar, sem hér var helguð
Guði. Gjöfinni fylgdi heill og hlýr
bænarhugur kristinna bræðra og
systra á Norðurlöndum sem fela
Guði, sem allan ávöxt gefur, þau
blessunarríku fræ, sem bókanna
bók, sem er heilög ritning, geymir
þeim sem tekur hana og les.
Athöfninni í Þrenningarkirkju
lauk með því að kórinn söng foman
lofgjörðarsálm um Guðs orð og
síðan sungum við norrænu félag-
arnir versið:
Þitt orð er Guð vort erfðafé,
þann arf vér bestan fengum.
Oss liðnum veit til lofs það sé,
að ljós við þess vér gengum.
Það hressir hug í neyð,
það huggar sál í neyð.
Lát böm vor eftir oss
það erfa blessað hnoss.
0, gef það glatist engum.
Við sungum versið á tungu
Gmndtvigs og má vera að fram-
burði mínum og annarra hafí í ein-
hveiju verið áfátt og auðfundið var
að sönginn skorti mikið á fágun og
fegurð, einkum samanborið við
söng munkanna. En ekkert skorti
á einlægni þeirrar lofgjörðar og
bænar, sem versið flytur, bænar
fyrir þjóðum okkar og bömum
þeirra blessuðu þjóða og kirkna,
sem þama vom sameinaðar í lof-
gjörð og þakkargjörð til Guðs fyrir
að fá að gefa og fá að þiggja orð
eilífs Guðs, sem er fullríkur fyrir
alla og klæddi huga sinn og hjarta
í orð og líf og fóm og sigur hins
upprisna Jesú Krists.
Ég hef að ofan dvalið við fáeinar
stundir vikutíma, sem ég dvaldi í
Rússlandi, stundir, sem seint munu
úr minni líða og seinast alls fádæma
hlýtt viðmót gestgjafanna, jaftit
iærðra sem leika hvar sem komið
var. Su hógláta hlýja á rífan hlut
í þeim vorblæ sem í minningunni
umlykur þá daga en ekki síður hitt,
hvað það var auðfundið hve margur
bar í bijósti vorbjarta drauma og
vonir um, að freðinn tröllshrammur
skrifræðis og skoðanakúgunar, sem
þjakað hefur rússneska þjóð og
kirkju svo lengi, sé að lina tökin.
Guð gefí að sú verði raunin.
Höfúndur er sáknarprestur í
Áskirkju í Reykjavík.
Fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík:
BORGARMÁLARÁDST
augardaginn 28. janúarkl. 9.30 í Valhöll, Háaleitisbraut 1
Kl. 9.30
Setning: Baldur Guðlaugsson, formaður full-
trúaráðsins.
Kl. 9.40 Ávarp - kynnt tildrög og undirbúningur
ráðstefnunnar: Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, form-
aður undirbúningsnefndar.
Kl. 9.50
Formenn starfshópa gera grein fyrir vinnu
og niðurstöðum starfshópa:
a. Félags-, mennta- og menningarmál.
Hópstjóri: Lára Ragnarsdóttir.
b. Skipulags- og umhverfismál.
Hópstjóri: Þórhallur Jósepsson.
c. íþrótta-, æskulýðs- og tómstundamál.
Hópstjóri: Katrín Gunnarsdóttir.
d. Heilbrigðis- og hollustumál og sjúkra-
stofnanir Reykjavíkurborgar.
Hópstjóri: Grímur Sæmundsen.
með sýningu teikninga, módela, mynda,
línurita o.fl.
Borgarfulltrúar og varaborgarfulltrúar Sjálf-
stæðisflokksins verða á staðnum og svara
fyrirspurnum. Kaffiveitingar.
Kl. 15.15-17.00
Niðurstöður starfshópa kynntar - umræður.
Kl. 17.00 Ráðstefnuslit.
Ráðstefnustjórar: Magnús L. Sveinsson,
forseti borgarstjórnar og Vilhjálmur Þ. Vil-
hjálmsson, borgarfulltrúi.
Ráðstefnan er opin öllu áhugafólki um
borgarmál.
Davíð
Baldur
Vilhjálmur
Magnús
Ragnar
Lára
Þórhallur
Katrín
Grímur
Gestur
e. Umferðar- og bílastæðamál og almenn-
ingssamgöngur (SVR).
Hópstjóri: Gestur Ólafsson.
f. Atvinnumál og nýsköpun atvinnulífs.
Hópstjóri: Ragnar Guðmundsson.
Kl. 10.30
Ræða borgarstjóra, Davíðs Oddssonar:
„Áherslur í borgarmálum og staða Reykjavík-
ur í samfélagi sveitarstjóma."
Kl. 11.00-14.00
Starfshópar funda (matarhlé kl. 12.00-
12.30).
Kl. 14.00-15.15
BORGARMÁLAKYNNING. Kynnt verða
helstu viðfangsefni á vettvangi borgarmáia
og ýmis verkefni sem framundan eru, m.a.