Morgunblaðið - 28.01.1989, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 28.01.1989, Blaðsíða 16
516 MOkGukBLÁÐlb tÁUGARDAGUR 28. JANÚAR 1989 Eru Islendingar skattpínd þjóð? eftirMá Guðmundsson Mikil umræða hefur átt sér stað um skattbyrði á íslandi í tengslum við þær skattahækkanir sem sam- þykktar voru á Alþingi fyrir jól. Stundum mætti draga þá ályktun af þessari umræðu, að Islendingar séu sérlega skattpínd þjóð. En staðreyndirnar eru aðrar, því skattbyrði er fremur lítil hér á landi samanborið við það sem ger- ist í sambærilegum löndum. Heildarskattbyrði Besti mælikvarði á skattbyrði í einstökum löndum er hlutfall heildarskatta og landsframleiðslu. Það er töluvert misjafnt eftir lönd- um, hvemig skattar skiptast í beina og óbeina skatta. Verka- skipting ríkis og sveitarfélaga er einnig mismunandi eftir löndum. Fram hjá þessum vandamálum má hins vegar best komast með því að líta á ofangreindan mæli- kvarða á skattbyrði fyrir einstök aðildarríki Efnahags- og fram- farastofnunarinnar (OECD) á ár- inu 1986. Hér er um innheimta skatta að ræða. Ástæða þess að árið 1986 er hér notað til saman- burðar er sú, að það er síðasta árið sem OECD hefur birt gögn um þetta efni. Þessar upplýsingar em ákaf- lega athyglisverðar. Samkvæmt þessu var aðeins eitt aðilarríki OECD með lægri skattbyrði en ísland árið 1986, þ.e. Tyrkland. Hér verður þó að taka tillit til þess að bamabætur o.þ.h. em dregnar frá þegar skatttekjur em mældar hér á landi, en yfirleitt ekki í öðmm löndum. Ætla má að hækka megi hlutfallið fyrir ís- land um 1-1,5% af þessum sökum. Þá myndi skattbyrði á íslandi telj- ast svipuð og á Spáni, en meiri en í Bandaríkjunum og Japan. Al- kunna er að bæði þessi ríki hafa mun vanþróaðri opinbera þjónustu og velferðarkerfi en ríki Norður- Evrópu. Þau lönd sem íslendingar vilja garnan bera sig saman við hafa mun hærri skattbyrði en hér tíðkast. Þannig er meðaltalið fyrir OECD-ríki Evrópu og Efnahags- bandalagsins það sama, eða 40%. Óbeinir skattar Gerðar hafa verið athugasemdir við þennan mælikvarða á þeirri forsendu að hlutfall óbeinna skatta í skattheimtu sé mjög mismunandi eftir löndum, en óbeinir skattar em hluti af landsframleiðslunni. Þannig er því haldið fram í Vísbendingu frá 30. nóvember sl., sem verðbréfafyrirtækið Kaup- þing gefur út, að þar sem óbeinir skattar em tiltölulega stór hluti af heildarskattheimtu hér á landi, verði landsframleiðslan hærri en ella og hlutfallslegt vægi skat- tanna mælist því minna en annars staðar. Þessi ftillyrðing var endur- tekin af formanni Sjálfstæðis- flokksins í umræðum á Alþingi nú fyrir jólin. Hér er um hugsanavillu að ræða. Bókhaldslega séð em óbein- ir skattar hluti af landsfram- leiðslu, ásamt launum og vergum hagnaði. Það er hins vegar ekki þar með sagt að hægt sé að auka landsframleiðsluna með því einu að leggja á óbeina skatta. Betur ef satt væri! Auðvitað em óbeinu skattarnir teknir af framleiðslunni þegar öllu er á botninn hvolft, en bætast ekki við hana. Til að sjá þetta betur er best að taka einfalt dæmi. Hugsum okkur land sem framleiðir aðeins eina vöm, t.d. kom, og notar til þess einungis vinnuafl og fjár- magn (eldra korn). Framleidd em 1 milljón tonn af korni, sem er. þá um leið landsframleiðslan. Nú tekur ríkið 200 þúsund tonn í óbeina skatta og það sem eftir er, 800 þúsund tonn, skiptist jafnt á milli vinnuafls og fjármagns. Ef nú er greiddur 25% tekjuskattur, verða tekjur ríkisins af beinum sköttum samtals 200 þúsund tonn af komi. Heildarskattheimta ríkis- ins er því 400 þúsund tonn, eða 40% af landsframleiðslu. Það breytir engu í þessu sam- bandi, þótt skipting skatta í beina og óbeina skatta sé önnur. Svo lengi sem heildarskattheimtan er sú sama, þá mælist hlutfall skatta af landsframleiðslu óbreytt, eins og vera ber. Til að sjá þetta enn betur, getum við hugsað okkur annað land, þar sem landsfram- leiðslan er sú sama, þ.e. 1 milljón tonn af korni, en óbeinir skattar em ekki nema 100 þúsund tonn. Eftir em 900 þúsund tonn, sem skiptast á milli vinnuafls og fjár- magns. Tekjuskattur, sem nemur 33,3%, leggst jafnt á allar tekjur. Beinir skattar verða þá 300 þús- und tonn og heildarskattar 400 þúsund tonn eins og fyrr, eða 40% af landsframleiðslu. Mismunandi skipting skatta í beina og óbeina skekkir því ekki samanburðinn á skattbyrðinni ef notað er hlutfall heildarskatta af landsframleiðslu. í þeirri grein í Vísbendingu, sem hér er vitnað til, er bent á annan mælikvarða til að nota í saman- burði á skattbyrði í einstökum löndum, þ.e. heildarskatta á mann mælda í SDR. Fyrir utan þá erfið- leika sem gengissveiflur skapa, og bent er á í greininni, hefur þessi mælikvarði þann augljósa ókost, að lönd með hærra tekjustig munu að öðm óbreyttu sýna hærri skatt- byrði, án þess að svo sé í raun. Því mælir flest með að nota hlut- fall heildarskatta og landsfram- leiðslu í samanburði sem þessum. Þróun skattbyrðar Nú kann einhver að spyija, hvort skattbyrði hafi verið óvenju lág á íslandi á árinu 1986, og því sé samanburður villandi? Svo er þó ekki, eins og sést á meðfylgj- andi töflu, sem sýnir innheimtu skatta í hlutfalli við landsfram- leiðslu hér á landi á ámnum 1980 til 1989 og samsvarandi hlutfall fyrir OECD í heild og Evrópulönd OECD á ámnum 1980 til 1986, en tiltæk gögn ná ekki lengra. Tölur fyrir 1989 byggjast á for- sendum fjárlaga og spá um skatt- tekjur sveitarfélaga, sem hugsan- lega gæti verið nokkuð rífleg. Þró- un skattbyrðar er einnig sýnd á meðfylgjandi mynd, en þar er skattbyrði í aðildarlöndum OECD Már Guðmundsson „Skattheimtan jókst í fyrra og mun enn auk- ast í ár. Þrátt fyrir þetta er skattbyrði á Islandi enn töluvert fyrir neðan það sem gerist í flestum öðrum OECD-ríkjum. Auðvit- að er æskilegt að svo verði áfram. Allt tal um skattpíningu á Islandi er því út í hött.“ í heild og í Evrópulöndum OECD á ámnum 1987 og 1988 áætluð á gmndvelli upplýsinga sem koma fram í línuriti í síðustu skýrslu OECD um Island, en skattbyrðin á árinu 1989 er áætluð sú sama og 1988. Skattbyrði ísland OECD OECD Evrópa 1980 29,7 35,1 36,5 1981 30,6 35,9 37,3 1982 31,1 36,3 37,8 1983 28,3 36,7 38,5 1984 29,2 36,9 38,6 1985 27,8 37,2 38,9 1986 28,5 38,1 40,0 1987 28,5 — — 1988 31,0 — — 1989 33,5 — — Heimildir: OECD. Revenue Statistics of OECD Member Countries 1966- 1987, París 1988. Þjóðhagsstofnun. Fjáriöft 1989. Þessi gögn sýna glöggt, að skattbyrði er öll árin mun lægri hér en í aðildarríkjum OECD. Skattbyrði var nokkm lægri hér á landi á ámnum 1983-1987 en næstu þijú ár þar á undan. Þessi lága skattbyrði fékk þó ekki stað- ist, eins og sést á miklum halla- rekstri ríkissjóðs á ámnum 1985 til 1987, þrátt fyrir mikið góðæri. Þetta var í fjármálaráðherratíð Sjálfstæðisflokksins. Sjálfsagt hafa verið uppi áætlanir um niður- skurð ríkisútgjalda á móti þessum skattalækkunum, en lítið varð úr þeim áformum. Staðreyndin er sú, að niðurskurður ríkisútgjalda er ekki einfaldur í framkvæmd og krefst í raun töluverðs undirbún- ings og skipulagningar til lengri tíma. Stór hluti af útgjöldum ríkis- ins er bundinn af samþykktum Alþingis, sem hafa áhrifa á ríkisút- gjöld mörg ár fram í tímann. Þrátt fyrir þetta er gert ráð fyrir í ný- samþykktum fjárlögum að ríkisút- gjöld verði skorin niður um 3V2 milljarð króna að raungildi frá árinu 1988, sem er mesti niður- skurður ríkisútgjalda á einu ári sem framkvæmdur hefur verið í langan tíma. Næst þessu kemst niðurskurðurinn 1983 og 1984, en þá lækkuðu ríkisútgjöld á greiðslu- grunni og á sama verðlagi og hér er miðað við (verðlag síðasta árs) um rúman milljarð 1983 og tæpa tvo milljarða 1984. Það mun þurfa mikið átak til að ná þessum niður- skurði fram. Hann nægir þó engan veginn til að skila hallalausum ríkisbúskap og því var nauðsynlegt að hækka skatta. Skattheimtan jókst í fyrra og mun enn aukast í ár. Þrátt fyrir þetta er skattbyrði á íslandi enn töluvert fyrir neðan það sem ger- ist í flestum öðrum OECD-ríkjum. Auðvitað er æskilegt að svo verði áfram: Allt tal um skattpíningu á íslandi er því út í hött. Það þekkja þeir best sem búið hafa í ná- grannalöndunum. Hins vegar er enn nokkuð óunnið í skattaumbót- um, sem miða að því að breikka skattstofna en lækka um leið jað- arskatta. Takist að haldajafnvægi í ríkisbúskapnum á þessu ári, má með áframhaldandi skattaumbót- um auka réttlæti í skattamálum og bæta skilvirkni skattkerfisins, án þess að auka skattbyrði frekar. Þeir nýju skattar sem þannig koma til leiða þá til þess að aðrir skattar lækka á móti. Höfundur er efhahagsráðgjufí fjármálaráðherra. Heildarskattar hins opinbera í hlutfalli við landsframleiðslu Svíþjóð 53,5 Bretland 39,0 Ástralía 31,4 Danmörk 50,6 Finnland 38,4 Spánn 30,4 Noregur 49,8 V-Þýskaiand37,5 Bandaríkin 28,9 Holland 45,5 Grikkland 36,7 Japan 28,8 Belgía 45,4 Ítalía 36,2 Island 28,5 Frakkland 44,2 Kanada 33,2 Tyrkland 22,7 Austurríki 42,6 Nyja-Sjáland32,9 OECD í heild 38,1 Lúxemborg 42,4 Sviss 32,6 OECD-Evrópa 40,0 írland 40,2 Portúgal 32,4 EB 40,0 Heimildin OECD: Revenue Statistics of OECD Member Countries 1966-1987, París 1988. Þjóðhagsstofnun. VERDFRAKR.209.90a Bílar, tilbúnir á númerum, til afgreiðslu strax í dag. Cóð greiðslukjör. 25% útborgun og eftirstöðvar á 12 mán. Opið í dag frá kl. 1-5 2 JÖFUR -ÞECAR ÞÚ KAUPIR BÍL

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.