Morgunblaðið - 28.01.1989, Page 19

Morgunblaðið - 28.01.1989, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. JANÚAR 1989 19 Tel lagaheimild fyrir sameiningu BI og Samvinnutrygginga - segir Guðmundur Bjarnason, heil- brigðis- og tryggingamálaráðherra „ÉG TEL lag-aheimild fyrir sameiningu Samvinnutrygginga og Bruna- bótafélags íslands fyllilega fyrir hendi. Þarf ekki neina lagabreytingu til þess að svona félag sé stofiiað með aðild BÍ, þar sem skuldbinding- um og hlutverki þess gagnvart sveitarfélögunum til dæmis verður haldið áfiram. Sameiningin er ekki formlega firágengin enn. Ég bíð eftir umsögn frá Tryggingaeftirlitinu en er hlynntur sameiningunni. Hún er skref í rétta átt til hagræðingar og styrktar tryggingastarfsemi í landinu. Formlegt leyfi ráðuneytisins kemur þó ekki fyrr en að feng- inni umsögn Tryggingaefitirlitsins," sagði Guðmundur Bjarnason, heil- brigðis- og tyrggingamálráðherra, í samtali við Morgunblaðið. „Þama er ekki verið að tala um sameiningu tryggingafélaganna, heldur samstarf og nýjan samstarfs- vettvang, sem yrði með nýju trygg- ingafélagi. Félögin bæði hafa áfram skyldum að gegna við þau bæjarfé- lög, sem þau hafa samið við um bmnatryggingar fasteigna. Það er að sjálfsgöðu áfram hlutverk BÍ að annast þær tryggingar áfram. Það samningstímabil, sem nú er í gildi, rennur ekki út fyrr en í október 1990. Brunabótafélagið er áfram starfandi sem slíkt og getur það gert samn- inga við sveitarfélög að nýju eftir sem áður, óski þau eftir tiyggingum hjá félaginu frekar en einhveiju öðm tryggingafélagi. Lagaheimildina til slíks samstarfs teljum við að sé að fínna í lögnunum um BI þar sem sagt er að hægt sé að fela félaginu ákveðinn rekstur og Guðmundur Bjarnason heilbrigðisráðherra starfsemi og það geti sem slíkt leitað samstarfs við önnur tryggingafélög, hvort sem er með nýjum deildum um einstaka þætti eða þátttöku í sérstök- um félögun," sagði Guðmundur Bjamason. Sameining Brunabótafélags og Samvinnutrygginga: Efasemdir um lagalegar forsendur lagsins með formlegum hætti, sagði Sturla Böðvarsson, bæjarstjóri í Stykkishólmi, í samtali við Morgun- blaðið í gær. Þetta mái kom okkur sveitarstjómarmönnum mjög á óvart og ekki hefur unnizt tími til að kanna lagalegar forsendur fyrir afgreiðslu málsins, eins og hún hefur átt sér stað. Ég hef þó efasemdir um að þær séu nægilegar traustar. Fulltrúaráð Brunabótafélagsins er skipað fulltrúum sveitarfélaga, sem eru í viðskiptum við það, sem og fulltrúum sýslunefnda, nú héraðs- nefnda, ef hréppar innan þeirra svæðis eru í viðskiptum við félagið. Bmnabótafélagið hefur verið mikil- vægur bakhjari sveitarfélaganna, sagði Sturla, og þau hafa litið á fé- lagið sem sína eign. Sveitarfélögin hafa og lengst af notið góðrar fyrir- greiðslu hjá Bmnabót, þótt sigið hafa á hina verri hliðina seinni árin. Ég sé ekki að í lögum um Bmna- bótafélagið nr. 9 frá 1955 felizt heimild til annarra umsvifa en þeirra, er félagið hefur annast til þessa. Hinsvegar er nauðsynlegt að sveitar- stjómunum gefíst tími til að kanna, hvort þessi útvíkkun á starfseminni sem að er stent, samræmist lögum félagsins og hagsmunum sveitarfé- laganna. Fulitrúaráðsfundur hefur verið boðaður á morgun (laugardag). Þar verður málið kynnt. Ég trúi því ekki að til þess sé ætlast að tekin verði endanleg afstaða til málsins á fyrsta kynningarfundi málsins, þó það kunni að hafa fengið einhveija um- ræðu í stjóm félagsins. Það hefur ekki unnizt tími til að fjalla um málið í sveitarstjómum almennt, sem væri eðilegur gangur málsins. segir Sturla Böðvarsson, bæjarstjóri Sameining Brunabótafélagsins og Samvinnutrygginga kemur til umræðu á ftindi fulltrúaráðs Brunabótafélagsins í dag, en hefiir ekki verið rædd á þeim vettvangi áður. Fulltrúaráðið er skipað fulltrúum sveitarstjórna og héraðsnefnda, sem hafa samning við Brunabót um brunatryggingu fasteigna. Sveitarstjómarmenn velta nú fyrir sér laga- legum forsendum fyrir þessari sameiningu sem og hvera veg hún kemur við hagsmuni sveitarfélaganna og íbúa þeirra, eins og fram kemur í stuttu viðtali við Sturlu Böðvarsson, bæjarstjóra í Stykkishólmi. Samþætting Brunabótafélags ís- ekki verið kynnt fulltrúum sveitar- lands og Samvinnutrygginga hefur stjóma í fulltrúaráði Brunabótafé- Stúdentaráð HÍ; Röskva lýsir málefna- samning viö Vöku ógildan Vanvirtu hann hvort sem var, segir formaður SHI RÖSKVA, samtök félagshyggjufólks í Háskóla Islands, hafa lýst þvi yfir að þau telji úr gildi fallinn málefiiasamning þann, sem Röskva og Vaka, félag lýðræðissinnaðra stúdenta, hafa hafit með sér um störf Stúdentaráðs HÍ. Ástæðuraar segja Röskvumenn vera þær, að stúdenta- ráðsliðar Vöku hafi þverbrotið samninginn. Röskva lagði fram van- trauststillögu á stjóra SHÍ á fundi ráðsins á fimmtudagskvöld, en hún féll á jöfhum atkvæðum, 15 gegn 15. Á blaðamannafundi, sem Röskva hélt í gær, sögðu forráðamenn félags- ins að afstaða Vöku í lánamálum námsmanna réði megtu um van- trauststillöguna. Á stúdentaráðs- fundinum á fímmtudag hefðu Vöku- menn reynt að hindra að bráða- birgðaálit starfshóps menntamála- ráðherra um námslán næði fram að ganga. Vökumenn lögðu fram á fund- inum tillögu til ályktunar, þar sem hækkun framfærslugrundvallar lána, sem gert er ráð fyrir í álitinu, er fagnað, en hækkun tekjutillits úr 35% í 50% hins vegar haftiað nema full leiðrétting skerðingar námslána frá 1985 komi til. Lögðu Vökumenn siðan fram dagskrártillögu um að bráðabirgðaálitið yrði tekið á dagskrá fundarins, rætt í einstökum liðum og þeir bomir upp til atkvæða. Sögðu þeir til að stúdentaráðsliði Röskvu, Finnur Sveinsson, sem einnig á sæti í starfshópi ráðherra, legði fram álit- ið. Finnur neitaði því hins vegar á þeim forsendum að álitið væri til umræðu í samstarfsnefnd náms- mannahreyfínga og ef Vökumenn vildu að SHÍ ijallaði um það, ættu þeir sjálfir að leggja fram ályktunar- tillögu um efni álitsins í heild. Sveinn Andri Sveinsson, formaður SHÍ, sagði í samtali við Morgun- blaðið að lítið mark væri takandi á ásökunum Röskvu um samningsbrot Vökumanna. Röskva hefði sjálf margbrotið málefnasamninginn, en Vaka ekki. „Málefnasamningurinn sem slíkur hefur verið ónýtt plagg hvað Röskvumenn varðar undanfarin misseri, og þessar yfírlýsingar eru því ekkert annað en formleg stað- festing á afstöðu þeirra í vetur,“ sagði Sveinn Andri. Hann sagði að yfirlýsing Röskvu myndi því ekki koma niður á störfum SHÍ. „Þessi 15-15 staða í ráðinu í vetur hefur auðvitað verið mjög sér- stök. Stjórnin hefur þó starfað af krafti að sínum málum og auðvitað reynt að fá samstöðu stjómarand- stöðunnar. Það hefur gengið afar illa, en við höfum ekki látið það stöðva okkur. Störf okkar I vetur sýna bezt hvað vantrauststillagan er furðuleg. Við höfum stóreflt starfsemi SHI. Tilraun Röskvu til að gera lítið úr störfum okkar sýnir auðvitað aðeins að það er kominn kosningaskjálfti í vinstri menn og þeir sjá fram á áfram- haldandi fylgistap," sagði Sveinn Andri. © INNLENT Orðsending frá Félag íslenzkra snyrtifrœðinga Member of: Comité International d’ Esthétique dc Cosmétologie Að gefnu tilefni skal það tekið fram, að enginn hefur leyfi til að reka snyrtistofu, halda námskeið í snyrtingu eða stunda annan rekstur, sem heyrir undir snyrti- fræði, nema þeir sem hafa til þess rétt- indi, sveins eða meistara í snyrtifræði. Snyrtifræði er löggild iðn og brot á 15. grein iðnlaga varðar sektum. Ingi R. Helgason: Forræðið hjá for- stjóra og sljórn Eins og fram kemur I fréttaviðtali við Sturlu Böðvarsson, bæjar- stjóra, í Morgunblaðinu í dag, hefiur fiulltrúaráð Brunabótafélagsins,' sem skipað er fulltrúum sveitarstjórna og héraðsnefiida, ekki enn fjallað um sameiningu Brunabótafélagsins og Samvinnutrygginga. Sumir sveitarstjórnarmenn hafa efasemdir um lagalegar forsendur þessarar samþættingur og þýðingu hennar fyrir hagsmuni sveitarfé- laganna, sem skipt hafa við Brunabót. Ingi R. Helgason, forstjóri Brunabótafélagsins, er á öðru máli, eins og fram kemur í viðtali við hann hér á eftir. Það eru stjórnendur fyrirtækj- anna, Brunabótafélagsins og Sam-. vinnutrygginga, sem hafa forræðið, mjög svipað og hjá Almennum og Sjóvá, sagði Ingi R. Helgason, for- stjóri Brunabótafélagsins. Stjóm fyrirtækisins, sem kjörin er af ftilltúaráði þess, og forstjóri þess í umboði ráðherra, hafa þetta for- ræði á hendi. Hjá þessum aðilum liggur ákvörðunarvaldið í þessu máli. Fulltrúaráðið fjallar hinsvegar um málið og ályktar um það fyrir sitt leyti. Ingi R. sagði Brunabótafélagið starfa samkvæmt lögum nr. 9 frá 1955. Hann sagði félagið gagn- kvæmt ábyrgðarfélag vátryggenda, samkvæmt lagabókstafnum. Ef að nokkur á félagið, sagði hann, þá em það þeir sem skipta við það og falla undir þennan hóp. Hinsvegar hefur þessi hópur ekki beina aðild að stjóm félagsins með öðmm hætti en að framan greinir. Félagið er sett á fót með lögum. Það fékk mjög ríkar lögheimildir í upphafí 1915. Það vom allir skyld- ugir til að tryggja hjá því. Þessi einkaréttur var síðan felldur niður 1955. Þá fyrst kemur stjórn í félag- ið. Stjómin er valin af fulltrúaráði, sem fyrr segir, en það er skfpað fulltrúum sveitarstjóma, sem hafa samning við Bmnabótafélagið um bmnatryggingar fasteigna, og sýslunefnda - nú héraðsnefnda - ef a.m.k. einn hreppur í sýslunni hefur samning við okkur. Allar héraðs- nefndir og allir kaupstaðir, utan Reykjavík og Hafnarfjörður, eiga hér hlut að máli. Þessi aðild sveitarfélaga verður söm og áður. Við emm ekki að leggja Bmnabótafélagið niður. Það er reginn misskilningur. Það verður hinsvegar eignaraðili með Sam- vinnutiyggingum að nýju og stóm og voldungu vátryggingarfélagi. Aðspurður að því, hvort Bmna- bótafélagið hafi lagalegar forsend- ur til starfsemi af því tagi sem sam- eining við Savinnutryggingar felui* í sér, sagði forstjórinn: Bmnabóta- félagið hefur haft leyfi til þess að ráðstafa fjármunum sínum til kaupa á hlutabréfum í öðmm félög- um og hefur gert það. Við stofnuð- um t.d. Lýsingu hf. Það er fjármög- unarfyrirtæki sem er I eigu Sjóvá, Bmnabótafélagsins, Landsbankans og Búnaðarbankans. ÞAKLEKA - LEKA- VANDAMÁL Gerum við öll flöt þök. Þéttum svalir og svalagólf. Skiptum um gler í gluggum. Leggjum flotsteypu í gólf. I- xi <1 ÞÉTTING HF. Alhliða viðhaldsþjónusta fyrir húseigendur. Dagsími 651710 - Bílas. 985-23838. Fagmenn vinna verkin. '/A f?i •V* 'ré if> ■ f/'i n *ré i*>v ^4 ‘-.V' ^>v 'r> k ? v ► r> & 'kr EPAL RÉTTARHOLTSVEGUR þegar þú vilt vandaöa vöru. FAXAFEN 5, SlMI: 68 56 80 V>TvVl4vVi

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.