Morgunblaðið - 28.01.1989, Blaðsíða 20
20
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. JANÚAR 1989
Blaðamenn fangelsaðir fyrir
stuðning við Palestínumenn
Aformað að draga úr skattheimtu á herteknu svæðunum
Jerúsalem. Reuter.
FJÓRIR israelskir blaðamenn voru á miðvikudag dæmdir í fangelsi
á þeim forsendum að þeir væru félagar í palestinskum „hryðjuverka-
samtökum." Blaðamennirnir störfuðu allir við dagblað eitt, sem
gefið var út á hebresku og arabísku en stjórnvöld í ísrael bönnuðu
útgáfu þess í april á siðasta ári.
1 niðurstöðum dómsins, sem kveð-
inn var upp í Jerúsalem, sagði að
samtök róttækra Palestínumanna,
„Lýðræðisfylkingin til frelsunar
Palestínu", hefði flármagnað útgáf-
una. Sakbomingamir kváðust sekir
og fengu vægari dóma fyrir bragð-
ið. Vom þeir dæmdir til 9 til 30
mánaða vistar innan fangelsismúra
en talsmenn lögregluyfirvalda
kváðust á síðasta ári búast við því
að blaðamennimir yrðu dæmdir í
allt að 40 ára fangelsi fyrir njósnir.
Tvö alvarlegustu ákæruatriðin gegn
Qórmenningunum vora hins vegar
felld niður.
FVam til þessa höfðu blaðamenn-
imir flórir ævinlega haldið fram
sakleysi sínu. Þeir kváðust hafa
sætt pyntingum er þeir vora yfir-
heyrðir og sögðu framgöngu stjóm-
valda líkjast galdraofsóknum þar
eð blaðið, sem á arabísku nefnist
Tariq a-Sharal en Derech Hanitzoz
á hebresku, hefði það eitt sér til
óhelgi unnið að skýra skilmerkilega
frá öfgastefnu stjómvalda gagnvart
Palestínumönnum á hemámssvæð-
unum.
Fjórir skandinavískir stjómmála-
menn, þeir Svend Auken, leiðtogi
danskra jafnaðarmanna, Thorvald
Stoltenberg, utanríkisráðherra Nor-
egs og Svíamir Evert Svensson og
Karl-Erik Svartberg, báðir úr
sænska jafnaðarmannaflokknum,
hitta Yasser Arafat að máli í Túnis
um helgina. Svíar áttu stærstan
þátt í því að koma á beinum viðræð-
um milli PLO-manna og Banda-
ríkjamanna.
Embættismenn innan ísraelska
vamarmálaráðuneytisins virðast nú
gera sér æ gleggri grein fyrir því
að uppreisn Palestínumanna á her-
teknu svæðunum verður ekki kæfð
með herstyrk. í viðleitni til að milda
reiði Palestínumanna og stöðva
uppreisnina tilkynntu foringjar
hemámsliðs ísraela leiðtogum Pa-
lestínumanna að þeir hefðu í hyggju
að opna á ný íslamskan háskóla og
draga úr skattheimtu á herteknu
svæðunum, að sögn palestínskra
heimildarmanna.
ísraelsk stjómvöld hafa fordæmt
viðræður utanríkisráðherra Evrópu-
bandalagsríkja og Yassers Arafats,
leiðtoga FYelsishreyfingar Pa-
lestínumanna (PLO). Arafat ræddi
við utanríkisráðherra Spánar,
Frakklands og Grikklands í Madríd
í gær.
Bandaríkin:
Kúbverskur sendi-
maður biðst hælis
Washington. Reuter.
Kúbverskur stjómarerindreki bað um pólitískt hæli I Bandaríkjun-
um í október sl. og hefiir veitt stjóravöldum þar mjög mikilvægar
upplýsingar. Talsmaður bandaríska utanrikisráðuneytisins skýrði frá
þessu á fimmtudag.
Kúbveijinn heitir Hector Aguil-
illa og sagði þegar hann bað um
hæli, að hann væri búinn að fá sig
fullsaddan á kommúnismanum.
„Þegar hann flýði ásamt konu sinni
og tveimur bömum í október sl. var
hann á leið til Madagascar sem
næstæðsti maður kúbversku sendi-
nefndarinnar þar,“ sagði Charles
Ariane-flaugin:
Gervitungli
komið á braut
Paris. Reuter.
ARIANE-2 eldflaug var skotið á
loft frá frönsku geimvísindamið-
stöðinni í Kourou í frumskógum
mun stærri hnetti á braut en forver-
ar hennar.
Redman, talsmaður bandaríska ut-
anríkisráðuneytisins.
Redman sagði, að Aguililla, sem
er 35 ára gamall, hefði starfað í
Sýrlandi frá 1976-84, íran frá
1984-86 og í utanríkisráðuneytinu
í Havanna þar til hann var sendur
áleiðis til Madagascar.
í viðtali, sem Aguililla átti við
bandaríska fréttastofu og birt var
í fyrradag, segir hann, að Kúbu-
stjóm annist þjálfun ýmissa hryðju-
verkahópa, til dæmis palestínskra.
Kveðst hann oft hafa ekið frá Dam-
askus í Sýrlandi og yfir í Bekaa-dal
í Líbanon þar sem hann hlóð bílinn
vopnum, smíðuðum á Vesturlönd-
um, og síðan var farið með þau
yfir til Sýrlands. Var aldrei leitað
í bílnum vegna þess, að hann veif-
aði skilríkjum stjómarerindrekans.
Vopnunum var síðan komið til
skæraliða í E1 Salvador, Guatemala
eða Chile og vestræn urðu þau að
vera til að fela tengsl Kúbustjómar
við skæraliðana.
Sovétríkin:
Reuter
Walesa á fund
stjórnvalda
Lech Walesa, leiðtogi Sam-
stöðu, hinna bönnuðu verka-
lýðssamtaka í PóUandi, átti
leynilegar viðræður við
Czesiaw Kiszczak, innanrík-
isráðherra landsins í gær og
ræddu þeir hveraig koma
mætti á formlegum viðræð-
um samtakanna við pólsku
rikisstjórnina um lögleiðingu
Samstöðu. Stjórnin vonar að
hægt verði að mynda sam-
steypustjóra með stjómar-
andstöðuöflunum i því skyni
að vinna bug á efnahags-
kreppunni í Póllandi.
Ritstjóri Glasnosts
fær Gullna pennann
París. Reuter.
AlLÞJÓÐASAMTÖK dagblaðaútgefenda (FIEJ) veittu Sergej Grigoij-
ants, ritstjóra sovéska timaritsins Glasnosts Gullna pennann svo-
nefnda í gær. Gullni penninn er viðurkenning samtakanna sem vilja
stuðla að fijálsri fréttamennsku.
I úrskurði samtakanna sagði að
Grigorjants hefði hlotið viðurkenn-
inguna fyrir viðleitni sína til að
flytja fréttir frá Sovétríkjunum á
tímum opnari stjómarhátta (glasn-
ost).
„FIEJ hyllir hugrakkan mann
sem hefur sætt meðferð er afhjúpar
afstöðu sovéskra stjómvalda til fjöl-
miðla. Stjómvöld verða að breyta
afstöðu sinni ef hin margyfírlýsta
glasnost-stefna á ekki að hljóma
eins og hvert annað áróðursbragð,"
sagði í yfirlýsingu samtakanna.
I yfirlýsingunni var þess einnig
getið að Grigoijants og tímarit hans
hefði sætt ofsóknum stjómvalda og
að hann hefði verið fangelsaður í
tvígang á síðasta ári.
Grigoijants hefur afþlánað fímm
ára vinnubúðavist vegna stjóm-
málaafskipta.
Suður-Ameríku í fyrrinótt. Átján
mínútum eftir geimskotið kom
flaugin Intelsat-V Qarskipta-
hnetti á braut um jörðu.
IntelsatV
hnötturinn er í
eigu samnefndr-
ar sjálfseignar- W
stofnunar 115 |fe ...' 111
ríkja er á og rek- Prl ifl
ur 15 sjónvarps-
og fjarskipta-
hnetti, sem nú ,/
era á braut um " >7
jörðu. lÍlp V ■ £
Rúmlega árs
hlé var gert á geimferðum Ar-
iane-flaugarinn-
ar snemma árs éÉ||
1986 vegna bil- « r á
unar. Ferðir
hennar hófust að JHf|
nýju í september
1987 og var lllp
geimskotið í «■
fyrrinótt hið 4-4 .
tíunda í röðinni
frá þeim tíma.
Hafa þau öll
heppnazt.
Fýrirhugað er
að skjóta níu
Ariane-flaugum
á loft á árinu.
Með því móti
hyggst Evrópska
geimvísinda-
stofnunin (ESA)
Reuter
Ariane-2 flaug-
in á skotpallin-
um í geim-
ferðamiðstöð
Frakka
skömmu fyrir
geimskotið i
fyrrinótt.
halda hlutdeild
sinni í flutningi gervitungla á braut
um jörðu, en hún nemur 50%.
Ariane-2 flaugin er 50 metra há
og 220 tonn. í haust leysir stærri
og afkastameiri flaug, Ariane-4,
hana af hólmi. Mun hún geta flutt
Barátta grænfriðunga:
Hættíð hvalveiðum eins og
ég að selja skjaldbökusúpu
- segir vestur-þýskur matvælaframleiðandi við íslendinga
ZOrich. Frá önnu Bjamadóttur, firéttaritara Morgunblaðsins.
KUNNUR vestur-þýskur framkvæmdastjóri matvælafyrirtækja,
Helmut Stöhr, fagnaði þvi i ræðu fyrir skömmu að vísindahvalveið-
um íslendinga lyki væntanlega i ár og hvatti forráðamenn fyrirtæk-
isins Iceland Crown, sem Þróunarfélag fslands og Iðnlánasjóður
eiga hlut í, til að beijast gegn frekari hvalveiðum lslendinga. Kom
þetta fram í stuttri ræðu sem hann hélt í kynningarmóttöku Ice-
land Crown fyrir erlenda blaðamenn og viðskiptaaðila í Hamborg
í siðustu viku.
Kristinn V. Blöndal, framkvæmdastjóri Iceland Crown, bað Stöhr
að flytja ræðu við þetta tækifieri. „Hann er baráttumaður gegn
mengun i hafi og ég vissi að hann myndi koma inn á hvalveiðimál-
ið,“ sagði Kristinn. „Ég vildi að það yrði minnst á hvalveiðarnar
hér, þær eiga ekki að vera neitt feimnismál."
Hellmut Stöhr er 42 ára fram-
kvæmdastjóri fyrirtækjanna Eugen
Lacroix, sem sérhæfír sig í niður-
soðnum sælkeramat, og Beeck-
Feinkost, sem hefur ferskar sæl-
keravörur á boðstóiunum. Lacroix
fór illa út úr baráttu náttúravemd-
arsinna gegn skjaldbökudrápi fyrir
nokkram áram. „Lacroix var sam-
heiti fyrir skjaldbökusúpur," sagði
Stöhr í samtali við Morgunblaðið.
„Barátta grænfriðunga og náttúra-
vemdarsamtaka hófst á áttunda
áratugnum og við urðum síðan að
hætta að nýta skjaldbökuafurðir
árið 1984. Við reyndum að benda
fólki á að það væri ekki starfsemi
okkar sem stofhaði skjaldböku-
stofnum í hættu heldur aukinn
ferðamannastraumur á sólríkar
strendur. Skjaldbökur klekja út
eggjum á sólarströndum og vist-
kerfi þeirra hefur breyst. En allt
kom fyrir ekki.
Við ákváðum að hætta að bjóða
upp á skjaldbökusúpur. Við höfðum
samband við grænfriðunga og héld-
um sameiginlegan blaðamanna-
fund með þeim til að tilkynna
ákvörðun okkar. Eftir það vora
Risaskjaldbaka. Ekki er ljóst
hvort súpur Eugen Lacroix
voru soðnar af svona stæðilegu
dýri en nú hefiir fyrirtækið
lagt slika framleiðslu á hilluna.
þeir mjög jákvæðir í garð fyrirtæk-
isins og hafa veitt okkur stuðning.
Stöhr sagði að það þýddi ekki
fyrir íslendinga að reyna að út-
skýra fyrir fólki að hvalastofnamir
sem þeir veiða séu ekki í hættu eða
að fara út í alþjóðlegan lagabók-
staf. „Hvalur er hvalur og hvalir
era í hættu. Þar við situr."
Kristinn sagðist hafa beðið Stöhr
um að segja nokkur orð á kynning-
unni til að minna á mikilvægi
hreins sjávar og til að koma inn á
hvalamálið. „Hreint haf er grunn-
urinn að lífsafkomu okkar," sagði
hann. „Iceland Crown er því hlynnt
og mun styðja_ baráttu fyrir um-
hverfísvemd. Ég hef skilning á
báðum hliðum í hvalveiðimálinu.
Ég skil baráttu grænfriðunga fyrir
friðun hvala og einnig ákvörðun
íslenskra stjómvalda að hlaupa
ekki upp til handa og fóta í augna-
bliks æsingi og hætta við vísinda-
veiðamar." Talsmaður grænfrið-
unga sagði Morgunblaðinu í símtali
að barátta samtakanna fyrir kaup-
banni á íslenskum vöram næði jafnt
til fískafurða frá Iceland Crown
og annarra.„En við getum auðvitað
ekki höfðað til neytenda nema vör-
umar séu í verslunum," sagði hann.
Iceland Crown ætlar að forðast
afleiðingamar af áróðri gegn vör-
um þeirra í Vestur-Þýskalandi með
því að bíða með fulla markaðssetn-
ingu þangað til íslendingar hafa
lokið vísindahvalveiðum.