Morgunblaðið - 28.01.1989, Qupperneq 29
'itóRGUNBLAJMÐ LAUGARDAGUR 28. JANÚAR 1989
Minning:
Valdimar Þorvarðar-
son, Grundarfírði
Fæddur 15. apríl 1958
Dáinn 20. janúar 1989
Kveðja frá skólafélögum.
Það var lífsglaður og ánægður
maður sem hitti okkur nokkra
gamla skólafélaga rétt fyrir síðustu
jól. Hveijum gat þá dottið í hug
að það yrði í síðasta sinn sem við
hittum Valdimar. Sá möguleiki
hvarflaði ekki að neinum okkar, en
enginn veit sína ævi fyrr en öl! er
og var því áfallið mikið þegar við
fréttum að Valdi hafði lent í bílslysi
í Barcelona.
Valdimar reyndi ýmislegt um
ævina. Hann vann flest störf sem
við koma undirstöðuatvinnuvegi
okkar. Hann var á sjó, og síðan
stjómaði hann bæði fískvinnslu og
útgerð og bjó yfir víðtækri reynslu
á mörgum sviðum, þrátt fyrir ungan
aldur.
Við sem kynntumst Valda í út-
gerðartækninámi í Tækniskóla ís-
lands fórum ekki varhluta af per-
sónu hans. Hann var mjög hreinn
og heiðarlegur, og jafnframt sáum
við að það var stutt í hugsjónirnar
hjá honum. Hann var leitandi að
góðum hugmyndum og til í að fram-
kvæma. Hann vann sér fljótt virð-
ingu þeirra sem hann starfaði með
sem og þeirra sem hann átti sam-
skipti við vegna starfa sinna, m.a.
er hann barðist fyrir vanmáttugt
fyrirtæki sem hann hafði tekið að
sér að reyna að færa til betri veg-
ar. Valdimar hafði mikinn áhuga á
markaðsmálum og mannlegum
samskiptum almennt, og í fram-
haldi af því var gaman að hinna
áhuga hans þegar hann ákvað að
fara í nám í þessum fræðum.
Það var einkennandi fyrir Valda
að alltaf var hægt að leita til hans.
Hann var laus við alla tilgerð og
yfirlæti átti hann ekki til. Hann var
einlægur og ávallt tilbúinn til að
aðstoða vini sína og hafði mikla
hæfileika til þess að veita mönnum
af kærleikanum, sem var svo ríkur
þáttur í skapgerð hans.
Það geislaði af honum ánægjan
og áhuginn þegar við hittumst fyrir
mánuði síðan og duldist það engum
að Valdi var búinn að finna starfs-
grundvöll fyrir sig. Hann kunni vel
við nám sitt og var þá búinn að
ákveða að fra til Spánar til tungu-
málanáms. Hann leit björtum aug-
um til framtíðarinnar og í ljósi þess
og þeirrar ánægju sem geislaði frá
honum og við smituðumst af, þá
var áfallið mikið og gerir hveijum
manni ljóst máttleysið gagnvart
hinum æðri máttarvöldum sem öllu
ráða.“
Valdi var sáttur við sig og lífið
þegar hann kvaddi og er það gott,
en jafnslæmt er það þegar ungur
maður hverfur okkur. „Þeir sem
guðimir elska, deyja ungir," segir
einhvers staðar, en er máttlítið
gagnvart sorginni og söknuðinum
sem er samfara fráfallinu.
Aðstandendur Valdimars eiga
samúð okkar alla, sem og hans
góða vinkona, Stína, og dóttir
þeirra, en gagnvart atburðum sem
þessum, verða orð máttlaus.
Birgir Guðmundsson.
Guðm. Stefán Maríasson.
„Að geyma bamið í sjálfum sér
er mikil guðsgjöf." Þessi orð komu
upp í huga minn á annan dag jóla
þegar við Valdimar sátum hlið við
hlið og horfðum á helgileik ferming-
arbama í Grundarfjarðarkirkju.
Gleði hans var svo mikil og naut
hann þessarar stundar af öllu
hjarta.
En skammt er milli gleði og sorg-
ar. Þvi aðeins þremur vikum síðar
lenti hann í slysi á Spáni og lést
hann af völdum þess þann 20. jan-
úar síðastliðinn.
Valdimar var fæddur í Reykjavík
15. apríl 1958, sonur hjónanna
Ásdísar Valdimarsdóttur og Þor-
varðar J. Lárussonar. Ólst hann upp
í Grundarfirði, næstelstur sjö systk-
ina. Innan við fermingu fór hann
að stunda sjó með föður sínum.
Valdimar stundaði nám við Mennta-
skólann á Laugarvatni. Að því
loknu lá leiðin í Stýrimannaskólann
og lauk hann þaðan námi frá físki-
og farmannadeild.
í fríum stundaði hann sjó-
mennsku, oftast sem stýrimaður á
fiski- og farskipum. Að Stýri-
mannaskólanum loknum Já leið
hans í Tækniskóla íslands. Útskrif-
aðist hann þaðan sem útgerðar-
tæknir. Er námið var á enda lá leið
hans í land. Starfaði hann um
tveggja ára skeið sem fram-
kvæmdastjóri Jökuls hf. á Raufar-
höfn. Einnig starfaði hann um tíma
við Hraðfrystihúsið Freyju á Suður-
eyri við Súgandaflörð. Stundaði
hann því næst nám í fiskeldi í Nor-
egi um eins árs skeið. Að því loknu
kom hann aftur heim til íslands og
starfaði við kennslu ásamt öðru.
Síðastliðið sumar hélt hann út til
Danmerkur til náms í markaðs-
fræðum. Innifalið í þvi námi var
þriggja vikna dvöl á Spáni til að
læra spænsku. En margt fer öðru
vísi en ætlað er. í þessari ferð kom
kallið sem enginn getur umflúið.
Valdimar lætur eftir sig tvö böm,
Ólöfu Hugrúnu, 6 ára, og Svan Þór
sem fermast mun um páskana. Var
hann þeim mjög góður faðir. Bið
ég góðan guð að styrkja bömin
hans, foreldra, systkini, vini og fjöl-
skyldur þeirra. Sjálf mun ég geyma
minningu um mann sem allt vildi
fyrir alla gera og alltaf var glaður
og kátur. Guð blessi minningu hans.
Hví var þessi beður búinn
bamið kæra, þér svo skjótt?
Svar af himni heyrir trúin
hljóma gegnum dauðans nótt.
Það er kveðjan: „Kom til mín.“
Kristur tók þig heim til sín.
Þú ert blessuð hans í höndum,
hólpin sál með ljóssins öndum.
(Bjöm Halldórsson frá Laufási.)
Eygló Guðmundsdóttir
í dag verður jarðsunginn frá
- Gmndarfjarðarkirkju vinur minn
Valdimar Þorvarðarson.
Valdimar fæddist 15. apríl 1958.
Hann var því aðeins þrítugur að
aldri er hann beið bana í hörmulegu
bílslysi suður í Barcelona á Spáni
20. þ.m. Hann var sonur Þorvarðar
Lámssonar skipstjóra í Gmndar-
fírði og Ásdísar Valdimarsdóttur.
Valdimar átti tvær systur, Kolbrúnu
og Sævöru, og íjóra bræður, þá
Láms, Johannes, Sigurð Ólaf og
yngstur er Jón Bjami. 30. júlí 1983
gekk Valdimar að eiga Kristínu
Helgu úr Kópavogi, fædda 27. júní
1958. Hún er dóttir Guðmundar
Jónssonar og Sigríðar Pálsdóttur
sem búsett era þar í bæ. Valdimar
og Kristín eignuðust eina dóttur,
Ólöfu Hugrúnu, fædda 27. desem-
ber 1982. Son átti Valdimar áður,
Svan Þór, fæddan 31. júlí 19.75.
Vorið 1983 kynntist ég Valda
eins og hann var oft kallaður. Það
vor útskrifaðist ég úr útgerðardeild
Tækniskóla íslands og var ráðinn
rekstrarstjóri Jökuls hf. á Raufar-
höfn. Valdimar var þá fram-
kvæmdastjóri fyrirtækisins. Með
okkur tókst strax mjög gott sam-
starf enda var Valdimar einstaklega
laginn við að leysa úr hinum ýmsu
vandamálum sem upp komu við
stjómun fyrirtækisins, ekki síst
mannlega þættinum sem vegur oft
svo þungt. Hann mat starfsfólk sitt
mikils og gagnkvæmt, hann fór
aldrei í manngreinarálit en hafði
þó sínar skoðanir á málum og var
fylginn sér og ákveðinn ef því var
að skipta. Hann var maður sátta
og friðar og átti gott með að kom-
ast að samkomulagi við flesta þann-
ig.að báðir aðilar stóðu sáttir upp
fráborðum.
Á þeim tíma sem við Valdi unnum
saman,. það var árið 1983-’84 eða
í rúmt ár, var rekstur í sjávarút-
vegi erfiður, olíuverð hátt og fjár-
magnskostnaður mikill, það var
dýrt að vera fátækur og blóðugt
að horfa upp á alla innkomuna fara
í afborganir lána, aðallega afurða-
lána og óskaplegan vaxtakostnað.
Þetta var þungur rekstur en ákaf-
lega spennandi fyrir unga menn og
mikilvægur fyrir byggðarlagið eins
og frystihús og útgerð em í sjávar-
plássum á íslandi, þar sem atvinnu-
möguleikar em takmarkaðir. Allt
snerist um að halda þessu gang-
andi og sérstök áhersla var lögð á
að starfsfólk fengi alltaf útborgað
í hverri viku. Þetta tókst í flestum
tilvikum. Við höfðum góðu starfs-
fólki á að skipa í Jökli og hráefnið
frá okkur var ekki verra en frá
betur útbúnum og nýrri húsum, þó
svo að aðstæður hefðu ekki verið
sem bestár þá. Þó tók Valdimar
þessu með stakri ró. Hann skildi
betur en margur annar vandann
sem íslenskt efnahagslíf átti við að
glíma, skildi mikilvægi sjávarút-
vegsins fyrir okkur íslendinga, enda
var hann alinn upp við sjómennsku
og sjósókn vestur í Gmndarfirði.
Hann var víst ekki hár í loftinu
þegar hann hóf róðra með pabba
sínum, sjómennskan var honum í
blóð borin, þó hann hafí ekki stund-
að hana á seinni ámm. Hann fór
þó túr og túr til að endurheimta
orku og fá „fílinginn" eins og hann
orðaði það.
Valdimar var óhræddur við að
takast á við hið óþekkta, hann var
maður framkvæmda, gerði það sem
hann taldi skynsamlegt og vænlegt
til árangurs. Það var gaman að
starfa með honum, hann var fullur
af lífi og fjöri, duglegur og þrótt-
mikill, en fumlaus og ákaflega
vandvirkur. Oft sátum við saman
að vinnudegi loknum á skrifstofunni
og ræddum um lífíð og tilvemna.
olík sjónarmið skutu stundum upp
kollinum, en það létum við ekkert
á okkur fá, það kryddaði bara um-
ræðumar. Hann tók lífið alvarlega
en sjálfan sig ekki of hátíðlega, það
var stutt í húmorinn, glettnin skein
þá úr augunum, hann sló á lærið á
sér og tók bakföll af hlátri.
Lífskraftur hans smitaði aðra enda
fannst mér glaðværð og léttleiki
alltaf í kringum Valda.
Við hættum á sama tíma hjá
fyrirtækinu sumarið 1984 og skildu
þá leiðir. Valdimar fór út í laxeldi
en ég á sjóinn. Skömmu seinna
fluttum við fjölskyldan upp á Kjal-
arnes þar sem við búum núna og
komu Valdi og Stína þá stundum í
heimsókn. Þá var gjaman bmgðið
á glens og gaman og ánægjulegar
minningar á ég sem þessar línur
skrifa um notalega kvöldstund þar
sem rætt var um menn og málefni,
útgerð og aflabrögð og sitthvað
fleira er á döfinni var.
Valdi og Stína slitu samvistum
árið 1987. Þeirra vinátta hélst þó
óbreytt alla tíð síðan, einstök vin-
átta sem endurspeglaði að mörgu
leyti þeirra persónur. Valdimar kom
oft í heimsókn til hennar sem sann-
ur vinur og ekki síst til að hitta litlu
dóttur þeirra, sem var mikil pabba-
stelpa. Valdi var fróðleiksfús og
ágætur námsmaður. Hann lauk
prófi úr farmannadeild Stýrimanna-
skólans árið 1978, fór þá í útgerðar-
deild Tækniskóla íslands og lauk
þaðan prófi árið 1980. Eftir það
hélt hann utan til frekara náms í
Tromsö í Noregi. Því námi lauk
hann ekki en tók við starfi fram-
kvæmdastjóra Jökuls hf. á Raufar-
höfn árið 1982, þá aðeins tuttugu
°g fjögurra ára að aldri. Auk þess
sem að ffatnan er getið leysti Valdi
af sem skipstjóri á vertíðarbát föður
síns aðeins átján ára, starfaði í sjáv-
arútvegsráðuneytinu um tíma og
einnig sem framkvæmdastjóri
Freyju hf. á Suðureyri við Súganda-
fjörð, eftir að hann hætti á Raufar-
höfn. Allt þetta sýnir hve miklu
hann fékk áorkað á sínu stutta
æviskeiði.
Núna seinast stundaði Valdimar
nám í Árósum í Danmörku en hafði
farið til Barcelona á tungumála-
námskeið er hið hörmulega slys
varð, er leiddi hann til dauða.
Lífshlaup hans varð ekki langt, stór
akur er eftir óplægður þótt margt
hafi verið gert. Hann dó ungur,
alltof ungur en mér kemur þó í hug
fleyg orð Seneca: „Það er alltaf nóg
lifað þegar vel er lifað."
Með þessum fátæklegu orðum
kveð ég Valdimar Þorvarðarson og
þakka honum fyrir okkar stutta
samstarf og trygga vináttu síðan.
Við Helga vottum bömum hans,
foreldram og öðmm aðstandendum
okkar dýpstu samúð og biðjum Guð
að geyma góðan dreng.
Páll Ægir Pétursson
Við ráðum ekki yfír dauðanum,
hann er fylgifiskur lífsins og
ómögulegt að útskýra hann frekar
en lífíð sjálft. Lífið er. ekki sann-
gjamt.
Mér finnst engin sanngimi í því
að Valdimar skuli deyja aðeins 30
ára gamall. Deyja frá tveimur böm-
um, foreldmm, stómm systkina-
hópi, frá náminu og framtíðinni.
En hvað er sanngimi? Hvar er rétt-
læti? Hvað eða hver stjómar hör-
mungum heimsins? Af hveiju lifum
við í heimi þar sem hörmuleg slys
verða daglega? Er það Guð sem
stjómar öllu þessu, eða er það til-
viljunum háð hveijir verða fyrir
sorg og harmi? Ég gæti varpað fram
miklu fleiri spumingum, en óvíst
hvað yrði um svör. Við lifum í þess-
um heimi, sem við þekkjum. Oft
er heimurinn ósanngjam, grimmur
og ófullkominn. En hann getur líka
verið fallegur og góður, og gefið
okkur ríkulega. Gjöf, sem við
gleymum aldrei, góðan dreng eins
og Valdimar. Ég kynntjst Valdimar
er hann kom til að sjá nýfæddan
son sinn, sem hann eignaðist með
systur minni. Valdimar var 17 ára
pabbi, en ég dáðist að honum hvað
hann sýndi litla drengnum og móð-
ur hans mikla hlýju og umhyggju.
Alla tíð síðan hefur Valdimar verið
systur minni og fjölskyldu hennar
ómetanlegur, hjálpfús og elskuleg-
ur.
Svanur Þór og Valdimar vom
miklir mátar og dáði Svanur föður
sinn. Það em tveir mánuðir þar til
Svanur fermist, efalaust hafa
kveðjuorð þeirra feðga verið á þá
leið að gaman yrði að hittast um
páskana er þeir kvöddust um ára-
mótin.
Heimurinn hrynur á andartaki
hjá dreng sem horfir björtum aug-
um á tilvemna. Bjartir dagar verða
að dimmum nóttum, mörgum
dimmum nóttum.
Hann er búinn að missa föður,
29
sem var svo gott að vera með. Föð-
ur„ sem bauð honum sumarlangt
með sér á „skak“ vestur á Qörð;
heim í Gmndarfjörð á æskuslóðim-
ar, eða eins og í fyrrasumar út fyr-
ir landsteinana til Danmerkur.
Minningama em dýrmætar,
minning um góðan dreng, Valdi-
mar, sem ég vil þakka samfylgdina,
góðvildina og hjartahlýjuna sem
hann auðsýndi á meðan hann var
hér á meðal okkar. Elsku Ásdís,
Þorvarður og stóri systkinahópur-
inn, Ólöf og Svanur. Ég bið Guð
að styrkja ykkur f sorginni.
Sirrý
Sú fregn að Valdimar bróðir okk-
ar hefði orðið fyrir slysi að morgni
14. janúar og lægi nú meðvitundar-
laus á spítala í Barcelóna á Spánit
kom sem þmma úr heiðskím lofti.
Hversu oft höfðum við ekki hlustað
á eða lesið fregnir af alls kyns slys-
um en sjaldan hugsað um að slíkt
gæti hent einhvem af okkur. Fyrstu
fregnir af líðan hans vom ekki góð-
ar og áttu ekki eftir að batna. Að
hugsa sér bróður okkar beijast fyr-
ir lífi sínu í fjarlægu landi með litl-
ar vinningslficur og engan ástvin
sér við hlið fyllti okkur öll mikilli
vanmáttarkennd. Það var því okkur
hér heima mikill styrkur að Láms
bróðir, sem búsettur er f Dan-
mörku, komst að kvöldi sama dags
til Barcelóna. Á hann þökk okkar
allra fyrir skjót viðbrögð.
En því miður virtist það ekki í
mannlegu valdi að bjarga lífi okkar
ástkæra bróður. Valdimar komst
aldrei til meðvitundar og lést eftir
skammt dauðastríð föstudaginn 20.
jánúar.
Það er sárt að sjá á eftir bróður,
félaga og góðum dreng, því þetta
var hann okkur systkinunum öllum.
Hann var alltaf tilbúinn að hlusta
og leiðbeina okkur. Slíkir menn
hafa oft minni tíma fyrir eigin
vandamál.
Hrókur alls fagnaðar var hann í
góðra vina hópi. Slíkar em einmitt
minningamar um síðustu samvem-
stundimar sem hann átti með okkur
þegar hann var í leyfí frá námi
yfir síðustu jól og áramót. Að eiga
svo góðar og ferskar minningar er
mikils virði.
Framkoma Valdimars hafði á sér
virðulegt yfirbragð, en hafði þó á
sér bæði blæ af glettni og gáska
að minnsta kosti gagnvart þeim er
betur til þekktu. Hann hafði reynt
meira en við flest þó aðeins þrítug-
ur væri. Og ávallt stefndi hugurinn
hátt, svo var og enn.
Valdimar lætur eftir sig tvö böm,
Svan Þór, 13 ára, og Ólöfu Hug-
rúnu, 6 ára. Við vottum þeim og
mæðram þeirra okkar dýpstu sam-
úð, þau munu ávallt eiga tiyggan
stað í hjörtum okkar.
Það að missa foður og verða
þannig af handleiðslu hans á hinum
erfíðu uppvaxtaráram er mikil raun
fyrir hvert bam. Þann missi er
mjög erfítt að bæta.
Ennfremur óskum við þess að
foreldrar okkar fái einhvers staðar
styrk í sorg sinni yfir sonarmissin-
um.
Með þessum orðum viljum við
kveðja bróður okkar. Hann mun lifa
áfram í hugum okkar allra.
Systkini
Birting afmælis- og
minningargreina
Morgunblaðið tekur afmælis- og minnmgargreinar til birting-
ar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á ritstjóm blaðsins á
2. hæð í Aðalstræti 6, Reykjavík og á skrifstofú blaðsins í Hafii-
arstræti 85, Akureyri.
Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góðum
fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðvikudagsblaði að
berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga.
í minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Ekki era tek-
in til birtingar fmmort ljóð um hinn látna. Leyfilegt er að birta til-
vitnanir í ljóð eftir þekkt skáld, og skal þá höfundar getið. Sama
gildir ef sálmur er birtur. Meginregla er sú, að minningargreinar
birtist undir fullu nafni höfundar.
Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins em birtar
greinar um fólk sem er 70 ára eða eldra. Hins vegar em birtar af-
mælisfréttir með mynd í dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra.
Mikil áhersla er á það lögð að handrit séu vel frá gengin, vélrituð
og með góðu línubili.