Morgunblaðið - 28.01.1989, Síða 34
34
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. JANÚAR 1989
Minning:
Guðmundur Jóns-
son á Kópsvatni
Enn erum við minnt á hve
skammt er milli lífs og dauða. Mig
setti hljóðan er ég heyrði lát frænda
míns, Guðmundar Jónssonar bónda
og fræðimanns á Kópsvatni í
Hrunamannahreppi. Hann varð
bráðkvaddur á heimili sínu 19.
þessa mánaðar.
Guðmundur var sístarfandi að
hinum mörgu og fjölbreytilegu
áhugamálum sínum og miklu hafði
hann komið í verk. Hugsjónamönn-
um endist raunar aldrei ævin til að
ljúka störfum. Vissulega átti Guð-
mundur mörgum verkefnum ólokið
er hann skyndilega fellur frá langt
um aldur fram.
Guðmundur fæddist á Kópsvatni
2. apríl 1930, sonur hjónanna Maríu
Hansdóttur og Jóns Guðmundsson-
ar bónda þar. Þau hjón eignuðust
þijá syni, Guðmund, Bjama og
Magnús, og var Guðmundur elstur.
Kópsvatn er notadijúg jörð og
húsakostur góður. Þar hefur lengi
búið sama ættin, þótt ekki verði
það rakið hér.
A Kópsvatni er tvíbýii, Jón og
María bjuggu í austurbænum, en
Guðrún, alsystir Jóns, og maður
hennar, Marinó Kristjánsson, í vest-
urbænum. Þau áttu tvö böm,
Valdísi og Guðmund.
Eins og að líkum lætur hefur oft
verið glatt á hjalla hjá frændsystk-
inunum fimm á Kópsvatni, sem ól-
ust upp svo að segja í sama hlað-
varpanum.
Nú eru uppvaxtarár barnanna
löngu að baki „og enginn stöðvar
tímans þunga nið“. Jón og Guðrún
em bæði dáin fyrir alllöngu og einn-
ig María. Marinó býr enn í vestur-
bænum, háaldraður, ásamt bömum
sínum.
Bræðumir á Kópsvatni ólust upp
við öll algeng sveitastörf og hlífðu
sér hvergi. Á fyrra helmingi þessar-
ar aldar var vélvæðing ekki komin
til sögunnar að neinu ráði til að
létta mannshöndinni störfín.
Snemma kom í ljós að hugur
Guðmundar stóð til mennta, enda
var hann góðum gáfum gæddur og
listhneigður. Foreldrar Guðmundar
hvöttu einnig son sinn og studdu
hann til náms með ráðum og dáð.
Eftir skyldunám í barnaskóla fór
Guðmundur í héraðsskólann á
Laugarvatni. Einnig stundaði hann
nám í Gagnfræðaskóla Ingimars
Jónssonar eða Ingimarsskólanum
eins og hann var oftast nefndur.
Þá las Guðmundur um hríð utan-
skóla. Loks lá leiðin í Menntaskóla
Reykjavíkur og þaðan lauk Guð-
mundur stúdentsprófi 1952.
Að loknu stúdentsprófi vitjar
Guðmundur aftur æskustöðvanna
og ekki verður af frekara fram-
haldsnámi. Mun þar hafa ráðið
nokkru um að fáum árum síðar eða
1956, deyr faðir Guðmundar.
Synirnir taka þá við búsforráðum
á Kópsvatni, ásamt móður sinnt.
Var öllu haldið í horfínu og heimil-
ið með sama myndarbrag og áður.
María deyr 1979, og var það bræðr-
unum mikið áfall.
Allir synirnir voru ókvæntir en
héldu samt búskapnum áfram á
föðurleifð sinni. I fyrstu höfðu þeir
ráðskonu öðru hvoru, en síðari árin
hafa þeir búið einir, og annast öll
störf, bæði innan húss og utan, og
farist það vel úr hendi.
Eftir að búskapurinn dróst sam-
an, eins og hjá öðrum bændum
þessa lands, hafa bræðumir stund-
að allmikið vinnu utan heimilis.
Guðmundur var mjög félagslynd-
ur maður og átti mörg og margvís-
leg áhugamál eins og áður segir. í
æsku starfaði hann mikið í ung-
mennafélaginu og síðari árin var
hann virkur félagi í Félagi Nýals-
sinna; þ.e.a.s. þeir sem aðhyllast
kenningar sem byggjast á ritum
dr. Helga Pjeturss. Sat Guðmundur
í stjórn félagsins.
Guðmundur átti létt með að
skoða mál frá ýmsum hliðum og
koma skoðunum sínum á framfæri.
Hann var góður ræðumaður og
prýðilega ritfær.
. Guðmundur hafði mikinn áhuga
á þjóðmálum og stjórnmálum, og
skrifaði oft um þau efni. Birtust
greinar hans víða í blöðum og tíma-
ritum. Má þar einkum nefna lands-
mála- og héraðsblöðin í Árnessýslu,
Dagskrá, Þjóðólf og Suðurland. Þá
skrifaði Guðmundur alloft í dag-
blöðin, DV og Tímann. Og einnig
á síðari árum í Morgunblaðið.
Ritstörf Guðmundar voru ekki
einungis bundin við dægurmál.
Hann var áhugamaður um ættfræði
og skráði margt í því sambandi.
Eitt hinna mörgu áhugamála
Guðmundar var rannsókn og varð-
veisla fornminja og starfaði hann
nokkuð á því sviði, þótt það verði
ekki nánar rakið hér.
Guðmundur var bókelskur, las
mikið og hafði yndi af góðum skáld-
skap. Þá hélt hann til haga og safn-
aði ýmsum biöðum og tímaritum.
Ennfremur er ótalið hið mikla
starf sem Guðmundur hefur innt
af hendi við skipulagningu og upp-
byggingu bókasafns Hrunamanna
á Flúðum. En hann hefur starfað
sem bókavörður við safnið um ára-
bil.
Guðmundur var mikill náttúru-
unnandi og umhverfisverndarsinni.
Útivist iðkaði hann talsvert og ótal-
in eru þau sporin, sem hann átti
um æskustöðvar sínar og heima-
byggð. Má segja að hann gjör-
þekkti hveija þúfu og stein, gilja-
drög og blómabrekkur. Náttúran
átti hug hans, jafnt í sumarskrúða
og vetrarham.
„Svo hefur gesturinn
göngu sína,
þó gnauði stormar
og veður hörð,
og hugur veit,
að til himins stefnir,
þó hægt sé farið
umgrýttajörð." (D.St.)
Allt frá æskuárum hefur frænd-
fólkið á Kópsvatni verið mér hug-
þekkt og kært. Faðir minn og Jón
voru hálfbræður. Samgangur var
þó ekki mikill milli fjölskyldna eða
náinn kunningsskapur. Sjálfsagt
hefur þar mestu valdið að alllangt
var á milli og í aðra sveit að fara.
En foreldrar mínir bjuggu í Neðra-
dal í Biskupstungum.
Minnisstætt er mér frá fjórða og
fímmta áratugnum þegar fyrstu
bækur mínar voru að koma út, að
þá bauð Jón á Kópsvatni mér marg-
sinnis að koma og dvelja á heimili
sínu um lengri eða skemmri tíma
mér að kostnaðarlausu. Vildi hann
gefa mér tækifæri til að sinna
skriftum í ró og næði. Því miður
varð aldrei neitt úr því að ég tæki
þessu góða boði. En söm var gerð
föðurbróður míns og sýnir best
hvem mann hann hafði að geyma.
Kynni okkar Guðmundar voru
minni en skyldi. Við áttum um
margt svipuð áhugamál. Stuttan
tíma á stúdentsárum sínum dvaldi
hann þó á heimili mínu. Og stöku
sinnum leit hann inn ef hann átti
erindi til Reykjavíkur. Þá kom það
fyrir að við hittumst á sameiginleg-
um fundum bókavarða.
En gengin spor eru horfin þegar
litið er til baka yfír veginn.
I dag fer fram útför Guðmundar
frá sóknarkirkju hans að Hruna.
Ég lýk þessum fátæklegu kveðju-
orðum minnugur þess að með Guð-
mundi er góður drengur genginn.
Ég votta bræðrunum á Kópsvatni,
Bjarna og Magnúsi, og öðru vensla-
fólki og vinum dýpstu samúð mína.
Ármann Kr. Einarsson
Ekki auðnaðist mér að kynnast
Guðmundi á Kópsvatni náið, en við
hittumst stöku sinnum á síðari
árum, einkum á fundum Sögufélags
Árnesinga.
Ástæðan til þess, að ég sting nú
niður penna, er þó önnur. Ég ætla
að kvitta opinberlega fyrir símtal,
sem hann átti við mig laugardaginn
áður en hann dó út af ritsmíðum,
sem ég hefí skrifað í Morgunblaðið
á síðastliðnu ári. Guðmundur hafði
af glöggskyggni sinni tekið eftir
því, að ég var að ferðast á svipuðum
andans slóðum og gamall kollegi
minn fyrir austan fjall, séra Guð-
mundur Einarsson á Mosfelli. Ég
hefí þegar litið yfir nokkrar ritgerð-
ir séra Guðmundar vegna þessarar
hvatningar nafna hans á Kóps-
vatni, en ég þarf að bera þær sam-
an við hinar víðfrægu bækur
danska málvísindamannsins Her-
manns Möllers prófessors um skyld-
leika indó-evrópskra og semitískra
tungumála, en bækur hans vöktu
ákaflega mikla athygli á fyrstu ára-
tugum aldarinnar fyrir ströng
vísindaleg vinnubrögð, enda þótt
hann eignaðist ýmsa andstæðinga.
Höfuðandstæðingur hans á íslandi
var Alexander Jóhannesson pró-
fessor, en höfuðlærisveinn hans var
einmitt séra Guðmundur Einarsson
á Mosfelli. Því miður vannst okkur
Guðmundi á Kópsvatni ekki tími til
að tala saman aftur, áður en hann
dó, en Guðmundur á skilið alúðar-
þakkir fyrir ábendinguna, sem hér
með kvittast fyrir. Áður hafði ég
einkum vitað af orðspori séra Guð-
mundar af kristilegum ölmusuverk-
um gagnvart nauðleitarmönnum.
Einu sinni hafði mér þó verið sagt
frá málfræðihugmyndum séra Guð-
mundar á Mosfelli, en sú umsögn
var augljóslega runnin úr herbúðum
andstæðinga Möllers prófessors.
Nú varð mér ljóst, að alþýðu-
fræðimaðurinn Guðmundur Jónsson
á Kópsvatni mundi betur eftir rann-
sóknum manna fyrr á árum, en
aðrir lærðari. Slíkir menn eru
óborganleg hjálp annarra rann-
sóknarmanna. Strax sunnudaginn
eftir lát Guðmundar sýndi dr. Helge
Ingstad mér í Norræna húsinu
mynd af þeim öldungi, er leiddi
hann að víkingarústunum á Ný-
fundnalandi. Ég mun ávallt í minn-
ingunni leggja þá að jöfnu Guð-
mund á Kópsvatni og öldunginn á
Nýfundnalandi.
Kolbeinn Þorleifsson.
Mín trú er ekki arfgeng sögn, á allra leiðum
spurð
ég á mér djúpan grun, sem nóttin elur.
í banni sauða og hirðis geng ég brott
frá hússins hurð
- og hafna þeirri leið sem fjöldinn velur.
(E.B.)
Þessar ljóðlínur skáldsins komu
í hugann við sviplegt fráfall Guð-
mundar Jonssonar frá Kópsvatni
að kvöldi þess 19. þessa mánaðar.
Hér sannast best, að enginn veit
sitt skapadægur eða hver síðustu
sporin hans verða á þessari jörð.
Lífið er og verður óráðin gáta, en
ætla verður að einhvem tilgang
hafi það, að burtkalla menn á góð-
um aldri í miðju starfi. En trú Guð-
mundar mun hafa verið sú, þótt
hann flíkaði því lítt, að dauðinn
væri ekki endir alls, heldur um-
skipti, þar sem flutt væri yfir á
annað svið í aðra veröld í alheims-
geimi, þar sem áfram héldi lífíð á
þroskabraut með reynslu jarðarbú-
ans að baki.
Guðmundur Jonsson var fæddur
á Kópsvatni 2. apríl 1930 og vom
foreldrar hans Jón bóndi Guð-
mundsson á Kópsvatni, þar einnig
fæddur, og María Hansdóttir uppal-
in í Bryðjuholti. Þau hófu búskap
á hálfri jörðinni 1932. Búskapur
þeirra gekk vel og fomar hefðir í
héiðri hafðar að íslenskum hætti.
Þau vom bæði börn aldamótanna
og hugsjónir ungmennafélaganna
þeim inngrónar. Jón bóndi var gáf-
aður maður, vel lesinn í skáldskap
og bókmenntum en hafði ungur
bmnnið af menntaþrá, sem ekki
náði að rætast. Hann dó árið 1956.
María var og góðum gáfum gædd,
hafði verið einn vetur í kennara-
skóla, sem hún naut góðs af alla
tíð. Var félagsmálakona og áhuga-
söm um bókmenntir og andleg
mál. Hún bjó eftir lát manns síns
með sonum þar til hún Iést 1979.
Synir þeirra urðu þrír. Auk Guð-
mundar Bjarni, f. 10. nóvembar
1934, og Magnús, f. 30. maí 1938.
Hafa þeir nú búið þar þrír saman
síðan móðir þeirra lést. Þegar Guð-
mundur var að vaxa úr grasi hefur
fljótt borið á því, að hann væri fróð-
leiksfús og gæddur einstöku rann-
sóknareðli. Hann fór stundum ein-
fömm út um haga að tína grös,
þegar aðrir unglingar skemmtu sér.
Bókleg fræði munu einnig hafa
verið til umræðu á heimilinu. Það
lá því beint við, að þegar Guðmund-
ur hafði lokið bamaskólanámi, að
hann færi áfram í skóla því að
námsgáfur hans vom ótvíræðar.
Stærðfræðin var honum opin og
náttúmfræðingur var hann að eðli
fram í fíngurgóma. Hann hafði
gott vald á íslensku máli og ritaði
greinar í blöð um hugðarefni sín.
Hann fór fyrst í Laugarvatnsskóla,
en las svo, að mestu utanskóla,
undir stúdentspróf sem hann tók
síðar í Reykjavík.
Guðmundur var um tvítugt þegar
hann gekk í ungmennafélag Hmna-
manna. Þar var hann þátttakandi
æ síðan og tók meðal annars þátt
í samkeppni í grasafræði við önnur
félög víða um land. Reyndist hann
vera einn hinn snjallasti yfir landið
og hlaut verðlaun fyrir. Önnur grein
náttúmfræði greip hug hans mjög
á fyrri ámm sem var fomleifafræði
og fomleifarannsóknir.
Hvað fomleifarannsóknir varðar
er skylt að geta þess, að nafn hans
verður með réttu óijúfanlega tengt
þessum stað hér í Hvítárholti. Af
glöggskyggni sinni fann hann hér
árið 1963 fomar rústir sem aðrir
höfðu ekki tekið eftir. Þær reynd-
ust vera frá 11. öld. Hann gerði
strax Kristjáni Eldjám þáverandi
þjóðminjaverði aðvart og komu þeir
fljótt, hann og Þór Magnússon,
síðar arftaki hans, og litu á vegsum-
merki. Og hófst nú fomleifagröftur
undir forystu Þórs sem stóð í heil
5 sumur. Þar fannst rómverskur
peningur. En svo að höfð séu eftir
orð Kristjáns heitins Eldjáms var
þetta merkasti fornleifafundur á
Islandi til þess tíma. Guðmundur
vann hér að fomleifagreftri öll þessi
sumur og treystu þeir honum og
tóku tillit til hans í hvívetna. Víða
á þessum árum leitaði Guðmundur
fomleifa, varð margs vísari og gaf
það til kynna. Inni fyrir ríkti með
honum rík þörf á að leiða í ljós
sögu og lifnaðarhætti liðinna kyn-
slóða. Glöggskyggni hans á þá hluti
var einstök.
Af því sem hér að framan hefur
verið sagt, má sjá að Guðmundur
hefur veri vísindamaður að eðli'og
hefði hentað honum vel að helga
sig eingöngu þeim störfum. En
áhugamál hans vom margþætt og
hugur hans iðulega yfírfullur, sem
oft vissulega dreifði kröftum hans.
Félagsmálaáhugi hans var mikill,
hann sótti yfirleitt alla fundi innan
sveitar og stundum annars staðar
einnig. Hann bar alltaf von í bijósti
um frama á þeim vettvangi og
sjálfstraust skorti hann ekki. En
hann gekk sínar eigin götur, var
of mikill einfari til þess að samlag-
ast fjöldanum og þess vegna varð
endirinn oft sá að hann var dæmd-
ur úr leik. Það varð honum oft
þung raun og olli stundum beiskju.
Hann var um margra ára skeið
bókavörður hér í sveitinni og stund-
aði einnig bóksölu fyrir jólin. Hann
lagði að sínu leyti alúð við það
starf. En hann átti erfítt með að
fara eftir reglum, sem aðrir settu
og olli það eðlilega árekstrum. Und-
irritaður var þá í bókasafnsstjórn
en þeir árekstrar voru ekki til að
erfa þá, því að bóngreiður var hann
og reiðubúinn að útvega hveijum
og einum það sem hann vantaði ef
þess var kostur. Um árabil tók hann
að sér að ferðast um sveitina á
haustin og telja fénaðinn, áætla
heyin og halda skýrslu þar um.
Margir fóru líka til hans að fá að-
stoð við reikningsfærslu.
Samkvæmt eðli Guðmundar sem
vísindamanns var hann hárná-
kvæmur og gerði kröfur til þess að
allt væri rétt. Átti það einnig við í
viðskiptum og fjarri var því að hann
vildi hafa nokkuð af öðrum, fremur
hið gagnstæða. Hann hafði gaman
af að ræða við börn og gaf sig að
þeim, en því lauk stundum svo, að
þau urðu honum óþjál.
Ekki má gleyma garðrækt Guð-
mundar. Það var hans búskapar-
grein. Nákvæmni hans kom sér þar
vel. Kartöflu- og rófnarækt sem
hann vann eingöngu einn við með
góðum árangri með eigin höndum,
án þess að tækni nútímans kæmi
þar nærri svo að heitið gæti.
Það liggur í hlutarins eðli að jafn
víðförull hugur sem Guðmundar
varð að leita út fyrir okkar jarðar-
svið. Hvað um alla þessa hnetti í
endalausum geimi? Og hann fann
þann hljómgrunn, sem að var leitað
í kenningu dr. Helga Péturs og fór
að lesa rit hans. Þar var að finna
kenningu sem byggð var á jarðn-
eskum vísindum. Hann gekk í félag
nýalssinna, starfaði þar af miklum
áhuga, þar gat félagshyggja hans
notið sín. Hann var þar mikils met-
inn, kosinn í stjóm og varð gjald-
keri félagsins, sem honum var án
efa treystandi til.
Guðmundur Jónsson kvæntist
ekki né átti afkomendur. Hann fór
sínar eigin leiðir, gekk jafnvel þvert
úr alfaraleið. Það er erfítt hlut-
skipti, en þeir menn skilja oft eftir
sig spor sem síður fymast en ann-
arra. Hann hefur lokið sinni jarð-
vist. við vitum svo lítið um lífíð.
En má ekki ætla að honum geti
orðið að trú sinni, að starfa í um-
hverfí þar sem samstilling ríkir á
leið til meiri fullkomnunar.
Sigurður Sigurmundsson,
Hvítárholti.
Vinur minn Guðmundur er látinn.
Þegar Guðmundur kom til mín í
hádeginu fyrir nokkmm dögum,
hvarflaði ekki að mér að þetta yrði
í síðasta skipti í nær 22 ár, eða
allt frá því er ég 13 ára gömul fór
í sveit að Kópsvatni í Hrunamanna-
hreppi. Þetta var eina sumarið mitt
í sveit, og fór ég alveg til bláókunn-
ugs fólks, en það átti eftir að verða
heilladijúgt og ánægjuríkt fyrir mig
og síðar eiginmann minn og dætur.
Þótt sumarið væri liðið í sveitinni
stóð vinskapurinn í blóma og hefur
staðið síðan. v
Þetta sumar mitt á Kópsvatni
var ekkert venjulegt sveitasumar
hjá unglingi, fyrir utan hin hefð-
bundnu búverk. Það var allt gert
til þess að ég fengi að kynnast sem
flestu sem fram fór í hreppnum sem
honum Guðmundi var svo kær.
Hann fór með mig á hvem einasta
bæ í hreppnum sem ég get ekki
ímyndað mér að almennt sé gert
við borgarböm sem eru í sveit. Ef
eitthvað var um að vera fyrir ungl-
inga í nágrenninu var ég keyrð fram
og til baka og man ég er eitt sinn
var unglingaball í Aratungu og
Magnús keyrði mig og beið eftir
mér allt ballið. Þannig var og er
framkoma þeirra bræðra við mig,
allt svo sjálfsagt. Eftir þetta sumar
skrifaði Guðmundur mér oft bréf,
engin venjuleg sendibréf heldur
margar vélritaðar síður af fréttum
úr sveitinni, ferðasögum og því sem
hann var að gera í það og það
skiptið. Það er margur fróðleikur í
bréfum þessum. Þessi bréf Guð-
mundar til mín hafði alltaf átt vísan
sess hjá mér, og gerði ég einu sinni
að gríni við hann að bréfin dygðu
orðið í bók.
Guðmundur var sonur hjónanna
Maríu Hansdóttur og Jóns Guð-
mundssonar er bjuggu að Kóps-
vatni. Var Guðmundur elstur af
þrem sonum þeirra, næstur honum
er Bjami bóndi á Kópsvatni og
yngstur Magnús einnig bóndi á
Kópsvatni.
Guðmundur var stúdent frá
Menntaskólanum í Reykjavík og fór