Morgunblaðið - 28.01.1989, Qupperneq 37
MORGÚNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. JANÚAR 1989
37
mannlífsmynd og saga um aldarfar.
Þessi mynd á sér fastan stað í bytj-
un aldarinnar með allt það besta,
sem hún átti í arfi genginna kyn-
slóða, og vonina, trúna og bjartsýn-
ina á framtíðina. Svona mynd verður
ekki framar máluð. Lífinu, sem hún
túlkar, verður heldur ekki framar
lifað.
Einhver kann að segja, að þetta
sé ekki minningargrein um látinn
bónda, fremur eitthvert hugarflug
um myndlist, en þó er það svo, að
frá bytjun er þetta minningargrein
um sómamanninn hann Sigfinn í
Stórulág, bóndann á jörðinni, sem
hann Ásgrímur málaði.
Sigfínnur fæddist 18. apríl 1916
að Borgum í Norðfirði. Sá bær mun
hafa farið í eyði fyrir allmörgum
árum en hann stóð sunnan Norð-
fjarðarárinnar skammt út með
hlíðinni. Páll Amason, faðir hans,
var Norðfirðingur, formaður og út-
gerðarmaður. Var hann fyrstur eða
með fyrstu formönnum að austan,
sem sóttu til Homaijarðar á vetrar-
vertíð, og hann sótti þangað fleira
en fisk því að hann var tvígiftur og
báðar konumar úr Homafirði.
Fyrri konan var Sigurlaug Sigurð-
ardóttir frá Einholti á Mýrum. Áttu
þau sex böm. Dóu þtjú í frum-
bemsku en hin voru auk Sigftnns
þau Hákon og Fanney. Seinni kona
Páls var Kristrún Bjömsdóttir frá
Þinganesi í Nesjum og áttu þau tvö
böm, Karl og Rögnu.
Sigfinnur var tveggja ára þegar
hann missti móður sína en fyrir
austan var hann um það bil þtjú ár
eftir það. 1921 fór hann suður í
Homafjörð að Hoffelli til móðurbróð-
ur síns, Þorsteins, sem þá var þar
heimilismaður. Síðar fluttist Þor-
steinn frá Hoffelli en Sigfmnur varð
fljótlega sem einn af þessari stóru
fjölskyldu og mun þá ekki síst hafa
notið húsmóðurinnar, Valgerðar Sig-
urðardóttur, þeirrar merku konu
með breiða faðminn og hlýja hjarta-
lagið.
Á þessum árum var farskóli í
Nesjum eins og víðast í sveitum.
Þótt skólagangan væri ekki löng
kom hún örugglega að góðu gagni,
og skólagöngu Sigfinns lauk ekki
með grunnskólaprófinu eða barna-
skólaprófinu eins og það hét í þá
daga. Síðar var hann tvo vetur á
Laugarvatni og hefír honum vafa-
laust nýst sú vist vel eins og mörgum
æskumanninum í þá tíð.
Þegar hér var komið sögu var
Sigfínnur orðinn fullþroska, ungur
maður og ég ætla að segja, með
afbrigðum vel af guði gerður. Hann
var meðalmaður á hæð, bar sig vel,
breiður um herðar en grannur nið-
ur. Hann var einstaklega léttfær en
sterkur og íþróttamaður góður. Frá
þessu tímaskeiði, sem í hönd fór
eftir að vistinni á Laugarvatni lauk,
fara margar sögur af Sigfinni fyrir
vaskleik og hreysti. Freistandi væri
að segja hér nokkrar sögur af afrek-
um hans í svaðilförum og í starfi til
sjós og lands, á fjöllum og á jöklum,
af nógu er að taka en týmið tak-
markað í minningargrein í dagblaði.
Eina stutta frásögn læt ég samt
fylgja hér með. Hún er í greininni
„Skúmur“, sem birtist í ritinu „Norr-
æn jól“ og er eftir Sigurð Þórarins-
son jarðfræðing.
„Það bar til eitt sinn að vetrar-
lagi, að Sigfinnur var á heimleið af
Mýrunum. Frosthart hafði verið und-
anfarið og voru Homafjarðarfljót
farin að skara en ekki komnar á þau
hestheldar spengur. Segir ekki af
ferð Sigfinns og Skúms fyrr en þeir
koma að aðalkvísl Austurfljótanna.
Féll hún þá þröngt á milli hárra
skara og virtist með öllu ófær sakir
straumþunga og dýptar. Sigfinnur
teymir Skúm fram á vesturskörina
og lofar honum að athuga ána, teym-
ir hann síðan spölkom til baka, sest
á bak og hleypir á harðastökk fram
af skörinni. Mundu flestir hestar
hafa hikað við að fara lengra en sá
brúni hóf sig á loft og kom niður á
blábrún skararinnar að austanverðu.
Skörin hélt og Skúmur hélt áfram
sprettinum heim að Hoffellstúni,
yfir grindina í túnhliðinu, en það var
ekki vani Sigfinns að opna hlið þeg-
ar hann sat á Skúm, og heim á hlað
í Hoffelli."
Svo mörg vom þau orð.
Ósjálfrátt kemur manni í hug at-
burður, sem varð á Markarfljóti fyr-
ir tæpum 1000 ámm og hefur æ
síðan staðið kynslóðunum ljóslega
fyrir hugarsjónum. Yngri sagan gef-
ur hinni eldri ekkert eftir og hún
er friðsamlegri.
Það er við hæfi, að þessi hestur,
sem þessi saga greinir frá, komi
fram í minningargrein um Sigfínn
því af öllum þeim ferfætlingum, sem
hann hafði með að gera, mun hann
Skúmur hafa staðið hjarta hans
næst. Kemur margt til en fyrst og
fremst það hvað þeir vom líkir,
þ.e.a.s. eins og maður og hestur
geta verið.
Árið 1947 giftist Sigfinnur Sigur-
björgu Eiríksdóttur frá Miðskeri í
Nesjum. Ekki var gifting sú neitt
bráðræði, munu þau hafa verið heit-
bundin allt frá 1940. 1946 fluttist
Sigfinnur að Stómlág og var í sam-
býli við Sigurð Þórarinsson bónda
þar til ársins 1957 en það ár lést
Sigurður og sama ár keypti Sigfínn-
ur jörðina.
Stóralág er með fallegustu jörðum
í fallegustu sveit á Islandi og þar
undu þau Sigfinnur og Sigurbjörg
vel hag sínum. Á jörðinni em góð
heyjalönd, beitarlönd, garðlönd eða
hvað sem bóndinn óskar sér. Liggur
hún að undurfögm veiðivatni, sem
heitir Þveit.
Ekki munu þau hjónin hafa átt
digra sjóði þegar þau festu kaup á
jörðinni og urðu að leggja nokkuð
hart að sér framan af með vinnu
utan búsins jafnframt búskapnum
en það er í sjálfu sér eins og við-
gengst bæði til sjós og lands. Þegar
fram í sótti munu þau hafa búið við
allgóðan hag. Sambúð þeirra Sigf-
inns og Sigurbjargar var með af-
brigðum farsæl og hamingjusöm.
Mátu þau hvort annað mikils og
stóðu þétt saman í meðlæti og mót-
læti. Varð þeim fjögurra barna auð-
ið, allt sona. Em þeir Eiríkur, giftur
Guðrúnu Sveinsdóttur; Valþór; Sig-
urður, sem giftur er Jóhönnu Sigríði
Gísladóttur og á með tvo sonu, og
loks Páll. Þegar séð varð, að Sigfinn-
ur mundi ekki eiga langt ólifað var
frá því gengið, að Sigurður festi
kaup á jörðinni og bið ég þeim heilla
í þeirri stöðu.
Þegar Sigfinnur hóf búskap held
ég að segja megi, að ekki hafi allir
sveitungamir haft trú á því, að hann
yrði góður bóndi en varð hann það?
Jú, hann varð það. Ekki aðeins á
einnar sveitar vísu, heldur í fremstu
röð á landsvísu þó að þekktastur
muni hann vera fyrir þau hross, sem
hanri valdi sér, ræktaði og bætti.
En þótt hestamir ættu mikið í hon-
um þá er þar ekki nærri allt talið.
Hann þekkti jörðina sína út í hörg-
ul, unhverfi sitt og hérað. Hann
þekkti grösin, steinana, fjöllin og
jöklana jafn vel og þetta væm hús-
karlar hjá honum. Og hann var sjór
af hvers konar öðmm fróðleik um
menn og málefni héraðsins. Mér
varð hugsað til þess við þessa sam-
antekt, að mikið mundu menn vilja
gefa fyrir hlut, ég tala nú ekki um
rúnum rist kefli úr eigu þeirra Hrol-
laugs Rögnvaldssonar eða Auðunar
rauða. Menn væm tilbúnir að grafa
djúpt eða leita langt ef von væri í
slíkum grip. En nú er Sigfinnur
genginn á vit feðra sinna með fróð-
leik, sem ekki var annars staðar.
En þetta er víst alltaf svo. Menn
gera sér ekki grein fyrir því, að fort-
íðin bytjar í dag og menn em blind-
ir á fortíðina í samtímanum. Helst
verður hún að vera rykfallin og fúin
til að hún sé einhvers verð. Hér var
stóm tækifæri glatað. Fyrir mér
persónulega er myndin hans
Ásgríms fallin ofan af vegg og
myndflöturinn skorinn.
Við hjónin vottum ykkur, fjjjl-
skyldunni hans Sigfinns, samúð okk-
ar en við sjáum ykkur í minningunni
um hann og það er bjart yfir henni.
Oddbergur Eiríksson
Mér stendur bjart fyrir hugskots-
sjónum þegar svili minn á Homa-
firði, Bjöm Eymundsson, fór með
mig að Stómlág fyrir sjö ámm til
að kynnast Sigfinni Pálssyni.
Vegna áhuga míns á hestum fannst
honum ekkert sjálfsagðara en að
ég hitti vin sinn og sveitunga, sem
var landsþekktur fyrir afrek sín í
hestamennsku og hrossarækt. Slíku
boði var auðvitað ekki hægt að
neita. Sú hugsun, að þetta væri
uppáþrengjandi hvarf von bráðar,
enda auðfundið að Bjöm var í mikl-
um metum þar á bæ, sem var ekki
síður góður vitnisburður fyrir Sig-
finn en Bjöm.
Ferðir mínar að Stómlág urðu
margar upp frá þessu. Þó að hvergi
hafi verið fræknari hestar en.Léttir
og Skúmur var þó maðurinn sjálf-
ur, Sigfinnur, sem yar tilhlökkunar-
efnið að hitta. Margir þessara funda'
em meðal björtustu endurminninga
ævinnar.
Fegurð Hornafjarðar á kyrram
sumarkvöldum og nóttum var um-
gjörð um ógleymanlegar ferðir á
hestum Sigfmns, sem ekki áttu sína
líka, en ekki síður umgjörð um
myndríkar frásagnir hans. Hann
hafði frá mörgu að segja og var
ófeiminn við að láta hlutina flakka.
Ég lærði margt kvöldin þau og
næturnar þegar Sigurbjörg hafði
með elskusemi borið okkur kaffí og
meðlæti, sem entist fram að dagur
rann.
Margar frásagnir em til um
garpsskap Sigfinns, sérstaklega á
yngri ámm. Ekki efast ég um sann-
leiksgildi þeirra eftir kynni mín á
honum og þá ekki síst eftir að
krabbameinið heltók hann fyrir
rúmum þremur ámm. Þá var hon-
um aðeins hugað nokkurra mánaða
líf. Hetjulund hans og æðruleysi
gegn hinum þunga dómi var slík,
að aldrei var erfitt að vera sam-
vistum við hann. Síðast kom hann
á heimili mitt skömmu fyrir jól,
fársjúkur. Spaugandi sagði hann
þá, að fáir hefðu spáð honum ung-
um, að hann ætti eftir að enda líf
sitt á sjúkrabeði.
Hugrekki Sigfinns er kannski vel
lýst með frásögn af einni af sein-
ustu ferðum okkar saman á hestum.
Hann var þá illa leikinn af sykur-
sýki og krabbameini, kominn á átt-
ræðisaldur. Reiðskjótarnir vom
sjálfir höfðingjamir Skúmur og
Léttir. Á þeysireið um sandfláka í
Skógey, þar sem Skúmur þaut með
Sigfinn á flenniskeiði rétt á undan
mér á Létti, steig Skúmur í sand-
bleytu. Skúmur endastakkst með
Sigfínn. Sá ég ekki betur en að
hesturinn veltist yfir hann. Ég
hugði Sigfinn stórslasaðan. Hann
stóð upp í hægðum sínum, tók vasa-
klút sinn, bleytti í honum, þvoði
blóð og sand framan úr sér. Tróð
sér í pípu og taldi ástæðulaust að
eyða fleiri orðum í þetta fyrst hest-
urinn væri ómeiddur. Ekki var snú-
ið heim heldur þeyst áfram undir -
loftsins þök.
Spaugsemin og glettnin vom
þeir eðlisþættir, sem fyrst vöktu
athygli í fari Sigfinns. Fyrst var
jafnvel ekki laust við, að manni
fyndist glettnin vera nokkuð grá.
Ekki hygg ég hann hafi látið hlut
sinn fyrri nokkmm manni. En það
var stutt í hlýjuna. Öll mín fjöl-
skylda hændist að honum, jafnt
yngstu bömin sem þau elstu.
Með Sigfinni er genginn sá mað-
ur, sem veitti mér sýn inn í mannlíf,
sem er svo stutt undan í tímanum
en samt svo langt frá okkur í nútím-
anum. Hann elskaði gömlu menn-
ina, sem hann mundi frá sínum
ungu dögum, fyrir manngildi þeirra,
frásagnargleði og háttu. Fyrir mér
verður Sigfinnur einn af þessum
mönnum. I þeirra hópi sæmir hann
sér.
Valdimar Jóhannesson
GuðmundurJ. Jóns-
son bóndi - Minning
Fæddur 6. janúar 1904
Dáinn 16. janúar 1989
í dag er kvaddur frá Voðmúla-
staðakapellu í A-Landeyjum Guð-
mundur Júlíus Jónsson fyrrum
bóndi í Vorsabæ, A-Landeyjum.
Hann fæddist að Neðra-Dal,
V-Eyjafjöllum, 6. janúar 1904. Son-
ur hjónanna Jóns Ingvarssonar frá
Neðra-Dal og Bóel Erlendsdóttur
frá Hlíðarenda í Fljótshlíð. Þau
bjuggu að Borgareyrum, V-Eyja-
fjöllum.
Þar ólst Guðmundur upp og var
þar við almenn landbúnaðarstörf til
1938 er hann flytur að Vorsabæ,
A-Landeyjum. Giftist Jónínu Þór-
unni Jónsdóttur frá Vorsabæ 28.
janúar 1938 og eru í dag fimmtíu
ár síðan þau giftust.
Guðmundur var 20 vertíðir að-
gerðarmaður í Vestmannaeyjum.
Þaðan átti hann góðar minningar
sem hann talaði mikið um. En ef
maður fer að hugsa um það sem
þessir menn lögðu á sig í þá daga.
Sem dæmi sagði Guðmundur mér
þá sögu að hann hefði lagt af stað
daginn fyrir Þorláksmessu gang-
andi til Reykjavíkur að ná skipi sem
átti að fara til Eyja og vera kominn
í tæka tíð á vetraiyertíð. Þætti þetta
þrekvirki í dag. Ég bý á svipuðum
slóðum og Guðmundur bjó þá og
er á bát frá Eyjum, oftast fer ég
klukkutíma fyrir brottför að heim-
an. Þetta er því góður samanburður
á því sem menn lögðu á sig í þá
daga og var ekki spurt um veðurút-
lit né kaup. Þá var ekki dag- eða
næturvinna heldur vetrarkaup og
var þá ekki spurt hvað vinnudagur-
inn væri langur heldur unnið eins
lengi og þurfti.
Guðmundur var góður vatnamað-
ur. Var því oft leitað til hans þegar
þurfti að ná í lækni eða ljósmóður.
Hann talaði oft um þessar ferðir,
sem mér virtust vera algjört þrek-
virki. Enda var honum oft þakkað
það innilega með ýmsu móti. Oft
var hann fenginn sem leiðsögumað-
ur í Þórsmerkurferðir og var þá
alltaf farið á hestum. Þórsmörkina
þótti honum alltaf vænt um og róm-
aði fegurð hennar.
Ég kynntist Guðmundi fyrir ell-
efu árum og tókst góð vinátta með
okkur. Þau kynni hefði ég ekki vilj-
að fara á mis við. Tvisvar fórum
við saman í ferðalag upp í Borgar-
Qörð og austur í Skaftafellssýslu
og eru það mér ógleymanlegar
stundir.
Eftir að Guðmundur hætti bú-
skap fór hann að smíða ýmis áhöld
í smækkaðri mynd frá fyrri búskap-
artíð og eiga margir vinir og ætt-
ingjar fallega hluti eftir hann.
Eg vil þakka honum fyrir þær
ánægjulegu stundir sem hann veitti
fósturdóttur okkar, því hann hafði
mjög gaman af börnum. Til dæmis
kölluðu öll sumardvalarbörn sem
voru á heimili mínu hann afa. Og
held ég að þau komi að heldur tóm-
legu húsi þegar afí verður ekki á
staðnum næsta sumar og munu þau
eflaust sakna hans.
Ég vil þakka þeim Ólafi Auðuns-
syni, Ingibjörgu konu hans, Sigríði
systur hans og Amóri mági hans
fyrir góða umhugsun og hlýjar
heimsóknir til Guðmundar og öllum
öðrum sem komu til hans þann
mánuð sem hann dvaldi á Lands-
pítalanum.
Jónínu, bömum, tengdabömum,
bamabömum, bamabamabömum
og systur votta ég samúð mína og
bið góðan guð að styrkja þau í sorg
þeirra.
Guð veri með honum að eilífu,
og það veit ég að hann verður vegna
þess að Guðmundur var honum trúr
alla tíð.
Hver fógur dyggð í fari manns
er fyrst af rótum kærleikans.
Af kærleik sprottin auðmýkt er
við aðra vægð og góðvild hver
og friðsemd hrein og hægvært geð
og hjartaprýði stilling með.
(Helgi Halldórsson)
Tengdasonur, Helgi B.
Gunnarsson, Brú.
Kveðjuorð:
Jakob Bjarnason
Mig langar í örfáum orðum að kveðja
móðurbróður minn, Jakob Bjama-
son, sem lést á heimili sínu þann
15. þessa mánaðar. Jakob, eða Doddi
eins og ég kallaði hann ætíð, gerði
orðið „frændi" að sérstöku orði. Það
var í raun ekki nema einn frændi í
tilverunni, það var sá frændi sem
hafði alltaf tíma fyrir litla gutta,
hvort sem þeir vildu komast að raun
um undur veraldar með kjánalegum
spumingum eða sitja fram á nótt
og spila á spil eða teikna myndasög-
ur.
Doddi var á mínum uppvaxtar-
árum einhleypur, ungur maður sem
hafði yfir ótrúlega miklum tíma að
ráða. Állavega gat ég alltaf tölt nið-
ur í Aðalstræti 16 ef mér leiddist
og fengið gógjörðir hjá ömmu og
Dodda og setið síðan kvöldlangt og
horft á mikla brids-meistara iðka
íþrótt sína langt fram á nótt.
Það voru svo líflegar og skemmti-
legar umræðumar hjá Dodda og
brids-félögum hans við spilaborðið
að mér tókst aldrei að læra spilið
þrátt fyrir margra ára yfírsetu.
Seinna þegar unglingsárin tóku
við kenndi hann mér ensku og þær
námsgreinar aðrar sem unglingar
þurftu að nema í þá daga og voru
lítt hrifnir af.
Lærdómur undir súð í Aðalstræti
varð að ógleymanlegum stundum af
því að Doddi var þannig gerður að
allt varð skemmtilegt og forvitnilegt
sem hann ræddi um.
Ég minnist þess að á jólum fylgd-
ust þau alltaf að á aðfangadags-
kvöld, amma og Doddi, og skiptust
á að vera hjá hinum bömum ömmu
og þau jól sem amma og hann voru
heima hjá okkur skera sig enn úr í
minningunni.
Seinna þegar hann kvæntist
Huldu sinni minnkaði að sjálfsögðu
samgangurinn en alltaf var jafn
bráðhressandi og gaman að hitta
hann.
Ég hafði alltaf í huga að stoppa
hjá Dodda þegar ég ók í gegnum
Kópavoginn, ég gerði það allt of
sjaldan. Nú er það of seint.
Ég votta Huldu, frændfólki og
vinum mína innilegustu samúð. .
Þorgeir L. Árnason