Morgunblaðið - 01.03.1989, Síða 16

Morgunblaðið - 01.03.1989, Síða 16
"16 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. MARZ 1989 Flugeldar í fánalítum eftirMagnús Óskarsson í gamla daga lék fyrir dansi á Akureyri afbragðs hljómsveit kennd við hljómsveitarsijórann. Þótt vin- sæl væri varð hún stundum að víkja fyrir hljómsveitum að sunnan og ævinlega fór hljómsveitarstjórinn að hlýða á aðkomumennina. Oft var hann inntur eftir því hve vel þeir léku og svaraði hann þá jaftian þurriega: „Ég hélt þeir væru betri." Satt að segja hugði ég Sverri Pálsson, skólastjóra og fánabera Sturlu fræðslustjóra, betri en Morg- unblaðsgrein hans sl. laugardag ber vitni. „Frá þvf á jólaföstu", eins og hann orðar það, hefur hann velt vöngum yfir blaðaskrifum um ör- lætisgeming tveggja kommúnista- ráðherra, sem upp úr þurru og framhjá Hæstarétti, jusu milljónum króna f þriðja óráðsíumanninn á almannafé. í tvo mánuði hefur þessi menningaroddviti á Akureyri legið undir feldi og svo kemur þessi grein. Ég ætla hér að gera tvennt: Skoða það í greininni, sem að mér snýr, og svo rithátt fánaberans. Sverri Pálssyni farast svo orð: „Magnús Óskarsson, fyrrverandi Akureyringur, lætur sér sæma að setja saman a.m.k. tvær blaða- greinar í þessu skyni (að beija á Sturlu), þyrlar þar i kringum sig ranghugmyndum og orðaleppum og dregur ekki af sér.“ Mér er spum: Hvað kemur það pólitfsku örlætisæði ráðherranna, sem ég hef gagnrýnt, við, að ég flutti frá Akureyri fyrir 34 árum? Svo læt ég mér „sæma“, segir maðurinn alveg gáttaður, að skrifa tvær blaðagreinar um Sturlumálið. Ég skil þetta ekki með sæmdina, en ennþá hef ég ekki ritað jafn langt mál um þetta efni og þjóðfánastjór- inn (sem enn býr á Akureyri) gerir í þeirri einu grein, sem hér er til umræðu og mun hann þó alloft hafa kvatt sér hljóðs á fyrri stigum málsins. „Afmiklu meira er að taka í þessari flugelda- sýningu skólastjórans í fánalitunum, en mál er að linni. Hann hefði átt að sleppa því að tala um orðaval Sverris Hermannssonar. Raun- ar hygg ég að Sverrir Pálsson hafi í þetta skiptið sleppt góðu tækifeeri til að segja ekki neitt. Þetta var ömurleg sigling hjá skipherranum á flagg- skipinu. Ég hélt hann væri betri.“ Kem ég þá að „ranghugmyndun- um“, sem mér er núið um nasir. Kurteisi hefði það verið við lesend- ur, svo ekki sé talað um skýrleika, að segja hreint út, hveijar hug- myndir mínar voru rangar. Enga vísbendingu er um það að fá hjá þessum atvinnumanni í því að fræða fólk. Svona ódýrt er ekki leyfilegt að afgreiða muninn á réttu og röngu. Ekki skýrir fræðandinn frekar Magnús Óskarsson en annað, hvað hann á við með því að tala um „orðaleppa" mfna, en af því tilefni liggur beint við að víkja að rithætti hans sjálfs. Ég mun vitaskuld gera það með dæm- um og innan tilvitnunarmerkja, en biðst velvirðingar á því, að sakir lengdar, er það ekki allt í því sam- hengi sem skyldi. Þeir sem nánar vilja skoða, eru hvattir til að fara í frumheimildina. Leturbreytingar eru gerðar hér. „ ... Þessir skapofsamennu, seg- ir Sverrir Pálsson, „ofsækja fólk, sem þeir léku grátt áður... og sáust lítt fyrir í heift, hatri og rangindum." Síðan talar hann um „grjótdráttarmenn" sem skrifi „níð og óhróður“ í von um „að slett verði í þá bita eða beini... “ og í framhaldi af því kemur tilvitnun um hunda á verði 3 og hóp af mörkuðum þrælum. Höfundur er eitthvað með hunda á heilanum því síðar kallar hann skrif annarra manna „gjamm" og „hjáróma span- gól“. Einhvers staðar kemur „hakkavél" við sögu og svo glæpir gegn bömum í Palestínu. Af miklu meira er að taka í þess- ari flugeldasýningu skólastjórans í fánalitunum, en mál er að iinni. Hann hefði átt að sleppa því að tala um orðaval Sverris Hermanns- sonar. Raunar hygg ég að Sverrir Pálsson hafí í þetta skiptið sleppt góðu tækifæri til að segja ekki neitt. Þetta var ömurleg sigling hiá skipherranum á flaggskipinu. Eg hélt hann væri betri. P.s. Akureyri er fallegur bær. Fegurstur er hann í mínum augum í morgundýrðinni 17. júní 1944 er íslenski fáninn lyftist að húni við nærfellt hvert hús. Mig tekur sárt að sjá þeim fána beitt sem barefli æsingamanna og það á Akureyri. Höfundur er borgarlögnmður. Afvígvelli um- ferðarinnar Frímerki eftir Ragnheiði Davíðsdóttur „í Guðs bænum reynið þið að fá fólk til að skilja hvers konar vfgvöll- ur umferðin er orðin. Það vildi ég óska að allir ökumenn keyrðu um götumar eins og ég geri eftir að ég missti litla bamið mitt í hörmu- legu umferðarslysi. Þarf fólk virki- lega að kynnast sorginni af eigin raun til þess að haga sér eins og ábyrgar manneskjur í umferðinni?" Þessi orð á ung kona sem kom að máli við undirritaða fyrir skömmu. Hún varð fyrir þeirri bitru reynslu að bamið hennar lést eftir að hafa orðið fyrir bíl — rétt fyrir utan heimili hennar. Sár hennar hafa aldrei gróið og daglega hugsar hún til litla giókollarins sfns, sem nú er horfinn sjónum hennar, vegna ofbeldisins f umferðinni. Daglega horfir hún með söknuði á önnur lftil böm og minnist þess að eitt sinn átti hún lítið bam sem fékk ekki að lifa vegna kæruleysis ökumanns sem hafði það eitt takmark að sýna veldi sitt undir stýri á vélknúnu 8krýmsli. Daglega heyrir hún og les fréttir af umferðarslysum sem bæta enn fleiri ástvinum í syrgjendahóp- inn. Vanmáttur hennar er algjör. í Athuga- semd frá Dyrasíma- þjónustunni AÐ GEFNU tilefni vill Dyrasíma- þjónustan að fram komi að hún er á engan hátt tengd þeim aðil- um sem bjóða vafasama viðgerð- arvinnu á dyrasímum og Morg- unblaðið hefúr sagt frá. Dyrasímaþjónustann vill hvetja alla sem þarfnast dyrasímaþjónustu að skipta aðeins við þá sem hafa sérhæft sig í dyrasfmaviðgerðum. Til að sinna þessari þjónustu þarf sérþekkingu og reynslu auk þess sem nauðsynlegt er að í viðgerðar- vinnunni hafi þjónustuaðilinn með sér alla algengari varahluti á við- garðarsta&pn.________—___ angist sinni kom hún að máli við okkur, áhugahóp um bætta um- ferðarmenningu, og hrópaði á hjálp. „Af hveiju þarf svona margt fólk að þjást vegna afleiðinga umferðar- slysanna?" spurði hún. Þessi unga kona er aðeins ein af Qölmörgum syrgjendum vegna afleiðinga umferðarslysa. Hún býð- ur þess aldrei bætur að hafa orðið að sjá á bak litla baminu sfnu. Hún sættir sig aldrei við ríkjandi ástand í umferðinni þar sem frumskógar- lögmálið virðist ríkja öðru fremur. Og lái henni hver sem vill. En hver ber ábyrgðina á rfkjandi ástandi í umferðinni? Svarið er ein- falt: ÞÚ. Umferðarslysin eru ekkert náttúrulögmál. í hvert sinn sem þú heyrir nfstandi væl í sírenum lög- leglu- eða sjúkrabíla gæti aðstand- andi ÞINN legið í svörtu malbikinu eða átt hlut að slysinu á annan hátt. Þegar ÞÚ ekur um götumar gætir ÞÚ allt eins orðið þátttakandi í harmleik umferðarinnar. Kannski sem orsakavaldur og ekki er það betra. Stór hluti þeirra sem þjást em einmitt ökumenn sem orðið hafa manneslqu að bana á vígvelli götunnar. Þekkir þú e.t.v. einn þeirra? Ef svo er — þarftu ekki að vera í vafa um líðan hans. „Ég vil engum manni svo illt að verða fyrir þeirri skelfilegu lífsreynslu að aka á aðra mann- eskju í umferðinni," sagði fullorðinn eiginmaður, faðir og afi sem varð valdur að dauðaslysi fyrir mörgum árum. „Ég hefði glaður gefið eigið lff í skiptum," bætti hann við og leit á mig örvæntingarfullum aug- um. Þrátt fyrir að mörg ár séu lið- in frá slysinu — hefur hann enn ekki haft kjark til þess að sefjast undir stýri á bfl. Hann talar um hinn látna — sem einu sinn var lítið saklaust bam — og telur á fíngrum sér árin sem liðin eru. Hann segir mér að árlega heimsæki hann litla leiðið f kirkjugarðinum og ieggi blómsveig við veðurbarinn krossinn. „Ég veit að ég get aldrei bætt fyr- ir brot mitt og verð þvf að lifa með þessari hryllilegu minningu alla ævi. Ég skil því vel líðan þeirra sem verða fyrir slíku og endurtek: Ég óska engum svo ills.“ Svo mörg voru þau orð. Vígvöllur umferðarinnar er staðreynd. Um það vitna tölur um Iátna og slasaða f „umferðioni á hveiju.iiri.- Miimstu Ragnheiður Davíðsdóttir „En hver ber ábyrgðina á ríkjandi ástandi í umferðinni? Svarið er einfalt: ÞÚ. Umferðar- slysin eru ekkert nátt- úrulögmál. í hvert sinn sem þú heyrir nístandi væl í sfrenum lögreglu- eða sjúkrabíla gæti að- standandi ÞINN legið í svörtu malbikinu eða átt hlut að slysinu á annan hátt“. orða ungu móðurinnar og mannsins sem sat undir stýri. Settu þig í spor þeirra næst þegar þú ekur af stað út í umferðina. Næsti harmleikur gæti tilheyrt þér eða þínum. Aktu ALLTAF eins og bamið þitt eða náinn aðstandandi sé á næsta götu- homi eða í næsta bíl. Þannig tök- umst við best á við ofbeldið í um- ferðinni og snúum við þeirri óheilla- þróun sem skapar allt of mörg tár. Þar átt ÞÚ tvímælalaust næsta leik. Sá leikur gæti verið undanfari sig- urs. Höfundur erþátttakandi í Áhuga- hópi um bætta umferðarmenn- - -ingu....... ................. Llst og hönnun Bragi Ásgeirsson Það ætti að liggja f augum uppi, að hönnun frímerkja hefur ótvírætt menningargildi. Fátt ef þá nokkuð túlkar betur gerð og inniviði þjóða, allt frá ban- analýðveldum til menningarríkja. Það er t.d. furðulegt hve stór og íburðarmikil frímerki eru iðulega á umslögum frá fyrmefndu þjóðun- um, en markviss og vei hönnuð frímerki frá grónum þjóðfélögum með undantekningum þó, eins og t.d., að það fylgir oft einungis stimpill á bréfum frá Frans, sem verður að skrifast á reikning sér- hyggju. Frímerki hefur ekki ein- ungis fegurðar- og söfnunargildi heldur einnig upplýsinga og mennt- unargildi, sem mönnum hefur orðið æ betur ljóst hin sfðari ár. í sívax- andi mæli tfðkast það að læða þannig hagnýtum, hlutlægum fróð- leik að fólki og einnig á hvers kon- ar umbúðum og jafnvel plastpokum verzlana, sem er ólíkt uppbyggi- legra einhæfum auglýsingum fyrir- tækjanna sjálfra. Og viti menn, þá eru það einmitt stórfyrirtækin, sem hafa tekið upp á því að kynna vísinda- og listamenn þjóða sinna á plastpokunum f stað þess að skella á þá auglýsingum og gefur það augaleið, að tilgangurinn er annar og meiri en fómfysi eða ást og áhugi á málefninu, slfkir hugsa einungis f arði og vinsældum. En virkjun vfsinda og lista er raunar löngu viðurkenndur arðsemisstað- all í grónum þjóðfélögum. Menn athugi einungis, að ríkustu þjóð- félög veraldar svo sem Bandaríkin, Japan og Þýskaland gera best við listir, og f þeim löndum blómstra listir og listamarkaðamir, svo sem sér í heimsfréttunum. Ég hef raun- ar vakið athygli á þessu fyrr á ýmsa vegu og víst er, að slík við- leitni hefur aukist hérlendis á und- anfömum árum og einkum á póst- þjónustan lof skilið fyrir menning- arlega frímerkjaútgáfu og það á mjög breiðum grundvelli. Jafnvel hafa myndlistarmenn verið látnir hanna frímerki, svo sem var t.d. með frímerkin tvö með atvinnulifs- myndum Kjartans Guðjónssonar á sl. ári. Einnig hafa verið gefin út almenn listaverkafrímerki, sem verk þekktra myndlistarmanna piýða, og veit ég, að slfkt er ómet- anleg kynning fslenzkrar listar heima og erlendis. Hef ég iðulega hlaðið slíkum frímerkjum utan á bréf til listvina erlendis og fengið miklar þakkir fyrir. Tilefni þessara lína er annars að velqa athygli á sýningu á röð fuglgfrímerkja eftir Þröst Magn- ússon í anddyri Landsfmahússins, en myndimar eru svo vel teiknaðar og hannaðar, að þær eiga opinbert lof skilið. Fáir munu vita, hve gífur- leg nákvæmnisvinna liggur að baki slíkrar tegundar frímerkja og ættu því sem flestir er hér hafa áhuga á að leggja leið sína á staðinn á næstunni. Og þeir eru margir, sem hafa áhuga á frímerkjum f sjálfu sér, en flestir einungis fyrir söfnun- argildið. Gaman hefði og verið, ef meira hefði verið til sýnis af hinni miklu forvinnu, frumrissum og öðru, er slíkri hönnun tengist, ásamt nákvæmari upplýsingum. Slfkt vekur einmitt forvitni fólksins og er kjörið til að auka aðsókn og áhuga. Morgunblaðið/Emilla Þröstur Magnússon, hönnuður, og Jóhann Hjálmarsson, blaðafúll- trúi Pósts og sfma.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.