Morgunblaðið - 01.03.1989, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 01.03.1989, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. MARZ 1989 Rafsuðuspennar, MIG-suðuvélar, TlG-suðuvélar, dieselknúnar rafsuðuvélar. Ymsar stœrðir. Ármúli 1, 108 Reykiavík Sfmar: 686824 - 685533 - 37700 LANDSVERK HF KORANDO Ferðalög í húsbíl eru spennandi ferðamáti, sem nýtur gífurlegra vinsælda erlendis, enda ekki að undra KOSTIRNIR ERU AUGLJÓSIR: « þú ræður ferðinni © þarft aldrei að hafa áhyggjur af gistingu • getur valið þá staði sem heilla þig mest e og stjórnar sjálfur hvað þú ert lengi á hverjum stað. FERÐASKRIFSTOFA FÍB býður nú ein allra ferðaskrif- stofa á íslandi upp á þennan stórskemmtilega ferðamáta! Þú getur valið um 5 tegundir húsbíla með þægindum eins og sturtu, WC, svefnplássi, setustofu og eldhúsi. VERÐDÆM11: 34.660 kr. á mann. Verð m.v. 2 vikur á tímabilinu 30.06 -15.07, 2 fullorðna og tvö börn á aldrinum 2ja -11 ára og húsbíl af gerðinni CLTURISTICO 588 Ford Transit, 4-5 manna. VERÐDÆMI2: 41.070 kr. á mann. Verð m.v. 2 vikur á tímabilinu 16.07 - 25.08, 2 fullorðna og tvö börn á aldrinum 2ja -11 ára og húsbíl af gerðinni CL TURISTICO 588 Ford Transit, 4-5 manna. INNIFALIÐ í VERÐI: Flug til og frá Mílanó; akstur að bílaleigu og til baka á flugvöll í lok ferðar og leiga á húsbíl. Þjónusta okkar er öllum opin: Hafðu samband og kynntu þér málið betur - bæklingur með öllum upplýsingum liggurframmi á skrifstofunni. FERÐASKRIFSTOFA FÍB BORGARTÚNI 33 105 RVK SÍMAR 29997 & 622970 v'V 'r '.V 1 ■^ f J? ■»■ «Sportfelgur/framdrifslokur • Diskhemlar að framan • Vandað fullklætt stálhús «Fæst langureða stuttur Verð aðeins:1198 bús- lengri gerð (fyrraárs verð) • Dieselvél — 2300 cc ALVÖRUJ EPPI Á UNDRAVERÐI! Réttur kvenna vegna veik- inda sem tengjast þungun eftirAtla Gíslason í Morgunblaðinu 18. febrúar sl. birtist frétt af dómi Hæstaréttar íslands í máli Vinnslustöðvarinnar hf. gegn Margréti Eygló Birgis- dóttur. Þar sem fréttin gefur ekki allskostar rétta mjmd af niðurstöðu málsins vil ég gera örfáar athuga- semdir. Málið snerist fyrst og fremst um ágreining um rétt kvenna til launa í veikindaforföllum á með- göngutíma vegna veikinda tengdum þungun. Margrét Eygló hafði við læknisskoðun þann 17. janúar 1984 greinst með þrjú einkenni fæðingar- eitrunar, það er bjúg, eggjahvítu í þvagi og hækkaðann blóðþrýsing. Að mati læknis, sem síðar var stað- fest af læknaráði, var Magrét Eygló óvinnufær frá þeim degi og allt til fæðingar bams hennar þann 25. apríl 1984. Samkvæmt lögum nr. 19/1979 og gildandi kjarasamningi hafði Margrét Eygló áunnið sér rétt til launa í veikindaforföllum í allt að þijá mánuði eða til 17. apríl 1984. Vinnslustöðin hf., Vest- mannaeyjum, taldi sér hins vegar óskylt að greiða Margréti Eygló laun í forföllum hennar og fór þar að leiðbeiningum Vinnuveitenda- sambands íslands. Með dómi Hæstaréttar var fallist á þá niður- stöðu héraðsdóms, að réttur Mar- grétar Eyglóar til launa í veikindum hennar næði til veikinda sem um var að ræða. Að þessari niðurstöðu stóð Hæstiréttur óskiptur. Prétt Morgunblaðsins gefur annað til kjmna og er ónákvæm að því lejrti. í málinu var ennfremur tekist á um það hvort fæðingarorlof hefði áhrif á rétt Margrétar Eyglóar. Vegna veikinda sinna hafði hún fengið greiddan einn mánuð til við- bótar þá lögbundnu þriggja mánaða færðingarorlofí og nýtt sér rétt til að heíja töku fæðingarorlofsins mánuði fyrir fæðingu bams henn- ar, það er frá og með 25. mars 1984. Þrír af fimm dómumm Hæstaréttar töldu að fæðingarorlof ætti ekki að koma til frádráttar launum Margrétar Eyglóar tímabi- lið 25. mars til 17. apríl 1984. Tveir dómarar skiluðu sératkvæði þar sem segir orðrétt: „Fram er komið, að stefnda hóf samkvæmt 16. gr. laga nr. 67/1971 sbr. lög nr. 97/1980 töku fæðingarorlofs mán- uði fyrir fæðingu bamsins. Með hliðsjón af því teljum við, að áfrýj- andi verði að svo komnu ekki dæmdur til að greiða stefndu veik- indalaun fyrir þennan tíma.“ Sam- kvæmt niðurstöðu í sératkvæði var Vinnslustöðin dæmd til að greiða Margréti Eygló laun í veikindafor- föllum hennar frá 17. janúar til 25. mare 1984. Ég get síðan upplýst, að ég hef sent Tryggingastoftiun ríkisins ljós- rit af dómi Hæstaréttar og óskað eftir umfjöllun stofnunarinnar um það hvort niðurstaða dómsins kunni að leiða til þess að umbjóðanda mínum beri að endurgreiða móttek- ið fæðingarorlof að hluta til. Svar stofrunarinnar liggur ekki fyrir. Ég hef sett þessar athugasemdir á blað til þess að lesendur Morgun- blaðsins átti sig á því til fulls um hvað málið snerist. Á því er full nauðsyn, enda hefur niðuretaða Hæstaréttar í málinu ríkt fordæm- isgildi og er að mínu mati mikils- vert skref í jafnréttisátt. Höfundur er hæstaréttarlögmað- - ' , mmm TÚLVUSKEYTING MEÐ CR0SFIELD MYNDAMÓT HF

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.