Morgunblaðið - 01.03.1989, Qupperneq 20
° 20
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. MARZ 1989
Fjármálaráðherra um fiind með forstjóra Olís:
Algengt að forsvarsmenn fyrir-
tækja vilji ræða sín málefhi
ÓLAFUR Ragnar Grímsson, fjármálaráðherra, sagði í samtali við
Morgunblaðið á föstudag að hann og Jón Baldvin Hannibalsson,
utanríkisráðherra, hefðu fyrir nokkru átt fund með Óla Kr. Sigurðs-
syni, forstjóra Ólís. Hann sagðist ekki vilja svara því hvort bankar-
áð og bankastjórar Landsbankans hefðu setið þennan fund. Ólafur
sagði að algengt væri að forsvarsmenn stærri fyrirtækja óskuðu
eftir að ræða málefni þeirra við ráðherra.
Þetta eru í sjálfu sér engin sagði hann það vera upp og ofan.
tíðindi," sagði Ólafur Ragnar
Grímsson. „Það gerist æði oft að
menn sem reka fyrirtæki, sérstak-
lega stærri fyrirtæki, vilja kynna
ráðherrum sín mál. Ég hef átt fjölda
slíkra funda með forsvarsmönnum
fyrirtækja undanfama mánuði."
Þegar fjármálaráðherra var
spurður hvort venja væri að tveir
ráðherrar mættu á þessa fundi,
Það hefði stundum gerst að fleiri
en _einn ráðherra hefðu mætt.
Ólafur Ragnar sagði að aðeins
hefði verið vikið að málefnum Olís
og Landsbankans á þessum fundi
en vildi hvorki játa né neita, að
rætt hefði verið um áform til hjálp-
ar Olís. Þetta hefði verið heildaiyfir-
lit yfir stöðu fyrirtækisins og þróun
þess. Það væri að hans mati sjálf-
öflum á Alþingi og með ólíkar skoð-
anir á hlutunum. Samkvæmt heim-
ildum Morgunblaðsins hafa einstakir
bankaráðsmenn gagnrýnt að bankar-
áðið var ekki látið vita fyrirfram um
beiðni um innsetningargerð í síðustu
viku.
Valur Amþórsson, bankastjóri og
Biynjólf Helgason, aðstoðarbanka-
stjóri, vildu ekki tjá sig um þetta
mál né hvert yrði framhald málsins
af hálfu bankans.
Samkvæmt heimildum Morgun-
blaðsins hefur sú skoðun komið fram
innan Landsbankans, að með fóge-
taúrskurðinum þar sem kröfu bank-
ans var hafnað, sé komin upp sú
staða, að ekki séu lengur til trygging-
ar fyrir töluverðum hluta af skuldum
Olís í bankanum og sé því brýnt fyr-
ir bankann að huga að frekari að-
gerðum.
Keppt í fijáls-
um dönsum
íslandsmeistarakeppni
unglinga í frjálsum dönsum
verður haldin í Tónabæ lO.og
18. mars.
Allir unglingar fæddir
1972—1975 geta tekið þátt.
Keppt verður í tveimur flokk-
um, einstaklings- og hópdöns-
um. Hópur telst minnst þrír
keppendur. Enginn hámarks-
fjöldi er, en fleiri en 7 keppend-
ur gætu dregið úr gæðum
danssins vegna gólfstærðar.
Úrslit verða í Tónabæ, laugar-
daginn 18. mars. Skráning er
hafin í Tónabæ og stendur til
föstudagsins 3. mars.
(Fréttatilkynmng)
sögð og almenn regla, að þegar
forystumenn í atvinnulífinu eða ein-
stakir borgarar vildu ræða við ráð-
herra um sín málefni þá væri fy'öl-
miðlum ekki skýrt frá því hvað
þeir hefðu verið að segja. Það væri
almenn vinnuregla og ætti ekki
bara við Olís.
Davíð Oddsson borgarstjóri, Soffia Pálsdóttir forstöðumaður Fjörg-
ynjar og Arnfinnur Jónsson skólastjóri Foldaskóla við vígslu Fjörg-
ynjar, nýrrar félagsmiðstöðvar í Foldaskóla.
Grafarvogur:
Félagsmiðstöðin Fjörgyn vígð
Málið stöðvast ekki
með þessum dómi
- segir formaður bankaráðs Landsbankans
PÉTUR Sigurðsson formaður
Landsbankans segir að mál Olis í
bankanum stöðvist ekki með
dómnum sem gekk í innsetningar-
máli bankans gegn fyrirtækinu í
sfðustu viku. Mun framhald þess
verða rætt á fiindi bankaráðsins
og bankastjóra Landsbankans i
dag.
Samkvæmt heimildum Morgun-
blaðsins mun hafa verið ágreiningur
um Olísmálið innan bankaráðsins.
Pétur Sigurðsson vildi ekki tjá sig
um það en sagði að í bankaráðinu
væru fímm menn, kosnir af ólíkum
Djúpið:
Mjólkurbíll-
inn tepptur
Bæjum, SnæQalIaströnd.
DJÚPVEGUR var mokaður í gær
og var gert ráð fyrir að ekki
yrði því verki lokið fyrr en seint
síðustu nótt eða snemma i morg-
un. í Hörgshlið í Mjóafirði bíða
nú sex bilar og niu menn eftir
að komast leiðina til ísafjarðar.
Hafa þeir verið þar veðurtepptir
síðan á föstudag.
í þessum hópi er mjólkurbíllinn
hér í Djúpinu, sem búinn var að
taka í sig mjólkina. í gær var ætlun-
in að dæla úr honum í mjólkurtanka
sem Djúpbáturinn var sendur með
í áætlunarferð sinni hér í Djúpið. Á
mánudag sótti Djúpbáturinn mjólk
á Vesturfirði, þ.e. Flateyri og Suð-
ureyri.
Mikill snjór er hér í Djúpi eftir
feikna fannfergi siðustu sólar-
hringa.
Jens í Kaldalóni
NÝ félagsmiðstöð i Foldaskóla i
Grafarvogi var formlega tekin i
notkun á föstudag og er henni
ætlað að þjóna bæði skólanum og
nemendum svo og íbúum hverfis-
ins. Efiit var til hugmyndasam-
keppni um nafii félagsmiðstöðvar-
innar og varð Fjörgyn fyrir val-
inu. í öðru sæti var nafnið Folda-
fiör sem verður nafii á dagskrá
hvers mánaðar og i þriðja sæti var
nafiiið Foldaból. Félagsmiðstöðin
er um 800 fermetrar að stærð og
er á neðri hæð í öðrum bygging-
aráfanga skólans.
í Fjörgyn er skáli með fatahengi
og snyrtingum, samkomusalur, setu-
stofa, tómstundaherbergi og herbergi
forstöðumanns, nemendaráðs og
starfsmanna. Fullkomin hljómflutn-
ingstæki verða í salnum auk sjón-
varps og myndbands f setustofu.
Morgunblaðið/Þorkell
Unglingadansleikur var haldinn
í Fjörgyn að kvöldi vigsludags.
Daglegur rekstur er í höndum
fþrótta- og tómstundaráðs Reykjavík-
ur og stýrt af forstöðumanni. Hús-
næðið er hinsvegar skólahúsnæði
undir umsjón Skólamálaráðs
Reykjavíkur og stjóm skólastjóra
Foldaskóla. Er þetta í fyrsta sinn, sem
samnýting skólahúsnæðis er með
þessum hætti.
Nafn félagsmiðstöðvarinnar,
Fjörgyn, þýðir jörð en er einnig sér-
nafn fyrir móður Þórs í goðafræð-
inni. Orðið Fjörgyn er notað sem
skáldskaparmál og finnst í Völuspá,
Oddrúnarkviðu og ýmsum fomkvæð-
um.
Fjörgyn verður opin fyrir unglinga
mánudaga, miðvikudaga og föstu-
daga. Þriðjudaga, fimmtudaga og
laugardaga verður hún leigð út til
ýmissa félagasamtaka. Þar má halda
húsfélagsfundi og fræðslufundi og
getur fundarherbergið nýst fyrir
smærri fundi. Á skólatíma fá eldri
nemendur aðstöðu í félagsmiðstöð-
inni, geta snætt þar nesti og hlustað
á tónlist.
Gjaldeyris-
reikningar
í hvaða
mynt sem er
í FRÉTT í Morgunblaðinu í gær,
þar sem getið er um nýja þjónustu
Verzlunarbankans, Þar segir, að
hann bjóði mönnum nú gjaldeyris-
reikninga í yenum og svissneskum
frönkum. Sagt er, að til þessa hafi
fslenzku bankamir boðið innlenda
gjaldeyrisreikninga fyrir fjóra er-
lenda gjaldmiðla, dollara, sterlings-
pund, vestur-þýzk mörk og danskar
krónur.
Athugasemd hefur borizt frá Iðn-
aðarbanka íslands við þessa frétt.
Iðnaðarbankinn hefur, frá því er
bankinn fékk leyfi til þess að verzla
með erlendan gjaldeyri, gefið við-
skiptavinum sínum kost á að geyma
gjaldeyri í hvaða mynt sem er. Nú
eru 5 ár síðan bankinn fékk leyfí
til gjaldeyrisviðskipta og í dag eru
gjaldeyrisreikningar í bankanum í
alls 12 myntum.
Morgunblaðið/RAX
Sendiherra Finnlands, Anders Huldén, afhenti Theódóri Blöndal
viðurkenningarbréf og óskaði honum velfarnaðar í starfi, sem kjör-
ræðismanns Finnlands.
Nýr kjörræðismaður Finnlands
NÝR kjörræðismaður Finnlands
á Austurlandi var útnefiidur,
Theódór Blöndal, framkvæmda-
stjóri með aðsetur á Seyðisfirði.
Sendiherra Finnlands, Anders
Huldén, afhenti í gær, mánudaginn
27. febrúar, Theódóri viðurkenning-
arbréf og óskaði honum velfamaðar
í starfi, sem kjörræðismanns Finn-
lands.
Theódór er framkvæmdastjóri
Vélsmiðjunnar Stáls á Seyðisfirði
og verksmiðjustjóri fiskimjölsverk-
smiðjunnar Hafsíldar. Hann er
kvæntur Björgu S. Blöndal.
Finnland hefíir áður haft kjör-
ræðismann á Seyðisfirði. Það var
Theódór Blöndal, afi Theódórs. Eft-
ir fráfall hans 1972 lagðist embætt-
ið niður. Nú hefur Finnland ákveðið
að opna aftur ræðismannsskrifstofu
á Austurlandi.
Finnland hefur eftirtaldar ræðis-
mannsskrifstofur á íslandi;
Reykjavík, Akureyri, Vestmanna-
eyjum, Isafirði/Bolungarvík og
Seyðisfirði.
Leikfélag Hafiiarfiarðar á hátíð á Indlandi:
Verðlaun fyrir leikrit
og beztu leikkonuna
LEIKFÉLAG HafiiarQarðar hlaut þriðju verðlaun fyrir sýningu
sína á gamanleikritinu „ Allt í misgripum" eftir William Shakespe-
are á alþjóðlegri leiklistarhátíð sem fram fór i borginni Shand-
igahr á Indlandi. Þá hlaut Björk Jakobsdóttir viðurkenningu sem
besta leikkonan. Á leiklistarhátíðinni komu fram átta leikhópar
frá jafiunörgum löndum auk þriggja Ieikhópa frá Indlandi.
Þetta er í fyrsta skipti sem
Indveijar standa fyrir alþjóðlegri
leiklistarhátíð af þessu tagi, og
að sögn Hafnfirðinganna fór hún
mjög vel fram, og var sýningu
þeirra mjög vel tekið. Tvær sýn-
ingar voru í Shandigahr þar sem
hátíðin fór fram, og ein sýning
var í borginni Ludiana, en báðar
þessar borgir eru í Punjabhéraði.
Að sögn leikstjórans,' Hávars
Siguijónssonar, var greinilegt að
Indveijamir lögðu sig alla fram
um að leiklistarhátíðin tækist sem
best, svo hún myndi festa sig í
sessi sem ein af áhugaleiklistar-
hátíðum f heiminum. Til marks
um hve mikið var lagt upp úr
hátíðinni sagði Hávar að farið
hafi verið með alla leikhópana í
sérstaka móttöku hjá forsætisráð-
herranum, Rajiv Gandhi. Ffyrstu
verðlaun á ieiklistarhátíðinni
hlaut leikhópur frá V-Þýskalandi,
en önnur verðlaun hlaut leikhópur
frá Búlgaríu.
Sýningar Leikfélags Hafnar-
Qarðar á gamanleikritinu „Allt í
misgripum" hefjast á nýjan leik í
Bæjarbíói í Hafnarfírði 4. mars
næstkomandi.
Björk Jakobsdóttir hlaut viðurkenningu sem besta leikkonan á
leiklistarhátíðinni sést hér ásamt Jaswar Singh, einum skipuleggj-
enda hátíðarinnar.