Morgunblaðið - 01.03.1989, Side 30

Morgunblaðið - 01.03.1989, Side 30
30 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. MARZ 1989 Sanitas bruggar allan sólarhringinn á Akureyri UNNIÐ hefur verið á sólarhringsvöktum hjá Sanitas á Akureyri síðan i janúarmánuði og eru forsvarsmenn fyrirtækisins ánægðir með árangurinn. Eins og fram hefúr komið í Morgunblaðinu fór Sanitas út í mikla stækkun á bjórverksmiðju sinni á Akureyri og eru þar nú framleiddar þijár bjórtegundir, Pilsner 4,6%, Lageröl 5,6% og Löwenbráu 5,3%. Framleiðslan hefur gengið vel, að sögn Baldvins Valdimarssonar, framkvæmdastjóra Sanitas. „Okkur hefur ekki tekist að ganga endanlega frá uppsetningu bjórdælna í næstu nágrannabyggð- um vegna veðurs um helgina. Sú vinna er þó á lokastigi og verða bjórdælumar komnar í notkun í dag. Við settum okkur ákveðið markmið um framleiðslu og nálg- umst við það hægt og sígandi. Við höfum reynt að undirbúa okkur eftir bestu getu þrátt fyrir að mörg atriði hefðu verið mjög óljós svo til fram á síðasta dag," sagði Baldvin. Hann sagði að pantanir færu allar í gegnum ÁTVR, en Sanitas myndi sjá um útkeyrslu á öli á kútum og flöskum. ÁTVR sér um dreifingu á dósunum. Samgöngur hafa hamlað nokkuð dreifingu á bjómum, að sögn Baldvins. Flutningurinn myndi eflaust bjargast þar sem búið væri að opna leiðina suður. Fimm flutn- ingabílar með kútabjór hefðu verið sendir suður í gær og meira er væntanlegt. Baldvin sagði að unnið yrði á sólarhringsvöktum eins lengi og þörf væri. Bruggunin færi fram allan sólarhringinn, en átöppunin aðeins á daginn. „Ég held að menn ofgeri svolítið komu bjórsins. Hinsvegar er afar forvitnilegt að fylgjast með því hvað gerist og út frá markaðslegu sjónar- miði er bjórkoman einstök. Nýr neytendamarkaður, sem ekki var áður til, opnast hér á einni nóttu. Við vitum að eftirspumin er til stað- ar, en þó ekki hversu mikil hún er. Persónulega tel ég að íslendingar komi ekki til með að nota bjórinn sem svaladrykk vegna þess að hann er seldur í sérstökum verslunum á frekar dým verði og ég trúi því ekki að menn fari að drekka bjórinn í tíma og ótíma. Ég reikna alls ekki með þeim hamagangi sem menn vilja vera láta þó fyrstu da- gamir verði eitthvað afbrigðilegir," sagði Baldvin að lokum. Morgunblaðið/Rúnar Þór Starfsmenn ÁTVR á Akureyri höfðu í nógu að snúast í gær enda barst þá fjöldi pantana í bjórinn, bæði frá veitingamönnum og frá einstaklingum, sem ekki búa við áfengisútsölur. A myndinni má sjá tvo af sex starfsmönnum ÁTVR á Akureyri, þá Hjört Herbertsson og Smára Ólafsson. Morgunblaðið/Rúnar Þór Ingibjörg Baldursdóttir og Þráinn Lárusson, forsvarsmenn Uppans á Akureyri, auk starfsmannanna Óðins, Árna yfirþjóns og Jóhanns á Bíóbamum á Akureyri. Fjórar bjórtegundir seldar á Akureyri — aðrar tegnndir komust ekki í tæka tíð vegna samgönguerfíðleika „ÞAÐ hefur geysilega mikið verið um hringingar í dag. Veitinga- menn og einstaklingar viða á Norðurlandi hafa verið að leita upplýsinga um hvaða tegundir verði boðið upp á, afgreiðslutíma og verðlag svo eitthvað sé nefiit, og síðan höfiim við tekið á móti mikið af pöntunum frá fólki, sem ekki býr við áfengisútsöl- ur,“ sagði Haukur Torfason, útibússtjóri Áfengis- ogtóbaksversl- unar ríkisins á Akureyri, í samtali við Morgunblaðið í gær. Áfengisútsölur á Norðurlandi eru aðeins á þremur stöðum, á Akureyri, Sauðárkróki og á Siglu- fírði. Ibúar á öðrum stöðum, svo sem í sveitum og í öðrum þétt- býliskjömum á Norðurlandi, verða Bíóbarinn opnaður á Akureyri: A von á að bjórinn bæti drykkjumenningu Islendinga - segir Þráinn Lárusson, veitingamaður „ÉG Á sist von á því að bjórinn hafi í för með sér meiri ölvun en tíðkast hefúr hingað til. Þvert á móti held ég að menn verði minna fúllir af bjórnum en sterku drykkjunum og er ég viss um að bjórinn komi til með að bæta drykkjumenningu Islendinga verulega þegar fram í sækir,“ sagði Þráinn Lárusson, veitingamaður á Uppanum, í samtali við Morgunblaðið í gær. ur bjór seldur í Kjallaranum, Sjall- anum, Bleika filnum, Hótel KEA, Bautanum, Smiðjunni og nú standa yfir miklar breytingar á Hótel Stef- aníu, þar sem ætlunin er að opna bar og matsal þann 9. mars. nk. því að grípa til símans og panta sér bjórinn í póstkröfu. Haukur sagði að byijað hefði verið að taka við bjórpöntunum í gær. Hann yrði samt ekki afgreiddur fyrr en í dag þar sem ÁTVR á Akureyri hafði ekki borist verðskrá yfir bjórinn í gær. „Flugsamgöngur virðast komnar í lag svo ég á von á verðskránni hvenær sem er og þá getur þetta farið að ganga eðli- lega fyrir sig hjá okkur. Við verð- um nú á fyrsta degi með til sölu Egils Gull og tegundimar þijár frá Sanitas, Löwenbráu, Pilsner og Lageröl. Við náðum hinsvegar ekki fleiri tegundum inn í byijun vegna samgönguerfiðleika undan- farið." Sjálfsafgreiðsla hefur nú verið tekin upp í útsölu ÁTVR á Akur- eyri og hafa breytingar staðið þar yfir frá því í nóvember. Haukur sagði að starfsmenn og viðskipta- vinir væru mjög ánægðir með þetta breytta fyrirkomulag. Auk Uppinn á Akureyri hefur nýlega staðið í miklum breytingum í tilefni af bjórkomunni. Forsvarsmenn Uppans tóku á leigu viðbótarrými á Tyrstu hæð hússins þar sem inn- réttuð hefur verið bjórstofa. Hún hefur hlotið nafnið „Bíóbarinn". Uppinn og Bíóbarinn er eitt og sama fyrirtækið og er innangengt á milli. Sætarými í húsinu, á báðum hæð- um, eru fyrir um 120 manns. Á fyrstu hæðinni, þar sem Bíóbarinn er nú, var áður tískuvöruverslunin Tipp Topp, sem varð gjaldþrota fyrir skömmu. Þráinn sagðist verða með nokkrar bjórtegundir á boðstól- um svo sem þrenninguna frá Sanit- as, það er Löwenbráu, Pilsner og Lageröl, einnig Kaiser og ef til vill Budweiser og líklega tvær tegundir til viðbótar. „Ef maður er með of margar tegundir, er ekki með nokkru móti hægt að bjóða upp á góðan bjór því hann verður verri eftir því sem hann eldist meira. Hann er sem sagt bestur við átöpp- un.“ Þráinn sagðist hafa þann háttinn á að panta bjórinn daglega úr ríkinu og hefði pöntunin fyrir fyrsta dag- inn hljóðað upp á 900 lítra. „Eflaust endist það eitthvað fram á fimmtu- dag, en ég vil bara ekki komast í þá aðstöðu að verða allt í einu uppis- kroppa með bjórinn. Ég á von á því að staðurinn fyllist fljótt enda er Iangt síðan búið var að ráðstafa flestum borðanna þetta kvöld. Við erum löngu hættir að taka við fleiri borðapöntunum þó við eigum enn óráðstafað nokkrum borðum. Dixie- landband Akureyrar leikur á Upp- anum frá kl. 18.00 og síðan tekur írskur bjórmúsíkmaður við þegar líður á kvöldið," sagði Þráinn. Hann bjóst við að aldurstakmark yrði fært upp í tvítugt á næstu dögum, en hingað til hefur það verið miðað við 18 ára aldur. Auk Uppans verð- Fundur um atvinnu- líf á Norðurlandi Stjórnunarfélag Norðurlands, Norðurlandsdeild Félags við- skipta- og hagfræðinga og Iðn- þróunarfélag EyjaQarðar gang- ast fyrir fúndi nk. fostudag þar sem umræðuefiiið verður at- vinnulíf á Norðurlandi. Frummælendur verða Valdimar Bragason, framkvæmdastjóri, sem ræða mun um sjávarútveg, Jóhann- es Geir Sigurgeirsson, bóndi, sem ræða mun um landbúnað, og Jón Sigurðarson, forstjóri, sem ræða mun'um iðnað. Þá mun Þorleifur Þór Jónsson, atvinnumálafulltrúi Akureyrarbæjar, ræða um þjón- ustugreinar og Lilja Steinþórsdótt- ir, endurskoðandi, ræða um stöðu fyrirtækja. Sérstakur gestur fund- arins verður Þórarinn V. Þórarins- son, framkvæmdastjóri Vinnuveit- endasambands Islands. Hann mun flytja erindi um stöðu íslensks at- vinnulífs. Fundarstjóri verður Sigfús Jóns- son, bæjarstjóri á Akureyri. Funá- urinn fer fram á Hótel KEA og hefst hann klukkan 14.00. Allt áhugafólk um íslenskt efnahags- og atvinnulíf er velkomið á fundinn. nýju sjálfsafgreiðslunnar hefur útsalan á Akureyri verið tölvuv- ædd og breytti það miklu í sam- bandi við bókhald og uppgjör. Aukið eftir- lit með ölv- unarakstri „VIÐ reiknum fastlega með því að menn hagp sér eins og siðaðir menn og að dagurinn verði eins og hver annar miðvikudagur. Efiaust slæðist einn og einn inn í rikið í dag til að kaupa sér bjór svona til að hafa með sér heim úr vinnunni, en ég get varla ímyndað mér að meira verði að gera hjá okkur í lögreglunni nú en endranær. Auðvitað munum við samt fylgjast grannt með gangi mála,“ sagði Gunnar Rand- versson, varðstjóri hjá lögregl- unni á Akureyri. Gunnar sagði að hefðbundin vakt yrði hjá lögreglunni í dag og næstu daga, um það bil tíu manns í það heila, en búast mætti við að eftirlit með ölvuðum ökumönnum yrði hert. Engum aukamannskap yrði bætt við í tilefni af komu bjórsins, en ef í óefni færi yrði mannaflinn vissu- lega aukinn. „Lögreglumenn hér á vaktinni hafa ekkert verið að ræða um bjórkomuna. Þó geri ég fastlega ráð fyrir að sumum þeirra finnist bjórinn góður. Ég er að minnsta kosti mikill bjóraðdáandi þó ég ætli mér ekkert í ríkið svona fyrsta dag- inn,“ sagði Gunnar. „Maður hefur heyrt að bjór sé hafður um hönd víða á vinnustöðum erlendis. Ég hef ekki trú á að sú verði raunin á íslandi þar sem bjór- inn er hér tiltölulega dýr og auðvit- að geta vinnuveitendur sett ákveðn- ar reglur. Bjórinn er veikasta teg- und alkóhóls, en ég held samt að enginn verði bijálaður af einum bjór,“ sagði varðstjórinn að lokum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.