Morgunblaðið - 01.03.1989, Page 31

Morgunblaðið - 01.03.1989, Page 31
0801 SHAM I aUDAGtJSfVŒM OIG/wiaííUOHOM MORGUNBLAÐBE) MIÐVIKUDAGUR 1. MARZ 1989 08 31 „KAUPIÐ EKKI HJÁ JÚÐUM“ eftirJón Sæmund Sigmjónsson í 1. tbl. tímaritsins Þjóðlífs í jan- úar sl., sem helgað var hvalamál- inu, var einnig grein um þýzka nazista. Greininni fylgdi mynd af tveimur nazjstum fyrir framan búð- arglugga. Á gluggann höfðu þeir límt auglýsingu sem á stóð: Deutsche! Wehrt Euch! Kauft nicht bei Juden!, sem útleggst: Þjóðveij- ar! Verjið ykkur! Kaupið ekki hjá júðum! Þetta var liður í lítilmótlegum aðferðum nazista til að kveða gyð- inga í kútinn. Þjóðveijar áttu ekki að kaupa vörur þeirra og þeim sem það reyndu var stuggað frá. Nazist- ar börðust fyrir heldur vafasömum málstað og þar sem rök dugðu ekki honum til framdráttar var einfald- lega beitt valdi. Það nægði til vald- beitingar, að kaupmaðurinn var gyðingur. Nú eru aðrir tímar, en enn er sömu aðferðum beitt. í stað nazista eru komnir grænfriðungar frá Greenpeace og í stað gyðinga eru komnir íslendingar. Þjóðverjar eiga ekki að kaupa vörur Islendinga og þeim sem það reyna er stuggað frá. Greenpeace berst fyrir heldur vafasömum málstað og þar sem rök duga honum ekki til framdráttar er einfaldlega beitt valdi. Það næg- ir til valdbeitingar að vörumar séu íslenzkar. Þetta er liður í lítilmót- legum aðferðum Greenpeace til að kveða íslendinga í kútinn. Þetta er e.t.v. eina tilfellið þar sem hægt er að líkja aðferðum Greenpeace eða þeirra samtökum yfirleitt við nazista, en þar fyrir er samjöfnuðurinn í þessu tilfeili ótrú- lega sannur. Þeir beijast fyrir slæmum málstað, þeir beita röngum fullyrðingum og þegar þýzkur al- menningur kærir sig kollóttan og kaupir t.d. ótrauður áfram íslenzka rækju, þá beita þeir valdi, símaterr- or og hafa í hótunum við verzlunar- sijóra. Líkt og kaupmenn, sem voru gyðingatrúar, sem urðu að loka verzlunum sínum vegna ágangs nazista, verða nú þýzkir kaupmenn að taka íslenzkar rækjur úr hillum sínum vegna óskylds máls, til að komast hjá óþægindum grænfrið- unga, sem ekki tókst að fá þýzkan almenning á sitt band. Slæmur málstaður Barátta grænfriðunga fyrir vemdun hvala byggist á því að hvalir séu í útiýmingarhættu. Þeir segja gjaman í áróðri sínum, að eins og kunnugt sé, séu hvalir að deyja út, íslendingar séu að veiða síðustu hvalina og þess vegna ger- ist tíminn naumur til að bjarga síðasta hvalnum. Þetta em forsend- ur baráttunnar. Vísindamenn hafa staðfest að á okkar slóðum hér í norðurhöfum syndi hundmð þúsunda hvala af öllum gerðum og stærðum. Meiri hluti þessara hvala em smáhveli, en nokkrar tegundir þeirra hafa verið nýttar hér við land, einkum hrefnur og hnísur. Flestar tegundir stórhvela em friðaðar og hafa verið það um árabil og engum dettur í hug að veiða þær. Þó em margar þeirra í athyglisverðum vexti. Rannsóknir íslendinga á undan- fömum ámm og veiðar hafa ein- ungis beinst að tveimur hvalateg- undum, langreyði og sandreyði. Sumarið 1987 fór fram all víðtæk stofnstærðartalning á vegum vísindaáætlunarinnar. Þá vom tald- ar á okkar hafsvæði rúmlega 7.000 langreyðar, en endanlegt mat á stofnstærð sandreyðar fer fram á göngutíma hennar síðla næsta sum- ar. Að meðaltali veiddum við 236 langreyðar á áranum 1948—1984, en skv. rannsóknaáætluninni veidd- um við 68 dýr af þessari tegund á síðasta ári. Þessar tölur sýna, að við höfum farið mjög varlega með okkar hvalastofna og það er víðs fjarri sannleikanum að þær hvala- tegundir sem við íslendingar höfum veitt séu í útrýmingarha ttu. For- sendumar fyrir baráttu jrænfrið- unga em því út í hött og málstaður þeirra slæmur. Rangar fullyrðingar Grænfriðungar halda því fram að íslendingar bijóti alþjóðalög með vísindaveiðum sínum. Rannsókna- áætlunin, staðhæfa þeir, sé aðeins fyrirsláttur til að halda áfram at- vinnuveiðum. Þetta sé fullsannað vegna þess, að hvalkjötið sé selt til . Japans með ágóða og þjóni þar með gróðahyggju Islendinga. í ályktun Alþingis frá því í febrú- ar 1983 var samþykkt að mótmæla ekki ákvörðun Alþjóðahvalveiði- ráðsins um stöðvun veiða í atvinnu- skyni árin 1986—1990, en sérstak- lega var kveðið á um auknar hvala- rannsóknir á þeim ámm í ályktun- inni, þannig að ávallt væri til stað- ar besta vísindaleg þekking. Þetta er einnig í samræmi við ályktun Alþjóðahvalveiðiráðsins, sem kveð- ur á um endurmat á hvalastofnum fyrir 1990. ísland gerðist aðili að ráðinu árið 1948 með því að fullgilda stofn- samning þess. Sá samningur er hið eina sem hindrar ísland lagalega á þessum vettvangi. í þessum stofn- samningi, sem ölll aðildarríkin hafa samþykkt, segir í 1. tl. 8. gr., að hvert aðildaríki geti heirailað hval- veiðar í vísindaskyni og falli þær veiðar utan valdsviðs ráðsins. Vísindahvalveiðar okkar bjóta því hvorki í bág við ályktun Alþingis né við ákvæði alþjóðalaga. Fullyrð- ingar Grænfriðunga hvað þetta varðar em rangar. Raimsóknaáætlunin Það vægast sagt gróf fullyrðing, af hálfu þeirra grænftíðunga, að halda því fram, að rannsóknaáætl- unin sé einungis fyrirsláttur fyrir atvinnuveiðar. Jóhann Siguijóns- son, líffræðingur, og samstarfs- menn hans á Hafrannsóknastofnun hafa nú þegar unnið mjög merki- legt starf á sviði hvalarannsókna og er óhætt að fullyrða að þeir standa í fremstu röð í sínu sviði. Grænfriðungar hafa haldið því fram að þetta starf sé óþarfí, því að allt sé vitað um hvali nú þegar. Frekari þekkingarleit sé því óþörf. Þetta er nýstárleg fullyrðing, sem vart hefur heyrst frá því að kirkjan reyndi að stoppa Galilei á hinum myrku miðöldum. Fyrirhuguðum rannsóknum er ætlað að koma að fullu gagni við stofnúttekt Alþjóðahvalveiðiráðs- ins. Meginmarkmiðið er að afla sem bestrar vitneskju um ástand og veiðiþol þeirra hvalategunda, sem hér em veiddar, og um stöðu stórra og smárra hvala í lífkerfí íslenzka hafsvæðisins. Lögð er áherzla á gagnasöfnun og úrvinnslu er varða aldursdreifíngu og viðkomu tegund- anna. Ætlunin er að varpa nýju ljósi á þátt hvala í vistkerfi hafsins, m.a. með athugunum á fæðuvali, orkuinnihaldi fæðu og vefja hvals- ins, útbreiðslu fæðu og hvals á miðunum og umhverfisskilyrðum í hafinu. Jón Sæmundur Sigurjónsson „Fámenni íslendinga og örlagabinding okkar við sjávarfang hefur ein- ungis orðið Grænfirið- ungum tilefini til tæki- færissinnaðra árása á óskyldar útflutningsaf- urðir okkar.“ Nú þegar hafa þessar rannsóknir leitt til merkra niðurstaðna varð- andi samspil umhverfísþátta og við- komu, en enn er mörgum spuming- um ósvarað eins og t.d. hver sé heildameyzla hvala á íslandsmið- um, hvaða lífvemr séu helztu keppi- nautar þeirra um fæðuna og að hve miklu leyti hvalir séu beinlfnis keppinautar íslenzka fískveiðiflot- ans. Hvemig er t.d. skynsamlegt að nýta lífkerfí sjávar í framtíðinni með tilliti til þessara þátta? Við væntum okkur svo sannarlega mik- ils af starfí Jóhanns og rannsóknar- hóps hans, því það varðar gmnd- vallaratriði efnahags okkar og lífsafkomu. Rangar fullyrðingar grænfriðunga varðandi þennan þátt opinbera hins vegar algjört skiln- ingsleysi þeirra á því, hversu samof- in tilvera okkar Islendinga er vist- kerfí hafsins. Þegar flestir lífstofn- ar í hafínu era fullnýttir, gerast þær tegundir hættulegar í þessu við- kvæma samspili, sem fengju að leika algjörlega lausum hala. Hvalir era of mikilvægir í vistkerfinu til að þeim sé ekki gefinn gaumur og ef einhveijir stofna þeirra em sann- anlega nýtanlegir, þá veitir þeirri þjóð ekki af, sem á allt sitt undir sjávarfangi og á vart í önnur hús að venda. Gróðafíkn Samkvæmt stofnsamningi Al- þjóðahvalveiðiráðsins eram við skyldugir til að nýta afurðimar af veiddum hvölum. Útflutningur af- urða af 35 hvölum til Japans á skv. fullyrðingum Grænfriðunga að vera tilgangur alls þessa umstangs og ástæðan er gróðafíkn okkar. Þeir gera sér ekki grein fyrir því, hversu fámenn þjóð við emm. Að við þurfum á því að halda að flár- magna rannsóknir okkar á þennan hátt. Allur ágóði rennur því í rann- sóknasjóð, sem stendur straum af kostnaðinum við þetta rannsókna- verkefni. Ekkert er afgangs til að kosta áróðursstríð við grænfrið- unga, en hér heima hefur rækilega verið fundið að því. Þessi fullyrðing grænfriðunga er því bæði ósmekk- leg og röng, eins og annað sem frá þeim fer varðandi þetta mál. Úlfar í sauðagærum í auglýsingabæklingum græn- friðunga segir að 11.000 hvalir hafí verið veiddir frá því að hval- veiðibannið gekk í gildi árið 1986. Þar af hafa íslendingar veitt um 300 dýr. Þeir sem hafa veitt 10.700 hvali á þessum tíma em látnir í friði. Fámenni íslendinga og örlaga- binding okkar við sjávarfang hefur einungis orðið grænfriðungum til- efni til tækifærissinnaðra árása á óskyldar útflutningsafurðir okkar. Þeir sjá hvað er auðvelt að særa okkur og þeir notfæra sér það. Mótmæli þeirra við Japani og Norð- menn em beinlfnis hlægileg og máttlaus • miðað við það sem þeir ætla sér með okkur. Stefna þeirra er að eyðileggja alla markaði okk- ar, þar til við látum segjast. Hvorki meira né minna. Svo koma þessir menn og segja, að þeim þyki það mjög leitt að þurfa að koma svona fram við okkur, því þeir gætu annars með beztu sam- vizku mælt með sölu á vömm okkar. Eitt sinn ofsótti maffan mann nokkum, sem fékk þá huggun áður en hann var skotinn, að hann skyldi endilega ekki taka þetta persónu- lega, því þetta væri bara bisness. Sauðagæran fer þessu fólki illa. Forsendur baráttu þeirra em rang- ar og aðferð þeirra til að koma fram röngum málstað er valdbeiting. Á sömu svæðum og með sömu að- ferðum, sem þvinguðu gyðinga- kaupmenn til að loka verzlunum sínum, em þeir að ná svipuðum árangri. Nú eins og þá væri rangt að láta deigan sfga. Höfundur er þingmaður fyrir AJ- þýðuHokkinn i Norðurlandskjör- dæmi vestra. Frímerkjasýn- ingin f SFÍL 89 Frímerkl Jón Aðalsteinn Jónsson í þætti fyrir viku var rætt nokk- uð um frímerkjasýningar og þátt- töku íslenzkra safnara I þeim. M.a. var minnzt lauslega á sýn- ingu, _sem hér verður haldin f apríl, ÍSFÍL 89. Nú hefur þættin- um borizt fyllri umsögn um þessa sýningu frá Hálfdani Helgasyni. Er því sjálfsagt að bæta hér ýmsu við þeim til fróðleiks, sem hug hafa á að vita eitthvað nánar um téða sýningu. ÍSFIL 89 er haldin í tengslum við landsþing Landssambands íslenzkra frímerkjasafnara, sem haldið verður í húsakynnum sam- bandsins í Síðumúla 17 laugar- daginn 8. apríl nk. Er það Klúbb- ur Skandinavfusafnara, sem stendur að sýningunni, en hann sér einnig um framkvæmd þing- haldsins. Sýningamefnd skipa Sigurður R. Pétursson, sem er formaður, Hálfdan Helgason og Sigfús Gunnarsson. Sýningin mun standa yfír frá 7.-9. apríl í sýning- arsal Listasafns ASÍ við Grensás- veg. Er það í sömu húsakynnum og Félag frímerkjasafnara hélt sýninguna LÍFÍL 88 fyrir tæpu ári. Frímerkjasöfnumm og öðra áhugafólki um frímerki verður því næsta auðvelt að fínna þennan stað aftur. ÍSFÍL 89 er svokölluð landssýn- ing. Þeir, sem sýna söfn í sam- keppnisdeild, er hljóta 70 stig, öðlast rétt til þátttöku með söfn sín á norrænum frímerkjasýning- um, svonefndum NORDIU-sýn- ingum, en þær em að verða árleg- ur viðburður f heimi norrænna safnara. í síðasta þætti var ein- mitt sagt frá næstu NORDIU- sýningunni, sem haldin verður í Noregi. Þau söfn, sem fá 80 stig £/ÍSF1L8<A'Í 08.04. 1989 z á landssýningu, verða hins vegar gjaldgeng á alþjóðlegum sýning- um. Hvað sem öllum verðlauna- stigum lfður á væntanlegri frímerkjasýningu í apríl, skiptir vemlegu máli, að sem flestir safn- arar, sem em að móta söfn sfn, taki þátt í sýningu sem þessari. Þannig gefst þeim tækifæri til að fá eins hlutlaust mat dómnefhdar á söfnum sínum og kostur er á. Slíkt er nauðsynlegt, svo að safn- arar viti nokkum veginn, hvar þeir em staddir í söfnun sinni. Til þess að auðvelda mönnum þannig þátttöku í landssýningu var einmitt komið á fót svoneftid- um nálarflokki. Er þetta í þriðja sinni, sem hann er á sýningu hér á landi. Gaf hann mjög góða raun i fyrri skiptin, og er vonandi, að svo verði einnig nú. Sýningamefndin hefur gert ráðstafanir til þess, að söfn frá öðmm Norðurlöndum verði á sýn- ingunni og þá einkum unglinga- söfn og eins mótíf- eða tegunda- söfn. Þess konar sýningarefni virðist höfða n\jög til almennings, eins og kom berlega í ijós á LÍFIL 88 í fyrra, svo sem margir muna. Ekki er enn vitað, hver verður þátttaka íslenzkra safnara, enda varla von, þar sem umsókna- reyðublöð hafa víst ekki borizt til þeirra. Þetta hlýtur nú allt að skýrast á næstu vikum, enda er ekki svo langur tfmi til stefnu. Pósthús verður opið á staðnum þá þijá daga, sem ÍSFÍL 89 stend- ur. Þá verður að vanda í notkun sérstimpill hvem dag. Virðist hann mjög stílhreinn, svo sem sjá má af mynd þeirri, sem birtist með þættinum. Þá mun verða efnt til happdrættis og góðir vinningar í boði. Síðast, en ekki sízt er svo að geta þess, að aðgangur að sýningunni verður ókeypis. Hér hefur sýningamefnd vafalaust haft að leiðarljósi þá miklu að- sókn, sem varð að LÍFÍL 88, en menn þökkuðu hana mest því, að ekki var krafíð um aðgangseyri. Ætlunin var að segja hér frá alheimsfrímerkjasýningu, sem haldin verður í FVakklandi f júlf nk. og nefnist PHILEXFRANCE 89. Það verður því miður að bfða næsta þáttar, þar sem þætti þess- um er skorinn anzi þröngur stakk- ur nú um sinn. Vonandi er unnt að bæta það upp að nokkra með fleiri þáttum. Heyrt og aéð í janúarblaði sænska landssam- bandsins (SFF), Filatelisten, er bent á rit, sem getur komið þeim íslenzkum söfnuram að haldi, sem vilja fylgjast sem bezt með öllum nýjum bókmenntum innan frímerkjasöfnunar. Er þetta árs- fjórðungsrit, sem nefnist PHILABOOK og kemur út á ensku í Hollandi. Þar má fá vitn- eskju um nýjar bækur og rit um frímerki og eins birtast þar tilvitn- anir úr mikilvægum greinum, sem komið hafa út í frímerkjablöðum víðs vegar um heim. Menn geta gerzt áskrifendur að þessu riti fyrir 3 dollara á ári. Eins mun vera hægt að greiða gjaldið með alþjóðasvarmerkjum. Utaná- skriftin er þessi: PHILABOOK Intemational, PO Box 8042, 3009 AA Rotterdam, Holland

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.