Morgunblaðið - 01.03.1989, Side 35
ftRCf ,WAM ,f J(T!aAt1fOrfV<5TM ': - M
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. MARZ 1989
35
Bóthildur Jóns-
dóttir - Kveðjuorð
Fædd 18. október 1897
Dáin 31. janúar 1989
Mig langar að minnast í fáeinum
línum góðrar vinkonu minnar Bót-
hildar Jónsdóttur sem lést hinn 31.
janúar s.l. Bóthilaur var fædd á
Ragnheiðarstöðum í Flóa 18. okt.
1897 og var því liðlega 91 árs þegar
hún lést. Árið 1923 giftist Bóthildur
Sumarliða Gíslasyni frá Akranesi.
Eignuðust þau hjón 9 böm en að
auki ættleiddu þau einn dreng, eina
dóttur hafði Bóthiidur eignast áður.
Lengst af bjuggu þau hjónin á Hverf-
isgötu 104A. Sumarliði var togara-
sjómaður í tugi ára og var oft lang-
dvölum að heiman og mæddi uppeldi
þessa hóps mest á henni. Sumarliði
lést 16. mars árið 1969. Ég man
þegar Gíslína tengdamóðir mfn, dótt-
ir Bóthildar og Sumarliða kynnti
okkur fyrir 20 árum síðan. Þegar
við tókumst f hendur fann ég að eitt-
hvað sérstakt einkenndi þessa konu.
Handtak hennar var hlýtt og það
geislaði af henni einhver innri
lífskraftur og æskuflör.
Þessa eiginleika varð ég svo oft
var þegar ég kynntist henni betur.
Hún var svo ung í anda, og eldhress
fram til hinstu stundar, að furðu
sætti. Þetta kom t.d. skýrt í Ijós
þegar hún, allir afkomendumir og
við hin sem þar tengdust, vomm
saman komin f veislum eða á ferða-
lögum. Þá var gamla konan potturinn
og pannan f öllu glensi og lét ýmis-
legt flúka. Var það ekki síst í bundnu
máli, því að hún var hagmælt mjög.
Veittist henni það létt enda átti hún
ekki langt að sækja skáldgáfuna
enda faðir hennar Jón Arason skáld
gott. Bóthildur sýndi fólki sýnu mikla
ræktarsemi og heimsótti það oft. Ég
og mín fjölskylda fómm ekki var-
hluta af því. Bóthildur var tónelsk
mjög og hafði á yngri ámm fengist
við oigelleik. Við eigum orgel á heim-
ilinu og hvert sinn er hún leit við
þá krafðist hún þess að tekið yrði
lagið og spilað, já, þannig var hún
alltaf hreinskiptin og kát, og ávallt
verð ég þakklátur fyrir að hafa
kynnst þessari sfungu kjamakonu.
Mættum við hin sem yngri emm en
verðum alltof fljótt ellihmm til sálar
og lfkama taka hana til fyrirmyndar.
Megi hún eldhress vera þar sem hún
dvelur núna.
Með þökk fyrir allt.
Einar Guðbjartsson
ÚTSJI Allt að Z iLA 10%
afsláttur
1 pilu ; gluggatjöld Sudurlandsbn *========= ut 6, Sími: 91 -8 32 15. ~~—r
Pipeline húsgögnin eru
vinsaei hjá unga fólkinu
og skýringin er einföld:
Pipeline húsgögnin eru
byggð upp af einingum sem
hver og einn setur saman eftir
eigtnn smekk og þórfum.
Form og efnl eru létt og nú-
tímaleg og einingarnar fjöl-
breyttar. Hægt er að fá
skrifborð, hillur og skúffur af
ýmsum gerðum og ýmislegt
fleira, allt í þessum létta og
fallega stíl. • 5% stað-
greiðsiuafsláttur ef keypt er
fyrir 10.000 kr. og meira.
• Sendum húsgögnin heim
um allt Stór-Reykjavikur-
svæðið og einnig á vöruflutn-
ingamiðstöðvamar viðskipta-
vinum að kostnaðarlausu.
Svart og krómað -
sígilt og nútímalegt; kr. 24.650.
Krómrör og hvitir fletir - bjart og glæsilegt; kr. 36.000,
V: ■ r 1 0.
TJARNARGÖTU 2 • 230 KEFLAVlK ■ P.O. BOX 195 • SlMI 92-13377
Kjöt- og fiskibollur
Grófar, danskar
kjötbollur, fyrir flóra
Með kartöflum og ijómasósu
V2 kg svínahakk,
V2 kg nautahakk,
1 stór, smátt saxaður laukur,
1 dl fínt brauðrasp,
1 egg,
2-3 tesk. salt,
V2 tesk. pipar,
V2 tesk. „allrahanda" krydd,
um 1 dl sterkt teningssoð,
smjör og olía til steikingar.
Blandið öllu saman og hnoðið
með hreinum höndum. Látið
standa í um hálftfma. Hnoðið svo
betur, og þá jafnvel með meira
teningssoði.
Mótið bollur með hveiti-stráð-
um höndum og steikið í smjöri
og olíu til helminga.
Bollumar eru bomar fram vel
volgar með soðnum kartöflum,
sem steinselju hefur verið stráð
yfír, og ijómasósu, en hún er
löguð á eftirfarandi hátt:
Bakið upp 2-3 matsk. af
smjöri með 2 matsk. hveiti, 4
dl mjólk og 1-2 dl ijóma. Bragð-
bætið með salti.
Alveg upplagður laugardags-
kvöldverður, og ekki væri verra
að bera með vel kældan bjór!
(mynd nr. 2)
Fiskibollu-gratín fyrir 3-4
Þetta er sérlega fljótlagaður
og alveg afbragðs matur, úr
fískibollum úr dós!
1 kíiódós fískibollur,
3 dl ijómi,
4 matek. kavíar,
lVs dl rifínn ostur.
Síið vökvann frá bollunum og
látið þær í smurt, eldfast fat.
Blandið kavíar út í ijómann og
hellið yfír bollumar. Stráið rifna
ostinum yfír (má nota meiri ost
ef vill) og bakið í 200-220 gráðu
heitum ofni (heldur minni hita í
blástursofni) í 15-20 mínútur.
Gott að bera fram með laus-
soðnum hrísgijónum eða kart-
öflumús.
Verði ykkur að góðu,
Jórunn.
Skrifstofutækninám
Betra verö - einn um tölvu
Tölvuskóli íslands
S: 67 14 66
V