Morgunblaðið - 01.03.1989, Side 37

Morgunblaðið - 01.03.1989, Side 37
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. MARZ 1989 37 Umsjón: Elísabet Jensdóttir, Hilmar Jónsson, Magnús Gíslason, Mjöll Matthíasdóttir * Afengisneysla kvenna og forvamir Eftirfarandi spumingar vom lagðar fyrir þijá þingmenn: 1. Hvaða skýringu hefur þú á aukinni áfengisneyslu kvenna? 2. Af hveiju er eins litlu fé og raun ber vitni veitt til forvama- og bindindisstarfs af hálfu hins opin- bera? 3. Hvers vegna miða aliar að- gerðir hins opinbera að aukinni áfengisneyslu? 4. Hvað getum við gert í for- vamastarfí? Svör Aðalheiðar Bjarnfreðsdótt- ur: 1. Þá að nú vinna flestar konur úti. Þær hafa því meiri fjárráð og félagsskap við aðra. 2. Ef við gemm ráð fyrir að for- vamastarf þýði minni drykkju þá skerðir það beinar tekjur ríkissjóðs. 3. Við því er sama svarið. Aukin áfengisneysla þýðir meira í ríkis- kassann. 4. Eflt ungtemplararegluna og aukið fræðslu, einkum í sjónvarpi. Svör Guðrúnar Agnarsdóttur: 1. Ég held að aukin áfengis- neysla kvenna fylgi breyttum tíðar- anda. Aukin atvinnuþátttaka utan heimilis auk heimilisstarfa og streita í kjölfar þess, meira fjár- hagslegt sjálfstaeði og almennt meira sjálfræði kvenna hefur sitt að segja en einnig meiri almenn notkun áfengis. Nú neyta að vísu mun fleiri ungar konur áfengis en áður, en þær og eldri konur drekka samt langtum minna magn en karl- ar. í samnorrænni rannsókn á áfengisneyslu kom í ljós að a.m.k. tvisvar sinnum fleiri konur en karl- ar em bindindismanneskjur, eink- um eldri konur sem ólust upp þegar áfengi var nær eingöngu dmkkið af körlum. 2. Skilningur á mikilvægi for- vamastarfs almennt er enn alltof takmarkaður og meiri í orði en á borði. Athyglin og fjárveitingamar beinast í mun rfkara mæli að því að glíma við orðinn vanda en að koma í veg fyrir hann. Þó að skyld- ur hins opinbera séu ótvíræðar er það þó í raun erindreki almennings sem ber að láta vilja sinn í ljós í þessum efnum. 3. Það er of ^júpt i árinni tekið Guðrún Agnarsdóttir Aðalheiður Bjamfreðsdóttir að halda því fram að allar aðgerðir hins opinbera miði að aukinni áfengisneyslu. Hins vegar em að- gerðimar til að draga úr áfengis- neyslu enn of fáar og ekki nægilega fylgnar sér, enda erfitt verkefni. Fordæmisgildi hins opinbera er einnig mikilvægt hvað varðar með- ferð og veitingu áfengis. 4. Margt, m.a. aukið fræðslu meðal ungs fólks og alls þorra al- mennings um heilbrigt lífemi, og mikilvægt er að stjómvöld og for- eldrar gefí gott fordæmi. Nauðsyn- legt er að efla aðgerðir sem stuðla að auknu sjálfstrausti ungs fólks, draga úr óhóflegri vinnu og streitu og gera fólki kleift að lifa af dag- vinnulaunum. Auka þarf tíma til samvista og tómstundaiðkana. Mik- ilvægt er að stjómvöld, félagasam- tök og fjölmiðlar standi saman að fræðslu og virku forvamastarfí. Svör Ragnhildar Helgadóttur: 1. Athuganir sýna að áfengis- Órn Friðriksson, 2. varaforseti ASÍ: „Bjórinn bölvaldur á vinnustöðum“ Örn Friðriksson „Bjórinn er óvelkominn á vinnu- staði. Hann bæði sljóvgar og örvar menn,“ sagði Öm Friðriksson, 2. varaforseti ASÍ, „og það skapar slysahættu, sérstaklega í hverskon- ar vélavinnu. Til að gera mönnum þetta ljóst hefur ASI látið prenta sérstakar aðvaranir til launafólks, þar sem vakin er athygli á þeirri hættu sem er samfara bjómeyslu á vinnustöðum." Öm, sem starfar I Álverinu, sagði að nokkur brögð hefðu verið að áfengisneyslu á vinnustöðum hjá fyrirtækinu á árum áður í vikulokin, en með festu hefði tekist að uppræta þann ósið. „Við munum taka bjórinn sömu tökum, reyni menn að hafa hann um hönd á vinnustaðnum," sagði Öm, „og er það líkt og ég þekki til í Sviþjóð og Noregi. í þeim löndum þekkist varla bjómeysla á vinnu- stöðum. Aftur á móti er aðra sögu að segja frá Danmörku. Þar er þessi mjöður mikið vandamál á vinnu- stöðum og slys af hans völdum tíð, áamt minni afköstum. Slíkt viljum við forðast hér eftir bestu getu en til þess verðum við að bægja bjóm- um frá vinnustöðunum." M.G. Ragnhildur Helgadóttir neysla hefur aukist meðal kvenna og meðal ungs fólks. Spumingin snýst um aukna áfengisneyslu kvenna. Líklegt er að einhveijar skýringar sé að fínna í minnkuðum mun á hegðunarmynstri karla og kvenna í breyttu þjóðfélagi. Einnig má ætla að drykkja kvenna áður á tíð hafí í fleiri tilvikum farið leynt, er þær vom minna utan heimilis síns og e.t.v. feimnari við að leita hjálpar { vanda sfnum. 2. Ég hygg að margir þingmenn líti svo á að bindindisstarfsemin sé ekki alltaf nægilega raunsæ og þess vegna sé oft erfítt að fá nægi- legt fé á fjárlögum til áfengisvama. Hins vegar er skilningur ekki næg- ur á nauðsyninni, því miður. Dæmi um þetta er t.d. of lág framlög í Gæsluvistarsjóð, sem á sfnum tíma var stofnaður til að vinna gegn af- leiðingum af ofneyslu áfengis. 3. Spumingin felur f sér alhæf- ingu sem ég sé ekki að standist fullkomlega. Ljóst er þó að sam- þykkt bjórfrumvarpsins stuðlar að flestra mati að aukningu á heildar- neyslu áfengis og þar með að aukn- um sölugróða fyrir ríkissjóð. Vegna afleiðinga er hætt við að tapið verði meira en gróðinn. 4. Ég tel að í forvamastarfi eig- um við að setja okkur raunhæft markmið og taka þátt í því með Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni að draga um ljórðung úr heildar- neyslu áfengis. Það ætti ekki að vera ofætlun en myndi stórlega draga úr tjóni og óhamingju ein- staklinga og flölskyldna. Áfengis- málanefnd ríkisstjómarinnar undir forystu Páls Sigurðssonar ráðu- neytisstjóra lagði fram fjölmargar skynsamlegar tillögur, sem ríkis- stjómin ætti að framkvæma. Tillög- ur þessar vom kynntar í ársbyijun 1987 og grein gerð fyrir hvaða aðgerðir væm á verksviði hvers ráðuneytis. Feimnismál fjölmiðla og sijórnvalda Á árinu, sem leið, kom út f Eng- landi bók eftir Derek Rutherford og nefndist hún, „A lot of Bottle", Flös- kurisinn. Höfundur er þekktur for- ystumaður vímuefhavama á Bret- landi. 1 upphafi bókar segir svo: „Ætlað er að afurðir einnar tegundar iðnaðar valdi: ☆ 40.000 ótfmabæmm dauðsföUum á Stóra Bretlandi (þær staðhæfíngar sem koma hér á eftir miðast við það land). ☆ dauða að minnsta kosti 1.000 bama og unglinga á ári hveiju ☆ veikindum fimmta hvers sjúkl- ings á almennum sjúkrahúsum ☆ tveimur af hveijum þremur sjálfsvfgstilraunum fr helmingi allra afbrota ☆ helmingi allra ofbeldisverka gegn konum ☆ helmingi allra mannvfga ☆ tveimur af hveijum fímm elds- voðum Afurðir þessar eru meginorsök dauðsfalla ungs fólks og slysa og meiðsla á þjóðvegum. Finnst þér að eitthvað verði til bragðs að taka? Kæmi þér á óvart ef f ljós kæmi að þú gætir eitthvað gert í málinu? Iðnaðurinn, sem hér um ræðir, er áfengisgerð og afurðimar áfengi?" Enn segir þan „Ef það sannaðist að geislun ylli ótímabærum dauða 40.000 manna á Stóra-Bretlandi á ári hveiju, hver mundi þá skoðun þfn vera á kjam- orku? Ef uppskátt væri gert að fjöl- þjóðlegur fíkniefnahringur væri sek- ur um að valda dauða fleiri ungra manna á Bretlandi en nokkuð annað, hvemig biygðist þú við? Til hvers myndir þú ætlast af rfkissljóminni?" Undir þetta er auðvelt að taka. Til hvers ætlumst við af rfkisstjóm okkar? Til hvers ætlumst við af lög- gjafarþinginu? Ætlumst við til þess að menn væflist í sffellu f jöðmm þess sem máli skiptir, en komi aldrei að kjama máls? (Úr bréfi áfengisvamaráöunauts til áfengisvamanefndar.) Vímuefnaneysla unglinga Samtal við Einar Gylfa Jónsson Einar Gylfí Jónsson er for- stöðumaður Unglingaheimilis rfkis- ins. Hann hefur reynslu af störfum með unglingum og þekkir vel til þeirra aðstæðna sem ríkja meðal þeirra. Hann var spurður um ein- kenni yímuefnaneyslu unglinga og hvort hann teldi að breytingar á áfengislögunum hefðu afieiðingar fyrir þann hóp. „Á undanfömum fímmtán til tuttugu ámm hefur neyslan færst neðar, það er ekkert tiltökumál lengur þó 14—1B ára krakki sé byijaður að nota áfengi. Ég held þó að þessi þróun niður á við hafí verið stopp nú í nokkur ár. Annað sem að gerðist var að áfengi var ekki lengur eina vímu- efnið, hass, sniff og pillur komu inn sem möguleg vímuefni. Þessi breyt- ing hafði ýmsar afleiðingar og kannski fyrst og fremst þá að í fyrsta skipti í íslandssögunni emm við að ala upp óhugnanlega stóran hóp af fólki sem er búið að vera í misnotkun frá því það komst á unglingsár. Stór hluti þeirra krakka sem em að detta út úr skóla, áður en þeir ljúka skyldunni, er í misnotkun sem þýðir líka að það tekur ekkert við þeim. Atvinnulffíð tekur ekki við þeim eins og hugsanlega gerðist fyrir tveim, þrem áratugum, krakk- ar fóm bara að vinna. Þetta gerist ekki núna. Við emm kannski að „framleiða" fólk sem kann lítið annað en að sukka. Þetta er ný staða á íslandi, og mjög alvarleg. En þetta er ekki stór hópur. Segjum að það séu 40—50 krakkar á aldrinum 13—19 ára sem em í mjög alvarlegri misnotkun þannig að líf þeirra er í hættu og er undirlagt af vímuefnaneyslu. Það er bara brot af þessum aldurshópi, en ef að það væm jafn margir krakkar í lífsháska uppi á Vatna- jökli þá væri ekkert til sparað að bjarga þeim. Nú em menn bara að velta vöng- um yfír því hvað á að gera og em búnir að gera í mörg ár. Ástandið er búið að vera ljóst lengi án þess að nokkuð sé gert annað en að lýsa yfir áhyggjum. Þetta er staðan í dag. Langflestir krakkar byija í víninu þó tilviljun ráði því kannski í nokkr- um tilvikum að þau byiji í öðru. Sfðan verður vímuefnaneyslan að lífsstíl og þau taka við öllu sem býðst. Það er bara hluti af því að vera til og vera töff. Eitt af því sem er dapurlegt við þetta er að oft vita krakkamir ekkert hvað þau em að setja ofanf sig. Þau em fómarlömb fólks sem er kannsi ennþá ver statt en þau sjálf, fólks sem er búið að Einar Gylfi Jónsson missa alla dómgreind og siðferðis- kennd, fólks sem fjármagnar sína eigin neyslu með því að selja smá- krökkum og unglingum efni. Hvemig bjórinn kemur svo inn í þetta er ekki gott að segja. Það er alveg ljóst að fyrir þorra unglinga, alveg eins og fyrir þorra fólks, mun bjórinn í sjálfu sér ekki skipta sköp- um. Fólk kemur til með að nota þennan vímugjafa sér að meinalitlu og fyrir meirihlutann mun þetta ekki breyta neinu sem orð er á gerandi. Það verða samt sem áður ákveðn- ar breytingar, við getum t.d. séð fyrir að ölvunarakstur mun aukast og að afréttarar verða algengari. Þetta mun hafa áhrif á þróun alkó- hólisma hjá fólki. Fyrir þá sem eru í misnotkun á annað borð þá mun bjórinn bætast ofan á. Hann mun ekki koma í staðinn fyrir neitt. Þama er einfaldlega kominn nýr vímugjafi. Fyrir þann hóp sem ég hef mestar áhyggjur af, unglinga sem komnir eru út í verulega mis- notkun, þá mun þetta einfaldlega þyngja róðurinn og auka vandann. Við vitum hvað við höfum en við vitum ekkert hvað við fáum þegar bjórinn kemur. Þó að þetta með afréttarana og ölvunaraksturinn sé alveg ljóst. Það er líka þetta: „Hvenær er ég ölvaður? Er ég ölvaður þegar ég er búinn að drekka þrjá bjóra?" Sumum fínnst það kannski ekki og það er mikil tilhneiging til að líta ekki á bjór sem áfengi. Annað sem hugsanlega gæti gerst er að aftur yrði stökk niður á við í neyslualdri. Það er svo erfítt að spá fyrir um hegðun fólks og þá ekki síst ungl- inga. Kannski kemst þetta aldrei f tísku meðal þeirra. Það vitum við í rauninni ekkert um. E.t.v. verður þetta einfalt reikningsdæmi, einn krypplingur kostar svipað og sex dósir í kippu og kannski þykir ein- faldara að vera með pelann innan- klæða heldur en draslast með þess- ar dósir. Við erum svo mikil delluþjóð að það verður ógurlega mikið um að vera héma fyrstu mánuðina, en svo þegar rennur af þjóðinni, þá hugsa ég að það verði engin grundvallar- breyting. Én fyrir þá sem ég hef mestar áhyggjur af óttast ég að þetta hafi slæm áhrif. Ég sé svona fleiri rök sem hníga í þá átt. Þetta bætist einfaldlega ofaná." Hvað með fyrirbyggjandi starf, áttu einhveijar lausnir í fóram þínum? Það er ljóst að unglingar leita sér fyrirmynda hjá fullorðna fólkinu og meðan það notar vímugjafa þá getum við ekki búist við öðra en unglingamir þreifí sig áfram með þá líka. Það er fullorðna fólkið, sem númer 1, 2 og 3 mótar hegðun unglinganna. Notkun vímuefna, þó það sé áfengi og löglegt, fylgir ákveðin sektarkennd. Við geram þetta gegn okkar betri vitund. Skynsemin seg- ir okkur að auðvitað sé óeðlilegt að við setjum ofan í okkur ákveðið eitureftii sem hefur áhrif á líkams- starfsemina, starfsemi miðtauga- kerfísins, slævir dómgreindina og allt það, til þess að okkur lfði betur. Hugmyndir fólks um áfengi og áhrif þess era svolítið bjagaðar og það kemst til skila til unglinga, meira að segja í ýktri mynd. Sú mynd sem unglingar hafa af neyslu- venjum og áhrifum áfengis er því skökk og bjöguð. Þetta verður SJÁ NÆSTU SÍÐU

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.