Morgunblaðið - 01.03.1989, Qupperneq 40

Morgunblaðið - 01.03.1989, Qupperneq 40
40 MORGUNBLAÐIÐ,MIfiyi^yfiAGpR V|M/yR£, ^89 Hulda Jónsdóttir Laxdal—Kveðjuorð Útför Huldu Laxdal, fyrrum hús- freyju að Meðalheimi á Svalbarðs- strönd, var gerð frá Akureyrar- kirkju 1. febrúar sl. Hún lést í hér- aðssjúkrahúsinu á Akureyri 26. f.m. Hulda fæddist 26. aprfl 1905 í Hrísey. Hún var önnur í röðinni af 10 bömum Jóns Bergssonar frá Hæringsstöðum í Svarfaðardal og Þorgerðar Jörundsdóttur frá Hrísey, sem lengst af bjuggu í Ólafsfírði. Systkini Huldu vom Auður f. 24.1. 1904, Pálína f. 4.4. 1907, Jörundur f. 30.3. 1908, Torfí f. 15.2. 1911 ogCecilíaf. 26.7. 1914, sem öll em látin. Ennfremur Guð- mundur f. 14.1. 1912 búsettur í Ólafsfirði og Þorsteinn f. 9.1.1918, Sveinn Cecil f. 22.8. 1919 og Mar- grét Guðrún f. 24.2. 1922 öll bú- sett í Reykjavík. Pjögurra ára gömul fór Hulda í fóstur til föðurbróður síns Bergs Bergssonar og konu hans Oddnýjar Bjamadóttur að Skeggjabrekku f Ólafsfírði. Mun þar mestu hafa um ráðið að þau hjón vom bamlaus. Hulda ólst upp hjá fósturforeldram sfnum við ást og umhyggju og mun snemma hafa reynst heimili þeirra góður liðsauki því að bráðger var hún til munns og handa. En mikið sagðist Hulda hafa saknað systkina sinna og pabba og mömmu og að það hefðu verið sfnar sælustu stundir í æsku þegar hún fékk að heimsækja þau. Samband Huldu við systkini sín og foreidra var alla tfð náið og kærleikar mikl- ir á báða bóga. Fimmtán ára fluttist Hulda með fósturforeldmm sfnum að Garðsvík á Svalbarðsströnd. Þar kynntist hún eftirlifandi manni sínum, Jóni Lax- dal frá Tungu en þau giftust 19. maí 1924. Fyrstu árin bjuggu þau hjón á föðurleifð Jóns að Tungu en hófust jafnframt handa um að byggja upp og rækta jörðina Meðal- heim þangað sem þau fluttu 1930. t Útför eiginkonu minnar, dóttur okkar og tengdadóttur, HJÖRNÝJAR FRIÐRIKSDÓTTUR, Barðaströnd 33, Seltjarnamesl, fer fram frá Dómkirkjunni fimmtudaginn 2. mars kl. 13.30. Þeim sem vildu minnast hennar er vinsamlegast bent á Krabba meinsfólagið. Jón Hilmar BJörnsson, FriArlk Ottóson, Elfnborg Slgurftardóttir. Inglbjörg Stephensen. t Eiginmaður minn og faftir okkar, ÞORSTEINN STEFÁNSSON fyrrverandl bæjarrltari, Munkaþverárstraati 30, Akureyrl, lést f Kristnesspítala þann 11. febrúar sl. Útförin hefur farift fram. Innilegar þakkir faarum við öllu starfsfólki Kristnesspftala fyrir mjög góða umönnun. Stelngerður Eiðsdóttlr, Svava Þorstelnadðttlr, Eiöur Þorstelnason, GuAmundur Þorstelnsson, Lára Þorstelnsdóttlr. t Faðir okkar, HUGI P. HRAUNFJÖRÐ pfpulagnlngamelstarl, Fannborg 1, Kópavogl, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju föstudaginn 3. mars nk. klukkan 13.30. Börn hlns látna. t Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför eiginkonu minnar, KRISTJÖNU E. SCHMIDT. Robert Schmldt, Reynir Schmldt, Bryndfs Gfsladóttir, Agust Schmldt, Blma SkarphóAlnsdóttlr, Grótar Schmldt, Vala Hallbjörnsdóttlr, Kjartan Schmldt, Ragnhelftur Frlöstelnsdóttir. t Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og vinar- hug við andlát og jarðarför móður minnar, tengdamóður, ömmu og langömmu, MARfU JÓHANNSDÓTTUR fyrrverandl verkstjóra. Sórstakar þakkir til starfsfólks á deild 4a Hrafnistu, fyrir einstaka umönnun. Krlstján Þórarlnsson, PálhelAur Einarsdóttlr, Hafdfs Ósk Kristjánsdóttir, Eggert FriArlksson, Einar Krlstjánsson, Slgrún Stelnþórsdóttir, Anna Marfa Krlstjánsdóttlr og barnabörn. Að Meðalheimi fluttust með þeim hjónum auk dætranna Guðnýjar og Oddnýjar, sem fæddust í Tungu, móðir Jóns, Guðný og fósturforeldr- ar Huldu en þtjú hin síðastnefndu áttu heimili sitt þar á meðan þau lifðu. Jón og Hulda bjuggu myndarbúi i Meðalheimi í 26 ár, aðalbúgreinar þeirra vom mjólkurframleiðsla og kartöflurækt. Tvær mannvænlegar dætur bættust við, Þorgerður og Hulda Hlaðgerður. Eina dóttur misstu þau hjón í frambemsku. í Meðalheim var gott að koma, þar virtist alltaf bjart og hlýtt. Hús- bændumir vom að vísu sfstarfandi. Auk bústarfanna hafði húsbóndinn trúnaðarstörf á hendi fyrir sveit sína og húsfreyjunni virtist aldrei falla verk úr hendi. Eflaust hefur henni stundum fundist of fáar stundir gefast til áhuga- og tóm- stundastarfa, sem í hennar tilfelli vom hannyrðir og þá oftar en hitt af listrænum toga spunnar. Af ýmsu sem piýddi heimilið varð sú ályktun dregin að dijúgar hafí henni rejmst nætumar. En þrátt fyrir annir var nóg Ms- og hjarta- lými hjá Huldu og Jóni og heimili þeirra var alla tíð rómað fyrir gest- risni. Árið 1956 ákváðu þau hjónin að bregða búi og selja jörðina. Dætum- ar vom þá flognar úr hreiðrinu nema sú yngsta og höfðu haslað sér völl annars staðar. Guðný var gift Þórólfí Jónssyni bókhaldara frá Húsavík, Oddný Halldóri Ólafssyni úrsmið á Akureyri og Þorgerður Lúther Gunnlaugssyni bónda í Veisuseli í Fnjóskadal. Ákvörðunin um að selja jörðina mun ekki hafa verið með öllu sársaukalaus en háv- aðalaust gekk salan fyrir sig og í framhaldi af því keyptu þau hjónin íbúð að Brekkugötu 33 á Akureyri. I fbúðinni í Brekkugötu bjuggu Hulda og Jón sér fagurt heimili með yngstu dótturinni sem þá var aðeins 10 ára gömul. Afí minn Jón, faðir Huldu, bjó þar hjá þeim sín síðustu æviár. Verkahringur Huldu var nú ekki eins stór og hann hafði verið í Meðalheimi en hún hélt áfram að vera sístarfandi, tók m.a. að sér sauma og starfaði fyrir Sjálfsbjörgu félag lamaðra og fatl- aðra. í Brekkugötunni var oft gest- kvæmt og glatt á hjalla. Ég kom þar oft og þar kynntist ég Huidu best. Hún var mannkostakona enda hafði hún hlotið góða eiginleika í vöggugjöf. Hún var frfð sýnum, greind, listfeng, háttvís og hæ- versk. En umfram allt var hún ein- staklega viðmóts- og ávarpshlý og næm á tilfínningar annarra. í við- ræðum var hún skemmtileg og fræðandi en jafnframt góður hlust- andi. Að hugsuðu máli lagði hún jafnan gott til mála, var gagnorð, aldrei margmál og vel vom leyndar- mál hjá henni geymd. Skopskjm hennar var næmt, en vandlega gætti hún þess að beita því ekki niðrandi um náungann. Vinur var Hulda f raun og samferðamönnum sínum gerði hún margan greiðann, sem fjarri var skaplyndi hennar að flfka. Á árinu 1980 ákváðu Hulda og Jón að draga saman seglin og keyptu sér íbúð á elliheimilinu Hlíð á Ákureyri. Þar bjuggu þau saman í sjö ár við gagnkvæma umhyggju hvort annars og áframhaldandi heimsóknir ættingja og vina uns kraftar Huldu vom þrotnir og hún flutti sig yfír á sjúkradeild heimilis- ins. Starfsdagur hennar var orðinn langur. Bamaböm Huldu og Jóns em 14 og bamabamabömin em orðin 15._ Á sjúkradeildinni sat Jón Laxdal við hlið sinnar ástkæm eiginkonu öllum stundum þar til jrfír lauk. Nú býr hann einn í íbúð þeirra í Hlíð og hefur margs að sakna en ljúfar minningar um góða konu munu létta honum missinn. Um leið og ég kveð mína elsku- legu móðursystur og skila kveðju frá bræðram mfnum en öll þökkum við henni fyrir samfylgdina, votta ég Jóni Laxdal og dætmm þeirra Huldu, bamabömum og bama- bamabömum mína innilegustu samúð. Hólmfríður Snæbjörnsdóttir Kjartan Jóhanns- son - Minning Fæddur 22. desember 1951 Dáinn 7. febrúar 1989 Frændi minn Kjartan Jóhannsson lést í Danmörku 7. febrúar sl. Hann var sonur hjónanna Margrétar Kjartansdóttur og Jóhanns Gunn- arssonar, en faðir hans dó er Kjart- an var bam að aldri. Eftir það var hann um tíma með móður sinni á heimili foreldra hennar, Kjartans Einarssonar og Sæunnar Gísladótt- ur, sem reyndust Kjartani alla tíð sérlega vel. Á þessum tíma kynnt- ist ég Kjartani þar sem ég var bam- fóstra hans og síðar bræðra hans. Móðir hans giftist síðar Ásmundi Einarssyni og gekk hann Kjartani í föðurstað. Þau eignuðust 4 syni, Einar, Magnús, Olaf og Svavar Helga. Ég dvaldist í mörg sumur með þeim bræðmm bæði heima og í sumarbústaðnum við Hafravatn og em þaðan margar skemmtilegar minningar sem koma upp í hugann á þessum tímamótum, þegar einn af strákunum mínum er horfínn á braut. Bátsferðin á vatninu, morg- unferðir í gömlu laugamar og ferð- in með nesti niður á tjöm. Ásmund- ur dó af slysfömm 1964 og stóð Magga þá ein uppi með 6 sjmi og kom hún þeim af dugnaði öllum vel til manns. Kjartan var ekki hár í loftinu þegar hann sagðist ætlá að vera bóndi þegar hann jrrði stór og við það stóð hann. Hann hafði alla tfð mikið yndi af hestum og tamdi marga góða gæðinga og átti íslenskan hest í Danmörku og skömmu áður en hann lést lét hann hestinn því honum var ekki sama hvar hann lenti. Hann var í tvö ár á Hvanneyri, en vann öll sumur við sveitastörf á nokkmm bæjum. Síðar fór hann á búnaðarskóla til Dan- merkur og þar kynntist hann ungri og myndarlegri konu, Vivi Anesen, sem síðar varð eiginkona hans og stóð eins og klettur við hlið hans í veikindum hans. Eftir nokkurra ára starf í Reykjavík keyptu þau jörðina Hóla í Helgafellssveit á Snæfellsnesi. Ekki gat hann framfleytt flölskyld- unni á búskapnum einum saman fyrstu árin og varð hann þá að vinna með bæði til sjós og lands og hvfldi þá búskapurinn á Vivi konu hans, og gekk hún að dugnaði í öll störf. Þau eignuðust 3 mannvænleg böm, Margréti, Jóhann og Jöm Bjarka. Eftir nokkur ár hættu þau búskap og fluttu til Stykkishólms en þaðan stundaði Kjartan sjó. 1987 fluttu þau til Danmerkur en fljótlega kom í ljós að Kjartan var haldinn ban- vænum sjúkdómi og lést hann þar á sjúkrahúsi 7. febrúar sl. í nokkur ár frá því að ég hætti að gæta þeirra bræðra missti ég samband við Kjartan en frétti bara af honum. En sumarið 1984 tók hann son minn til sumardvalar og þar kynnt- ist ég frænda mínum hressum og kátum við að snúast í kringum skepnumar. Mikið em það skemmtilegar minningar. Ég sendi eiginkonu hans Vivi, bömum þeirra og öðmm aðstandendum mínar innilegustu samúðarkveðjur. Gréta Kveðjuorð: Guðrún Jónsdóttir Fædd 27. ágúst 1911 Dáin 4. febrúar 1989 Kallið er komið, komin er stundin, vinaskilnaðar viðkvaem stund. Vinimir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, maigs er að sakna Guð þerri tregatárin strið. (Vald.Briem). Nú er hún elsku amma okkar, Guðrún Jónsdóttir, dáin. Það er erfitt að trúa því, en svona er það nú samt. Hún er farin til ástvinanna sinna hinu megin. Það var alltaf gott að koma til hennar ömmu, alltaf svo góð, alltaf átti hún blítt bros, og hlýja hönd. Við systkinin eigum margar falleg- ar bemskuminningar um ömmu okkar. Mikil var tilhlökkunin alltaf fyrir jólin þá fengum við að gista og amma hélt litlu jólin eins og við kölluðum það. Seinna eignuðumst við litla systur sem veitti ömmu mikla gleði, hún kallaði hana alltaf litla ljósið sitt. Við og litla ljósið hennar ömmu biðjum góðan Guð að gejrma ömmu og þökkum henni fyrir allt gott sem hún gerði .fyrir okkur. Gunnar, Ragnar, Unnur og Hanna Jóna.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.