Morgunblaðið - 01.03.1989, Side 41
MORGbNBLÁÐÍÐ/MIÐVIKUI)A(;i]H í. MARZ 1989
41
Jóhannes Jóhannes-
son frá Bæ - Minning
Fæddur 29. ágúst 1905
Dáinn 29. janúar 1989
Jóhannes Jóhannsson, fyrrum
bóndi í Bæ í Múlasveit í Austur-
Barðastrandasýslu, er látinn. Hann
lést á St. Jósefsspítala 29. janúar
sl. Það kom mér eki á óvart að
frétta andlát þessa frænda míns.
Hann var búinn að vera lengi svo
mikið veikur.
Jóhannes var fæddur að Kirkju-
bóli í Múlasveit 29. ágúst 1905,
sonur hjónanna, Guðrúnar Bær-
ingsdóttur og Jóhanns Sigurðsson-
ar, er bjuggu þá á Kirlqubóli.
Jóhannes ólst upp í stórum systk-
inahópi og var elstur af sínum
systkinum af seinni konu bömum
Jóhanns. Jóhannes ólst upp við öll
venjuleg sveitastörf þess tíma. Þá
vom ekki til stórvirk tæki við land-
búnaðarstörf. Öll bústörf, við að
afla heyja og fleira, varð að vinna
með handverkfærum.
Um tvítugt hélt hann að heiman
og fór til Reykjavíkur, öðrum þræði
til að leita sér lækninga, því hann
var aldrei hraustur maður. Síðar fór
hann í byggingarvinnu, til bróður
síns, og vann sem smiður; en fór
þó aldrei í iðnskóla, en það hefði
hann þurft að gera, því hann hafði
svo mikla hæfileika. Hann var sem
sagt smiður af Guðs náð, ef svo
má segja. Síðar hélt hann svo aftur
heim í átthagana og vann við hús-
byggingar og fleira, hér og þar um
sveitir.
Þann 24. nóvember 1936 gekk
hann að eiga Guðrúnu Kristjáns-
dóttur frá Illugastöðum, hinni
ágætustu konu. Hún var þá nýlega
orðin ljósmóðir í tveimur hreppum
í Austur-Barðastrandasýslu.
Fyrstu búskaparár þeirra voru í
Bæ á Bæjamesi. Fyrst bjuggu þau
sem leiguliðar á hálfri jörðinni, en
síðar keyptu þau jörðina og bjuggu
á henni allri. Þau byijuðu á því að
byggja íbúðarhús, lítið í fyrstu, en
stækkuðu það svo nokkrum árum
síðar. Þá fékk það meiri reisn og
var orðið gott og fallegt hús.
En þetta voru erfíðir tímar, fyrst
kreppuárin og síðar stríðsárin. Allt
gekk þetta þó vel. Fyrstu árin voru
erfíðust, eins og alltaf. Þá var hjá
þeim Gunnar bróðir Jóhannesar,
mikill dugnaðarmaður, sem hjálpaði
þeim yfír erfíðasta hjallann.
Það þurfti að byggia upp fleira
í Bæ en íbúðarhúsið. Á stríðsárun-
um var erfítt að fá byggingarefni,
eiginlega var það ófáanlegt. En
hann Joi í Bæ, eins og við kölluðum
hann, var ekki ráðalaus. Hann fékk
timbur norðan af Ströndum, reka-
við, sagaðan þar og fluttann með
Djúpbátnum að Múla í ísafírði.
Þaðan var það flutt á hestum suður
yfír Kollafjarðarheiði og alla leið
að Bæ. Það voru um tuttugu hestar
í lestinni, en ferðin tók þijá daga,
fram og til baka. Með góðra manna
hjálp tókst þetta.
Það var komið fram í ágústmán-
uð þegar byijað var að reisa hlöð-
una. Veggina var hann búinn að
byggja, fyrr um sumarið, úr torfí
og gijóti, eins og algengt var í þá
daga. Hlaðan komst upp falleg og
traust, með snilldarhandbragði, og
stendur lítt högguð enn í dag.
Og árin liðu. Bömin uxu úr grasi
og fóru snemma að hjálpa til, enda
veitti ekki af vinnukrafti. Þegar
byggingum lauk tóku við jarð-
bætur, slétta túnið og stækka það.
Það veitti heldur ekki af, því búið
stækkaði óðum. Það þurfti mikið
fóður, því þar var farið svo vel með
allar skepnur og snyrtimennska og
þrifnaður svo af bar.
Ég kom oft að Bæ. Þangað var
gott að koma. Þau hjón, Jói og
Rúna í Bæ eins og við kölluðum
þau, vom ákaflega gestrisin. Þar
vantaði ekki góðar veitingar fyrir
hvem sem að garði bar. Þar vom
þau, sem og á fleiri sviðum, svo
samstæð. Svo var annað sem þau
áttu sameiginlega í svo ríkum
mæli. Það var hin mikla hjarta-
hlýja. Það leið öllum svo vel í ná-
vist þeirra. Ég held að þetta hafí
verið þeirra mesti auður.
Þegar aldur færðist yfír gömlu
hjónin á Illugastöðum, foreldra
Rúnu, þá fluttust þau að Bæ. Það
var gott fyrir báða aðila, því að
húsmóðirin í Bæ þurfti oft að vera
ijarverandi vegna starfa sinna við
ljósmóðurstörf. Þar vom gömlu
hjónin til æviloka og undu vel hag
sínum, þar út við ystu sundin.
Þegar hann Guðmundur vinur
minn á Kleifastöðum, hinumegin
við flörðinn, varð að hætta búskap,
Jónína Asmunds-
dóttir — Minning
Fædd 6. nóvember 1908
Dáin 20. febrúar 1989
Amma okkar, Jónína Ásmunds-
dóttir, lést að kvöldi 20. febrúar.
Hún fæddist að Mosfelli í Mosfells-
sveit 1908. Hún var búin að lifa
langa og farsæla ævi þegar kallið
kom fyrirvaralaust. Amma fór með
því hugarfari á sjúkrahúsið að
dvelja stutt en fáum tímum síðar
kvaddi hún. Amma hefur búið með
foreldmm okkar síðan við munum
eftir okkur og það mun því taka
okkur tíma að venjast þvi að koma
til mömmu og pabba og mæta ekki
hlýju viðmóti ömmu, en hún var
okkur systkinunum mikils virði.
Amma fylgdist vel með tímanum
þó svo að sjóninni hafí hrakað vem-
lega á síðustu ámm. Hún hélt fullri
reisn fram að sfðustu stundu, það
var hennar lífsstfll. Mörgum fannst
það sérstakt að bæði föður og móð-
uramma bjuggu heima hjá okkur,
en samkomulagið var alltaf gott og
það er fyrir öllu. Hún reyndist okk-
ar bömum ekki sfðri en okkur systk-
inunum. Með þessum fátæklegu
orðum viljum við kveðja og öll eig-
um við yndislega minningu um góða
var búinn að missa konuna og böm-
in farin, þá fluttist hann til hjón-
anna f Bæ og var hjá þeim, þar til
þau urðu sjálf að hætta búskap.
Þetta sýnir vinsældir þeirra og
traust.
Þegar árin færðust yfír fóm erf-
iðleikar að sækja heim hjónin í Bæ,
hann frændi minn, Jói í Bæ, farinn
að bilast á heilsu. Hann var í raun-
inni aldrei hraustur.
Þau, hjónin í Bæ, hefðu auðvitað
kosið það, að eitthvað af bömum
þeirra hefði tekið við. En það vom
breyttir tímar frá því er þau hófu
búskap í Bæ. Þá var sóst eftir
hverri jörð sem var á lausu. Þeim
systkinunum bömum þeirra fannst
jörðin ekki nógu kostamikil og eftir-
spum eftir vinnuafli annars staðar,
sérstaklega fyrir sunnan, var mikil
og þau eftirsótt.
Það varð því úr að öll fjölskyldan
fluttist suður til Hafnarfjarðar og
keyptu þar sameiginlega stóra íbúð.
En það var ekki átakalaust að taka
sig upp frá Bæ. Þar lágu djúpar
rætur.
Einn ágætur maður, Ragnar í
Smára, minntist eitt sinn á þetta
vandamál hjóna, að hætta búskap.
Hann taldi það lftið vandamál að
selja hús við götu, miðað við það
að verða að yfírgefa jörð með öllu
saman.
Ifyrstu ár þeirra hjóna frá Bæ, í
Hafnarfírði, vom á Öldugötu 31.
Sfðar fluttust þau til dóttur sinnar
og tengdasonar og bjuggu hjá þeim
á Suðurgötu 73 og nú síðast á
Melabraut 23. Hjá þeim höfðu þau
litla íbúð fyrir sig.
Ég kom oft til hjónanna frá Bæ,
í Hafnarfirði. Þar var sama gest-
risnin og hlýjan sem fyrr og alltaf
þegar ég kom til þeirra þar, barst
talið að heimabyggð þeirra. Þar var
hugurinn, við umbætur og skepnu-
hirðingu. Þau þráðu bæði æsku-
stöðvamar og hörmuðu það hvað
öll þeirra verk þar dröbbuðust niður.
Ég gæti trúað því, að hann
frændi minn, Joi frá Bæ, gæti tek-
ið undir_ þetta erindi úr fallegu
kvæði Jóhannesar úr Kötlum, en
erindið er svona:
Margs er að minnast,
margt er enn á seiði.
Bleikur er varpinn,
bærinn minn í eyði.
syngja þó ennþá,
svanir fram á heiði.
En nú er hann frændi minn, hann
Jói frá Bæ, horfínn af sjónarsvið-
inu, horfinn inn í hina miklu þögn,
sem ekki hefur verið rofín. En fyrir
eftirlifandi konu hans hefur brostið
sterkur hlekkur. Það er alltaf svo
hjá hjónum sem búin em að starfa
lengi saman og skila miklu dags-
verki. Við fráfall manns myndast
svo mikið tómarúm, sem erfítt er
að fylla upp í. En ég veit það að
sú mæta kona, Rúna frá Bæ, á svo
góð böm og tengdaböm, að hún á
öxl til að gráta við, ef ég má orða
það svo.
Þau hjón, Guðrún og Jóhannes f
Bæ, áttu þijú böm. Þau em: Snorri
Rafn, búsettur í Hafnarfírði, J6-
hann Gunnar, búsettur í Hafnar-
firði og Kristjönu Guðmundínu,
búsett í Hafnarfirði.
Ég vil að lokum votta Guðrúnu
og bömum hennar mína dýpstu
samúð.
Jóhannes Arason
ommu.
Bamaböm
t
Þökkum auösýnda samúö og hlýhug við andlát og útför móður
minnar og tengdamóður,
SÓLRÚNAR EIRÍKSDÓTTUR.
Fanney Ármannsdóttir,
Slgurður Jóelsson.
Kransar, krossar
U) og kistuskreytingar. W
* Sendum um allt land.
GLÆSIBLÓMIÐ
GLÆSIBÆ,
Álfhcimum 74. sími 84200
CHER0KEE LARED01989
TIL AFGREIÐSLU STRAX
Bílar þessir eru hlaðnir aukahlutum og með lúxus innréttingu
4ra dyra
4,0L6cyl. 177 hp. vél
Sjálfskiptur
Vökvastýri
Veltistýri
Rafdr. rúður
Rafdr. læsingar
Fjarst. útispeglar
Hiti íafturrúðu
Þurrka á afturrúðu
Off-Road
225x15 Wrangler dekk
Álfelgur
Gasdemparar
Toppgrind
Þokuljós
Dráttarbeisli
EGILL VILHJÁLMSSON HF.
Smiðjuvegi 4, Kópavogi. Símar 77200 — 77202