Morgunblaðið - 01.03.1989, Qupperneq 43
TUNGLIÐ
DAGUR
ITUNGLINU
Kiddi Big Foot med dúndrandi rokk
úr diskótekinu.
Hljómsveitirnar Sniglabandió og Ölrót
MORGUNBtAÐIö MIÐVIKUDAGUR 1. MARZ 1989
William Hurt
villsíðurvera
nefhdur kyntákn.
Mickey Rourke lék
siðast á móti Fay
Dunaway.
Michael
Douglas vijja
allar sjá.
Clark Gable — ógleymanleg
kvikmyndahetja.
hafðistfl. Harrison Ford. f fótspor Clark
Gable.
Don Johnson ætlar að
kvænast fyrrverandi
konu sinni, Melaine
Griffith.
HETJUR HOLLYWOOD
Mannlegir og
rómantískir karlmenn
Margir þeirra eru látnir en
engu að síður lifa þeir í
kvikmyndum. Hér er átt við stór-
ar stjörnur: Cary Grant, Clark
Gable, Gary Cooper, Humphrey
Bogart ... átrúnaðargoð fjöldans.
Karlmenn vildu gjarnan líkjast
þeim og konurnar sáu ekki sólina
fyrir stjörnum Hollywood.
Nú er komin ný kynslóð sjar-
möra á hvíta tjaldið: Harrison
Ford, Miehael Douglas, Mickey
Rourke, Harry Hamlin, William
Hurt, Tom Selieck, Don Johnson,
Tom Cruise, Rob Lowe og fleiri.
Arðvænlegt útlit er það sem þeir
eiga allir sameiginlegt. Þeir bera
af sér þokka og eru rómantískir.
Þeir eru „mjúkir". Þeir eru karl-
mannlegir en engar karlrembur.
Þetta er hin nýja kynslóð vinsæl-
ustu karlleikara Hollywood.
Þeir eru ekki allir upprifnir yfir
stimplinum kyntröll, sem gjarnan
festist við þá. Heyrum í William
Hurt: „Ég var viss um að ég
myndi verða stimplaður kyntákn
eftir hlutverk mitt í „Heitar ástir“
og fékk tilboð um fleiri slík hlut-
verk. En ég vil ekki láta festa
mig á þennan bás svo ég sagði
nei takk.“ Næsta hlutverk hans
var annars eðlis er hann lék kyn-
hverfan fanga í kvikmyndinni
„Koss kóngulóarkonunnar" og
fékk hann Oskarsverðlaun fyrir.
Tom Selleck hefur tvívegis
fengið titilinn „Kyntákn
Ameríku". „Vissulega er það
ánægjulegt að fólki líki við mig
en ég er ekki of ánægður með
þennan titil. Mér finnst hann fela
í sér að sá kjörni hafi ekki of
mikla greind, sé hjartalaus og
með vafasaman hugsanagang,"
segir Tom.
Harrison Ford var negldur á
bás eftir hlutverk sín í „Star
Wars“ og „Indiana Jones“. En
eftir leik sinn í kvikmyndinni „ Vit-
nið“ sáu menn hann í öðru ljósi.
Eftir það var sagt að gæti ein-
hver fetað í fótspor Clark Gable
þá væri það Ford.
Rob Lowe hefur stráfellt marg-
ar konur á hvíta tjaldinu en einn-
ig utan þess. Stefanía prinsessa
af Mónakó er sögð vera ein
margra sem hefur fundist hann
ómójstæðilegur.
Tom Cruise sýndi í kvikmynd-
inni „Top Gun“ að hann er bæði
harðjaxl og rómantíker.
Marga dreymir eflaust um að
vera kösinn sá vinsælasti í Holly-
wood. En það krefst mikils, ekki
síst þess að kunna að taka á
móti illu umtali. Ekki er verra að
hafa styrka fætur sem geta hald-
ið þeim við jörðina þegar vin-
sældabylgjan skellur yfir.
Tom Cruise. Gleymið Tarsan.
Gleymið mjúka manninum í
fótlagaskónum. Hetjur nútim-
ans eru rómantískar.
KOMNIR
kúrekinn, byggingaverkamaðurinn, löggan, indiáninn, hermaðurinn.
Já, mestu karlrembusvín allra tíma eru mætt til að skemmta sér
og þér í HOLLYWOOD í kvöld og annað kvöld.
í gervum sínum eru Village People sannkölluð sviðssprengja.
*
/ FIV1102,2 & 104
HOUJWOOD
Forsala aðgöngumiða
frá ki. 9-17 daglega.
Húsið opnað kl. 21.