Morgunblaðið - 01.03.1989, Page 46
46
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. MARZ 1989
tfCBflAflfl
Ást er. ..
... að búa til hreiður
fyrir tvo.
TM Reg. U.S. Pat Otf. —atl rights reserved
® 1989 Los Angeles Times Syndicate
Ég vil þakka stjóra fyrir-
tækisins fyrir loftræsti-
kerfið nýja, fyrir hve
öflugt það er. En um
leið ...
Með
morgimkaffínu
Q
HÖGTSTI HREKKVÍSI
Sólskríkjusjóðurinn
Kæri Velvakandi.
Þann 22. febrúar birtist í dálkum
þínum grein eftir Stefán Jónasson,
þar sem hann spyr um hvað verði
af þessum 5%, sem framleiðendur
fuglafóðurs greiði til sólskríkju-
sjóðsins og hvort þetta sé ekki
óþarfa álagning.
Það er von að Stefán spyiji, því
lítið hefur sjóðsins verið getið í §öl-
miðlum og sjaldan. Ég held að ég
hafí síðast sent Morgunblaðinu
smáklausu, nokkru fyrir jólin 1987,
til þess að skýra tafir, sem ollu því
að fuglafóðrið kom óvenju seint á
markaðinn og komsekkina frá
Sólskríkjusjóðnum var ekki hægt
að senda til bamaskólanna fyrr en
um miðjan desember.
Ennþá verr gekk mér að fá fóðr-
ið nú í vetur, því ég gat ekki sent
það fyrr en um nýár. Þetta mun
þó ekki hafa komið verulega að
sök, vegna tíðarfarsins um þær
mundir.
Sólskríkjusjóðinn stofnaði móðir
mín, Guðrún J. Erlings, fyrir 40
ámm, í minningu föður míns Þor-
steins Erlingssonar, með dálítilli
peningagjöf, sem hún færði Dýra-
vemdunarfélagi íslands. Hún aflaði
sjóðnum tekna með útgáfu jóla-
korta, minningarspjalda o.fl. Eftir
lát hennar 1960 tók ég við for-
mennsku sjóðsins og hef einnig
reynt að afla honum tekna eftir
mætti.
Fyrir allmörgum ámm buðust
framleiðendur og dreifingaraðilar
fuglafóðurs til að styrkja sjóðinn
með 5% af útsöluverði þess og var
það vel þegið. Auk þess berast
sjóðnum öðm hvom gjafir frá fugla-
vinum og öðm góðu fólki og nota
ég tækifærið til að senda því inni-
legar þakkir fyrir hönd Sólskríkju-
sjóðsins.
Markmið sjóðsins er að kaupa
kom í byijun vetrar, og senda það
til sem flestra bamaskóla úti á
landi, einkum á vestur-, norður- og
norðausturlandi, á snjóþyngstu
svæðunum. Oftast hafa verið sendir
60-90 sekkir.
Sjóðurinn er ekki stór og getur
ekki sent kom til allra skóla, þótt
það væri mjög æskilegt.
Oft hefur verið miðlað nokkm
af komi til einstaklinga, sem gefa
fuglunum mikið og em félitlir, en
það hefur því miður vantað
geymslurými og afgreiðslumann til
að sinna slíku að ráði.
Ég hef ráðlagt fólki, sem mikið
notar af fuglafóðri, að kaupa það
í heilum sekkjum, því það er miklu
dýrara í litlu plastpokunum.
Nú em, að ég held, aðeins tveir
aðilar, sem framleiða eða flytja inn
fuglafóðrið; pökkunarverksmiðjan
Katla og Lýsi hf., og er aðeins um
kurlaðan maís að ræða hjá báðum.
Forráðamenn þessara fyrirtækja
hafa lofað mér að fólk megi koma
til þeirra og kaupa einstaka sekki.
Viðvíkjandi sjálfu fuglafóðrinu
vil ég segja það að maískurlið sem
framleitt hefur verið hér hefur
stundum verið of gróft, en það tel
ég það ekki vera núna, aftur á
móti finnst mér full mikill salli eða
mjöl í því, sem hefði þurft að sigta
betur frá, því það nýtist lítið. Úr
þessu hygg ég að verði bætt.
Það, að erfítt er að fá fuglafóður
í búðum, er sjálfsagt vegna óvenju-
mikillar snjókomu og er eftirspum
svo mikil að framleiðendur og versl-
unarmenn geta ekki annað henni.
Auk þess er hráefnið, heill maís
mjög dýrt og erfitt að fá það vegna
uppskerubrests í fyrra. Kötlu fer
því að vanta hráefni í bili og hyggst
láta ómalað hveitikom í litlu plast-
pokana á meðan, samkvæmt mínu
ráðj. Það hefur reynst vel.
Ég vona að Stefán Jónsson hafi
hér fengið fullnægjandi svör við
spumingum sínum, og ýmsir aðrir
orðið nokkurs vísari um Sólskríkju-
sjóðinn.
Ég vil aðeins bæta því hér við,
að nýlega hringdi ung kona til mín
og sagði að tveir snjótittlingar
hefðu dottið niður um reykháfínn
heima hjá henni, en tekist hefði að
ná þeim út, áður en þeir urðu hung-
urmorða.
Hún hafði haft samband við
borgarfulltrúa, og beðið hann að
vekja athygli fólks á því, að nauð-
synlegt væri að byrgja reykháfa,
svo þetta kæmi ekki fyrir. Hún bað
mig einnig, að vekja athygli á þessu.
Arið 1977,_ birtist í Dagblaðinu
grein eftir Asgeir Guðmundsson,
kennara, um reykháfana sem
dauðagildru fyrir snjótittlinga og
bentj hann á nauðsyn þess að byrgja
þá. Ég vakti þá einnig athygli fólks
á þessu og strengdi smáriðið net
yfir reykháfinn á húsi okkar.
Síðan hef ég ekki heyrt neitt um
þetta mál fyrr en nú.
Því hvet ég alla sem hafa reyk-
háf á húsi sínu að byrgja hann vel
við fyrsta tækifæri.
Erlingur Þorsteinsson, læknir.
Víkverji skrifar
Ispumingaþætti framhalds-
skóla í sjónvarpinu á föstu-
dagskvöldið var spurt um gjald-
miðil í Lúxemborg. Svarið var á
þennan veg; Belgískir frankar.
Komu nokkrar vöflur á dómara
og spyijanda. Virtust þeir í fyrstu
ætla að telja svarið rétt en síðan
úrskurðaði dómarinn, að rétt svar
skyldi vera eitt orð: FVankar.
Að mati Víkveija er hæpið, svo
að ekki sé fastar að orði kveðið,
að dæma svarið^ um belgísku
frankana rangt. í því felst, að
svarendur átta sig á þeim tengsl-
um, sem em á milli gjaldmiðla
Belgíu og Lúxemborgar, en franki
þeirra hefur sama verðgildi, þótt
Lúxemborgarar prenti sína eigin
peninga. Oumdeilanlegt og rétt
svar við spumingunni en Lúxem-
borgar-frankar, Frankinn er
gjaldmiðill f Belgíu, Lúxemborg,
Frakklandi og Sviss. Með því að
segja, að í Lúxemborg sé belgíski
frankinn gjaldmiðill er bent á, að
franki Belga er grundvöllur
franka Lúxemborgara. Yrði það
dæmt rangt svar að segja, að í
Skotlandi sé enskt pund gjaldmið-
illinn, þótt einnig séu prentaðir
skoskir peningaseðlar?
Víkveija finnst að túlka beri
óvissu um rétt svar svarendum í
hag. Það var hins vegar ekki gert
í sjónvarpsþættinum á föstudag.
XXX
Belgar em taldir mesta bjór-
drykkjuþjóð í Evrópu, ef ekki
í öllum heiminum. Þótt bannið við
bjórdrykkju sé í dag afnumið hér
hjá okkur, eigum við þó langa
leið að því marki, sem Belgar
hafa náð á þessu sviði. Raunar
má draga í efa, að það sé eftir-
sóknarvert í sjálfu sér. Til dæmis
þótti Víkveija nóg um að kynnast
því, þegar hann bjó í Belgíu um
nokkurt skeið fyrr á ámm, að þar
vom bjórstofur í íbúðahverfiim
jafnvel þéttsetnari snemma á
morgnana en þegar líða tók á
kvöld. Höfðu menn það þá fyrir
sið að fá sér eitt bjórglas eða tvö,
áður en þeir héldu til vinnu sinnar.
Víkverji tekur undir með þeim,
sem finnst nóg um allt umtalið í
kringum afnám bjórbannsins. A
hinn bóginn er ástæðulaust að
gera lítið úr því skrefi sem nú er
stigið í þá átt, að hér hafi menn
kost á að njóta þess sama og
annars staðar. Þjóðfélagsbreyt-
ingar í þá átt em ekki lítiis virði.
XXX
Islenska þjóðin hefur tileinkað
sér flest það, sem tíðkast með-
al nágrannaþjóða. Meðal þess sem
hefur verið hvað erfiðast að skýra
fyrir erlendum gestum er bannið
við hundahaldi í Reykjavík og
bjórbannið. Nú hefur hundahald
verið leyft með ströngum skilyrð-
um og vilji þeirra, sem tóku þátt
í atkvæðagreiðslu um það mál-
efni, stendur til þess að hunda-
haldi verði settar enn þrengri
skorður en nú em í gildi. Þá hef-
ur bjór verið heimilaður og einnig
með ströngum skiiyrðum, eins og
reglumar um sölu, fjölda tegunda
og bann við auglýsingum sýna.
Langt er líklega í það, að hér
komist á sú þjónusta við bjór-
drykkjumenn, sem Víkveiji kynnt-
ist í Bmxelles á sínum tíma, að
bjómum er ekið heim til viðskipta-
vina og þeir geta treyst á bjór-
bflinn í götunni ekki síður en ösku-
bflinn.