Morgunblaðið - 01.03.1989, Page 48

Morgunblaðið - 01.03.1989, Page 48
48 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. MARZ 1989 Innansveitarkrónika Úr Redford-myndinni um baunastríðið í Milagro. Kvikmyndgr Amaldur Indriðason MilagTO („The Milagro Beanfield War“). Sýnd í Laugarásbíói. Bandarísk. Leiksljóri: Robert Redford. Handrit: David Ward og John Nichols eftir samnefindri sögu John Nichols. Framleiðend- ur: Robert Redford og Moctes- uma Esparaza. Kvikmyndataka: Robbie Greenberg. Tónlist: Dave Grusin. Helstu hlutverk: Ruben Blades, Richard Bradford, Sonia Braga, Julie Carmen, James Gammon, Malanie Griffith, John Heard, Daniel Stem og Christ- opher Walken. Milagro er ftiðsæll bær í Nýju Mexíkó. Friðsæll eins og baunaakur í sólsetri. Nema það eru allir bauna- akramir horftiir. Nútíminn er kom- inn til að þröngva sér uppá sveit- ina, sem annars hefur ekki breyst í öll sín 300 ár. Nú á að byggja Hinir aðkomnu („Alien Nation“). Sýnd í Bfóhöllinni. Bandarísk. Leikstjóri: Graham Baker. Framleiðandi: Gale Anne Hurd. Helstu hlutverk: James Caan, Mandy Patinkin, Terence Stamp og Leslie Bevis. Hinir aðkomnu („Alien Nation"), sem sýnd er I Bíóhöllinni, lítur út eins og enn ein löggufélagamyndin, snýst um dóp og er öðrum þræði um ástar-hatur-samband nýrra löggufélaga. Allt mjög kunnugiegt, ekki satt. Nema að nýi Iöggufélag- inn er ekki alveg eins og við eigum að venjast. Hann er geimvera. Geimverur hafa lent á jörðinni fyrr — þær annaðhvort ætla að leggja jörðina í eyði („War of the Worlds") eða hafa villst og þurfa að komast í síma („E.T.") — en hafa ekld verið neitt í lfkingu við þær sem hinn skemmtilega gerði og hörkulegi framtíðarþriller Gra- hams Bakers („Impulse") flallar um. Þrillerinn gerist ( Los Angeles árið 1991 og Baker gefur í upphafi afþreyingarmiðstöð í Milagro fyrir ríka fólkið og bændur hafa neyðst til að selja landið sitt — utan einn. Hann gerir það óhugsanlega. Hann storkar máttarvöldunum og ræktar sinn litla baunaakur. Milagro er Robert Redford-mynd — númer tvö í röðinni sem hann leikstýrir (hann hlaut Óskarinn fyr- ir þá fyrstu, „Ordinaiy People") — og eins og kannski við var að búast er hún einkar viðfelldin og þægileg reynsla, leikandi létt í frásögn og alltaf sérstaklega gamansöm á sinn lágstemmda hátt þegar hún bregður upp fyrir okkur myndum af hjátrú- arfullum bændum, spilltum póli- tíkusum og pirruðum athafnamönn- um. Það má líta á Mailgro, er þýð- ir kraftaverk, sem íslenska sveita- sinfóníu færða í búning sveitarinnar í Nýju Mexíkó. í staðinn fyrir virkj- unarframkvæmdir í íslensku sveit- inni á að selja Milagro-sveitina und- ir hressingarstað og það er ekki lítil glettna, svolítið kaldhæðnislega og léttgeggjaða mynd af framtíðarver- öldinni. Lífið gengur sinn vanagang, það er verið að sýna Rambó 6 í bíó, en það er komið nýtt lið í bæ— inn, „hinir aðkomnu" eins og þeir eru kallaðir. Það eru geimverur. Þremur árum fyrr (sem sagt í fyrra) hafði undrið gerst. Risastórt geimskip, þrælaskip raunar, lenti á jörðinni og innihélt 250.000 erfða- fræðilega gerða þræla utan úr geimnum. Það strandaði fyrir utan Los Angeles og geimverumar hafa engin tök á að snúa til baka svo eftir tilskilinn tíma í sóttkví era þær látnar samlagast umhverfinu og verða borgarar í Los Angeles. Þær era góðar í að samlagast en það er litið á þær frekar sem annars fiokks. Þær búa I sérstökum hluta borgarinnar, Sorabæ. Þær era talsvert öðravísi og hér fer hugmyndaflug framleiðendanna virldlega á flug. Gamansemi mynd- arinnar er að mestu bundin við eðli geimveranna; þær verða fullar á sveitapólitík í kringum það smá- ræði. Eins og gengur sjá sumir sér akk í því að fá hressingarveröld á meðan aðrir vilja halda elskulegu sveitinni óbreyttri um aldur og ævi. Póli- tíkusamir sjá hærri skatta og at- hafnamaðurinn sér meiri gróða en Jói, eini bóndinn í sveitinni sem sloppið hefur við að selja jarðar- skikann sinn og er mjög ólíklegur byltingarmaður, sér það einn daginn hvílíkt grundvallaratriði það er að rækta baunaakurinn sinn. Selja hnefann í borðið og segja, hingað og ekki lengra. Það gerist auðvitað ekki þannig heldur af tómri slysni en það er rétt, hann stelur vatni úr áveitu athafnamannsins. Lög- reglusljórinn er ekki maður mikilla átaka frekar en aðrir í sveitinni, vill helst ekki vera mikið að krakka í líf fólks, pólitíkusamir vilja ekki sýnast of harðir — ímynd þeirra gæti beðið hnekki láti þeir handtaka bónda fyrir að rækta baunaakur i i n .......JUBUmJBT —~ Úr myndinni Hinir aðkomnu. súrri mjólk og sjórinn virkar eins og sýra á þær. Maturinn verður að vera hrár til að gagnast þeim og nöfnin sem þeim hafa verið gefín hljóma kunnuglega; Rudyard Kipl- ing, Richard M. Nixon. En aðlögun- arhæftiin er frábær. Sumar eru þegar orðnir rónar og eigra um með mjólkurpottinn sinn, sumar era sinn — og athafnamaðurinn, sem skiljanlega lítur málið mjög alvar- legum augum, getur því lítið að- hafst. Þessi ómerkilegi baunaakur verður sameiningartákn Milagro. Redford setur frásögnina einkar skemmtilega upp á undurblíðum nótum í hugljúfri hiynjandi sem ber hana áfram áreynslulaust og það er alltaf stutt í hláturinn. Þetta er mynd um gott og traust sveitafólk baðað í sólarlagi og þótt skálka sé að finna hér og þar fær enginn að vera veralega vondur af því þá götumellur, aðrar löggur og aðrar bófar. Það er eins og þær hafí allt- af verið til. Og þá komum við aftur að glæpa- myndinni. Eftir að hafa sett þessar upplýsingar um hinn glænýja en furðulega heim hratt og vel fram á fyrstu mínútum myndarinnar vind- ur Baker sér að hasamum með ofsa- fullan James Caan í hlutverki menn- skrar löggu, sem missir félaga sinn og fær geimveru, sérlega vel leikin af Mandy Patinkin, fyrir nýjan fé- laga og saman lenda þeir á slóð Terence Stamps, geimvera og und- irheimakóngs f Sorabæ, er fæst við dópgerð handa sínu fólki með ófyrir- sjáanlegum afleiðingum. Ef ykkur finnst þetta lykta af gömlum hasarblöðum erað þið á réttri leið. Hinir aðkomnu er venju- legur þriller í vægast sagt óverju- legu umhverfí. Hann virkar eins og enn ein löggufélagamyndin en lítur út eins og eitthvað langt, langt utan úr geimnum. Gerfí hinna aðkomnu er sérstætt og hasarinn er mestan- part góður og samskipti geimvera og manna era hin ánægjulegustu og fela að mestu það smáræði sem aflaga fer. mundi hin sólríka sveitastemmning brotna. Sumir mundu segja að þetta væri átakalaus mynd en það er hún ekki, átökin era hins vegar gerð svo kómísk og manneskjuleg að maður tekur varla eftir þeim og hefur nægan tíma til að kíma innra með sér að flónsku mannanna. Redford gefur sér gott svigrúm til að mynda sofandalegt mannlífíð í Milagro á milli þess sem hann hæðist góðlát- lega að möppudýranum í pólitíkinni og yfirgangi athafnamannsins og ekki síst sveitafólkinu svo rólegu í tíðinni. Milagro er mynd sem lyftir manni upp nú þegar daginn er loks tekið að lengja. Fjöldi þekktra leikara fer með stærri og minni hlutverk í myndinni en það er einmitt einkennandi fyrir frásögnina að enginn fær að skera sig úr og vera í aðalhlutverki. Rub- en Blades er einkar skemmtilegur í hlutverki lögreglustjórans í mála- miðlarahlutverkinu, Sonia Braga leikur eldheitan andstæðing afþrey- ingarmiðstöðvarinnar, John Herd er lögfræðingur á flótta undan lög- fræðinni, Christopher Walken er, eins og alltaf, svolítið eins og hann þurfí á sálfræðihjálp að halda í hlut- verki þess eina sem fær að sýna einhveija illsku, Daniel Stem er félagsfræðinemi frá New York sem greinilega hefði átt að fæðast I sveitinni, Richard Bradford er dauð- pirraður athafnamaðurinn og Mel- anie Griffith heimska ljóskan, eigin- konan hans. Loks má nefna Carlos Riquelme í hlutverki elsta bæjarbú- ans, Amarante, sem hefur draug fyrir ráðgjafa og svín fyrir félaga. Þetta er gott fólk og Milagro er góð mynd í þess orðs eiginlegu merk- ingu. Hótel okkar er jörðin Af draumaráðningamömium Kvikmyndir Sæbjörn Valdimarsson Bíóborgfin: Tucker Leikstjóri Francis Ford Copp- ola. Handrit Arnold Schukman og David Seidler. Kvikmynda- tökustjóri Vittorio Storaro. Tónlist Joe Jackson. Aðalleik- endur Jeff Bridges, Joan Allen, Martin Landau, Frederic Forr- est, Mako, Elisa Koteas, Christ- ian Slater, Anders Johnson, Dean Stockwell, Lloyd Bridges. Bandarísk. Paramount 1988. Það þarf ekki að kafa djúpt í myndina til að sjá sameinkenni og tengsl Coppola, leikstjóra hennar, og mannsins sem hún dregur nafn sitt af, bflahönnuðar- ins F*restons Tuckers. Báðir fram- sýnir snillingar sem studdust fyrst og fremst við sína nánustu, lögðu hvergi smeykir í hinar tvísýnustu framkvæmdir og urðu biðu lægri hlut fyrir kerfinu og bakhjörlum þess. Tucker mátti sjá á eftir bylt- ingarkenndri bflaframleiðslu og Coppola sínu sögufræga Zoetrope kvikmyndaveri. En báðir sáu þeir draumana rætast. Að mestu leyti, í lok seinna heimsstríðs lá ljóst fyrir að stór hluti Bandaríkja- manna átti sér þá ósk heitasta að eignast nýjan bíl. Hugvitsmað- urinn Tucker sá í hendi sér að nú var rétti tíminn til að markaðs- setja nýjan bfl, hlaðinn róttækum breytingum í útliti og tæknibún- aði. Búinn m.a. diskahemlum, ör- yggisbeltum, með vélina aftur í, straumlínulagaðri en áður þekkt- ist, ofl., ofl. í stuttu máli sáu risaveldin þijú í bflaiðnaðinum, GM, Ford og Chrysler, að þama var kominn stórhættulegur keppinautur, sem ógnaði þeim á ýmsan hátt. Og kæfðu hann í fæðingu með ýms- um bellibrögðum. Fyrir herferð- inni fór þingmaðurinn Ferguson (Lloyd Bridges). Þó efnið sé hádramatískt fer Coppola með það á léttu nótunum. Enda Tucker óforbetranlegur ær- ingi og bjartsýnismaður sem hinn einstaklega geðugi og bráðhressi leikari Jeff Bridges leikur af ósvikinni innlifun. Jafnvel svo að manni þykir nóg um fyrstu mínú- tumar meðan fókusinn er að skýr- ast. Sér svo að stefnan er tekin hárrétt strax í upphafí og hvergi slakað á til myndarloka. Það er unun að sjá hvemig Coppola ger- ir stólpagrín að stöðnuðum kerfi- skörlum, útsmognum pólitíkusum, fégráðugum peningamönnum, eiginhagsmunaseggjum sem ætíð eru samir við sig, hvert svo sem ártalið er. Og sá feiknakraftur sem einkennir þessa nýjustu mynd hans (þó hún hafi átt erfiða fæð- ingu) sýnir að hinn snjalli kvik- myndagerðarmaður er að komast í fyrra form eftir nokkur, mögur ár. Vel er vandað í leikaravali. Áður er getið ágæts hlutar Jeff Bridges, og pabbi hans, Lloyd, er háll sem áll í litlu en áhrifamiklu hlutverki Fergusons, hins undir- förula öldungadeildarþingmanns. En það er Landau sem næstum stelur senunni í hlutverki Abes, Qármálamannsins, félaga Tuckers í draumasmiðjunni. Frammistaða hans ætti þó ekki að koma á óvart því hann er einn eftirsóttasti leik- listarkennarinn vestan hafs. Og meistari Storaro skilar sínum hlut af alkunnri snilld og öll tækni- vinna samkvæmt hágæðastaðli Hollywoodborgar. Leikmynda- og sviðshönnuðir hafa unnið sann- kallað kraftaverk (þeir gleymast örugglega ekki við Oskarstilnefn- ingamar eftir fáeina daga). Gegn- umsneitt fáguð og forvitnileg skemmtun með stfl. Landau, Allen og Bridges í Tucker. Ra&nagnstniflanir hjá Aflen Regnboginn: September Leikstjóri og handritshöfundur Woody Allen. Kvikmyndatöku- stjóri Carlo Di Palma. Leikend- ur Denholm Elliot, Dianne Wi- est, Mia Farrow, Elaine Stritch, Sam Waterstone, Jack Warden. Bandarísk. Orion Pictures 1987. Allen notar að þessu sinni kunnuglegt fyrirbrigði, rafmagns- truflanir, til að undirstrika sálar- ástand persóna sinna, eins er September nokkur truflun á vel- gengni listamannsins því myndin er í hópi hans slökustu verka. Hann tekur síg alltof alvarlega. Vandamál urnlykja flestar per- sónumar sex í September. Farrow er að jafna sig eftir taugaáfall og er á barmi annars er hún fær ekki endurgoldna ást sína til Waterstons, mislukkaðs skálds sem er hinsvegar ástfanginn af bestu vinkonu Farrow, sem er Wiest. Sú þjáist af ástleysi og skort á athygli í innantómu hjóna- bandi. Nágranninn Elliot er búinn að missa konuna en er yfir sig hrifínn af Farrow. Stritch móðir hennar er af allt öðru sauðahúsi, hörkukerling, einsog hún segir sjálf. Eldhress lífsnautnakona með munninn fyrir neðan nefið. Warden sambýlismaður hennar siglir hógvær í kjölfarinu. Þetta er hópurinn sem Allen smalar saman að þessu sinni og plantar niður í sveitasetur í Ver- mont. Og veltir sér uppúr vanda- málum þeirra. Til að byija með em þau forvitnileg en þegar til lengdar lætur fer manni að þykja þessi yfirborðskenndi harmagrát- ur hrútleiðinlegur og uppgerðar- legur. Það er engin spuming að Allen er eitt af höfuðsamtíma- skáldum bandarískrar kvik- mjmdagerðar, en lætur mikið bet- ur að fást við gamansamari hluti. Að venju er leikhópurinn ein- stakur. Allen er búinn að gera hörkuleikkonu úr spúsu sinni, Farrow, en hér er hún svo gott sem Allen á pilsi. Lítil, brothætt og öryggislaus. Waterston hefur ekki í aðra tlð verið betri, sviðsk- únstnerinn Elliot silar af sér enn einu, vandvirknislegu portrettinu; hins hægláta, roskna mennta- manns sem líður fyrir vangoldnar tilfínningar sínar til mikið yngri konu. En yfir hópnum trónir sviðs- leikkonan Stritch í bragðmesta hlutverkinu, hinnar litríku ham- hleypu, móðurinnar, en lífshlaup mæðganna minnir ekki lítið á harmsögu Lönu Tumer og flöl- skyldu, hvort sem það er tilviljun eða ekki. Hlutverk Stritch er lang heilsteyptast, skemmtilegast og leikkonan kann að notfæra sér það útí ystu æsar, geysist um sviðið einsog frískandi storm- sveipur. En bestur allra er þó ljó- sameistarinn Di Palma. Minni- háttarverk frá Allen en engu að síður forvitnilegt með köflum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.