Morgunblaðið - 05.03.1989, Síða 1

Morgunblaðið - 05.03.1989, Síða 1
88 SIÐUR B/C 54. tbl. 77. árg._________________________________________SUNNUDAGUR 5. MARZ 1989___________________________________ Prentsmiðja Morgunblaðsins Apple lög- sækír Apple APPLE-hljómplötu- -» fyrirtækið, sem bítlamir bresku f**~*^\ stofiiuðu á sinum f 1 tíma, hefur hafið mál- l / sókn á hendur banda- V / riska tölvufyrirtæk- inu Apple vegna sölu siðarnefiida fyrirtækisins á sérhönnuðum tölvu- búnaði til tónsmíða. Að sögn breska dagblaðsins The Independent kre&t breska fyrirtækið þess að sölu á bún- aðinum verði hætt auk þess sem fiirið er fram á 18 milljarða íslenskra króna í skaðabætur. Samkvæmt samningi sem fyrirtækin tvö gerðu með sér árið 1981 er báðum heimilt að nota svipað vörumerki, mynd af epli. Á hinn bóginn er kveðið á um að þessi réttindi nái ekki til tölvubúnaðar til tónsmiða, að sögn lögfræðings breska fyrirtækisins. „Viþ'i fyrirtækið halda áfram að selja tæki þessi verður að gera það undir öðru nafhi t.d. Banani eða Pera,“ bætti hann við. Mýs kyrrsettu japanska þotu TVÆR tilraunamýs týndust nýlega í vörulest Boeing 747-breiðþotu jap- anska flugfélagsins Japan Airlines með þeim afieiðingum að brottför hennar tafðist um 30 stundir. Atvikið varð með þeim hætti, að 25 tilraunamýs, sem verið var að flytja til Japans, sluppu úr búri sinu skömmu áður en þotan lenti á Nar- ita-flugvellinum í Tókýó eftir flug frá New York á miðvikudagskvöld. Mýsn- ar hlupu um allt og þrátt fyrir Akafa leit flugvallarstarfsmanna fimdust ekki tvær þeirra. Á endanum gáfú þær sig sjálfar frarn. Andropov-borg' fær nýtt nafn NAFNI borgar norð- ur af Moskvu hefúr verið breytt að kröfú íbúanna og heitir hún ekki leng- ur eftir Júrí An- dropov, fyrrum Sov- étleiðtoga, ’heldur hefúr hún hlotið aft- ur sitt gamla nafii, Rybinsk. Eftir andlát Andropovs árið 1984 var borgin nefnd eftir honum en nú hefúr Æðsta ráð Sovétríkjanna farið að óskum íbúa hennar og numið nafn- giftina úr gildi, að sögn TASS-frétta- stofúnnar. • Mor^unblaðið/Ámi Sæberg * A vélsleðum við Landmannalaugar Noregur: Rúmum 40 milljörðiun varíð til að draga úr atvinnuleysi Ríkissjóður rekinn með tapi á kosningaári Ósló. Reuter. NORSKA ríkisstjórnin hyggst verja 5,4 milljörðum norskra króna (um 41 milljarði isl. kr.) til að draga úr atvinnuleysi í landinu auk þess sem boðað hefúr verið að launahækkanir verði innan við fjögur prósent I ár. Að sögn Gunnars Berge, fjármálaráðherra Noregs, mun þetta leiða til þess að halli á ríkisbúskapnum verður 3,4 milljarðar norskra króna (rúmir 26 milljarðar ísl. kr.) en í Qárlagafrumvarpi minnihlutastjómar norska Verkamannaflokksins var gert ráð fyrir verulegum hagnaði á þessu ári. Aætlun þessi var kynnt í norska Stór- þinginu á föstudag og er búist við því að hún verði samþykkt þar eð nokkrir stjómmálaflokkar hafa þegar lýst yfír stuðningi við aðgerðir þessar. Þetta gildir þó ekki um helsta stjómarandstöðuflokkinn, Hægri flokkinn, sem sakaði ríkisstjómina um að nota opinbert fé til að styrlga stöðu sína. Þingmenn Hægri flokksins fullyrða að með þessu móti hyggist ráðamenn auka vinsældir sínar meðal alþýðu manna en þingkosningar fara fram í Noregi þann 11. september næstkomandi. Norskir hagfræð- ingar hafa fagnað því að launahækkunum verði stillt í hóf en þær voru takmarkaðar á síðasta ári með sérstakri lagasetningu. Gunnar Berge sagði á blaðamannafundi í Ósló að efnahagur Norðmanna leyfði að þessum fjármunum yrði varið til að draga úr atvinnuleysi og kváðust sérfræðingar og virtir bankamenn vera sammála þessu mati fjármálaráðherrans. Verðbólga hefur farið lækkandi í Noregi að undanfömu vegna kostnaðarlækkana innanlands. Um 85.000 Norðmenn em nú án atvinnu sem svarar til 3,9 prósenta á landsmæli- kvarða og vonast ríkisstjómin til þess að þriðjungur þeirra fái ný störf. í áætlun ríkis- stjómarinnar er gert ráð fyrir auknum byggingaframkvæmdum á vegum hins op- inbera, 2.000 nýjum störfum á sviði æðri mennta og stóraukinni starfsþjálfun á veg- um ríkisins auk þess sem fjölgað verður í norska hemum. 10 LÖGFRÆ 10C Staðan í stjórnarskrármálinu FALL SVÖRHl MARIU MANNSMYND WINNIE MANDELA FÓLKIÐ í MATADOR HALLBJQRG RÖDD ALDARINNAR BLAÐ C

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.