Morgunblaðið - 05.03.1989, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 05.03.1989, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIR/INNLENT MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5. MARZ 1989 Mikil vinna við físk á Siglufirði Siglufirði. MIKIL vinna er hér í fiskinum. Unnið var allan laugardaginn og útlit var fyrir einhveija vinnu á sunnudag. Verið var að vinna 100 tonn úr Stapavikinni, en áður en hún kom inn hafði vinnslu afla úr Stálvík ekki verið lokið. Stálvíkin er úti núna og komin með um 100 tonn eftir stuttan tíma, en að öðru leyti virtist stein- dautt hjá togurunum nú um helg- ina. Trillumar fóru út á laugardag, en gæftir hafa ekki verið þeim hlið- hollar að undanfömu. í síðustu viku kom Hilmir stóri til okkar með loðnu og er hann ijórða skipið, sem kem- ur hingað frá því veiðum var hætt fyrir jólin. Nú er langt hingað frá miðunum og þó SR greiði hér hátt verð fyrir loðnuna kemur lítið af henni hingað. Matthías Morgunblaðið/Þorkell Islipp með dældað stefhi Stefiii loðnuskipsins Júpiters RE dældaðist þegar skipið tók niðri með 750 tonn af loðnu við Eldey aðfaramótt fostudags. Myndin er tekin af Júpiter í slipp í Reylgavík en skipið fer fljótiega aftur á veiðar. BSRB mótmælir verðhækkunum Á FUNDI stjómar Bandalags starfemanna rikis og bæja á fimmtudag var harðlega mót- mælt þeim verðhækkunum „sem nú dynja á landsmönnum“ og vakin athygli á að ríkisvaldið hefiir þar forgöngu. Isamþykkt fundarins segir enn- fremur: „í kjölfar langvarandi frystingar launa og í upphafi samn- ingaviðræðna við BSRB og aðildar- félög þess riður ríkisstjómin nú á vaðið með taxtahækkanir til stofn- ana sinna og er þetta síst til þess fallið að bæta andrúmsloft þeirra samningaviðræðna sem nú standa yfír. Þolinmæði launafólks er tak- mörk sett og það er k'ominn tími til að ríkisstjóm íslands átti sig á því að heimilin í landinu sætta sig ekki lengur við gengdarlausar verð- hækkanir og tillitsleysi í garð lands- manna." # -i* - - / Hætta á snjóflóð- um þegar hlýnar Suðureyri. MIKLAR snjóhengjur eru í ijallimi Spilli ofim Spillisvegar milli Suður- eyrar og Staðardals í Súgandafirði. Almannavarnanefnd hefur varað fólk við snjóflóðahættu af þessum sökum, en meðan mikið frost er, er hættan falin lítil. Til tals hefur komið að varðskip skjóti hengjum- ar niður úr Qallinu, en ákvörðun um það var frestað í gær. Strax og fer að hlýna skapast hætta á hlaupi. Almannavamanefnd Suðureyrar- hrepps varaði fólk við snjóflóða- hættu á Spillisvegi á fímmtudags- kvöldið síðastliðið. Von var á varð- skipi daginn eftir til að athuga hugs- anlega möguleika á að skjóta á fjall- ið og fella niður snjóhengjur, sem þar höfðu myndast. Skipinu seinkaði og kom það á laugardag. Mikið frost var þessa daga og snjóflóðahætta því ekki veruleg. Ekki var skotið á fjallið á laugardag vegna umferðar í jarðarför út í Staðardal um Spillis- veg. A föstudag kom Oddur Pétursson, starfsmaður tæknideildar ísafíarðar- kaupstaðar, til Suðureyrar til að kanna ástand á umræddu snjóflóða- svæði. Oddur sagði eftir athugun að snjórinn væri mjög þéttur og engar sjáanlegar sprungur í hengjunum. „Á meðan mikið frost er, minnkar snjóflóðahætta verulega og er Metlaxveiði næsta sumar? Stóraukin hafbeit o g gott ástand náttúrulegra laxastofna BÚAST má við metlaxveiði á komandi sumri samkvæmt upplýsing- um sem fengust hjá Veiðimálastofiiun. „Vaxandi hlutdeild haf- beitarinnar verður liklega til þess að ný met verða sett árlega, en ástandið í ánum er einnig afar gott. Búast má við góðum stór- laxagöngum í réttu hlutfalli við smálaxagöngur síðasta sumars og eftir því sem sérfræðingar stofiiunarinnar segja mér, þá fór sterkur seiðaárgangur til hafs síðasta vor og því má vænta sterkra smálaxagangna ef ekkert óvænt hendir," sagði Ámi ísaksson, veiðimálastjóri. Við þetta bætist, að mikið af eldis- og hafbeitarlaxi gekk í laxveiðiár við sunnanverðan Fax- aflóa og hafði sín áhrif í mikilli heildarveiði nokkurra áa á þeim slóðum. Búast má við einhveijum flökkulaxagöngum á komandi sumri og mun það auka heildar- veiðina enn freícar. Metveiði var í fyrra og skiptu þar mestu miklar hafbeitarheimt- ur. Stangveiðin var sú næst besta frá upphafí og var þó tiltölulega lítið af tveggja ára laxi úr sjó, þeim mun meira af smálaxi sem hafði verið eitt ár í hafínu. Þá er því spáð, að ýmsar ár sem gáfu aðeins miðlungi góðan afla síðasta sumar, eins og flestar frægustu Borgarfjarðarámar, Norðurá, Þverá og Langá, stór- bæti sig á komandi sumri. Það stafar af því, að uppvaxtarskilyrði seiða í þeim eru lakari en í ná- grannaánum, seiðin eru ári lengur að ná niðurgönguþroska og því aukistí veiðin í viðkomandi ám ár- inu seinna. Ýmsir ætla að eftir metveiði, t.d. í Vopnafjarðaránum 1987 og góða veiði í fyrra, halli nú undan fæti. Ámi telur það hins vegar ekki sjálfgefíð. ástandið ekki mjög alvarlegt á þessu svæði núna. Strax og fer að hlýna skapast hætta á hlaupi, en ekki er hægt að segja með vissu hvort svo verður og þá hvenær. Því verður fólk að fara varlega. Þetta er um 100 metra kafli, sem hengjumar hafa myndast á og sýnast þær held- ur stærri en þær eru, séð neðan frá,“ sagði Oddur Pétursson. R. Schmidt Umferðar- óhöpp á Selfossi EKIÐ var á gangandi veg- faranda á Austurvegi á Selfossi í fyrradag. Hann var fluttur í sjúkrahús en meiðsli hans voru ekki talin alvarleg. Þá varð mjög harður árekstur á Eyrar- vegi er ekið var á tvo kyrr- stæða bíla. Að sögn lögreglunnar á Selfossi eru akstursskil- yrði í bænum mjög slæm vegna klakabunka á götum, og má rekja orsakir umferðar- óhappanna til þeirra. © INNLENT Húsbréf — lausn á vanda hús- næðiskerfisins eða nýtt vandamál? HÚSNÆÐISKERFIÐ er hrunið, segir félagsmálaráðherra, og vill byggja húsbréfakerfi á rústunum. Enn er langt í frá, að all- ir séu sannfærðir um ágæti húsbréfakerfisins sem félagsmálaráð- herra vill að verði lögfest strax næsta haust. Þannig hafa Fram- sóknarflokkurinn og Alþýðusambandið lagst gegn húsbréfunum. ónir. Afgangurinn, 65% eða 3,25 milljónir, er settur á fasteignaveð- bréfíð til 25 ára með föstum vöxt- um, í takt við markaðsvexti, t.d. 7%. Nú bíða 10 þúsund umsóknir um húsnæðislán afgreiðslu hjá Húsnæðisstofnun, og sam- kvæmt könnun Félagsvísinda- stofnunar ætla mun fleiri að sækja um lán á næstu tveimur árum. Biðtími eftir láni er nú talinn 3 ár. Eðlilega sækir fólk í lán, sem veitt eru fyrir allt að 70% af brunabótamati íbúða, með 3,5% raunvöxtum til 40 ára. Og ljóst er að þessi langa biðröð hefur þau áhrif, að fólk fer í röðina til vonar og vara, þótt það hyggi ekki á fasteignakaup sem stendur, og því stækkar biðröðin sjálfrar sín vegna. Afleiðingin er fjárfrekari húsnæðiskaup; fólk hefur selt lánsloforð með afföllum til að fá peninga fyrr í hendumar, og einn- ig hafa íbúðir hækkað í verði vegna þess eins að á þeim hvfla há húsnæðislán. Alþýðusamband íslands hefur þó bent á að verulega sé farið að draga úr lánsumsóknum, frá því þegar núverandi húsnæðiskerfí var tekið upp, og telur að ef það kerfí verði treyst með auknum fjárframlögum, muni jafnvægi komast þar á innan skamms. En félagsmálaráðherra segir það óframkvæman- legt, þar sem ríkissjóður sé þegar að sligast undan húsnæði- skerfínu, m.a. vegna niður- greiðslu á vöxtum. Þama eiga húsbréfín að bjarga málunum. Til að byija með eiga þau aðeins að ná til viðskipta með notaðar íbúðir, en á síðustu tveim- ur ámm fór helmingur lána Bygg- ingarsjóðs ríkisins til að kaupa notaðar íbúðir. Dæmi um hvemig húsbréfa- kerfíð á að virka er eftirfarandi: ►Maður ætlar að kaupa íbúð sem kostar 5 milljónir króna. Á henni hvfla engar skuldir. Hann sendir umsókn til Húsbréfadeildar Bygg- ingarsjóðs ríkisins með upplýsing- um um verð og greiðslugetu. ►Húsbréfadeildin kannar upplýs- ingamar og leggur mat á verð íbúðarinnar. Innan þriggja vikna fær kaupandinn sendar upplýs- ingar um matsverð, og fasteigna- veðbréfseyðublað fyrir allt að 65% af matsverði íbúðarinnar. ►Útborgun kaupanda í íbúðinni, er því 35% á árinu, eða 1,75 millj- ►Seljandi fer með skuldabréfið til Húsbréfa- deildarinnar, eða bankastofnana, og fær skipt á því og húsbréf- um. Þessi hús- bréf verða eins- konar spariskírteini, með fastri upphæð, föstum vöxtum og ríkis- tryggð. Húsbréfadeildin sér síðan um að innheimta skuldabréfíð. ►Seljandi getur notað húsbréfín sem gjaldmiðil við frekari fast- eignakaup, þannig að húsbréfín hringsóla á fasteignamarkaðnum. Einnig getur hann selt bréfín á verðbréfamarkaði. Þá er einnig vonast eftir því, að fólk noti hús- bréfín sem sparnaðarform, þ.e. geymi þau frekar en leysi þau út ef það þarf ekki á peningum að halda strax, og fjármagni þannig fasteignamarkaðinn á meðan. Það er auðvelt að sjá ýmsa kosti við húsbréfakerfið. Biðröðin eftir húsnæðislánunum minnkar eða jafnvel hverfur. Fjármögnun fasteignamarkaðarins er flutt, að hluta til að minnsta kosti, yfir á fasteignamarkaðinn sjálfan, og kostnaður við húsnæðislánakerfið minnkar. Auðveldara verður fyrir BflKSVIP eftir Guðmund Sv. Hermannson fólk að skipta um fbúð þar sem lánin hækka, o.s.frv. Gagmýnendur húsbréfakerfís- ins segja hins vegar að með því væri í raun verið að hækka hús- næðisvextina. Það stuðli að hærra fasteignaverði þar sem eftirspum aukist, og einnig muni óhjá- kvæmilega verða afföll á hús- bréfunum þegar þau verða seld á almennum markaði. Félagsmálaráðherra segir á móti, að sáralítil breyting verði á vaxtabyrði húsnæðiskaupenda, þar sem þeir hafí hingað til þurft að fjármagna stóran hluta kaup- verðs með óhagstæðum skammt- ímalánum. Þá er einnig gert ráð fyrir auknum vaxtaniðurgreiðsl- um gegnum skattakerfið. Þá segir ráðherrann að ólíklegt sé að mikil afföll verði á hús- bréfunum og bendir á að þau séu ríkistryggð, með opinberri gengis- skráningu og Seðlabankinn muni sjá um að halda markaði gang- andi fyrir bréfin. Aukin eftirspum á fasteignum, og þar af leiðandi meira framboð af húsbréfum, geti þó valdið tímabundnum afföllum, en það leiði þá aftur til hærri vaxta og minni áhuga á húsnæðis- kaupum, þannig að sveiflan jafn- ist út. En það er hins vegar vel þekkt, að oft gengur erfiðlega að Iáta íslendinga lúta markaðslögmál- um.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.