Morgunblaðið - 05.03.1989, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 05.03.1989, Blaðsíða 21
ATVINNII RAD- OG SMÁAUGLÝSINGAR ATVINNUAUGLÝSINGAR Forstöðumaður byggingarsjóðs Auglýst er laust til umsóknar starf forstöðumanns Bygg- ingasjóðs ríkisins. Eru laun og starfskjör í samræmi við kjar- samninga opinberra starfsmanna. Krafist er viðskipta- eða hagfræðimenntunar og eru konur jafnt sem karlar hvattir til að sækja um starfið, sem felur í sér m.a. daglega stjórnun á afgareiðslu lánveitinga úr sjóðnum og margvíslega áætlun- argerð fyrir hann. Umsóknarfrestur er til 16. mars nk. Laus staða fram- kvæmdastjóra Framkvæmdastjórastarf er auglýst laust til umsóknar frá 1. apríl nk. Er hér um að ræða útgerðarfélag á Austur- landi. Framkvæmdastjórinn ber ábyrgð á daglegum rekstri og stjómun framkvæmda, hefur umsjón með fjármálum, starfsmannahaldi og öðmm verkefnum á vegum fyrirtækis- ins. Hæfniskröfur em reynsla af stjórnarstörfum, skipulags- hæfileikar og sjálfstæð vinnubrögð. Æskilegt er að viðkom- andi sé menntaður af viðskipta- eða hagfræðisviði. Umsókn- arfestur er til 10. mars. RAÐAUGLÝSINGAR Skólamál á döfínni Viðtalsfundur með menntamálaráðherra, Svavari Gests- syni og starfsfólki ráðuneytisins verður haldinn í íþróttahúsi Seljaskóla þriðjudaginn 7. mars kl. 20.30. Verður skýrt frá því helsta sem er á döfinni í uppeldis- og menntamálum. Gefst hér tækifæri til að koma hugmyndum á framfæri og bera fram fyrirspumir. Fundurinn er ætlaður kennumm og foreldmm bama í Breiðholtshverfum. Þjálfaranámskeið Knattspyrnudeild Víkings stendur fyrir þjálfaranámskeiði um næstu helgi 10.-12. mars nk. Leiðbeinendur verða Youri Sedov þjálfari, Jóhann Ingi Gunnarsson sálfræðingur, Sigur- jón Sigurðsson bæklunarlæknir og Eyjólfur Ólafsson milliríkjadómari. Deiliskipulag1 íþróttavallarsvæðis Lýst er eftir athugaemdum við tillögu að deiliskiplagi af íþróttavallarsvæði, Akarnaesi. Teikningar ásamt greinargerð og skilmálum liggja frammi á Tæknideild Akraneskaupstað- ar, Kirkjubraut 28, 2. hæð, frá og með mánudeginum 6. mars 1989 til föstudagsins 5. maí 1989. Athugasemdir ef einhveijar em skulu hafa borist bæjartæknifræðingi fyrir 12. maí 1989. Þeir sem ekki gera athugasemdir teljast sam- þykktir henni. ISMÁAUGLÝSINGAR Skíðamót IR Svigmót ÍR í flokkum 15-16 ára verður haldið í Harmag- ili laugardaginn 11. mars og hefst keppnin kl. 10. Þátttöku þarf að tilkynna fyrir miðvikudaginn 8. mars. Myndakvöld FÍ Næsta myndakvöld Ferðafélags íslands verður haldið mið- vikudaginn 8. mars nk. í Sóknarsalnum, Skipholti 50a og hefst stundvíslega kl. 20.30. Félagsmálaráðherra telur brýnt, að sem fyrst verði sett rammalöggjöf um starfs- menntun í atvinnulífinu í samráði við samtök aðila vinnumarkaðarins. Álitsgerð vinnuhóps um starfsmenntun: Setja þarf rammalög- gjöf um starfs- menntun í atvinnulífínu VINNUHÓPUR sem Jóhanna Sigurðardótt- ir, félagsmálaráðherra, skipaði þann 27. janúar 1988 til að setja fram tillögur og valkosti um starfsmenntun í atvinnulífinu hefiir skilað ráðherra álitsgerð. Meginnið- urstaða hópsins er, að setja þurfi sérstaka löggjöf um starfsmenntun í atvinnulífinu undir yfirumsjón félagsmálaráðuneytisins. Starfsmenntun sé ein forsenda atvinnuör- yggis og þess að hagnýta megi breytingar í stað þess að þær valdi atvinnuleysi. Félags- málaráðherra er sammála niðurstöðu starfshópsins og telur brýnt að hið allra fyrsta verði sett rammalöggjöf um starfs- menntun í atvinnulifínu í samráði við sam- tök aðila vinnumarkaðarins. A Iálitsgerð vinnuhópsins segir að þær djúpstæðu breytingar sem orð- ið hafa í atvinnulífinu í heiminum i kjöifar þjóðfélagsbreytinga og tæknilegrar þróunar hafi kallað á stóraukna áherslu á endur- og eftir- menntun í helstu viðskiptalöndum okkar. Sé þess að vænta að þróun- in verði hin sama eða enn örari í næstu framtíð og hafi víðtæk áhrif. Megininntak löggjafar og síðar starfsmenntunar í atvinnulífinu tel- ur hópurinn að eigi að taka mið af því að efla þá starfsemi sem fyrir er og örva aðra til hins sama. Einn- ig eigi ríkið að gangast við ábyrgð sinni og marka opinbera stefnu um stuðning, eftirlit og tengingu við menntakerfið að öðru leyti. Þá eigi í löggjöf að vera kveðið á um rétt einstaklinga til starfsmenntunar og jafna möguleika þeirra til að njóta slíkrar menntunar. Stuðla eigi að samnýtingu náms- og kennslu- gagna og hvetja til starfsmenntun- ar þegar fámenni eða aðstöðuleysi hindrar frumkvæði og framkvæmd annarra. Loks þurfi að byggja ofan á þann grunn sem lagður hefur verið með fræðsluverkefnum síðustu ára, t.d. starfsnámi í físk- vinnslu, verksmiðjuiðnaði og námi fólks við umönnunarstörf, og gerð verði langtímaáætlun um starfs- fræðslu í fiskvinnslu. Sjö milljarðar í starfsmenntun 2010? Á árinu 1987 er áætlað að kostn- aður vegna starfsmenntunar hafi numið um hálfum milljarði króna en áætlað er að heildarkostnaður muni aukast um 300 milljónir króna á ári fram til ársins 2010. Vísað er til skýrslu framtíðarnefndar for- sætisráðuneytisins þar sem áætlað er að heildarútgjöld ársins 2010 á verðlagi ársins 1987 verði um sjö milljarðar króna. Vinnuhópurinn telur líklegt að einhver tekjuöflun verði að koma á móti vaxandi út- gjöldum og bendir á eftirfarandi leiðir: Ákveðið starfsmenntagjald inni í verði á tiltekinni vöru eða þjónustu sem renni í starfsmennt- unarsjóð. Að aðilar vinnumarkaðar- ins, bæði launafólk og atvinnurek- endur, skattleggi sig til að standa undir kostnaði við starfsmenntun svipað og nú tíðkast í Danmörku. Að fyrirtækjum verði veittar skattaívilnanir gegn útgjöldum þeirra til starfsmenntunar og að stofnaður verði starfsmenntunar- sjóður sem fjármagnaður verði að einum þriðja af ríkinu á móti fram- lögum atvinnurekenda og launa- fólks. Húsavík: 7 0 manns missa atvinnu Húsavík. ATVINNUÁSTAND á Húsavík er ekki gott um þessar mundir. Skráðir bótadagar atvinnulausra _ voru í febrúar 2200 en í fyrra 995. Slæmt tíðarfar, sérstaldega erfiðar gæftir til sjósóknar eru m.a. orsakavaldar, en miklu ræð- ur að stærstu fyrirtækin hafa fækkað starfsfólld, Fiskiðjusam- lagið fækkaði um 40 manns og Kaupfélagið um 30 manns. Bæjarstjórn Húsavíkur gerði ályktun á fundi sínum sl. þriðjudag og segir þar m.a.: „Efnahagsmála- stjórnunin hefur tekist með þeim ósköpum, að það hefur aðeins tekið tvö ár að koma vel stæðum og vel reknum fyrirtækjum í þannig greiðsluþrot, að hringiða gjaldþrota og uppsagna starfsfólks er komin . á fulla ferð.“ í ályktuninni eru síðan talin upp fjögur atriði, sem Atvinnu- málanefnd leggur áherslu á að verði gerð til að forða því að undirstaða atvinnulífsins stöðvist. í lok ályktunarinnar segir: „Breyti stjómvöld ekki stefnu sinni í þessum efnum nú þegar, á þann hátt að útgerð og fiskvinnsla verði arðbær atvinnuvegur á ný, þá verð- ur hrun atvinnulífsins í landinu mun dýrkeyptara og sársaukafyllra en þær aðgerðir sem duga í dag.“ Fréttaritari Flateyri: Húsnæðis- skortur vandamál Flateyri. ATVINNUÁSTAND á Flat- eyri er mjög gott, þrátt fyrir lélegar gæftir frá áramótum, sem stendur nú til bóta. Hjá Hjálmi hf. og Kaupfélagi Önfirðinga vinna tæplega 50 farandverkamenn, bæði er- lendir og innlendir, þar af 18 Svíar. Á Flateyri eru 4 fiskvinnslufyrirtæki lýá þeim linnir ekki eftirspum eftir vinnu, fleiri tugir um- sókna á viku hverri. Þessi fyrirtæki geta ekki bætt við sig starfskrafti vegna mikils húsnæðisskorts sem stendur fyrirtækjum og byggð- arlaginu fyrir þrifum. Nokkrar íbúðir í eigu Húsnæðisstofnun- ar ríkisins standa hér auðar og fást ekki leigðar þrátt fyrir margítrekaðar tilraunir at- vinnurekenda hér á staðnum. - Magnea

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.