Morgunblaðið - 05.03.1989, Síða 18

Morgunblaðið - 05.03.1989, Síða 18
48 MQRGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR ■ 5. MARZ 1989 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoðarritstjóri Fulitrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, BjörnJóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 900 kr. á mánuði innanlands. (lausasölu 80 kr. eintakið. Kjaramál Nú eru viðræður um nýja kjarasamninga að hefjast. Ljóst er, að það verða ríkisvald- ið og samtök opinberra starfs- manna, sem ríða á vaðið. A fundi með BHMR, Hinu íslenzka kennarafélagi og Kennarasam- bandi íslands í fyrradag, lagði fjármálaráðherra fram lista yfir þau efni, sem hann vill taka til umræðu við þessa aðila. Þar var hins vegar ekki að finna nokkra stefnumótun ríkisstjómarinnar í kjaramálum. Hins vegar hefur fjármálaráðherra sagt, að mark- mið ríkisstjómarinnar væri að veija kaupmátt launa eins og hann væri að meðaltali á fyrsta ársfjórðungi þessa árs. Það er alveg nauðsynlegt, að þjóðin öll geri sér grein fyrir því, að það er enginn grundvöll- ur fyrir lqarabótum um þessar mundir. Við stöndum frammi fyrir umtalsverðum samdrætti í efnahags- og atvinnumálum. Út af fyrir sig er ekki ástæða til að harma það, að dregið hefur úr þeirri spennu, sem ríkti hér á árinu 1987 og framan af ári 1988. Hins vegar má samdrátt- urinn ekki verða svo mikill, að atvinnuleysi nái að festa rætur. Nú sem fyrr hlýtur það að vera höfuðatriði að tryggja fulla at- vinnu. Ráðherrar hafa gefíð í skyn, að þeir væm til viðræðu um ein- hveija félagsmálapakka. Menn mega ekki gleyma því, að þeir kosta líka peninga. Ef farið verður út á þá braut að semja um hliðaraðgerðir, sem eigi að koma launþegum til góða kostar það fjárútlát úr ríkissjóði. Þeir peningar em ekki til. Þrátt fyrir stórfellda nýja skattheimtu verður ríkissjóður rekinn með vemlegum halla á þessu ári, hvað svo sem áætlanir fjármála- ráðherra segja. Við höfum nú orðið töluverða reynslu af áætl- anagerð hins opinbera. Aukinn hallarekstur ríkissjóðs vegna félagsmálapakka þýðir aukna lánsfjárþörf ríkissjóðs, sem aftur leiðir til hækkunar vaxta. Fé- lagsmálapakkar geta þess vegna auðveldlega orðið til þess að auka útgjöld launþega án þess, að þeir fái beinharða peninga í staðinn í sína buddu. Þess vegna skyldu menn varast félagsmála- pakka, þegar ekki em til pening- ar til þess að greiða kostnað við þá. Ríkisstjóminni hafa nú þegar orðið á meiriháttar mistök með ákvörðun fískverðs. Launþegar munu líta á þá launahækkun, sem sjómenn fá, sem röksemd fyrir launahækkun til annarra. Það var enginn gmndvöllur fyr- ir því að ákveða hækkun físk- verðs. Fiskvinnslustöðvamar geta hvorki greitt hærra físk- verð til sjómanna, né hækkað laun landverkafólks. Hækkun fískverðs nú var því tóm vitleysa og ekki til marks um annað en uppgjöf núverandi ríkisstjómar. Hafí hún í bjnjun haft metnað til þess að takast á við vanda- málin, er sá metnaður horfínn og eftir stendur löngun til að sitja í valdastólum og bjarga málum frá degi til dags. Ríkisstjómin hefur skert dag- lega afkomu launafólks og fyrir- tækja meira en ástæða var til. Rökin fyrir þeirri fullyrðingu em þau, að hinn kosturinn var sá, að ganga til þess verks að skera niður opinber útgjöld í landinu með sama hætti og atvinnufyrir- tæki og launafólk hafa orðið að draga saman seglin hjá sér. Þetta hefur ríkisstjómin ekki gert heldur lagt á stórfellda nýja skatta til viðbótar við þá kjaraskerðingu, sem fólk hefur þegar orðið fyrir. Yfírgnæfandi líkur em á, að nú stefni í nýja kollsteypu í efna- hagsmálum okkar Islendinga. Eina leiðin til þess að koma í veg fyrir það, er að efna til pólitísks uppgjörs í landinu með kosningum og gefa nýjum þing- meirihluta tækifæri til að takast á við vandann áður en hann verður of mikill, með nýtt umboð kjósenda að baki sér.-Steingrím- ur Hermannsson, forsætisráð- herra, ætti að íhuga vandlega, | hvort hann vill að eftirmæli ríkisstjómar hans verði þau sömu og stjómarinnar, sem hvarf frá völdum vorið 1983 , með 130% verðbólgu á bakinu. ísland og Aþena Aþena á dögum • Sólons, Perikles- ar og Sókratesar, eða um 600 f.Kr. til 400 f.Kr., væri mér efst í huga ef ég hefði feng- ið leyfi til að velja lífi mínu stað og stund. Reykjavík á 20. öld er gott umhverfi að vísu, en yfirborðslegur staður einsog heimurinn allur á okkar dögum — og þó fremur staðlaður og ekki stór- hugsandi einsog Aþena á lýðræðis- tímanum. Hún var deigla mikillar hugsunar og þangað flykktust lista- menn og hugsuðir hvaðanæva að og var þeim vel tekið af millistétt sem þyrsti í nýja þekkingu, ræktaði hug sinn og kunni að meta verð- mæti. Leikrit Æskylosar eru engin tilviljun. í Persunum, sem voru frumsýndir 472 f.Kr., eða þremur árum fyrir fæðingu Sókratesar, er lögð áherzla á að Aþeningar séu sigursælir vegna þess þeir eru fijálsir og því vinni þeir sigra við Salamis og Maraþon, en Persar hafí sinn hirði einsog sauðkindin. Aþeningar eru einskis manns þegn- ar, né þrælar. Það á persneska drottningin erfítt með að skilja í leikritinu en skáldið skrifar leikverk sitt sem nokkurs konar yfirlýsingu um að sigrar Grikkja yfír Persum séu flóknara mál en svo að unnt sé að afgreiða það í fljótu bragði; hér er um að ræða sigra fijálsra manna yfír kúguðum; sigra fijáls- hyggju í einni mynd yfír konung- legu alræði með kúgun. 2Sókrates var enginn sérstakur • unnandi lýðræðis, þótt okkur fínnist það hljóti að hafa verið. í nýrri bók og afar upplýsandi, The Trial of Socrates, minnir I. F. Stone á að forystumenn fyr- ir velferð, lýðræði og afnámi þrælahalds hafí komið úr röðum sófista, en hvorki Sókratesar, Platóns né fylgismanna þeirra. Mér er því nær að halda að við hefðum flest verið hallari undir boðskap þeirra en dyggðir Sókrat- esar. Það var ekki hann sem fyrst- ur ýjaði að velferðarríki, heldur sófístinn Antifón, sem Xenófón tel- ur keppinaut og gagnrýnanda Sókr- atesar í Memorabilia, en í riti hans um Sannleikann sem fannst á papyros í Egyptalandi á síðustu öld virðist vera fyrsta staðfesting á jafnrétti í grískri heimspeki. Hann hafnar forréttindum aðals- og yfír- stéttar og er því e.k. fyrirrennari manna einsog Jeffersons og Jakob- ínanna sem stjómuðu borgarabylt- ingunni í Frakklandi; byltingunni sem var í raun bæði upphaf velferð- arríkis og fijálshyggju. Antifón tal- ar einnig um samhjálp, en hvorki Platón né Sókrates nefna fátækt fólk á nafn, að því er Stone fullyrðir. Annar sófísti, Alkídamas, virðist hafa verið fyrstur grískra heim- spekinga til að efast um ágæti þræl- dóms í annars fijálsu þjóðfélagi. Guð hefur gert alla menn fijálsa; náttúran hefur ekki gert neinn mann að þræli. Sókrates, Platón og Aristóteles hafa ekki fram að færa neinar athugasemdir um þrælahald og töldu það eðlilegan þátt samfélagsins. Þeir lifðu í þjóð- félagi sem dæmdi þá til þrælahalds sem höfðu t.a.m. beðið ósigur í styijöld, þ.e. voru engan veginn ver af náttúrunni gerðir en aðrir, en höfðu einungis orðið fyrir óláni eða illum örlögum. Þrátt fyrir allt vissi HELGI spjall Hómer betur; að þræll er „hálfur maður“. Hann var ekki þræll af náttúrunnar hendi, heldur vegna atvika sem hann réð ekki við. Við þekkjum marga slíka þræla úr okk- ar eigin sögu, eða áður en kristni er í lög leidd og heiðindómur ríkir. En Páll tók upp merki sófistanna, þótt „kristnir" ameríkanar skildu það ekki á sínum tíma. Þess vegna m.a. hefur lýðræði einkennt kristin þjóðfélög þessarar aldar. 3Ég hefði semsagt ekki kosið • sérstaklega að búa í Aþenu Sókratesar, eða Platóns — heldur Aþenu sófístanna sem áttu undir högg að sækja hjá öðrum heimspek- ingum. Ég hefði viljað tala við Antifón um velferð og jafnrétti, Alkídamas um afnám þrælahalds, Prótagóras um lýðræði, Períkles og Þemistokles, en Sókrates um dyggð og þekkingu. Manninn sjálfan. Og helzt hefði ég viljað læra af honum sjálfsaga á örlagastund; kynnast því milliliðalaust hvemig hann tamdi sitt stóra egó þótt svo virðist af ritum Platóns og Xenófóns, að hann hafí einnig sleppt því lausu þegar honum sýndist, og þá ekki sízt í frægri málsvöm við réttar- höldin. En samtíminn þarf á engu fremur að halda einsog menn þvæl- ast orðið fyrir sjálfum sér og öðrum — en kunna einhver skil á sjálfí sínu og freistingum. Við lifum á dómgreindarlitlum tímum. T-fmm- umar til vamar ónæmiskerfí dyggða og ögunar mega sín lítils einsog tímamir em. Það er því hollt að horfa um öxl og litast um í Aþenu. M. Iumræðum um atvinnu- og efna- hagsmál er oft um það talað, að rekstrarskilyrði fyrirtækja í öðmm löndum séu allt önnur og margfalt betri en hér, og þar sé m.a. að fínna skýringu á því, hvað atvinnurekstur gangi erfíð- lega hér. í mánaðarriti, sem gefíð er út af einu virtasta dagblaði í Vestur-Þýzka- landi, Frankfurter Allgemeine Zeitung, var nýlega íjallað um aðstöðu atvinnufyrir- tækja þar í landi. Þar koma fram upplýs- ingar, sem óneitanlega koma nokkuð á óvart. í riti þessu er vitnað til orða forystu- manns í atvinnulífí í V-Þýzkalandi, sem líkir því, að reka atvinnufyrirtæki þar, við að aka bíl með handbremsuna á. Þessu valdi hlutfallslega hár launakostnaður en fæstar vinnustundir í heimi, mikill kostn- aður vegna umhverfísvemdar, mjög hár orkukostnaður og skattlagning á atvinnu- rekstur, sem eigi sér enga hliðstæðu. Til frekari skýringar er upplýst, að launakostnaður í framleiðslu hafí á árinu 1987 verið að meðaltali 33 þýzk mörk á klukkutíma, en á sama tíma hafí hann verið 25 mörk á klukkutíma í Bandaríkjun- um og Japan, 18 mörk í Bretlandi og 5 mörk í Portúgal. Þá er sagt, að 83,1% launakostnaðar í Vestur-Þýzkalandi séu greiðslur til viðbótar við sjálf launin, þ.e. hvers kyns tryggingagreiðslur, veikinda- dagar o.s.frv. Vafalaust kemur mörgum á óvart, að Vestur-Þjóðveijar telji vinnutíma sinn stjttri en í öðrum löndum en þeir telja, að verkamaður í verksmiðju vinni 1.582 klukkustundir á ári en sambærilegur starfsmaður í Bretlandi vinni 1.647 stund- ir, í Bandaríkjunum 1848 stundir og í Japan 2.166 stundir. Samkvæmt þessum heimildum er skatt- lagning á fyrirtæki í V-Þýzkalandi mjög mikil. Þó ber þess að geta, að í riti því, sem hér er vitnað til, er ekki gerð grein fyrir fymingareglum, svo að dæmi sé nefnt, en þar eru birtar samanburðartölur um skattlagningu fyrirtækja í Vestur- Þýzkalandi og í nokkrum öðrum löndum og verður að telja, að þar sé um sambæri- legar tölur að ræða. Hæstu skattar, sem fyrirtæki greiða í V-Þýzkalandi, eru sam- kvæmt þessu 70,8% en fyrirhugað er að þessi tala lækki í 66% árið 1990. í Japan eru sömu tölur 65,3%, Frakklandi 62,9%, Sviss 58,1%, Bandarílqunum 55,8% og í Bretlandi 35%. Foiystumaður í viðskipta- lífí í Vestur-Þýzkalandi segir, að þessi mikla skattlagning þýði, að hagnaður eftir skatta sé mun lægri þar í landi en í öðrum löndum, sem vestur-þýzku fyrirtækin verði að keppa við. Nettóhagnaður í V-Þýzka- landi, sem hlutfall af veltu, er talinn vera um 1,5% en í Bretlandi sé hann 3,3%. Þessar aðstæður valda því, að talið er að fyrirtæki fari sér hægt í ijárfestingu heima fyrir og einnig sé minni áhugi hjá erlendum fyrirtækjum að ijárfesta í landinu. Vestur-þýzkir iðnjöfrar telja, að haldi svo fram, sem horfir, verði hagvöxt- ur meiri í öðrum löndum. Fleiri og fleiri Þjóðveijar fjárfesti í öðrum löndum og sem dæmi er nefnt, að fjárfestingar Þjóðveija í Bandarikjunum séu meiri en Qárfestingar Bandaríkjamanna í Þýzkalandi. Þrátt fyrir þetta segir mánaðarrit Frankfurter Allgemeine Zeitung, að ýmsir kostir fylgi því að reka atvinnufyrirtæki í Vestur-Þýzkalandi. í fyrsta lagi sé mikið af vel menntuðu og þjálfuðu fólki á vinnu- markaðanum, sem valdi því, að atvinnufyr- irtæki, sem byggi starfsemi sína á slíku starfsfólki, telji sig vel í sveit sett. í annan stað leggi vestur-þýzk fyrirtæki mikla fjár- muni í rannsóknir og fímmta hver upp- fínning í veröldinni komi frá Vestur- Þyzkalandi. í þriðja lagi sé samgöngukerf- ið í landinu svo gott, að það auðveldi mjög rekstur fyrirtækja, sem byggi á því að eiga nánast engar vörubirgðir. í fjórða lagi séu verkföll nánast óþekkt fyrirbæri og í fímmta lagi valdi lega landsins því, að atvinnufyrirtæki eigi greiðan aðgang að öllum helztu mörkuðum í Evrópu. í Vestur-Þyzkalandi ríkir mikið fijáls- ræði í viðskiptum og athafnalífi enda hægri flokkar lengur við völd, þegar litið er yfír tímabilið frá stríðslokum, heldur en jafnaðarmenn. í því ljósi er fróðlegt að kynnast viðbrögðum þar í landi við sameiningu stórra fyrirtækja eða öllu held- ur yfírtöku. Um nokkurt skeið hafa staðið yfír samningaviðræður um, að Daimler- Benz-bílasmiðjumar kejfptu verulegan hlut í Messerschmitt-flugvélaverksmiðjunum, sem m.a. taka þátt í smíði Airbus-þotn- anna. Samningar hafa tekizt um, að Daimler-Benz kaupi 30% í fyrirtækinu og hafí heimild til þess að eignast 51%. Þessi viðskipti eru hins vegar háð samþykki stjómvalda og nú bendir allt til þess, að eftiahagsmálaráðherra V-Þýzkalands, sem er úr flokki fijálsra demókrata, muni beita neitunarvaldi gegn þessum kaupum og njóti til þess stuðnings leiðtoga flokks síns, Lambsdorffs. Fyrirsjáanlegt er hins vegar, að kristilegir demókratar munu styðja þessi viðskipti. Andstaða fijálsra demó- krata sýnir hins vegar, að víða hafa menn áhyggjur af þvi, að stór fyrirtæki nái ein- okunaraðstöðu og í Þyzkalandi er sérstök stjómarskrifstofa, sem verður að veita samþykki til slíkra kaupa. mmmmmmmmm þessar umræð- Aðlöcnin að ur * Vestur Þýzka Aoiognn ao landi eru fróðlegar Evrópu fyrir okkur íslend- inga í ljosi vaxandi umræðna hér um sam- einingu Evrópu og nauðsyn aðlögunar að viðskiptaháttum innan Evrópubandalags- ins. Nú má vel vera, að þær skattareglur, sem gilda um vestur-þýzk fyrirtæki og valda því ásamt öðru, að stjómendur þeirra líkja rekstri þar í landi við að aka bíl með handbremsuna á, eigi eftir að breytast vegna þeirrar aðlögunar, sem fylgir hinum sameiginlega markaði. En þessar upplýs- ingar sýna okkur líka, að það er ekki allt betra í útlöndum en hjá okkur og ekki víst, að íslenzkir atvinnurekendur vilji að- lögun að öllu, sem þar tíðkast. Umræður um þróun mála í Evrópu, inn- an Evrópubandalagsins og EFTA einkenna nú mjög stjómmálaumræður hér á landi. í nánast hveiju máli er rætt um nauðsyn aðlögunar að því, sem er að gerast í Evr- ópubandalaginu. Hugsjónin um sameinaða Evrópu er stórkostleg hugsjón og skiljan- leg, þegar litið er jfír sögu Evrópu í marg- ar aldir. Um þá sögu má segja, að samein- aðir standa þeir, sundraðir falla þeir. Sam- einuð Evrópa getur orðið stórveldi í heims- málum og öflugur markaður, sem tryggir íbúum sínum velsæld. Það er því skiljan- legt, að þessi hugsjón heilli fólk, ekki sízt ungt fólk. ÞeSs verður mjög vart hér, að Evrópu- hugsjónin heillar. Nú höfum við ekki nema að litlu leyti orðið fómarlömb stríðsátak- anna í Evrópu á undanfömum öldum, þannig að annað veldur því, að margir Islendingar horfa nú með eftirvæntingu til þess, sem gerist í Evrópu. Eitt af því er þetta: fólk er að missa trúna á það, að þeir sem stjóma landinu ráði við það. Þess vegna binda margir vonir við, að óhjá- kvæmileg aðlögun að því, sem er að ger- ast í Evrópu, muni knýja fram betri stjóm- arhætti á íslandi. Raunar er það ekki ein- ungis hér á íslandi, sem slík sjónarmið skjóta upp kollinum. í Bretlandi tala hin virtustu blöð um það, að nánari tenging við Evrópu t.d. með sameiginlegri mynt muni koma í veg fyrir alls konar vitleys- ur, sem stjómmálamenn geri í efnahags- málum. Kjami málsins nú, eins og Morgun- blaðið hefur áður vikið að, er riauðsyn þess að upplýsa íslenzku þjóðina um það, sem er að gerast í Evrópu og í hveiju þetta nána samstarf er fólgið. Nú þegar er slíkt upplýsingastarf komið vel á veg. Þingmannanefndin um Evrópumálin MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5, MARZ 1989 :! ................................^19 REYKJAVÍKURBRÉF Laugardagur 4. marz „Nú má vel vera, að þær skatta- reglur, sem gilda um vestur-þýzk fyrirtæki og valdaþví ásamt öðru, að stjórn- endur þeirra líkja rekstri þar í landi við að aka bíl með handbremsuna á, eigi efitir að breytast vegna þeirrar aðlögun- ar, sem fylgir hin- um sameiginlega markaði. En þess- ar upplýsingar sýna okkur líka, að það er ekki allt betra í útlöndum en hjá okkur og ekki víst, að íslenzkir atvinnu- rekendur vilji að- lögun að öliu, sem þar tíðkast." stendur að útgáfu á ritlingum um þessi málefni. Félag ísl. iðnrekenda hefur hafið útgáfu fréttablaðs um Evrópumál og svo mætti lengi telja. Á þessu stigi málsins er hins vegar varasamt, að þeir sem hafa heillazt af Evrópuhugsjóninni, rejmi um of að knýja fram umræður um aðild eða tengingu Is- lands við Evrópubandalagið. Slíkar um- ræður eru ekki tímabærar. Vafalaust kem- ur að því, að tekizt verður á um þá þætti málsins. En að því er ekki komið enn. Fyrst er að byggja upp þekkingu á meðal þjóðarinnar með upplýsingamiðlun. Síðar kemur að umræðum um efni málsins. •• Onnur Evr- ópumál í deiglunni un sé nú í málefn- um Vestur-Evrópu eru önnur Evrópu- mál á ferðinni, sem draga að sér at- hygli fólks og heilla með sérstökum hætti. Það er framvinda mála í þeim heimshluta, sem við höfum undanfama áratugi kallað Austur-Evrópu en er að hluta til hin gamla Mið-Evrópa. Margt bendir til, að þar séu stórkostleg tíðindi að verða, sem við hefð- um ekki trúað fyrir einum áratug, að við yrðum vitni að. í grein, sem kunnur blaðamaður New York Times, James Markham, skrifar ný- lega í blað sitt, segir hann, að þeir at- burðir kunni að vera að gerast í ríkjum Austur-Evrópu, sem leiði til þess, að Sov- étríkin missi tökin á þessum ríkjum og valdajafnvægið í Evrópu breytist. Hinn bandaríski blaðamaður segir, að bæði Bret- ar og Frakkar hafi það sterklega á tilfinn- ingunni, að þróun mála í Austur-Evrópu muni kalla á sérstök viðbrögð þeirra á þeim tíma, sem eftir er af þessari öld og þess vegna hafí þessar þjóðir aukið mjög umsvif sendiráða sinna austan jámtjalds. Hins vegar sé það mat stjómmálamanna í höfuðborgum Evrópu, að Vestur-Þýzka- land sé eina Evrópuríkið, sem hafi fullmót- aða stefnu gagnvart Austur-Evrópuríkjun- um, stefnu, sem miði að hægfara þróun án byltingarkenndra breytinga. Nú sé tal- að um „fínnlandiseringu“ þessara ríkja í jákvæðri merkingu þess orðs, þ.e. að ríki á borð við Ungveijaland muni losa sig undan ægivaldi Sovétríkjanna en búa í friði við þennan nágranna með sama hætti og Finnar hafí gert. James Markham er þeirrar skoðunar, að í umræðum um framtíð Austur-Evrópu- ríkja, felist umræður undir rós um samein- ingu Þýzkalands. Stjómvöld í Vestur- Þyzkalandi hafi á undanfömum árum og áratugum aukið mjög samskipti við Aust- ur-Evrópuríkin m.a, í því skyni að eyða smátt og smátt skiptingu Þýzkalands. Sumir stjómmálamenn í Evrópu hafa áhyggjur af þessari jiróun, segir banda- ríski blaðamaðurinn. I Frakklandi eru uppi sjónarmið í þá veru, að á sama tíma og áhrif Sovétríkjanna minnki í þessum lönd- um, aukist áhrif Vestur-Þjóðveija. Þetta geti orðið til þess, að Vestur-Þýzkaland fjarlægist núverandi bandamenn sína í Atlantshafsbandalaginu og taki upp hlut- lausari afstöðu, sem Mið-Evrópuveldi. í framhaldi af því geti komið til sameining- ar þýzku ríkjanna, sem muni raska því jafnvægi, sem verið hafi í Evrópu síðustu fjóra áratugi. Það er ekki síður ástæða til þess fyrir okkur íslendinga að fylgjast með umræð- um um þessi Evrópumálefni en hin innri málefni Evrópubandalagsins. Þessi pólitíska þróun í Evrópu allri getur haft víðtæk áhrif á stöðu okkar og hagi á næstu öld. (meira næsta sunnudag)

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.