Morgunblaðið - 05.03.1989, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 05.03.1989, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ FOLK I FRETTUM SUNNUDAGUR 5. MARZ 1989 KARLAR Ástarsaga af Vellinwn Hurðin skall á hæla okkur. Það fór um mig kuldahroll- ur. Þetta var stór salur. Hátt til lofts. Hvitkalkaðir veggir. — Hún lá á miðju gólfi. Umkomu- laus, hjálpar- vana, bundin við þessar bör- ur. — Það var enn verið að „operera". Ég sveipaði um mig loðfeld- inum. Horfði spyrjandi á unga manninn. Ég var staðráð- in í að reyna að skilja hann. Hann bauð mér að ganga upp stigann. Þanniggætum við virt hana betur fyrir okkur. Hún var löng og rennileg. Það var eitthvað hrifandi og ómót- stæðilegt við þetta sköpulag. Fram að þessu hafði útlit henn- ar eingöngu skipt mig máli. Nú skildi ég, að hún var eitthvað ailt annað og meira. — Ungi maðurinn renndi höndinni var- færnislega eftir gljáandi húð- inni. í þessari hreyfingu fólst takmarkalaus ást og umhyggja. Við vorum bara tvö ein, og svo hún. Hinir voru ókomnir. — Hann leit aldrei af henni. Gældi við hana, á meðan hann lýsti aðgerðinni af mikilli kunnáttu. Hann vissi allt um hana. Fyrir honum átti hún engin leyndar- mál. Hann talaði án afláts. — Dögum saman hafði hann ekki vikið frá hlið hennar. Hann hafði fylgst með „operationinni" frá einu stigi til annars. Haft augu með aðstoðarmönnum sinum. Þurrkað burt óhreinindi eftir kámuga fingur. Klappað henni, huggað hana í niðurlæg- ingunni. Hún var svo varnar- laus, svona sundurtætt á köld- um börum. — Hann beið þess dags með óþreyju, að hún yrði aftur ferðafær. Þá ætluðu þau að fljúga saman eitthvað út í | buskann. Yfir hafið, í átt til sólar, þar sem allir gætu horft á hana og dáðst að henni. — Hann hafði í rauninni aldrei elskað aðra en hana. Hann þekkti heldur enga aðra betur. Allt þetta sagði hann mér, á -*rneðan við biðum. Það lá við, að ég öfundaði hana. Hvað hafði hún framyfir okkur hin- ar? — Ég veit, að hún segir aldr- ei orð. Hún er auðmjúk og und- j irgefin, bíður þess eins að vera tekin. Hún fær líf við minnstu snertingu. Ávallt reiðubúin. Ég veit líka, að hún fær svalað dýpstu löngunum karlmanns- ins. f fylgd með henni finnur hann vald sitt, fer framúr sjálf- um sér, ferðast hraðar og hrað- ar, jafnvel hraðar en hljóðið. — Við stóðum enn i stigan- um, þegar þeir gengu í salinn. Maðurinn minn var í hópnum. Ég veifaði til hans ofan úr stig- anum. Hann sá mig ekki. Þeir horfðu allir á hana. — Ókenni- legum glampa brá fyrir í augum þeirra. — Langar þá virkilega alla svona mikið? Verða karl- menn aldrei fullorðnir? „Gerið svo vel, herrar minir. Má ekki bjóða ykkur að ganga upp stigann. Þá sjáið þið betur inn í hana. Getið virt fyrir ykk- ur tækjabúnaðinn. Þið megið setjast í flugstjórasætið, ef þið kærið ykkur um. F 15 er ein allra fullkomnasta orrustu- þota, sem smíðuð hefur verið. Jafnvel Rússarnir geta ekki státað af neinu sambærilegu. Við erum mjög stoltir.“ Ég vék fyrir þeim úr stigan- um. Ungi maðurinn aðstoðaði herrana við að stiga um borð. Þetta var hans sæti. Þetta var elskan hans. Ég horfði á hann gæla við hana, stijúka burt fingraför ókunnra manna. — Skyldi hann ekki vera afbrýði- samur — hugsaði ég. eftir Bryndísi Schram Þau giftu sig ■ Geir Gunnarsson og Bryndís Baldursdóttir, Reykjavík ■ Scott Allen Varsko og Ingunn Jóna Karlsdóttir, Reylq'avík Hér með er óskað eftir nöfnum þeirra sem gengið hafa í hjónaband nýverið. Vinsamlegast hringið í síma 691162 á skrifstofutíma eða sendið upplýsingar um nöfn brúðhjóna og brúð- kaupsdag ásamt símanúm- eri í lokuðu umslagi merkt Morgunblaðið „Fólk í frétt- um“ Pósthólf 1551, 121 Reykjavík. segir þá Geir í spaugi. En er það ekki, eins og maður segir, í tísku að gifta sig í kirkju? „Kannski það. Ef fólk hefur gaman af því umstangi sem kirkjubrúðkaupi og veisluhöldum fyigir þá bara öfunda ég það. Ég hefði ekki viljað vera aðalpersóna dagsins, það er ekki minn stíll. Við vildum heldur ekki lofa hvort öðru tryggðarböndum þar til dauðinn aðskilur okkur. Ekki frammi fyrir Guði og mönnum. Maður er ekki alltaf sama mann- eskjan, fólk þróast í ólíkar áttir á langri ævi og ekki vil ég svíkja það loforð," segir Bryndís. „Þá er betra að sleppa því eina atriði úr textanum, hver veit hvað ég geri þegar ég verð sjötugur,“ seg- ir Geir. Þau eru tónlistarfólk, hann spil- ar á gítar og hún á píanó og gítar. Hann var í hljómsveitunum Blátt áfram og Ipanema sem báð- ar hafa hætt störfum. Hinsvegar æfir Geir sig sjálfur og myndi spila daginn út og inn ef hann gæti, fullyrðir Bryndís en sjálf hefur hún meira gaman af að njóta tónlistar með því einungis að hlusta. Þau voru einmitt á leið á tónleika Sinfóníuhljómsveitar íslands í Háskólabíói þegar þau komu í spjallið. Svip- myndii’ L frá fyrsta „bjórdegi ÞÁ er honum lokið, þeim fyrsta degi sem íslendingum leyfist að kaupa áfengt öl eftir 74 ára bind- indi. Loksins, loksins, hrópa bjór- þyrstir. Það var á mönnum að sjá að kvöldi B-dagsins að bjórn- um væri vel fagnað og var talað um þjóðhátíðardag og fleira í þeim dúr. Fjölmiðlar hafa verið iðnir við að minna á þessi tímamót. Þá var frí gefið í skólum vegna starfs- dags kennara en mörg börnin tóku það sem komu bjórsins væri fagnað með þeim hætti. Jafnvel var hrópað „til hamingju með daginn“ strax þegar foreldrarnir opnuðu augun þann morgun. Annars segjast sum- ir þeir fullorðnu vera komnir með magafylli af umflöllun um bjór, al- veg sé þeim sama hvað aðrir sötri. Eins og myndir sýna þá var alls staðar glatt á hjalla. BRUÐHJON VIKUNNAR Kynntust í kuld- anum á Akureyri Þau Geir Gunnarsson og Bryndís Baldursdóttir gengu í hjóna- band hjá embætti borgardómara þann 24ða febrúar síðastliðinn. Það var Georg Lárusson sem gaf þau saman. Þau kynntust frostaveturínn mikla á Akureyri árið 1984. Þá hafði verið 18 til 20 stiga frost í heilan mánuð áður en hún kom heim til hans í fyrsta skipti. Hálf- um mánuði síðar fóru þau að búa saman, Bryndís hafði veikst og dagaði uppi hjá Geir sem hjúkraði henni. En hvað sáu þau hvort við annað þama í byijun? „Ég held að ég hafi minnt hann á hamsturinn hans“ segir Bryndís og skellihlær. „Nei, ég hef enga góða afsökun fyrir því að hafa látið dæma mig í lífstíðarfangelsi á sakamannabekk borgardómara“ Brúð- hjónin Geir Gunnars- son og Bryndís Baldurs- dóttir TÓNLIST Ivan Rebroff afturá Islandi Vegsamaður er hann víða um heim, oft nefhdur kraftbirting- arundur. Rödd hans nær yfir Qóra og hálfa áttund og segja menn að með áhrifamiklum söng sínum spili hann á sálarstrengi áheyrandans fremur en á strengi eigin raddar. Það er þýsk-rúss- neski stórsöngvarinn Ivan Reb- roff sem væntanlegur er til landsins næstu daga. Er þetta í þriðja skipti sem Ivan heimsækir Island og í tilefni af því var haft samband við hann símleiðis. * Isjónvarpsþætti fyrir nokkru sagði ég fráþeim yndislega tíma sem ég átti á Islandi. Að koma til íslands er á vissan hátt eins og að koma til paradísar. Skrýtið andlit sem þetta land hefur, heitir hverir, engin tré . . . Vel á minnst, nú hafið þið fengið bjór. Forsetinn gaf mér glas af bjór þegar ég var þar. Ég get auðveldlega lifað án bjórs en það er alltaf notalegt að fá þann mjöð ískaldan.“ Ivan Rebroff er á hljómleikaferð- um heimsálfa á milli árið um kring og á síðasta ári hélt hann yfir 300 tónleika. Hvernig fer hann að þessu? „Þeir voru þrjú hundruð og sextán,“ svarar hann glaðlega. „Ég er sterkur og hraustur og mér er það nauðsyn að syngja. Þar fyrir utan hef ég mikla ánægju af ferða- lögum. Þó mun ég fækka tónleikun- um niður í 250 á næsta ári.“ Ný- lega var hann í Ástralíu, þar á undan í Bandaríkjunum og svo mætti lengi telja. Eftir íslands- dvölina mun hann halda í hljóm- leikaferð til Rússlands. Þangað hef- ur Ivan ekki komið í fjölmörg ár og segist hann hlakka mjög til þeirr- ar farar. Svo góður söngvari, les hann dóma um sjálfan sig? „Stundum geri ég það en það er misjafnlega vandað til dóma. Sjájf- ur þekki ég mín mistök best. Ég vil halda góða skapinu og vera ham-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.