Morgunblaðið - 05.03.1989, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 05.03.1989, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5. MARZ 1989 15 amar, sem héldu sér gangandi þetta tímabil með þeim hætti. Þegar smíðabanninu var loks aflétt og leyft að ljúka smíði raðsmíðaskips- ins, stóð stöðin því mjög illa fjár- hagslega. Á vegum fjármálaráðu- neytisins, Byggðastofnunar og Landsbanka íslands var ákveðið að beita sér fyrir fjárhagslegri endur- skipulagningu fyrirtækisins. Þessir aðilar settu það hins vegar sem skilyrði, að nýir menn, utan hlut- hafahópsins, tækju við stjórn fyrir- tækisins, og nýr framkvæmdastjóri yrði ráðinn. Ég var beðinn um að taka að mér að gerast stjórnarfor- maður í hinni nýju stjóm fyrirtækis- ins fyrir hönd ríkisábyrgðasjóðs að ósk þáverandi fjármálaráðherra, Þorsteins Pálssonar. Ásamt mér eru tveir aðrir sljómarmenn af fímm utan hluthafa hópsins, þ.e. meiri- hluti stjómar. í raun sitjum við þremenningamir í stjóm fyrirtækis- ins fyrir hönd almennings í landinu. Það sakar ekki að geta þess, að við höfum setið í stjóm Stálvíkur hf. nánast sem sjálfboðaliðar. Við höf- um lítið sem ekkert fengið greitt fyrir vinnu okkar. Við þremenning- amir eigum engra hagsmuna að gæta nema almennings. Við eigum það hins vegar sameiginlegt, að við höfum óbilandi trú á íslenzkum at- hafnamönnum og iðnaðarmönnum, en trú okkar á ráðamönnum og valdsmönnum í kerfínu, bankakerf- ið meðtalið, fer hins vegar hrað- minnkandi og er nú nánast engin. Við höfum talið það frumskyldu okkar að leita allra leiða til þess að reyna að rétta við hag fyrirtækis- ins og þannig tryggja hagsmuni þeirra, sem stóðu að ijárhagslegri endurskipulagningu þess. Við höf- um einnig talið það okkar hlutverk að kanna með öllum tiltækum ráð- um með hvaða hætti væri hægt að styrkja stöðu íslenzks skipasmíða- iðnaðar almennt. Þar sem það er ljóst, að ekki verður um mikil verk- efni fyrir íslenzka aðila að ræða næstu árin, fyrir utan þá stað- reynd, að íslenzkir útgerðarmenn hafi vanizt af því að leita til inn- lendra skipasmíðastöðva, höfum við því farið ótroðnar slóðir og leitað eftir skipasmíðaverkefnum erlendis. Hafa fulltrúar fyrirtækisins farið á eigin kostnað til Egyptalands og Sameinuðu furstadæmanna við Persaflóa og náð verulegum ár- angri í því að kynna getu og þekk- ingu íslendinga á þessu sviði. Eng- inn stuðningur íslenzkra stjómvalda né þeirra sjóða, sem eiga að beita sér fyrir því að efla íslenzkan iðnað og markaðsleit erlendis, hefur fengizt til þessa verkefnis. Togarar fyrir araba Arabaþjóðirnar, sem margar eiga yfír mjög auðugum fískimiðum að ráða, eru nú sem óðast að vakna til lífsins við að koma upp sjávarút- vegi, sem byggist á beztu fáanlegri tækni. Þannig eru mörg arabalönd að byggja upp mikinn og fullkominn flota hátæknitogskipa ásamt físk- vinnslufyrirtækjum á þessum árum. Fulltrúar araba hafa séð ástæðu til þess að eyða orðum á okkur íslend- inga í ljósi þess, sem sagt var hér að ofan um togarann Ottó N. Þor- láksson. Síðla sumars 1988 barst til okkar í Stálvík fyrirspurn frá útgerðarfyrirtæki í Dubai, sem ósk- aði eftir viðræðum um smíði 14 skuttogara. Fulltrúi fyrirtækisins kom hingað til lands skömmu fyrir jól og skrifaði undir samning um smíði 14 togara eftir teikningu af skuttogaranum Hólmadrangi, sem var smíðaður hjá Stálvík á sínum tíma. Þessi samningur er óvenju hag- stæður. Útborgun er mjög há og greiðslur frá kaupanda mjög vel tryggðar. Verð skipanna er mjög gott miðað við íslenzkar aðstæður og ekkert því til fyrirstöðu að smíða skipin á íslandi með hagnaði þrátt fyrir fastgengisstefnu og almenna óáran í iðnaði á íslaridi. í einfeldni minni hélt ég, að allir myndu hlaupa upp til handa og fóta til þess að ná þessu verkefni. Á einu bretti hefði verið hægt að skapa næg verkefni fyrir stærstu skipasmíðastöðvarnar, og ríkið og bankamir hefðu fengið skuldir sínar greiddar. Heil atvinnugrein, þ.e. málmiðnaðurinn á íslandi, er í húfi. Öllum virðist vera sama um það. Einnig þótt tugir manna verði at- vinnulausir. Aumingjaskapur æðstu ráðamanna er alger. Þar vísar hver á annan. Bankakerfið er endanlega komið yfír í vaxtaleikinn og má ekki vera að því að hugsa um ein- hvern atvinnurekstur, sem til að kóróna skömmina, gæti farið að hagnast. Það hefur ekki einu sinni áhuga á því að fá skuldir sinar greiddar og virðist vera sama þótt þær tapist algerlega. Norskar og ástralskar skipa- smíðastöðvar bíða nú eftir því, að íslendingar heykist á samningnum, og slást um að ná honum með stjórnvöld og bankakerfi viðkom- andi landa þétt að baki. Þær skynja svo fáránlegt sem það er, að íslend- ingar virðast ekki hafa áhuga á því að græða peninga í alþjóðlegum viðskiptum ef um eitthvað annað er að ræða en þorsk. Sömu aðilar í Dubai gerðu samninga við norska skipasmíðastöð um smíði 12 skut- togara þar. Sú stöð var orðin verk- efnalaus og allir starfsmenn hennar komnir á atvinnuleysisbætur frá 1. janúar sl. Samt tók það hana ekki nema 5 daga að útvega nauðsynleg- ar smíðaábyrgðir með aðstoð norska ríkisins og norskra banka. Fulltrúar Stálvíkur eru nú í Lon- don að reyna að fá smíðaábyrgðir gegnum enska banka. Það er auð- vitað erfitt, þar sem það virkar tor- tryggilegt, að engin aðstoð skuli koma frá íslandi. Hér er um einn stærsta útflutningssamning að ræða, sem nokkru sinni hefur verið gerður af hálfu íslenzks fyrirtækis eða upp á nærri 4,5 milljarða íslenzkra króna. Þeir ráðamenn, sem bera ábyrgð á því, að þessi samningur glatast, eru ekki með öllum mjalla. Það er eins og sagt var við andlát Eggerts Ólafssonar: íslands óhamingju verður allt að vopni. Aumingjaskapur æðstu ráðamanna er alger. Þar vísar hver á annan. Bankakerfið er endanlega komið yfir í vaxtaleikinn og má ekki vera að því að hugsa um einhvern atvinnurekstur, sem til að kóróna skömmina, gæti farið að hagnast. Það hefur ekki einu sinni áhuga á því að fá skuldir sínar greiddar. ÚTFLUTNINGS A OG MARKAÐSSKÓLI ÍSLANDS röRU- srjómm „Logistics" hefur verið skilgreind þannig: Öll stjórnunar-, tækni- og skipulagsvinna sem varðar leið vörunnar til fyrirtækja, innan þeirra og frá þeim. „Logistics" gæti þvíþýttVÖRUSTJÓRNUN. Vörustjórnun verður æ þýðingarmetri þáttur í starfi stjórnandans. Nægir að nefna þátt vörustjórnunar í markaðskerfum og sölumöguleikum fyrirtækjanna, vöruþróun, kostnað- armyndun í innkaupum, flutningum, birgðahaldi og framleiðslu. Einnig hönnun nýbygginga í verslun, iðnaði og vöru- dreifingu. Öll þessi atriði hafa umtalsverð áhrif á frammistöðu fyrirtækjanna á mörkuðum og eru því hluti af markmiðasetningu og áætlunargerð þeirra. Þátttakendur: Námskeiðið er ætlað stjórnendum í öllum verslunar- og framleiöslufyrirtækjum og opin- berum stofnunum þar sem flutningar, vörumeðhöndlun og birgðahald er hluti að starfseminni. Hnæa Leiðbelnandl: Thomas Möller, hagverkfræðingur. Á NÁMSKEIÐIÐ KEMUR REIN- AR LARSSON, FRÁINTERN- ATIONAL BUSINESS LOG- ISTICS í SVlÞJÓÐ OG KYNNIR NOTKUN HUGBÚNAÐAR VIÐ VÖRUSTJÓRNUN. TÍMIOG STAÐUR: 9.-10. mars kl. 13:00-17:00 íÁnanaustum 15. mb iBa Vestmannaeyjar: Bátaflotinn stækkar TVEIR bátar bættust í flota Eyja- manna fyrir skömmu. Bátarnir eru í eigu Sæhamars hf. sem er hlutafélag í eigu fimm útgerða í Eyjum. Bátarnir tveir, Sigurborg VE 121 og Guðrún VE 122, eru stálbátar sem verða gerðir út til tog- og netaveiða. Sigurborg sem er 224 lestir var smíðuð í Noregi árið 1966. Á síðasta ári voru gerðar miklar endurbætur á bátnum. Skipt var um allar innrétt- ingar og ný brú sett á hann, þannig að báturinn er nú sem nýr hið ytra sem innra. í bátnum eru öll nýjustu siglinga- og fiskleitartæki. Slápstjóri á Sigurborgu er Ómar Einarsson og er hann þegar farinn til togveiða á skipi sínu. Guðrún er 182 tonn, smíðuð í Noregi 1964. Nýju eigendurnir byij- uðu á því að láta byggja yfir bátinn og í vor er áformað að setja á hann nýja brú. Sveinn Valdimarsson er skipstjóri á Guðrúnu sem hefur nú þegar hafið netaveiðar. Grímur Sigurborg VE 121. Morgunblaðið/Sigurgeir Guðrún VE 122. KOSTABODA KRINGWN KBIMeNH Sfmi 689122 Bankastrœti Sími 13122. KRINGLUNNI - SIMI 689122

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.