Morgunblaðið - 05.03.1989, Page 12

Morgunblaðið - 05.03.1989, Page 12
12 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5. MARZ 1989 STJÓRNARSKRÁ LÝÐVELDISINS ÍSLAND 45ÁRA Hymingarsteinninn homreka stjómarskrána. Slíkar hugmyndir hafa átt sér talsmenn innan Al- þýðuflokks og Gunnar Schram telur slíkt koma fyllilega til greina. Hann telur tillögumar frá 1983 vera ítar- legar og vel unnar, en þjóðfund vera kjörinn vettvang fyrir lýðræð- islega umfjöllun þar sem nýjar hug- myndir kæmust inn í umræðuna. Flestir þeir sem rætt var við sögðu málið stranda einfaldlega á pólitískum vilja. Stjómarskrármálið væri ekki beint aðkallandi, en það útheimti mikla pólitíska vinnu og orku. Það væri ekki heldur í þágu neins eins flokks fremur en annars að koma því í höfn. Matthías Bjamason, formaður nefndarinnar, segir að starfíð sé ótrúlega seinfar- ið, en það komi meðal annars til af því að starf í stjómarskrámefnd er ekki aðalstarf nefndarmanna og þeir sérfræðingar sem nefndin þarf að Ieita til, svo sem við útreikninga á mismunandi kosningafyrirkomu- lagi, hafa líka yfírleitt nóg á sinni könnu og svör frá þeim því stundum nokkuð lengi að berast. Það sem einkum hefur verið rætt um á starfstíma þessarar nefndar em kosningalögin og er það mál hvergi nærri útrætt. Matthías segir þó að nefndin muni skila tillögum þess efnis í tæka tíð fyrir næstu kosning- ar, fari þær fram á tilsettum tíma, eftir tvö ár. Hann vildi sem minnst segja um hvaða hugmyndir væru helst ræddar í sambandi við kosn- ingalögin. Hann sagði að ekki væri búið að útiloka neitt, þó að ólíklegt væri að mjög róttækar breytingar, svo sem einmenningskjördæmi, yrðu ræddar á þessum vettvangi. Matthías hefur hreyft hugmyndum um að hluti þingmanna verði kosinn fyrir landið í heild og annar hluti eftir kjördæmum. Hann sagði að þessar hugmyndir hefðu fengið lítinn hljómgrunn á sínum tíma, en hann myndi ef til vill taka þær upp að nýju í stjómarskrámefnd. Skiptir stjórnarskráin ekkimáii? Stjómarskrá og orðalag hennar hefur ekki úrslitaáhrif á það hvem- ig þjóðfélagið er rekið í raun eða hve mikils frelsis og réttinda þegn- amir njóta. Bretar búa ekki við neina stjómarskrá, en sú sovéska þykir mjög ítarleg og vel samin. Fáir vesturlandabúar myndu þó telja lýðréttindum betur borgið í Sovétríkjunum en í Bretlandi. Bandaríska stjómarskráin er oftast nefnd sem dæmi um plagg sem skiptir máli, en þar í landi er líka hefð fyrir því að Hæstiréttur hnekki settum lögum þingsins með því að Iýsa þau andstæð stjómarskránni. Sigurður Líndal bendir á að hér á Iandi sé ekki hefð fyrir því að dóms- valdið taki fram fyrir hendumar á löggjafarvaldinu og skýringin sé að hluta til sú að hér ríki þingræði, en ekki í Bandaríkjunum, þar sem þrískipting ríkisvaldsins sé miklu gleggri en hér á landi. Setning nýrrar stjómarskrár er því ekkert lífshagsmunamál og hef- ur því lent á biðlista fyrir aftan „lausn efnahagsvandans" og önnur slík verkefni, sem stjómpiálamenn era eilíft að glíma við. Hins vegar má segja að íslenska þjóðin hafí í raun aldrei sest niður og hugsað það til botns hvemig þjóðskipulag og grandvallarlög hún vilji búa við. Vel kann að vera að stjómarskrá Kristjáns níunda sé fullgóð kjölfesta í íslensku þjóðarskútuna, en með nýrri stjómarskrá væri að minnsta kosti hægt að sníða af henni verstu vankantana og færa stjómskipun- ina í nútímalegra horf. En mönnum gefst þar einnig tækifæri til að íhuga grandvallarbreytingar, sem ekki hefur hingað til unnist tími til að ræða vegna „tímahraks". Hug- myndin um sérstakan þjóðfund þar sem fulltrúar mismunandi hug- mynda yrðu kjömir til er allrar at- hygli verð. Þar gæfíst þjóðinni kost- ur á að segja hug sinn með beinni og lýðræðislegri hætti en með Al- þingiskosningum og gæti því fengið ástæðu til að lesa stjómarskrána, sem fæstir virðast hafa gert. Miðað við ganginn á endurskoðun stjóm- arskrárinnar hingað til hefur þjóðin nægan tíma til að lesa. Sjá einnig Lögfræði/lOc SUMARBÚSTAÐUR ÓSKAST Sumarbústaður á fallegum stað óskast til kaups. Æskileg stærð 50-70 fm, helst með svefnlofti og land a.m.k. 1 ha. Staösetning í innan við tveggja tíma keyrslu frá Reykjavík. Há útborgun f boði. Lysthafendur leggi nöfn sin og símanúmer inn á auglýsingadeild Mbl. merkt: „B - 9728“. Algjörum trúnaði heitið. FÉLAG RÁÐGJAFAR- VERKFRÆÐINGA KYNNINGA RNEFND VERKFRÆÐINGAFÉLAG ÍSLANDS KYNNINGARNEFND RADSTEFNA UM EFTIRLIT j BYGGINGARIDNADI Föstudagur 10. mars 1989 Hótel Holiday Inn Dagskrá: 12.45 Skráning ráðstefnugesta Afhending ráðstefnugagna I 13.15 Setning ráðstefnunnar Pétur Stefánsson verkfr., formaður FRV 13.25 Ávarp Jóhanna Sigurðardóttir, félagsmálaráðherra 13.35 Eftirlit í byggingariðnaði - inngangserindi Gunnar Torfason, ráðgjafarverkfræðingur 13.50 Hönnunareftirlit - hönnuðir/verkkaupi/yfirvöld Gunnar Sigurðsson, byggingarfulltrúi 14.20 Framleiðslueftirlit - framleiðandi/kaupandi/yfirvöld Einar Einarsson verkfr., BM Vallá 14.40 Eftirlit á byggingarstað - verktaki/óháður aðili Stanley Pálsson, ráðgjafarverkfræðingur 15.10 KAFFIVEITINGAR 15.40 Eftirlit á byggingarstað - hönnuðir/yfirvöld Þorkell Erlingsson, ráðgjafarverkfræðingur 16.10 Eftirlit frá sjónarhóli verktaka - óháður aðili/hönnuðir Páll Sigurjónsson, forstjóri ÍSTAKS 16.40 Eftirlit frá sjónarhóli verkkaupa - óháður aðili/hönnuðir Þórður Þorbjarnarson, borgarverkfræðingur 17.20 Viðhaidseftirlit - hönnuðir/eigendur/yfirvöld Ríkharður Kristjánsson, ráðgjafarverkfræðingur 17.50 Samantekt niðurstaða - eftirlit í byggingariðnaði Pétur Stefánsson, ráðgjafarverkfræðingur 18.10 Ráðstefnuslit Tryggvi Sigurbjarnarson, ráðgjafarverkfræðingur Eftirlit í byggingariðnaði hefur verið mikið til umræðu að undanförnu og verður nú fjallað um það frá faglegu sjónarmiði. Tilgangur ráð- stefnunnar er að fá fram sem flest sjónarhorn í stuttum, hnitmiðuðum erindum. Áhugaaðilar eru hvattirtil að fjölmenna og tilkynna þátttöku til skrifstofu Verkfræðingafélags íslands, í síma 688511 fyrir þriðjudagskvöld 7. mars. Þátttökugjald er kr. 3.500,- og eru innifalin ráðstefnugögn og veitingar. Ráðstefnustjórar: Gunnar Torfason og Tryggvi Sigurbjarnarson. 7. MARS: 10. MARS: Þátttökutilkynningar. Ráðstefna. || > Kringlunni (2 hæð) m ídag kl.14.00 i n jQTgitnli ií> Metsölublað á hveijum degi!

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.