Morgunblaðið - 05.03.1989, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 05.03.1989, Blaðsíða 17
MjjRflUNPLAÐIÐ SUNNUDAGUR .5. MARZ 19g9 17 ELÍN REIMER Nánast sígilt yerk Það var mjög gaman að vera með í Matador þáttunum ekki síst þar sem þeir þóttu vel heppnaðir og þeim var vel tekið, segir Elin Reimer sem fer með hlutverk Láru ráðskonu eða bryta i þáttunum. - Við getum ekki síst þakkað það leikstjóranuin, Erik Balling, sem er mjög hæfiir og honum tókst að skapa þessa skemmtilegu og góðu stemmningu í þáttunum og allri vinnunni kringum þá bæði með hlut sínum í handritagerðinni og leikstjóminni sjálfri. Upphaflega átti hlutverk Láru ekki að vera svona viðamikið en það þróaðist fljótlega þannig. Annað hvort stóð ég mig svona vel eða menn vildu bara gera meira úr henni! í fyrstunni voru teknir upp sex þættir og þeir sýndir hálfu ári seinna. Fljótlega komu vinsældir þáttanna í ljós og ákveðið var að taka upp aðra sex þátta syrpu og síðan var þriðju og fjórðu syrpunni bætt við. Matador var því alls ekki skrifað- ur i upphafi sem 24 þættir heldur var bætt við eftir því sem menn töldu óhætt vegna vinsældanna. Þetta er eiginlega orðið sígilt verk. Það er búið að sýna þættina tvisvar í danska sjónvarpinu og það er talað um að það verði gert á nokkurra ára fresti hér eftir. Auk þess sem þættimir eru skemmtilegir eru þeir líka fróðleg- ir og þarna geta bömin kynnst á líflegan hátt lífi fyrri kynslóða sem er ekki svo lítils virði í dag. Svo þú hefur ekki séð eftir að vera með? -Nei það er öðru nær. Þama vann saman stór hópur ungra sem eldri leikara og mér er óhætt að fullyrða að öll höfðum við gaman af þessu verkefni. En það var vissulega erfitt. Mest af upptök- unum fór fram hjá Nordisk Film héma við Mosedalsvejen en einnig í Köge og Holte, til dæmis þegar þurfti að taka upp í kirkjum. Við höfðum okkur þá til fyrst, fómm í búninga og vomm sminkuð en síðan var ekið á staðinn og tekið upp og ekið heim aftur, kannski undir miðnætti. Þetta urðu því oft æði langir dagar hjá okkur. Elin Reimer er sem fyrr gegir gamalreynd leikkona og hefur tekið þátt í margs konar og ólíkum sýningum. Hún starfaði um ára- bil í Arósum; síðustu árin hefur hún starfað við konunglega leik- húsið í Kaupmannahöfn en hættir þar í vor: -Já, er nú svo gömul að ég lék til dæmis með Bodil Ipsen og Clöru Pontoppidan í þá daga. Ég hef sennilega leikið í flestum teg- undum leikverka, revíum og söng- leikjum, gamanleikjum og harm- leikjum og trúlega bæði merkileg- um og ómerkilegum verkum.-Eg söng í Sumar í Týról og Kátu ekkjunni, hef lesið inn á teikni- myndir, leikið í sjónvarpsleikritum og meðal annars hangandi í krana yfir höfninni. Þá hef ég talsvert gert af því að lesa í útvarp og haft mikla ánægju af því og hef lesið eina af bókum Laxness í útvarpið og var með í útvarpsleik- ritum í gamla daga áður en farið var að taka þau upp. Annars höfum við nokkrar Elin Reimer: Las eitt af verk- um Laxness í danskaútvarp- ið... áhyggjur af dönsku leikhúslífi um þessar mundir eða dönsku menn- ingarlífí yfirleitt. Stjómmála- mennirnir segja að nú verði að skera niður framlög til menning- armála og þeir verða víst að ráða því en þar fara þeir út á hálan ís. Þetta kemur niður á öllum þátt- um, hjá leikhúsum, leiknum verk- um í útvarpi og sjónvarpi og upp- lestri. Nú á alls staðar að spara. Það verður því langt í það að önnur eins þáttaröð og Matador verður framleidd í Danmörku en það var hægt hér fyrr á árum þegar peningarnir voru til. Hér í konunglega leikhúsinu finnst okkur til dæmis starfa of fáir leikarar - við erum nú 32 meðan þeir eru 90 hjá Dramaten í Stokkhólmi. Það er því oft mikið álag á okkur og nú er ég til dæm- is að æfa í fimmta leikritinu í vetur sem frumsýnt verður 13. apríl. Það er verk eftir Neil Simon sem heitir Broadway Bound og fyrr í vetur varð ég að hlaupa í skarðið og bæta á mig einu hlut- verki. Núna eru aðeins 5 leikarar á æviráðningarsamningi en langf- lestir eru nú ráðnir til árs í senn sem þó framlengist oft. Þetta þýðir mikið gegnumstreymi - gegnumtrekk eins og við segjum. Ég hef ákveðið að framlengja ekki ráðningu minni hér í vor og hverfa heldur að öðru. Út í óvissuna Hefurðu þegar fengið ákveðin verkefni? -Nei, ég geri mér grein fyrir því að þetta er dálítið stórt stökk að hætta hér og fara út í óviss- una. Hins vegar þykist ég svo reynd að einhver hljóti að geta útvegað mér hlutverk. Og þó ég sé að fara héðan myndi ég alveg geta hugsað mér að taka eitt og eitt hlutverk en ég vil gjarnan prófa að vera svolítið á ferðinni annars staðar. Og þú ætlar ekki að leika aðra Láru? -Nei, ég ætla ekki að festast við Láru þó að hún sé ágæt. Sum- ir voru famir að halda að ég væri mjög fær að elda mat! Ég get hins vegar upplýst að þar er allt mjög einfalt í sniðum hjá mér enda bý ég ein. Það er náttúrlega helsti gallinn við að vera með í vinsælum sjónvarpsþáttum að menn festi rulluna við leikarann. Þess vegna væri ég til dæmis al- veg til í að leika næst í sakamála- mynd. Ætli ég væri ekki ágæt sem Miss Marple? Þeirhöfðu ýmislegt saman að sælda í Matador Buckhöj og svínabóndinn Buster Larsen. Morgunblaðið/Jóhannes Tómasson Jörgen Buckhöj er nú leikhússtjóri Amager Scenen en lætur af því starfi á næsta sumri. Amager Scenen er gamanleikhús eins og grímurnar, merki leikhússins, gefa til kynna. ingamálum og þar var hugur hans allur en hann átti hins vegar í meiri erfiðleikum með sig í einkalífinu eins og þið hafíð eflaust kynnst. Annars veit ég ekki hvað þið eruð komin langt í þáttunum svo það er best að fara ekkert nánar út í það. Margur sér sjálfan sig En hvaða skýringu hefur hann á vinsældum Matador í Danmörku og víðar? -Þetta er allt öðruvísi efni en áður hefur verið boðið upp á í svona þáttaröð í sjónvarpi. Þarna situr öll fjölskyldan saman og horfir. Þeir eldri geta kannski lifað sig inn í gamla tíma sem þeir þekkja svo vel og yngri kynslóðin kynnist lífinu frá þessum tíma. Það er ekki mikið um að ungir sem aldnir geti notið sjón- varpsefnis saman á þennan hátt. Það eru framleiddir unglingaþættir með tilheyrandi hávaða sem ekki hentar öðrum kynslóðum, það eru framleiddar þáttaraðir fyrir þá full- orðnu sem unglingunum leiðast og svo framvegis. Landið okkar er lítið og kannski sér margur maðurinn sjálfan sig eða aðra sem hann þekk- ir í sporum einhverra persónanna í Korsbæk. Og þetta gildir ekki bara um Dani - þetta fólk er áreiðanlega líka til í Norður Noregi, íslandi eða Bretlandi. Nú svo eru þættirnir auðvitað vandaðir og með hæfum leikurum og stjórnendum! Jörgen Buckhöj segir að leikar- arnir hafi allir orðið vel þekktir í Danmörku með þessum þáttum, ekki síst þeir yngri sem hafi verið minna þekktir en gömlu fésin eins og hann orðaði það sem flestir þekktu. En í þessu sambandi hafði hann líka sögu að segja frá London: -Ég hafði verið í Pálskirkjunni og stóð á stéttinni fyrir utan og rétt hjá var hópur af stúlkum frá Ástralíu eða Kanada að því er mér heyrðist á málfari þeirra. Þegar þær sáu mig fóru þær strax að pískra og benda á mig og ég þóttist þar með vita að þær sáu þama Skjem kaupmann lifandi kominn. Enda veit ég til þess að Matador syrpan hefur verið sýnd víðar en á Norðurl- öndum og nú síðast var hún seld til Ítalíu. Að lokum er Jörgen Buckhöj spurður hvort vinsældir Matador hafi fest hann í hlutverki Skjerns. -Ekki tiltakanlega að ég held. Hins vegar veit fólk áreiðanlega miklu meira um Mads Skjem og þekkir hann betur en Jörgen Buck- höj. Auðvitað er alltaf hætta á því að leikarar festi sig í ákveðnum rullum eða á ákveðnum sviðum en ég vil reyna að koma sem víðast við. Þess vegna hef ég stundum verið með í auglýsingamyndum sem sumir leikarar líta ekki við. Ég var meira að segja í Noregi fyrir nokkm þar sem verið var að opna ein- hveija verslunarmiðstöð og var not- aður sem aðdráttarafl fyrir fólk. Ég veit hins vegar ekki hvor lék þar stærra hlutverk Skjern eða Buckhöj. Hvað er svona skemmtilegt við það að horfa á Matador? eftir Arnald Indriðason Lítið og skemmtilegt bæjarfélag í Danmörku hefur fylgt okkur í gegnum langan og strangan vetur og létt okkur lund. Það er Korsbæk í þáttunum Matador, sem ríkissjónvarpið hefiir verið að sýnaá sunnudagskvöldum. Þeir, sem fylgst hafa með frá byijun, mega ekki missa af neinu.Jþið hin skulið hoppa um borð. Atta langir þættir eru eftir. Að greina einhverja dýpt undir yfirborði þessarar ellefu ára gömlu sápuóperu virðist manni eins vonlaust og að senda Sue Ellen í áfengismeðferð. í þeim má finna oft meinhæðna lýsingu á smábæjar- pólitík þar sem allir þekkja alla en listrænt gildi þeirra er sáralítið; Matador átti aldrei að vera sögulegt meistarastykki í ætt við t.d. Heimat. En það er líka erfitt að bendla þættina við hreinar sápuóperur eins og við þekkjum þær af Dallas og Dynasty. Það er a.m.k. mikill mun- ur á sápu frá Danmörku og Tex- assápu. Matador freyðir tiltölulega lítið, oft er ekki svo galin kald- hæðni og ekki svo lítill húmor í dönsku sápunni og.það er talsvert manneskjulegra og meira ekta fólk- ið í henni miðað við postulínsstytt- umar í sápunum fyrir vestan. Stundum rambar Matador jafnvel á barmi farsans sem birtist t.d. í lýs- ingu á heimilishaidi Varnæs banka- stjóra þar sem bankastjórafrúin, ofurviðkvæm kona á hraðri leið inní taugaáfall, er oft hreinasta skrípa- mynd og húshaldið er í mestu óreiðu undir stjóm matráðskonunnar Láru því engin almennileg vinnukona fæst á heimilið! Aðrar persónur eins og Schwann heitinn em grátbros- legar á meðan sumar eins og hróið hún Möghe gamla em hreinir brandarar. Matador getur líka virkað eins og skopstæling á sápum. Þættimir em um fjölskyldur og frásögnin byggist á hefðbundnum klippingum á milli hinna ólíku heimila; hvert þeirra fær svo og svo mikinn tíma í einu. En Matador er líka um harð- an heim kaupsýslunnar nema hin viðsjárverðu olíuviðskipti fyrir vest- an breytast í harkalega baráttu um dömubúðaveldið þegar kemur til Korsbæk. Þættirnir gerast á fjórða og fimmta áratugnum og standa í rauninni nær gömlum breskum þáttum eins og Húsbændum og hjú- um en nútíma sápuóperum. Matad- or gerist á tveimur sviðum; á meðal smábæjaraðalsins og hjúanna og það er í ýmsu smávægilegu í sam- skiptunum þama á milli og ekki síst innan smábæjaraðalsins, form- legheitum í ávörpum, sýndar- mennsku „fínu“ frúnna, hneykslun- arröddum og slúðri, hræsni og bak- nagi, framreitt með ljúfri og þægi- legri danskri kímni {leikstjórn Erik Ballings, sem gefur Matador sinn aðalaðandi svip og vinsældir hér á landi. Það eru engar hetjur í Kors- bæk en enginn er verulega vondur heldur. Balling er leikstjóri af gamla skólanum og hefur víða komið við. Hann tengist íslenskri kvikmynda- sögu frá því hann leikstýrði 79 af stöðinni á öndverðum sjöunda ára- tugnum, hann hélt uppi hinu fræga Olsen-gengi í Danmörku og það síðasta sem við sáum frá honum í bíó var Midt om natten með Kim Larsen. Matador er rós í hnappagat hans.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.