Morgunblaðið - 05.03.1989, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 05.03.1989, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5. MARZ 1989 29 tilkynningar Viðtalsfundur með skóla- stjórum, kennurum og foreldrum Kennarar og foreldrar barna í Brautar-, Breið- holts-, Fella-, Hólabrekku-, Selja- og Öldu- selsskóla: Munið fund menntamálaráðherra, Svavars Gestssonar og starfsfólks ráðuneyt- isins í Seljaskóla, íþróttahúsinu, þriðjudaginn 7. mars kl. 20.30. Þar verður skýrt frá því helsta sem á döfinni er í uppeldis- og menntamálum. Hér er tækifæti til að koma hugmyndum sínum í þeim efnum á framfæri og bera fram fyrirspurnir. Skólamál eru mál allra. Menntamálaráðuneytið. Auglýsing um deili - skipulag á Akranesi - íþróttavallarsvæði Skv. ákvörðun Skipulagsstjórnar ríkisins, með vísan til 17. og 18. gr. skipulagslaga nr. 19/1964, er lýst eftir athugasemdum við tillögu að deiliskipulagi af íþróttavallarsvæði, Akranesi. Svæðið afmarkast af Innnesvegi að norðanverðu, lóð dvalarheimilisins Höfða að austanverðu, Langasandi að sunnanverðu og lóðum við Jaðarsbraut og Garðabraut að vestanverðu. Teikningar, ásamt greinargerð og skilmálum, liggja frammi á tæknideild Akraneskaupstað- ar, Kirkjubraut 28, 2. hæð, frá og með mánu- deginum 6. mars 1989 til föstudagsins 5. maí 1989. Athugasemdir ef einhverjar eru skulu vera skriflegar og berast bæjartæknifræðingi Akraneskaupstaðar fyrir 12. maí 1989. Þeir sem ekki gera athugasemdir við tillög- una innan tiltekins frests teljast samþykkja hana. Bæjartæknifræðingur. ÞAÐ ER OÞARFI AÐ SKJALFA ÞOTT HANN BLASI KOLDU Hita- og kæliblásararnir frá Blikksmiðjunni eru löngu landsþekktir fyrir gæði og afköst. Þeir eru sérstaklega hannaðir fyrir íslenskt vatn sem tryggir þeim hámarks endingu. Ef þú þarft að hita eða kæla bílskúrinn, tölvuherbergið, verkstæðið, vinnusalinn, húsbygginguna eða kæliklefann þá höfum við lausnina. Hafðu samband og við veitum fúslega allar nánari upplýsingar um verð og tæknileg atriði. BUKKSMIÐJAN Allir hita- og kæliblásararnir eru gæðaprófaðir af sérfræðingi Blikksmiðjunnar í hita- og kælitækni. SMIÐSHOFÐA 9 112 REYKJAVlK SlMI 685699 Tilboð óskast í frystitæki með innbyggðri vél ásamt plötum. Vélin er af gerðinni KBHU-6A frá Kvæmer Kulde A/S og gerð fyrir plötu- stærð 112x138x3,2 cm. Vélin er frá árinu 1985 og í góðu ásigkomulagi og kostar ný um kr. 3.200.000,- Vélin er til sýnis í Áhaldahúsi Akraneskaupstaðar, Ægisbraut 1-7, virka daga frá kl. 10-12 og 13-15. Þeir sem kynnu að hafa áhuga á kaupum á vélinni er bent á að senda inn tilboð til bæjarstjórans á Akranesi, Kirkjubraut 28 fyrir 8. mars nk., en auk þess veitir innheimtustjóri nánari upplýs- ingar í síma 93-11211. Bæjarstjórinn á Akranesi. Stjórnunarfélag íslands Ánanáustum 15 • Sími: 6210 66 TOLLSKJOL OG VERÐ- ÚTREIKNINGAR Hæfni í útreikningum og gerð tollskjala er afar mikil- væg öllum fyrirtækjum sem stunda innflutning að ein- hverju ráði. Efni: • Grundvallaratriði tollflokkunar. • Helstu reglur við verðútreikninga. • Meginþættir laga og reglugerða. Leiðbeinandi: Karl Garðarsson, viðskiptafræðingur. Tími og staður: 13.-15. mars kl. 9.00-12.00 í Ánanaustum 15. Athugiðl VR og starfsmenntunarsjóður BSRB styrkja félags- menn sína til þátttöku í námskeiðum SF(.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.