Morgunblaðið - 05.03.1989, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 05.03.1989, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5. MARZ 1989 11 Bjami Benediktsson Gunnar Thoroddsen Hannibal Valdimarsson Matthías Bjamason. Formenn stjómarskrámefnda Þó að endurskoðun stjórnarskráinnar hafi gengið hægt hefur starf nefndanna þó borið þann ávöxt að fyrir liggja tillögur um stjórnarskrárbreytingar frá 1983, sem einn viðmælandi blaðsins kallaði „eitthvert best varðveitta leyndarmál á íslandi“. eim sem ekki hafa lesið stjórnarskrána má virða það til vorkunnar að varla er hægt að segja að hún sé skemmtilegt plagg. Nútímamanni virðast sumar greinar hennar vera heldur smá- smugulegar, svo sem þessi kafli úr 20. grein: „Forseti getur flutt emb- ættismenn úr einu embætti í ann- að, enda missi þeir einskis í af embættistekjum sínum og sé þeim veittur kostur á að kjósa um emb- ættaskiptin eða lausn frá embætti með lögmætum eftirlaunum eða lögmætum ellistyrk." Varla verður sagt að þessi klausa sé kjarnyrt lýsing á grundvallaratriðum þjóð- félagsskipunarinnar, en flestar greinar stjórnarskrárinnar eru held- ur stílhreinni. Mannréttindi af skornum skammti Stjómarskráin er 81 grein og nær 200 setningar. Þar af fjalla um þrír fjórðu um skipulag forseta- embættisins, Alþingis, dómstóla og annara aðila löggjafar-, fram- kvæmda- og dómsvaldsins. Einnig er kveðið á um slík mannréttindi sem trúfrelsi, atvinnufrelsi, prent- frelsi, friðhelgi heimilisins og eign- arréttarins og réttinn til fræðslu og framfærslu. Gaukur Jörundsson, umboðsmaður Alþingis, telur þó að íslenska stjórnarskráin gangi ekki eins langt í að tryggja mannréttindi og Mannréttindasáttmáli Samein- uðu þjóðanna og fleiri sáttmálar sem Island er aðili að. Þannig er til dæmis ákvæði um prentfrelsi, en ekki almennt um tjáningarfrelsi og ákvæði um trúfrelsi, félagafrelsi og friðhelgi heimilisins telur Gaukur ófullkomin og takmarka vald lög- gjafans lítið. Gaukur hefur ritað forsætisráðherra bréf þar sem hann vekur athygli á þessu og nefndu margir viðmælendur það bréf sem dæmi um nauðsyn þess að endur- skoða stjórnarskrána. Flestir eru sammála um að end- urskoðun stjómarskrárinnar hafi dregist úr hömlu. Lýðveldisstjómar- skráin var soðin saman í tímahraki úr plagginu sem Kristján níundi afhenti Islendingum upp á sitt ein- dæmi árið 1874 og telur Gunnar G. Schram að um 90% stjómar- skrárinnar sé þaðan ættaður. Skömmu eftir lýðveldisstofnun hóf nefnd undir forystu Bjarna Bene- diktssonar starf við endurskoðun stjórnarskrárinnar. Nokkurt hlé varð síðan á því þar til ný stjórnar- skrámefnd undir formennsku Hannibals Valdimarssonar var sett á laggirnar árið 1972. Árið 1978 tók Gunnar Thoroddsen við for- mennsku og eftir að hún skilaði áliti árið 1983 hefur Matthías Bjarnason verið formaður stjórnar- skrárnefndar. Hann segir að mikið starf sé óunnið og treystir sér ekki til að spá um hvenær nefndin skili af sér. Aðspurður segir hann þó að ný kosningalög eigi að liggja á börð- inu fyrir næstu kosningar og telur fráleitt annað en að íslendingar muni hafa eignast nýja stjórnarskrá fyrir aldamót. Gunnar G. Schram, sem var ráð- gjafi nefndarinnar undir for- mennsku Gunnars Thoroddsens og situr þar nú sem fulltrúi Sjálfstæð- isflokksins, segir það vera mikinn misskilning ef menn haldi að starf- ið hingað til hafi engan árangur borið. í raun og vem liggi fyrir fullmótaðar og ítarlegar tillögur um breytingar á stjórnarskránni frá árinu 1983, sem vom lagðar fram í skýrsluformi og kynntar þingi og þjóð í frumvarpi sem Gunnar Thor- oddsen, þáverandi forsætisráðherra og formaður nefndarinnar lagði fyrir Alþingi. Gunnar Schram segir að nefndarmenn hafi í stórum drátt- um verið sammála um þessar tillög- ur þó að sumir, einkum fulltrúar Alþýðubandalagsins, hafi viljað bæta fleiri ákvæðum við. Hins veg- ar hefðu þær ríkisstjórnir sem síðan hefðu setið því miður ekki komið málinu í höfn, en vilji menn reka af sér slyðruorðið liggi þessar tillög- ur fyrir nú þegar. Tæknilega séð ætti ekkert að vera því til fyrirstöðu að Alþingi samþykkti nýja stjómar- skrá fyrir næstu kosningar. Álþingi þyrfti síðan að samþykkja stjómar- skrána aftur eftir kosningar og ef ríkisstjórnin situr út kjörtímabilið ætti ný stjómarskrá að geta tekið gildi innan þriggja ára. Kjósendur geti krafíst þjóðaratkvæðagreiðslu I hveiju eru þessar breytingatil- lögur frá 1983 fólgnar? Nefndin gerði skrá um helstu nýmæli í 25 liðum og skulu nokkur þeirra talin upp hér: . ► Ríkisstjórn skal aðeins mynduð að því tilskyldu að forseti hafi geng- ið úr skugga um að meiri hluti þings styðji hana eða veiti hlutleysi. ► Forseta er heimilt að mynda ríkisstjórn hafi stjómarmyndunar- viðræður ekki borið árangur innan átta vikna. ► Alþingi starfi í einni málstofu í stað tveggja deilda. *■ Heimild til setningar bráðbirgða- laga er þrengd ► Ný ákvæði um mannréttindi era tekin inn, svo sem um skoðana- frelsi og önnur gerð ítarlegri, svo sem um friðhelgi heimilisins og rétt manna við handtöku og frelsissvipt- ingu. ► Náttúraauðlindir landsins era lýstar ævarandi eign íslendinga og auðlindir hafs og hafsbotns innan Hefiirþú lesið stjórnar- skrána? Rúmlega tveir af hveijum i þremur sem spurðir vora | spurningarinnar:.„Hefur þú les- ið stjórnarskrána?" svöraðu henni neitandi - 68% nákvæm- lega. Minnið svíkur hins vegar flesta þá sem segjast hafa lesið plaggið. Aðeins tveir af fimmtíu gátu farið með fyrstu grein stjórnarskrárinnar orðrétt, en tveir aðrir vissu að í greininni stendur „ísland er lýðveldi". Það sem á vantar er „með þing- bundinni stjórn". Rúmlega 90% segjast hins vegar ekki vita hvemig þessi grein hljóðar. Fólk er mjög sannfært um að stjórnarskráin tryggi málfrelsi. 84% manna telja að svo sé, en aðeins 4% ekki (12% merktu við reitinn „veit ekki“). í stjórn- arskránni er hins vegar ekkert almennt ákvæði um málfrelsi eða tjáningarfrelsi, þó að fáir myndu líklega neita því að málfrelsi ríki í reynd á Islandi. Menn era ekki alveg jafn sann- færðir um að prentfrelsi sé stjórnarskrártryggt. 18% telja að svo sé ekki, en 70% telja réttilega að svo sé. í 72. grein stjórnarskrárinnar segir: „Hver maður á rétt á að láta í ljós hugsanir sínar á prenti; þó verður hann að ábyrgjast þær fyrir dómi. Ritskoðun og aðrar tálmanir fyrir prentfrelsi má aldrei í lög leiða.“ Athugun Morgunblaðsins fór þannig fram að fimmtíu manns á förnum vegj vora beðnir um að merkja við fjórar spuming- ar. Var fólki einniggefinn kost- ur á að koma með tillögur um • breytingar, en aðeins ein bein tillaga kom fram: „Að gera Vigdísi að drottningu með formlegum hætti". Það getur þó vart talist undarlegt að menn hafi ekki tillögur um stjórnarskrárbreytingar á hrað- bergi, þegar þess er gætt að það hefur tekið stjórnmála- menn og lögspekinga áratugi að koma fram með slíkar tillög- ur. íslenskrar lögsögu lýstar þjóðar- eign. ► Ákvæði eru um beint lýðræði. Fjórðungur alþingiskjósenda getur farið fram á ráðgefandi þjóðarat- kvæðagreiðslu og tekið er fram að íbúar sveitarfélaga geti óskað eftir atkvæðagreiðslu um sín mál. Ekki var alveg fullt samkomulag um þessar tillögur; þannig vildu fulltrúar Alþýðuflokks og Alþýðu- bandalags greiða „sanngjamt" verð fyrir eignarnám en ekki „fullt" verð, eins og meirihluti nefndarinnar vildi taka upp orðrétt eftir núverandi stjómarskrá. Þá lögðu fulltrúar Alþýðuflokks til nokkra viðauka, sem ekki hlutu náð fyrir augum allrar nefndarinnar, en fulltrúar Alþýðubandalags vora þó mun stór- tækari í þeim efnum. Ragnar Am- alds, alþingismaður og annar full- trúi Alþýðubandalags, segir að ástæða þessa sé að hluta til sú að Alþýðubandalagið hafi jallað mjög ítarlega um stjómarskrármálið og lagt fram nákvæmar tillögur. Meðal tillagna Alþýðubandalagsins era ákvæði um vinnustaðalýðræði, rétt tií vinnu, friðlýsingu íslands og Flestir töldu stjómarskrána mik- ilvæga réttarbót en mönnum varð strax starsýnt á galla hennar. Það fór í taugar íslendinga að hún var valdboðin af konungi og í henni var vísað til stöðulaganna frá 1871. Framkvæmdavaldið í höndum ís- landsráðgjafa í Kaupmannahöfn og landshöfðingja í Reykjavík og ekki háð Alþingi. Konungur hafði synj- unarvald gagnvart lagasetningu Alþingis, í sameiginlegum málum Danmerkur og íslands réð danska ríkisþingið og æðsta dómsvald var í Danmörku. Það er eftirtektarvert hve íslend- ingum era „þjóðréttindi" og „þjóð- frelsi“ hugstæð en aftur á móti virð- ast almenn mannréttindi og per- sónufrelsi skipta minna máli, annað hvort era þau talin sjálfgefin eða nýtast helst til að beijast fyrir þjóð- réttindunum. Fljótlega hófst barátta fyrir end- urskoðun stjómarskrárinnar og frá og með árinu 1881 var „stjómlaga- þrefið" mál málanna. Barist var fyrir 'íslensku framkvæmdavaldi, jarli eða íslenskum ráðherra. Næstu tvo áratugi var tekist á af miklum krafti, m.a. komu fram svonefnd miðlun 1889 og Valtýska 1895. 1902-1903 voru loks gerðar stjórnarskrárbreytingar. Island fékk heimastjórn með innlendum ráðherra ábyrgum fyrir Alþingi. En sá galli var á, að ráðherrann skyldi bera íslensk mál fyrir konung í ríkisráði Dana. „Ríkisráðsákyæðið" var eitur í beinum margra'íslend- inga. Deilur við Dani héldu áfram. 1915 var ríkisráðsákvæðið fellt út úr stjórnarskránni. Einnig var heimilað að ráðherrar mættu vera fleiri en einn. Konungskjör var af- numið og kosningaréttur var rýmk- aður, t.d. fengu konur og vinnuhjú kosningarétt — þó með takmörkun- um. Með sambandslögunum 1918 öðlaðist ísland fullveldi og því fylgdu breytingar á stjórnarskránni sem tók gildi 18. mars 1920. Gerð- ar vora breytingar varðandi kjör- dæmaskipan 1932-33 og 1942. Við lýðveldisstofnunina voru aðeins gerðar nauðsynlegustu breytingar. Lýðveldi tók við af konungsdæmi og forseti kom í konungs stað. Stjórnarskráin 1944 var hugsuð til bráðabirgða en hún hefur reynst endingarbetri en menn ætluðu. Á henni hafa ekki verið gerðar aðrar breytingar en þær sem varða kosn- ingar og kosningaskipan. Það er mál margra að bráða- birgðastjómarskráin frá 1944 sé að veralegu leyti „frelsisskráin" frá 1874. Að vissu marki má það til sanns vegar færa. Stjómarskránni hefur samt nokkram sinnum verið breytt eftir því sem aðstæður kröfð- ust og henta þótti. E.t.v. má segja að breytingamar hafi verið þrenns konar. í fyrsta lagi breytingar sem vörðuðu stöðu Islands og Dan- merkur. í öðra lagi breytingar í frjálsræðisátt, einkum varðandi rýmkun kosningaréttar og að lokum breytingar varðandi kosningafyrir- komulag og kjördæmaskipan. bann við geymslu gjöreyðingar- vopna, einkarétt íslenskra aðila á eignarhaldi á fasteignum og náttú- rauðæfum, og jafnt kaup kvenna og karla fyrir sambærilega vinnu. Ragnar hefur síðan sjálfur hreyft hugmyndum um breytt kosningalög í átt til aukins persónukjörs og lagði reyndar fram frumvarp þess efnis í nóvember árið 1987. Þarf breytt vinnubrögð Aðeins fulltrúar fjórflokkanna áttu fulltrúa í nefnd þeirri sem Gunnar Thoroddsen veitti for- mennsku, en síðan hafa bæst í nefndina fulltrúar Kvennalista og Borgaraflokks. Sigríður Dúna Kristmundsdóttir, fulltrúi Kvenna- listans segir að kvennalistakonur taki afstöðu til einstakra mála eftir því sem þau komi upp í nefndinni, en þær leggi ekki fram ítarlegar tillögur á meðan ekki era nein teikn á lofti um að hraða eigi störfum nefndarinnar. Stjómarskrárnefndin haldi málinu vakandi, en það þurfi allt öðravísi vinnubrögð en nú eru viðhöfð ef ljúka eigi málinu sem fyrst. Aðspurð segist Sigríður Dúna vera efins um að það eigi að lög- binda jafnrétti kvenna og karla í stjórnarskrá, vegna þess að það gæti komið í veg fyrir ,jákvæða mismunun“ til að rétta hlut kvenna og því gæti slíkt ákvæði í raun þýtt að núverandi misrétti yrði fest í sessi. Gagnrýnendur tillagnanna frá 1983 telja að þær boði sáralitlar raunveralegar breytingar en snúist frekar um bætt orðalag eða merk- ingarlaust snakk um sjálfsagða hluti. Til dæmis era ábyggilega fáir ósammála 80. grein hinnar fyrir- huguðu stjórnarskrár, þar sem seg- ir: „Vernda skal náttúru landsins og auðlindir þess svo ekki spillist líf eða land að nauðsynjalausu." Hitt gæti verið meiri vandi að túlka orðin „að nauðsynjalausu“. Eru stjórnmálamenn óhæfír til að breyta slj órnarskránni? Gagnrýni á efni breytingartil- lagnanna frá ’83 er margvísleg, en sjálf nefndarskipunin og aðferðin við breytingarnar er einnig gagn- rýnd. Sigurður Líndal, prófessor í lögfræði við Háskóla íslands, segist ekki telja það heppilegt að hafa einungis atvinnustjómmálamenn í nefndinni og hugsanlega sé þetta verkefni sem stjórnmálamemi ráði ekki við. Gagnrýni af þessu tagi heyrist bæði frá hægri og vinstri væng stjórnmálanna. Hannes Hólmsteinn Gissurarson, dósent, sem gefið hefur út bók um stjórnarskrármálið, segir það vera einn megintilgang stjórnarskrár að vemda rétt einstaklingsins gagn- vart valdsmönnum. Með setu í stjórnarskrámefnd séu stjórnmála- menn því að gerast dómarar í eigin sök og hann telur litlar líkur á því að þeir hafi áhuga á því að tak- marka vald sitt. Ríkisvaldið hafi verið að auka vald sitt á kostnað einstaklingsins, ekki síst með auk- inni skattheimtu, og því sé nauðsyn- legt að takmarka skattlagningar- og seðlaprentunarvald ríkisins í stjórnarskrá. Ragnar Stefánsson, jarðskjálfta- fræðingur, segir núverandi stjóm- arskrá vera sæmilega tryggingu fyrir framhaldslífi gróinnar vald- stéttar, í okkar tilviki embættis- og peningamanna, og breytingartillög- ur svokallaðrar stjórnarskrámefnd- ar nánast engar. Hann segir sig og aðra sósíalista vilja miklu beinna lýðræði, með þjóðaratkvæðagreiðsl- um og alþýðudómstól, sem kosið væri beint til og hægt yrði að áfrýja óréttlátum Hæstaréttardómum til. Þjóðfundur Hvemig hyggjast menn koma slikum „róttækum" tillögum á framfæri við þjóðina, ef endurskoð- un stjómarskrárinnar fer alltaf í gegnum síu atvinnustjómmála- manna? Hannes Hólmsteinn segist ekki búast við að tillögur sínar verði lagðar fram af þingmönnum Sjálf- stæðisflokksins. Hannetelur hins vegar koma til greina að kalla til sérstaks þjóðfundar til að fjalla um

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.